Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1990, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1990.
2.
DV
Eins og belja á svelli
Ægir Már Káiason, DV, Suðumesjum:
Það eru ekki aðeins beljur sem geta
átt í erfiðleikum á hálu svelli -
hestar, sem flestum dýrum eru fót-
vissari, geta hka komist í hann
krappan við slíkar aðstæður. Það
átti sér stað í Sandgerði á dögun-
um. Hestur var að kroppa gras í
tjarnarhólmanum en átti í erfið-
leikum með að komast þaðan eftir
að stormur skall á.
Eigendur komu hestinum til
bjargar og gekk á ýmsu áður en
landi var náð en það tókst eftir
mikla baráttu. ísinn var traustur
og gaf sig ekki við byltur manna
og dýrs. Marblettir sáust eftir á en
meiðsh voru að öðru leyti lítil.
DV-myndir Ægir Már
.....
'i.....
•í s V4K
SvíðsljÓE
Fyrir miðri mynd er japanski samúræinn. Vinstra megin við hann eru Margrét Sigfúsdóttir, Sigfús Sigfússon, eigin-
kona hans, Guðrún Norberg, og Hiroshi Ninomiya. Hægra megin við samúræjinn eru Ingimundur Sigfússon, eigin-
kona hans, Valgerður Valsdóttir, og Sverrir Sigfússon. DV-mynd Brynjar Gauti
Vígsluhátíð í Heklu
Síðastliðinn fimmtudag var vígt
nýtt 4500 fermetra hús sem Hekla hf.
hefur tekið í notkun að Laugavegi
170. í húsinu verður sala nýrra og
notaðra bíla og verkstæði. Fram-
kvæmdir við hiö nýja hús hófust fyr-
ir fimm árum.
Á fyrstu hæð hússins, sem snýr aö
Laugaveginum, er 890 fermetra sýn-
ingarsalur fyrir nýjar bifreiðar.
Skrifstofuhúsnæði er á annarri hæð
og verður einnig á þeirri þriðju en
hún er ófullgerð. Á neðri hæð bak-
hússins er 1000 fermetra sýningar-
salur fyrir notaðar bifreiðar og á efri
hæð jafnstór salur fyrir bifreiðaverk-
stæði.
Á vígsluhátíðinni á laugardaginn
komu 850 manns í heimsókn, gestii
og starfsfólk, og þáðu veitingar. Urr
leið afhenti Hiroshi Ninomiya, fram-
kvæmdastjóri Evrópudeildar
Mitsubishi, Heklu járnsamúræja
sem á að veita starfsfólki fyrirtækis-
ins aukinn kraft eins og hann orðað
það.
Signý Sæmundsdóttir óperusöngkona skemmti hinum
fjölmörgu gestum með söng.
Samúræinn afhjúpaður. Það eru bræðurnir Sigfús og
Sverrir Sigfússynir sem afhjúpa.
NÝTT 0G GUESILEGT ÆFINGASVÆÐI
Einhver vinsælasta táningastjarnan í Bandaríkjunum er söngkonan Debbie
Gibson sem sló rækilega í gegn á siðasta ári. Það fylgir lífi poppstjarna
að láta sjá sig á mannamótum og þá helst þar sem Ijósmyndarar eru sam-
an komnir. Foreldrum hennar þykir hún helst til ung til að fara með strákum
á slík mannamót því hefur móðir hennar það hlutverk að fylgja henni.
Myndin hér er tekin á mikilli tónlistarhátið i New York þar sem poppstjörn-
ur verðlaunuðu hver aðra. Debbie Gibson er fyrir miðju á myndinni. Vinstra
megin við hana er systir hennar, Karen, og er greinilegur ættarsvipur með
þeim. Hægra megin er svo móðir hennar, Diane.
JUDO
NÝ BYRJENDANÁMSKEIÐ
ERU AÐ HEFJAST
'álfari er Michal Vachun fyrrverandi
þjálfari tékkneska landsliðsins.-
“7 Innritun og frekari upplýsingar
allavirkadagafrá kl. 16-22
sma627295
JÚD0DEIL0
ARMANNS