Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1990, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1990, Side 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir begta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn. Frjálst, óháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1990. Óskar um fiskverð: Óttast að þetta sé allt að springa „Ég óttast að þetta sé allt að fara úr böndunum. Mig grunar, eins og staðan var í gær, þegar fundi Verð- lagsráðs var slitið án þess að annar væri boðaður, að endirinn verði sá að fiskverðsákvörðunin lendi hjá yfirnefnd. Fulltrúar sjómanna taka ekki þátt í því. Fari málið til yfir- nefndar má búast við fiskyerðs- hækkun upp á 3 til 5 prósent. í kjöl- farið munu svo hefjast sérsamningar úti um allt land með tilheyrandi deil- um og látum eins og menn urðu vitni að á Austfjöröum á dögunum," sagði Óskar Vigfússon, formaður Sjó- mannasambandsins, í samtali við DV í morgun. í síðustu viku töldu menn að sam- komulag væri að takast í Verðlags- ráði. Óskar segir að á síðustu fund- um ráðsins hafi afstaða fiskkaup- enda aftur á móti breyst og þeir vilja ekki lengur tala um að tengja hluta aflans við fiskmarkaði eða bónus- greiðslur. í gær var fundi Verðlagsráðs slitið án þess að annar fundur væri boðað- ur. „Ætli menn vilji ekki reyna að leysa málin nú með einhverju bak- tjaldamakki? Ég tek hins vegar ekki þátt í því,“ sagði Óskar Vigfússon. -S.dór Akureyri: Vinnuslys hjá ÚA Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Kona sem var aö vinna viö roð- flettivél hjá Útgerðarfélagi Akur- eyringa í gær lenti með hönd í vél- inni og slasaðist nokkuð. Að sögn lögreglunnar voru þrír fingur konunnar illa leiknir eftir slysið og tvísýnt hvort hún muni halda þeim. EskiQörður: Samþykkti samninginn Félagar í Verkalýðsfélaginu Ár- vakri á Eskifirði samþykktu nýgerð- an kjarasamning á fundi í gær- kvöldi. 39 voru með en 5 voru á móti. „Það brutust ekki út nein fagnaðar- læti. Það voru talsverðar umræður á fundinum," sagði Hrafnkell A. Jóns- son, formaður Árvakurs, þegar hann var spurður um hug fundarmanna til samningsins. -sme LOKI Urðu þeir hjá Flying Tigers flug-leiðir? Flymg Tigers hætt að lenda i Kef lavik - óhóflegum afgreiðslugjöldum á Keflavikurflugvelli kennt um Bandaríska flutningafyrirtækið fram í næstu viku með að fá fram einokunarhagsmuni sína.“ flugvelli. Afgreiðlugjald í Shannon Flying Tigers er nú nær algerlega lækkun á afgreiðslugjöldum á Þá á það sinn þátt i breyttri stefnu er ura þriðjungur af því sem það hætt að láta flugvélar sínar hafa Keflavíkurflugvelli," sagði Guð- Flying Tigers að félagið hefur síð- er á Keflavikurflugvelli. viökomu á Keflavíkurflugvefli. mundur Þór Þormóðsson, umboðs- ustu vikur látið þotur af gerðinni „Þegar félagiö þarf að greiða hátt Lendingar véla félagsins voru tíðar maður Flying Tigers á íslandi, í DC-10 fljúga á þessari leið í stað í þriðjung af því sem fæst í farm- alltframímiðjanjanúarensíðustu samtali við DV. „Annað hvort Boeing 747 áður. DC þoturnar eru gjöld fyrir flutning héðan í af- vikur hafa þær flogið yfir á leið verðaFlugleiðiraðgefaeftireinok- langfleygari og komast frá Japan greiðslu- og lendingargjöld þá er sinni milli Evrópu og Japans. un sína á afgreiðslunní eða lækka til Evrópu um Alaska í tveimur það augljóslega of hátt hlutfall. Ástæðan er rakin til þess að af- gjaldið fyrir hana. áfóngum og þurfa því ekki að lenda Þeir hjá Flying Tigers ætla því að greiöslugjöld á Keflavíkurflugvelli Við höfum átt marga samninga- á íslandi. bíða með millilendingar hér og sjá séu óbærilega há þannig að ekki fundi með Flugleiðamönnum og í haust, áður en DC þoturnar hvort ekki tekst að lækka af- borgi sig að koma hér við til að reyntaðfáleiðréttinguenekkitek- voru teknar í notkun, bar þó nokk- greiðslugjöldin,“ sagði Guömund- taka vörur. Flugleiöir sjá um af- ist. Næsta skref er að leita til ríkis- uð á því að þotur frá Flying Tigers ur Þór Þormóðsson. greiöslu vélanna hér samkvæmt valdsins. Flugleiðamenn eru hefðu viðkomu í Prestvík í Skot- -GK samningi við ríkisstjórnina. greinilegta tilbúnir að fórna hags- landi eða Shannon á írlandi í stað „Viö getum ekki beðið lengur en munum þjóðarinnar til að verja þess að millilenda á Keflavíkur- Það eru ekki bara bílarnir sem hiaða utan á sig tjöru í vetrarumferðinni. Umferðarskiltin fá líka sinn skerf þannig að nú er svo korriið við helstu umferðargötur að þau sjást ekki. Starfsmenn borgarinnar hafa því fengið það verkefni að tjöruþvo skiltin svo að menn sjái hvert þeir eru að fara. DV-mynd Brynjar Gauti Ófærir vegir ruddir á Vestfjörðum í dag Snjóruðningstæki frá Vegagerð- inni byrjuðu snemma í morgun að ryöja vegi á Vestfiörðum sem hafa verið ófærir síðustu 2-3 vjkur. Byij- að var að ryðja veginn inn ísafiaröar- djúp um Steingrímsfiarðarheiði, áleiðis til Hólmavíkur og að Brú. Snjóruðningstæki lögðu upp frá ísafirði og Hólmavík í morgun og var gert ráð fyrir að flokkarnir mættust síðdegis eða undir kvöld. Einnig átti að ryðja Breiðadalsheiði til Flateyrar og Þingeyrar. Á morgun er gert ráð fyrir að leiðin um Botns- heiði til Suðureyrar í Súgandafirði verði rudd ef veður leyfir. í morgun var veður mjög gott á norðanverðum Vestfiörðum - stillt og bjart með eins til tveggja stiga frosti. Að sögn Kristins Jónssonar, rekstrarstjóra Vegagerðarinnar á ísafirði, var gert ráð fyrir að búið yrði að ryðja leiðina til Hólmavíkur seinnipartinn í dag. Hann sagði í samtali við DV í morgun að búast mætti við nokkurra metra háum „snjógöngum" þegar búið yrði að moka vegina, sérstaklega á Breiða- dalsheiði. Leiðin frá ísafirði til Hólmavíkur er um tvö hundruð og fimmtíu kílómetra löng. -ÓTT Veðrið á morgun: Slydduél við suður- sfröndina Á morgun verður hæg austlæg átt og slydduél við suður- og suð- austurströndina, en annars stað- ar þurrt. Hitinn verður alls stað- ar rétt undir frostmarki nema á Suðurlandi þar sem hitinn fer rétt yfir frostmark. NÝJA SENDIBÍLASTÖÐIN 68-5000 Hjálpið okkur að styrkja SEM hópinn. mmmm Þjóðar mmmm SALIN býr í Rás 2. Nýtt númer: 68 60 90 FM 90,1 - útvarp með sál.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.