Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1990, Page 8
8
MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1990.
Utlönd
Bandaríkjamönnum rænt
Byssubátur á eftirlitsferö fyrir (raman húsið í Kólumbfu þar sem (opp-
fundur um eituriyf jamál hefst á morgun. simamynd Reuter
Vínstrí sinnaðir skæruliðar rændu tveimur bandarískum borgurum
í Medellin í Kólumbíu í gær og efnt var til mótmælaaðgerða víðsvegar í
Bogota um leið og undirbúningur fyrir toppfund um eiturlyfjamál stóð
sem hæst. Fundinn, sem hefst á morgun, mun George Bush Bandaríkjafor-
seti sitja auk forseta Kólumbíu, Bolivíu og Perú.
í ríkisútvarpinu í Kólumbíu var greint frá því í gærkvöldi að öörum
Bandaríkjamanninum hefði verið sleppt og að hinum yrði sleppt innan
fárra klukkustunda. Báðir Bandaríkjamennirnir höíðu búið lengi í Me-
dellin.
Sendiherra Bandaríkjanna kvað litla hættu því samfara fyrir Banda-
ríkjaforseta að fljúga til Cartagena til fundar við hina forsetana þrjá og
arí þar heldur en á götu í New York.
Barist í Hong Kong
Lögreglan í Hong Kong beitti í gær táragasi til aö bæla niður óeirðir í
í flóttamannabúðum Víetnama. Um þtjú hundruð flóttamenn börðust
innbyrðis með heimatilbúnum vopnum. Tuttugu og sjö manns eru sagöir
hafa særst, þar af sautján Víetnamar, áður en lögreglu tókst að koma ró
á eftir þriggja klukkustunda bardaga.
Skömmu eftir dögun í morgun, er lögregla og starfsmenn flóttamanna-
búðanna voru enn að leita vopna, brutust út átök milli um sjötíu Víet-
nama. í þeim átökum særðust nitján manns.
100 þúsund hylltu Mandela
Nelson Mandeia ásamt Winnie konu sinni að lokinni ræðu sinni í Soweto
í gær. Simamynd Reuter
„Lifi Mandela“, „Viö elskum þig,
afi" hrópuðu hundraö þúsund
stuðningsmenn blökkumannaleið-
togans aldna á knattspyrnuvelli í
Soweto í gær þar sem efnt hafði
verið tfl hátíöahalda í tflefni heim-
komu Mandela. í ávarpi sínu til
mannfjöldans í gær hvatti Nelson
Mandela til agaðrar og hógværrar
baráttu tfl að binda enda á kyn-
þáttaaöskilnaðarstefhuna.
Hann hvatti blökkumenn til að
snúa sér aftur aö námi og bætti við
að binda þyrfti enda á ofbeldi í út-
hverfum borganna. Mandela for-
dæmdi einnig átök þau sem brotist
hafa út víða um landið eftir að hann
var látinn laus.
Walter Sisulu, einn leiðtoga Af-
ríska þjóðarráösins, kvaðst í gær
búast viö því að ráöið myndi bráð- sbnamynd Reuter
lega hefja viðræður við suöur-afrísk yfirvöld. Heimfldarmenn Afriska
þjóðarráösins sögöu í gær aö framkvæmdanefnd þess myndi funda í dag
og á morgun um umbætur þær sem de Klerk, forseti Suður-Afríku, heföi
boöaö.
Mannræníngjar handieknir .
Þrír vopnaðír ungir menn voru handteknir í Kanada í gær eftir að
hafa tekið ellefu menntaskólanema, sem voru á ferð í skólabíl, í gíslingu.
Eftir samningaviðræður viö mannræningjana útvegaði lögreglan þeim
bíl og leyfði þeim aö hafa einn gisl með sér en hann var tahnn vera vin-
ur eins mannræningjanna.
Þremenningamir ókur norður frá Prince George og á hliðarveg þar sem
þeir voru umkringdir og handteknir. Engan námsmann sakaði við at-
burðinn.
Mandela boðinn velkominn heim.
Samningaviðræður um fækkun hefðbundinna vopna:
Samkomulag um
fjölda hermanna
Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, James Baker og Edu-
ard Sévardnadze. Símamynd Reuter
Utanríkisráðherrar Vesturs og
Austurs tilkynntu í gær að langþráð
samkomulag um fækkun hermanna
stórveldanna í Evrópu hefði loksins
náðst og segja fréttaskýrendur aö
með þessu hafi líkumar aukist á að
samningur um fækkun hefðbund-
inna vopna í Evrópu, svokallaður
CFE-samningur, náist á þessu ári.
Samkvæmt samkomulaginu er
Bandaríkjamönnum heimflt að hafa
þijátíu þúsund fleiri hermenn í Evr-
ópu en Sovétmönnum. Þetta þýðir
að Gorbatsjov Sovétforseti hefur gef-
ið verulega eftir í afstöðu þjóðar
sinnar tfl fækkunar hefðbundinna
vopna. Þá er htið á þetta samkomu-
lag sem persónulegan sigur fyrir
Bush Bandaríkjaforseta.
Samkomulagið endurspeglar tfl-
lögur sem Bandaríkjaforseti lagöi
fram fyrir tveimur vikum og fela í
sér að hvort stórveldi fyrir sig hafi
eigi fleiri en 195 þúsund hermenn í
Mið-Evrópu en að Bandaríkjastjórn
væri heimflt að hafa aukalega þrjátíu
þúsimd hermenn utan Mið-Evrópu,
þ.e. í Bretlandi, Ítalíu, Grikklandi og
Tyrklandi. í fyrstu hafnaði Sovét-
forseti þessum tfllögum, vildi jafn-
ræði og lagði tfl aö hvort stórveldi
fyrir sig hefði annað hvort ekki fleiri
en 195 þúsund hermenn í ríkjum
Evrópu utan Sovétríkjanna eða þá
225 þúsund. Með tfllögum sínum vís-
aði Sovétforseti á bug hugmyndum
um að Bandaríkin heföu þijátíu þús-
und hermanna aukalið. Nú virðist
sem Gorbatsjov hafi fallist á að há-
mark fyrir hvort stórveldi fyrir sig
verði 195 þúsund hermenn í Mið-
Evrópu auk þess sem Bandaríkin
megi hafa þrjátíu þúsund hermenn í
löndum utan Mið-Evrópu.
Samkomulag um fækkun hefð-
bundinna vopna, CFE-samningur,
myndi breyta hernaöarstöðunni í
Evrópu en þar ríkir ójafnvægi mflh
Austurs og Vesturs bæði hvað varð-
ar fjölda hermanna og stríðstóla.
Talið er að Moskva þurfi að kalla tfl
baka aflt að 405 þúsund hermenn frá
Miö-Evrópu samkvæmt skilmálum
slíks samnings en fulltrúar Varsjár-
bandalagsins og Atlantshafsbanda-
lagsins vonast tfl aö hann náist á
þessu ári.
Bandaríkin'hafa nú 305 þúsund
hermenn í Evrópu. Fulltrúar banda-
rískra stjómvalda hafa sagt að þau
þyrftu fleiri hermenn í Evrópu en
Sovétríkin vegna þess að kæmi tfl
ófriðar væru Bandaríkin verr stödd
en Sovétríkin, þyrftu að senda liðs-
auka þvert yfir Atlantshafið.
Það var utanríkisráðherra Kanada,
Joe Clark, sem tflkynnti um sam-
kpmulagið í gær en utanríkisráð-
herrar Varsjárbandalagsins og Atl-
antshafsbandalagsins funda nú í
Ottawa í Kanada um svokallaða
„opna lofthelgi". „Samkomulagið um
fjölda hermanna ryður úr vegi einni
af helstu hindrunum fyrir samkomu-
lagi um fækkun heföbundinna
vopna,“ sagði Clark.
Reuter
Sex þjóða nefnd
sett á laggirnar
Á ráðstefnunni um opna lofthelgi í Ottawa sátu m.a., frá vinstri: utanríkisráð-
herra Sovétríkjanna, Eduard Sévardnadze, bandaríski utanríkisráðherrann,
James Baker, Hans-Oietrich Genscher, utanrikisráðherra Vestur-Þýska-
lands, Roland Dumas, franski utanrikisráðherrann, Douglas Hurd, utanrikis-
ráðherra Bretlands og austur-þýski utanríkisráðherrann, Oskar Fischer.
Símamynd Reuter
Samkomulag hefur náðst um að
sett verði á laggimar sex þjóða nefnd
fulltrúa fjórveldanna, sigurvegar-
smna frá síðari heimsstyrjöldinni, og
fulltrúa þýsku ríkjanna til að hafa
yfirumsjón með sameiningu Austur-
og Vestur-Þýskalands. í yfirlýsingu,
sem gefin var út í Ottawa, segir aö
fjórveldin, þ.e. Bandaríkin, Frakk-
land, Sovétríkin og Bretland, auk
Austur- og Vestur-Þýskalands, muni
fjalla einkum um hvemig leysa beri
öryggisvandamál sem upp kunna að
koma við sameiningu þýsku ríkj-
anna. í Ottawa sátu utanríkisráð-
herrar tuttugu og þriggja þjóða Atl-
antshafsbandalagsins og Varsjár-
bandalagsins á fundi um opna loft-
helgi aðildarríkjanna, svokaflaða
„open skies“ hugmynd. Að því er
skýrt var frá í gær náðist í grundvall-
aratriðum samkomulag um opna
lofthelgi aðfldarríkjanna en ákveðið
hefur verið að unnið veröi að form-
legu samkomulagi á næstu tveimur
vikum. Fulltrúar aðfldarríkjanna
munu því funda áfram í Ottawa í að
minnsta kosti hálfan mánuð.
í yfirlýsingunni um þýsku ríkin í
gær sagði að viðræður ríkjanna sex
- en utanríkisráðherrar þeirra fund-
uðu um Þýskaland í gær - mundu
hefjast fljótlega. Hugmyndir um
sameinað Þýskaland voru efst á
baugi á fundi ráðherranna í Ottawa.
Bandaríkin og bandalagsríki þeirra
í Nato vflja að sameinað Þýskaland
verði aðih að Atlantshafsbandalag-
inu en Sovétríkin kjósa frekar að þaö
verði hlutlaust.
Reuter