Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1990, Síða 28
28
ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1990.
Menning______________ dv
Kuggur enn á ferð
Nú fyrir jólin sendi Sigrún Eldjám frá sér bókina
Kuggur, Mosi og mæðgurnar. Kuggur var fyrst á ferð-
inni árið 1987 í bókinni Kuggur til sjávar og sveita og
aftúr í Kuggur og fleiri fyrirbæri ári seinna.
Sigrún Eldjám hefur nú skrifað bækur fyrir börn í
sléttan áratug. Hún byrjaði árið 1980 með því að senda
frá sér bókina Allt i plati. Nafn hennar var þó ekki
alveg ókunnugt í heimi barnabókmennta því áður
hafði hún getið sér orð fyrir myndskreytingar á bókum
annarra höfunda. í kjölfarið á Allt i plati fylgdi síðan
Eins og i sögu, sem kom út árið 1981 og hafði að geyma
krókófíla og dreka eins og í fyrri bókinni. Næstar í
röðinni vom langafabækumar, Langafi drullumallar
(1983) og Langafi prakkari (1984). Árið 1987 hlaut Sigr-
ún síðan Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar fyrir
Bétveir, sem kom út árið 1986. Lesendur hafa síðan
átt þess kost að fylgjast með ævintýram Kuggs og fé-
laga í þeim þremur bókum sem að framan em taldar.
Öðruvísi leikfélagar
í fyrstu bókinni segir frá Kuggi þar sem hann er
nýfluttur í barnsnautt hverfi, en engu að síður finnur
hann sér leikfélaga. Þau eru öðmvísi leikfélagar en
viö eigum að venjst mæðgurnar Málfríður og mamma
Málfríðar og furðuveran Mosi. Þrátt fyrir aldursmun-
inn á Kuggi og mæðgunum gömlu bindast þau tryggð-
arböndum og leiða lesendur í hvert ævintýrið á fætur
öðra.
Kuggur, Mosi og mæðgurnar er með sama sniði og
hinar tvær fyrri. Skiptist í fióra kafla sem geyma hver
sitt ævintýri. Uppátektir þeirra fjórmenninga eiga sér
hverdagslegar fyrirmyndir sem era útfærðar í ævin-
týralegri atburðarás.
Sögumar flylja allar léttan boðskap, sem komið er
á framfæri á gamansaman hátt. Tilgangurinn með
hinum mikla aldursmun persónanna er þannig að
brúa kynslóðabihð á sérstæðan hátt með því að draga
fram bamið sem býr í öllum og eyða þannig fordómum
gamalla gagnvart æskunni og ungra gagnvart ellinni.
Þetta viðfangsefni er ekki nýtt hjá Sigrúnu, enda þarft
í samfélagi eins og okkar þar sem flestum er skipað á
aðskilda bása. Sigrún bendir með öðrum orðum á að
það sé hollt að líta inn í fleiri bása en sinn eigin. Viö
eigum að leika okkur meira saman og læra hvert af
öðru.
í fyrstu sögunni, Skautaferð, er þannig sagt frá því
hvemig sú athöfn að skauta getur farið fram og hefur
í gegnum aldimar verið framkvæmd með ólíkum
hjálpartækjum. Mamma Málfríðar dregur fram sauða-
Fréttir
Framboðsmál:
Reykjavík án kratalista
Bókmermtir
Anna Hildur Hildibrandsdóttir
leggina sína eins og fommennimir renndu sér á forð-
um daga. Málfríður finnur gömlu skrítnu skautana
sína, Kuggur hefur í fómm sínum skauta eins og tíðk-
ast nú á dögum og Mosi sína eigin fætur. Saman
þramma þau niður á tjöm og skemmta sér öll vel þrátt
fyrir þessu ólíku tæki og ýmsar uppákomur.
í sögunni Bakstur segir frá því hvaða útreið hrekkju-
svín geta fengið. Mamma Máifríðar sem er í fýlu ætlar
að stríða þeim Kuggi, Mosa og Málfríði, þar sem þau
em að baka, með því að láta gamla strigaskó detta
ofan í deigið. Það vill þó ekki betur til en svo að hún
dettur sjálf ofan í og fylgir kökudeiginu inn í baka-
rofn. Eftir að kakan er tekin úr ofninum fylgjast svo
lesendur með ærslafullum eltingaleik við kökuna
hlaupandi.
í þriðju sögunni, Aski, koma foreldrar Kuggs fyrst
við sögu. Fjölskyldan er á leið á Þjóðminjasafnið þar
sem sjá má alla þá hluti „sem fólk notaði í gamla
daga“. Mæðgurnar gerast hoðflennur og það verður
aldeilis uppi fótur og fit þegar mamma Málfríðar finn-
ur ask sem hún tapaði fyrir mörgum áratugum. Hún
vill að sjálfsögðu endurheimta þennan forna grip sinn,
en safnverðimir em ekki á sama máh. Eftir mikil átök
nást þó sættir í málinu.
Tónaflóð er síðasta sagan í bókinni. Tónhst á sér
engin landamæri og engin aldursmörk. Kuggur er
nýbyijaður að læra á fiðlu, sem verður til þess að
mamma Málfríðar dregur upp gamla túbu úr fórum
sínum og uppfinningamaðurinn Málfríður býr sér til
fjöldósaorgelvél. Efniviðurinn em áldósir sem gos-
þambarar skilja eftir sig á víð og dreif og menga um-
hverfi sitt með.
Sigrúnu er lagið að kitla ímyndunarafl lesenda sinna.
Þessir hversdagslegu atburðir, sem sögumar sækja
efnivið sinn í, taka á sig skondnar myndir í léttri og
lifandi frásögn. Margar myndir em notaðar til að
auðga textann eins og í öllum bókum Sigrúnar. Þær
faha vel að efninu og koma ríkulega til skila þeirri
gleði sem ríkir í sögunum.
Kuggur, Mosi og mæðgurnar.
29 bls.
Sigrún Eldjárn.
Forlagið — 1989.
Andlát
Steinunn Guðmundsdóttir, Grana-
skjóh 6, Reykjavík, lést í Landspítal-
anum að morgni laugardagsins 3.
febrúar.
Jónína Einþórsdóttir, Stekkjarkinn
15, Hafnarfirði, lést föstudaginn 2.
febrúar.
Jaröarfarir
Minningarathöfn um Bjarna Gísla-
son kennara, Auðarstræti 13,
Reykjavík, fer fram frá Fossvogskap-
ehu í dag, 6. febrúar, kl. 15. Jarðsung-
ið verður frá Siglufjarðarkirkju mið-
vikudaginn 7. fehrúar kl. 14.
Björn Jónsson frá Hvoh, Öldutúni 6,
Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá
Hafnarfj arðarkirkj u miðvikudaginn
7. febrúar kl. 15.
Guðrún Stefánsdóttir, áður búsett á
Eskifirði, til heimilis að Miðvangi 41,
Hafnarfirði, verður jarðsungin í dag,
þriðjudaginn 6. febrúar, kl. 15 frá
Hafnarfjarðarkirkju.
Jón Stefán Benediktsson, Háaleiti 11,
Keflavík, andaðist á heimih sínu 28.
janúar. Útforin hefur farið fram í
kyrrþey að ósk hins látna.
Sendiherra Danmerkur á íslandi, Hr.
Hans Andreas Djurhuus, 2.2. 1920-
31.1.1990. Útfórin fer fram frá Dóm-
kirkjunni í Reykjavík miðvikudag-
inn 7. fehrúar kl. 13.30.
Aðalsteinn Eiríksson, fyrrverandi
skólastjóri Reykjanesskóla við ísa-
fjarðardjúp og fjármálaeftirhtsmað-
ur skóla, Boðahlein 16, Garðabæ, lést
27. janúar sl. Útfórin hefur farið fram
í kyrrþey.
Betty Guðmundsdóttir lést 29. jan-
úar. Hún fæddist í Reykjavík 30. júh
1914, dóttir hjónanna Guðmundar
Grímssonar og Guðmundínu Odds-
dóttur. Betty réðst sem vinnukona
til Kjartans Thors og Ágústu Bjöms-
dóttur árið 1932 og starfaði hjá þeim
í yfir 50 ár. Útför hennar verður gerð
frá Dómkirkjunni í dag kl. 13.30.
Tilkyimingar
Félag Snæfellinga og
Hnappdæla í Reykjavík
Árshátíðin verður laugardaginn 10. fe-
brúar í Goðheimum, Sigtúni 3. Húsið
opnað kl. 18.30. Heitur veislumatur,
vönduð skemmtidagskrá. Miðasala í Sig-
túni 3, fimmtudag 8. feb. frá kl. 16-18 og
fóstudag 9. feb. frá kl. 16-18. Nánari upp-
lýsingar í símum 611421, Ema, og 40308,
Emma.
Kvenfélag Kópavogs
Spilað verður í kvöld, 6. febrúar, í Félags-
heimili Kópavogs. Byrjað verður að spila
kl. 20.30. Allir velkomnir.
Skemmtikvöld í Víði-
staðakirkju
Kór Víðistaðasóknar stendur fyrir
skemmtidagskrá í safnaðarsal Víðistaða-
kirkju flmmtudagskvöldið 8. febrúar kl.
20.30. Dagskráin ber yfirskriftina „Hin
gömlu kynni“. Þar flytur kórinn létt lög
úr ýmsum áttum og auk þess bregður
fyrir öðmm gamanmálum, bæði í
bundnu og óbundnu máli. Að sjálfsögðu
gefst gestum færi á að syngja með. Þetta
er kjörið tækifæri til þess að fá sér kaffi-
sopa í góðra vina hópi - og njóta þess sem
fram er reitt.
Ferðalög
Ferðafélag íslands
Miðvikudagur 7. febr. kl. 20.
Viðey að vetri
Vetrarkvöldganga - blysför. Brottför
frá Viðeyjarbryggju í Sundahöfn. Viðey-
jarkirkja skoðuð og Viðeyjarstofa ef að-
stæður leyfa. Létt gönguferð og blysfór
austur á Sundbakka (minjar um þorp).
Verð 500 kr., frítt fyrir böm 12 ára og
yngri. Blys kr. 100 (meðan birgðir end-
ast). Kynnist Viðey að vetri. Ferðafélags-
ferðir em fyrir alla.
Helgarferð i Tindfjöll 9.-11. febr.
Gist í góðum skála. Tilvalin ferð fyrir
gönguskíöi. Nægur snjór. Gengið á Tind-
fjallajökul. Farmiðar og uppl. á skrifstof-
unni. Pantið tímanlega. Fljótshlið í vetr-
arbúningi. Dagsferð á sunnudaginn kl.
10. M.a. farið að Seljalandsfossi og
Breiðabólsstaðarkirkju.
Fundir
Palli, ertu einn
í heiminum?
Röskva, samtök félagshyggjufólks í Há-
skóla íslands, halda fund um mannrétt-
indamál stúdenta í hinum stóra heimi í
Hlaðvarpanum miðvikudaginn 7. febrúar
kl. 20.30. Á fundinn mæta Ragnar Bald-
ursson, sem segir frá stúdentahreyfing-
unni í Kína, Jóhanna K. Eyjólfsdóttir,
formaður Amnesty International á ís-
landi, segir frá starfi samtakaima og Ein-
ar Þór Gunnlaugsson fjailar um mál
stúdenta og ungs fólks í Mið-Ameríku.
Kaffiveitingar verða á staðnum.
ITC deildin Irpa
heldur fund í kvöld; 6. febrúar, kl. 20.30
að Brautarholti 30. Á dagskrá er ræðu-
keppni. Upplýsingar gefa Kristín í síma
74884 og Guðrún í síma 675781.
Kvenfélag Hallgrímskirkju
Fundur verður haldinn í safnaðarheimili
kirkjunnar fimmtudaginn 8. febrúar kl.
20.30. Frú Jóhanna Möller syngur ein-
söng við undirleik Harðar Áskelssonar.
Guðrún Bimir, formaður safnaðarfélags
Áskirkju, flytur erindi. Kaffi. Að lokum
verður hugvekja sem sr. Sigurður Páls-
son flytur.
Ljósmyndafélagið
Hugmynd ’81
Aðalfundur verður haldinn fimmtudag-
inn 8. febrúar kl. 20.30 að Klapparstíg 26.
Tapað fundið
Læða tapaðist úr
Fossvogi
Stálgrá 2 ára gömul læða fór að heiman
frá sér í Fossvogi á fimmtudaginn sl. og
hefur ekki sést síðan. Þeir sem gætu gef-
ið upplýsingar um ferðir hennar vinsam-
legast hringi í síma 38716 fyrir hádegi eða
eftir kl. 18 á daginn.
Alþýðuflokkurinn ætlar ekki að
bjóða fram eigin framboðslista í
komandi borgarstjórnarkosningum.
Ákveðið hefur verið að bjóða fram
Málefnalistann, sama hvort önnur
öfl verða með eða ekki. Borgara-
flokkurinn, Alþýðubandalagsfélag
Reykjavíkur og Birtingarfélagar eiga
eftir að taka ákvörðun um hvort þau
verða með á Málefnalistanum.
í verkefnaskrá Málefnahstans er
margt að finna: „Fyrirtækjum sköp-
uð skilyröi til vaxtar... Borgin
stuðli að fjölgun starfa fyrir fatlaða.
Borgarsjóður byggi fleiri leiguíbúð-
ir... Heilsuspillandi húsnæði verði
útrýmt. Öll hörn frá tveggja ára aldri
eigi rétt á ókeypis leikskóla hluta úr
degi. Námsaðstaða bama með sér-
þarfir verði bætt. Borgarstjórn leggi
áherslu á að aldraðir fái búið á heim-
ilum sínum sem lengst. 10% útsvars-
tekna verði varið til að leysa hús-
næðis- og umönnunarvanda eldri
borgara. Unnið verði gegn loftmeng-
un bifreiða. Hætt verði við stöðu-
mæla. Bifreiðaeigendur fái keypt
klukkukort. Reykjavíkurborg taki
alfarið við skipulagningu og rekstri
Listahátíðar í Reykjavík. Borgin ger-
ist aðili að byggingu Tónhstarhúss.
Keppnisíþróttum verði sköpuð sem
best skilyrði í innlendum sem al-
þjóðlegum keppnum. Gerðar verði
trimm- og hjólreiðabrautir í borg-
inni. Almenningssamgöngur á öllu
höfuðborgarsvæðinu verði sam-
ræmdar... Auk barna og aldraðra
njóti skólafólk í gmnn- og framhalds-
skólum sérkjara hjá SVR. Taxti Hita-
veitunnar verði lækkaður um allt að
20% þegar Nesjavahaveita er komin
í notkun.“ Svo nokkur dæmi séu tek-
in. -sme
Alternatorar
Startarar
Ótalgerðirog tilheyrandi varahiutir.
Hagstætt verð. 12 mán.ábyrgð.
SKEIFUNNI 5A, SIMI: 91-8 47 88
Fjölmiðlar
Stjórnmálamenn hafa á undan-
fórnum misserum k vartað yfir að
fiölmiðlar dragi upp slæma mynd
af störfum þeirra og þeim sjálfum.
Samkvæmt kenningunni eru flöl
miðlar nú að hrökkva til baka í
þeirrijákvæðu þróun sem byrjaði
þegar blööin vom aö brjótast undan
klafastjómmálaflokkanna. Nú hafa
fiölmiðlarnir tekið að þjóna mark-
aðinumaf engu minni undirlægju-
hætti en þeir lögðust undir flokks-
hælana áður. Nú er því sem sannara
reynist fómað fyrir það sem betur
hfjómar í eyrum almennings. Fyrir
þann sem fyrir því verður er htih
munur á þessu og óhróðri flokks-
Þingsjá
málgagnanna fyrir fáeinum árum.
Stjórnmálamenn vhja kenna
breyttum kúrs fiölmiölanna minnk-
andi álit almennings á Alþíngi, rík-
isstjóm og sljómmálum yfirleitt.
Það sem þeir segja í viötölum sé
klippt og skorið eftir þörfum fjöl-
miðlana og þeír nái ekki að koma
skoðunum sfnum fram.
Ég get ekki keypt þá kenningu að
minnkandi trú almennings á stjórn-
málamönnum sé fiölmiðlunum að
kenna. Stjórnmálameimkomaoft
betur út þegar fréttamenn hafa farið
höndum um viötölin og skotið inn
eigin texta. Gamaníö kárnar fyrst
fyrir alvöru þegar stjórnmálamenn
fá að mala næstum óáreittir. Þeir
virðast vera fullfærir um að draga
úr áliti almennings á sjálfum sér og
störfumsínum.
Það sannaði þingsjá Sjónvarpsins
ígær.
Gunnar Smári Egilsson