Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1990, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1990, Side 3
MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1990. 3 Fréttir Keflavik: Einar J. Gíslason er aö láta af störfum sem forstöðumaður Hvítasunnusafnaðarins: Alþýðuílokksfólk í Keflavík hefur ákveðið að bjóða fram sömu menn í efstu saatum og sátu þar í síðustu bæjarstjómarkosn- ingum. Guðflnnur Sigurvinsson, bæjarstjóri í Keflavík, sagði að baýarfulltrúarnir hefðu sagst til- búnir í prófkjör en (jölmennur félagsfundur heföi ákveðið aö uppstillingarnefnd raðaði upp listanum. Vilji félagsmanna er sá að hafa sömu menn í efstu sæt- um. Því er ekki gert ráð fyrir neinum verulegum breytingum á lista Alþýðuflokksins. Við síðustu kosningar vann Al- þýðuflokkurinn stórsigur, jók fylgi sitt úr 918 atkvæðum í 1.716. Bæjarfulltrúum flokksins fjölg- aði við það úr tveimur í fimm og við það náði flokkurinn hreinum meirihluta. Framsóknarmenn í Kefiavík hafa ákveðið að hafa opið próf- kjör. Það verður síðustu helgi í febrúar eða þá fyrstu í mars. Sjálístæðismenn í Keflavík hafa tilkynnt framboð sitt. Á þeirra lista er Ellert Eiríksson sveitar- stjóriíefstasæti. -sme Ráöherrabflamir: - segir JúIíusSólnes „Ef skattareglur um þessa bOa eru eitthvað óljósar verður auð- vítað að setja ákveðnar reglur um þá,“ sagði Júlíus Sólneshagstofu- ráðherraen ríkisskattstjóri hefur sagt aö ráðherrabílamir verði skattlagðir sem fríðindi. „Ég held nú aö þessi ráðherra- laun séu ekki það há aö nokkur maður þoli það. Kannski væri besta leiðin bara að skila öllum þessum bílum inn,“ sagði Július. -SMJ Rækjufram- leiðendur Rækjuframleiðendur á ísafiröi, sem verið hafa með togarann Hafþór RE á leigu, en hann er i eigu Hafrannsóknastofnunar, vilja kaupa skipið og hafa gert tilboð í það. Tilboðiö kom í lok síðasta árs en þá hafðí ekki veriö tekin ákvörðun um að selja skip- ið. Hún var tekin síðar. Að sögn Vignis Thoroddsen hjá Hafrann- sóknastofnun er sala togarans alfarið í höndum sjávarútvegs- ráðuneytisins. Þar er aðeins einn maöur sem getur svarað til um máliö en hann er erlendis. Hafþór RE hét áöur Baldur og var notaður sem varðskip i síð- asta landhelgisstríðinu. Skipiö var sett í klössun í Skotlandi í fyrra og er því í góðu ásigkomu- lagi nema hvaða spilkerfið er mjög lélegt. Hefúr skipið verið frá veiöum nokkrum sinnum vegna þess og nú er spil skipsins bilað. Rækjuverksmiðjur á ísafirði hafa leigt skipið undanfarið sem fyrr segir. Aðeins einn mánuður er eftir af leigutimanum. Kauptil- boð þeirra er á þann veg að alls óvíst er um hvort þvi verður tek- iö. -S.dór Ætlar að tilnefna eftirmann sinn „Fjöldamargt ungt fólk í Hvíta- sunnusöfnuðinum er sáróánægt með aö Einar J. Gíslason ætii sér að til- nefna eftirmann sinn án þess að leit- að verði eftir vilja safnaðarins. Hann vísar bara í að það sé Guðs vilji að haga málum svo en við viljum fá að hafa lýðræðislega kosningu," sagði heimildarmaður DV úr hópi safnað- armanna við blaöið. í kvöld verður fundur í söfnuðin- um þar sem Einar J. Gíslason, sem verið hefur forstöðumaður hans frá árinu 1971, ætlar að tilnefna eftir- mann sinn. Einar lýsti því yfir á fundi í haust að hann ætlaði aö segja af sér sem forstöðumaður og ti.1- kynna í febrúar hver yrði eftirmað- urinn. Nú er komið að þeim fundi en í millitíðinni hefur verið að magnast í söfnuðinum óánægja með meint einræði Einars. „Þetta er eins og verið hefur í Kremi. Forystan vill ákveða sjálf hverjir taka við af henni en margir í söfnuðinum og þá sérstaklega ungt fólk vfil taka upp lýðræðislegri að- ferðir og kjósa leynilegri kosningu," sagði heimildarmaður DV. Engar skýrar reglur eru til í Hvíta- sunnusöfnuðinum um hvernig skuli velja nýja forystumenn. Á sínum tíma var Einar J. Gíslason valinn af forvera sínum og hann hefur sagt að sama regla skuli gilda áfram. Þegar DV vildi ræða málið við Einar neit- aði hann að segja nokkuö um mál- efm safnaðarins. Talið er að Einar ætli að tilnefna Hafliöa Kristjánsson í stöðu for- stöðumanns á fundinum á morgun. Hafliði hefur verið forstöðumaður í forfollum Einars síðustu misseri. Talið er að Hafliði hafi verulegt fylgi innan safnaðarins þótt margir fylgis- menn hans vilji frekar kjósa hann beinni kosningu en eftir tilnefningu Einars. Annar hluti safnaðarins vill kjósa Garðar Ragnarsson sem nýlega kom til landsins eftir að hafa veriö for- stöðumaður Hvítasunnusafnaðar í Danmörku. Þótt enginn viti með vissu hve margir í söfnuðinum fylgja Garðari hefur hann stuðning margra. Sumir stuðningsmenn Haf- hða hafa aftur á móti sagt að þeir gangi úr söfnuðinum verði Garðar valinn. „Óánægjan er ekki mest með þessa menn heldur með Einar sem enn vill ráða öllu þótt hann hafi misst tiltrú safnaðarins. Söfnuðinum helst ekki lengur á fólki, kirkjan er hálftóm enda má ekki einu sinni klappa við messur. Einar mun tilnefna á fundin- um en það kemur svo í ljós á hvort einhver þorir að malda í móinn. Hann er gamli leiðtoginn sem menn hafa verið taldir óguðlegir fyrir að rísa upp gegn,“ sagði heimildarmað- urinn. -GK Sauðárkrókur: Gamla flug- stöðin flutt ÞórhaDur Asmundsson, DV, Sauðárkróki: Gamla „flugstöðin“ á Alexanders- flugvelii hefur öðlast nýtt hlutverk, það er að vera afdrep skíðafólks í skíðaparadís Sauðárkróksbúa í landi Heiöar á Laxárdalsheiði. Hvað skúr- inn verður þar lengi er óvíst þar sem sífellt er í athugun hvar framtíðar- skíðasvæöi Sauðkrækinga verður. Á dögimum voru félagar í skíða- deild Tindastóls ásamt starfsmönn- um Sauðárkróksbæjar og stórvirk- um vinnuvélum að koma skúrnum fyrir. Meiningin er síðan að ganga vel frá honum á næsta sumri, setja t.d. í hann rafmagnskyndingu. Veður var hið besta efra flutnings- daginn og talsverð umferð, enda ný- búið að moka Laxárdalsheiði. „Flugstöðinni“ komið fyrir á vörubíl. DV-mynd Þórhallur sting sem skuar ser ánægju og endursölu 3ja ára ábyrgð i 11*1*11 11*11 BW|ÍlS( 1 iLvufll IJlf11 PJ á f ml il 111 B 1 |L A|S| |N| m m |G L| m íul iGlAl m ÍDlAÍGi öl [G Sf m m m El m IÁÍGI Ð m 1-1 |17i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.