Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1990, Side 17
ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1990.
17
íþróttir
Ólafi Þórðarsyni boðið til Crystal Palace:
„Mjög bagalegt
að missa Ólaf“
- segir Teitur, þjálfari Brann. Kaupverð 20-30 miHjónir?
’alace og gæti orðið fjórði íslend-
Ólafur Þórðarson, landsliðsmaður í
knattspyrnu, fór í gær til Englands í
boði enska 1. deildar félagsins Crystal
Palace og mun æfa þar næstu daga eða
vikur. Norska Dagbladet sagði frá þessu
í gær og hafði eftir bróður Ólafs, Teiti
Þórðarsyni, þjálfara Brann, að norska
félagiö myndi ekki standa í vegi fyrir
því að ÓMur gengi til liðs við Paiace.
Þá sagði Dagbladet einnig að Palace
yrði að greiða Brann um 20-00 milljónir
íslenskra króna til að fá Ólaf til sín. Ólaf-
ur er 24 ára og á að baki 33 landsleiki,
sem er einstakt fyrir íslenskan knatt-
spyrnumann á þeim aldri. Hann hefur
leikið eitt ár með Brann en til þess tíma
með Skagamönnum.
„Líst ágætlega á
mig hj'á Palace“
„Mér líst ágætlega á mig hér hjá Palace,
ég var á léttri æfingu með liðinu í dag
og aðstaðan er mun betri en í Noregi.
Ég er alveg til í að fara í ensku knatt-
spyrnuna ef þetta gengur upp. Það er
ekki ljóst hve lengi ég verö, það er talað
um einn mánuö en ég vona að það taki
skemmri tíma að fá þetta á hreint. Ég er
í ágætis æfingu, enda stoppuðum við hjá
Brann aðeins í þijár vikur yfir jóhn en
þó er snerpan ekki upp á það besta því
að við höfum verið mikið í langhlaupum
að undanförnu," sagði Ólafur í samtali
við DV í gærkvöldi.
Hann sagði ennfremur að hann myndi
leika með varaliði Palace gegn Fulham
í vikunni og tilskilin leyfi til þess væru
þegar fengin. „Ég býst ekki við aö það
yrði mjög erfitt fyrir mig að fá atvinnu-
leyfi en þó er aldrei að vita því öðrum
besta markveröi Noregs, Ola By Rise,
var hafnað fyrir skömmu þegar til stóð
að hann færi til Southampton," sagði
Ólafur.
Enska knattspyrnan ætti
að henta Ólafi, segir Teitur
DV ræddi einnig við Teit sem sagði að
þaö yrði mjög bagalegt fyrir Brann að
missa Ólaf. „Við erum ekki hrifnir af
þessu og vonandi fæ ég fljótlega að vita
hvort af því verður eða ekki að hann
gerist leikmaður með Palace. Það hefur
ekkert verið rætt um peninga í þessu
sambandi enn, enda ekki tímabært. Ég
býst við því að Ólafi gæti hentað vel að
spila í Englandi, knattspyrnan þar ætti
að eiga ágætlega við hann,“ sagði Teitur.
Fjórði íslendingurinn
í ensku 1. deildina?
Fari svo að Ólafur gerist leikmaður með
Palace yrði hann fjórði íslendingurinn í
1. deild ensku knattspyrnunnar. Þar eru
fyrir Þorvaldur Örlygsson hjá Notting-
ham Forest, Guðni Bergsson hjá Totten-
ham og Sigurður Jónsson hjá Arsenal.
Crystal Palace vann sig upp úr 2. deild
síðasta vor og er nú í fimmta neðsta
sæti 1. deildar.
-GH/HS/VS
erfiðustu
iingarnir
n um EM-riðiI íslands
okkur og áhersla lögð á að leika sóknar-
leik og bæði hðin ætla sér örugglega sigur
í leikjunum.
Skynsamlegt að
ráða Bo Johansson
Um ráðningu Bo Johansson í stöðu lands-
liðsþjálfara tel ég að það hafi verið mjög
skynsamleg ákvörðun hjá stjórn KSI.
Sænsk knattspyrna hefur um árabil verið
hátt skrifuð, landshðið ávaht í úrshtum á
stórmótum og félagshðin í Svíþjóð eru
geysilega sterk og Svíarnir eru mjög vel
skipulagðir í leik sínum. Mér fannst Guðni
Kjartansson vel koma til greina sem
landsliðsþjálfari, enda hefur hann staðið
sig mjög vel þegar hann hefur stjórnað
íslenska landshðinu. Ég vona að við eigum
eftir að fá að njóta krafta hans áfram þótt
hann hafi ekki veriö ráðinn landshðsþjálf-
ari,“ sagði Ath Eðvaldsson í samtah við
DV.
-GH
»tið í blaki
slitaleikur
lunum?
úrslitakeppnina, eru ÍS, KA og Þróttur.
HSK-HKO-3
Þessi tvö lið áttust við sl. miðvikudag á
Laugarvatni. Bæði eiga möguleika á sæti
í úrslitakeppninni og hefði sigur í þessum
leik nægt HSK til að tryggja sér þaö. En
HK-ingar voru harðákveðnir, börðust eins
og ljón og sýndu oft ágæt tilþrif, sem HSK-
ingar áttu dræm svör við. Heimamenn
sýndu oft ágæt tilþrif og voru Sigfinnur
Viggósson og Pétur kúluvarpari Guð-
mundsson þar fremstir. Snerpa, hpurð og
baráttuvhji HK-inga gerði hins vegar út
um leikinn sem var spennandi þótt ekki
hafi þurft nema þrjár hrinur til að gera
út um hann, 16-14,15-11,15-12.
Bestir í jöfnu hði HK voru Kristján
Magnús Arason og Vignir Hlöðversson.
-gje
• Júgóslavnesku knattspyrnumennirnir Izudin Dervic og Salih Porca, sem leika með Selfyssingum i 2. deildinni
í sumar, eins og DV sagði frá i nóvember á siðasta ári, komu til landsins í fyrrakvöld. DV hitti þá i fiugstöðinni
í Keflavík og sögðust þeir lítið vita um islenska knattspyrnu en hefðu þó fylgst með landsliðinu og töldu það hafa
náð góðum árangri. Á myndinni eru þeir með þremur fulltrúum knattspyrnudeildar Selfoss, frá vinstri eru: Smári
Kristjánsson, Njáll Skarphéðinsson, Izudin Dervic, Salih Porca og Stefán Garðarsson.
DV-mynd Ægir Már
Aðalsteinn
í Grindavík
• Aðalsteinn Aðalsteinsson
verður Grindavik góður styrkur.
Ægir Már Eárason, DV, Suðumasjum:
Aðalsteinn Aðalsteinsson, miðju-
maðurinn öflugi úr Víkingi, hef-
ur ákveðið að leika með nýliðum
Grindavikur í 2. deildar keppn-
inni í knattspymu í sumar.
„Mér líst mjög vel á að spila
með Grindavflc. Þetta hð hefur
komið mér mjög á óvart og er
með marga góöa leikmenn. Það
er erfitt aö yfirgefa Víking en þar
eru margir efnilegir strákar sem
leysa okkur þessa eldri afhólmi,“
sagði Aðalsteinn í samtali viö DV
í gærkvöldi
„Það er gríðarlegur hösstyrkur
í Aðalsteini og við erum mjög
ánægir með að þetta sé komið í
höfn. Önnur deildin verður mjög
hörö og spennandi í sumar
sagði Gvmnar Vilbergsson, for-
maöur knattspymudeildar
Grindavíkur.
Aðalsteinn er 28 ára gamall og
hefur lengst af leikið með Vík-
ingi. Hann var þó árið 1986 með
Djerv í norsku 2. deildinni og árið
1987-88 lék hann með Völsungi í
1. deild.
Sport-
stúfar
Sjö leikir fóru fram í
NBA-deildinni í körfu-
knattleik í fyrrinótt og
urðu úrslit leikjanna
sem hér segir:
Boston - Sacramento.121-89
Detroit - Utah Jazz.115-85
Milwaukee - 76ers......102-105
Minnesota - Gold. State.95-105
Denver - Atlanta.......125-113
LA Lakers - N.Jersey...121-105
Portland - Phoenix.123-121
Svíar úr leik
í Davis Cup
Svíar eru úr leik á Da-
vis Cup í tennis. ítalir
gerðu sér lítið fyrir og
slógu þetta stórveldi í
tennisíþróttinni út úr keppninni
í Cagliari í gær, 3-2. Leik þjóð-
anna átti að ljúka á sunnudaginn
en vegna slæmra birtuskilyrða
varð að fresta leik Paolo Cane og
Mats Wilander. Hinn 24 ára gamh
Cane kom, sá og sigraði og lagði
Svíann eftir fimm lota viðureign.
Frá árinu 1981 hafa Svíar sjö
sinnum leikið til úrslita á Davis
Cup og fjórum sinnum hreppt sig-
ur í keppninni.
Skíðagöngumót í
Bláfjöllum
Skíðafélag Reykjavíkur gekkst
fyrir göngumóti um helgina, svo-
kölluðu Toyota-móti. í flokki
karla 20-49 ára, sem gengu 10 km,
sigraöi Daníel Jakobsson,
ísafirði. í öðru sæti varð Baldur
Hermannsson, Siglufirði, og
þriðja Halldór Matthíasson, ÍR. í
flokki karla 16-20 ára sigraði
Marinó Sigurjónsson, Skiðafélagi
Reykjavíkur. í flokki kvenna sem
gengu 5 km sigraði Stella Hjalta-
dóttir frá ísafirði, í öðru sæti
hafnaði Lilja Þorvaldsdóttir, SR.
í flokki karla, 50 ára og eldri,
varð Matthías Sveinsson, SR, í
fyrsta sæti og gengu þeir 5 km. í
barnaflokki, sem gekk 5 km, sigr-
aði Guðni Eiríksson, SR.
Sigur hjá ÍR-stúlkum
ÍR vann Njarðvík, 66-55, í 1. deild
kvenna í körfuknattleik í gær-
kvöldi. ÍS og Haukar áttu einnig
að mætast en leiknum var frestað
þar sem annar dómarinn lét ekki
sjá sig.
Leiðréttingar
Úrslit í leik Víkverja og ÍR í bikar-
keppninni í körfuknattleik sner-
ust við í blaðinu í gær. Hið rétta
er að ÍR vann, 71-90. Þá misritað-
ist nafn Elsu Nielsen í umfjöllun
um íslandsmótið í badminton en
hún varð íslandsmeistari í ein-
hðaleik kvenna í A-flokki.
Yfirburðir
hjá Fylki
- vann ÍA 9-1 í úrslitum
Sigurgeir Sveinsson, DV, Akranesi:
Fylkismenn urðu á sunnudag-
inn íslandsmeistarar í 2. flokki
karla í innanhússknattspyrnu
þegar þeir gjörsigruðu ÍA, 9-1, í
úrshtaleik á Akranesi, en þar fór
allt mótið fram. Fylkispiltamir
voru komnir í 3-0 eftir aðeins 75
sekúndur, og þar með var mót-
spyma Skagamanna brotin á bak
aftur.
Sex hð komust í undanúrsht
mótsins. í A-riðh vann Fylkir ÍR,
6-3 og Víking 5-2, og Víkingur
vann ÍR, 7-1. í B-riðh vann ÍA
Selfoss, EÞ3, Fram vann Selfoss
9-4, og ÍA lagöi Fram, 6-4, í
skemmtilegasta leik mótsins.