Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1990, Page 12
12
MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1990.
Spumingin
Hafa ráðherrar of há laun?
Þórhallur Arason skrifstofumaður:
Ég hugsa að þeir vinni fyrir sínum
launum.
Ingi Þór Ólafsson verslunarmaður:
Mér finnst að þeirra markmið ætti
að vera aö draga saman eins og við
hin.
Heiðdis Hermannsdóttir, vinnur á
sólbaðsstofu: Nei, ég held að þeir
haíl mjög sanngjörn laun miðað við
vinnu.
Sigurður Grétarsson skrifstofumað-
ur: Þegar allar sporslur eru teknar
með eru launin of há.
Sigurður Vilhjálmsson verslunar-
maður: Ég veit ekki hvað þeir hafa
en miðað við vinnu eru þeir ábyggi-
lega vel borgaðir.
Sigríður Haraldsdóttir landfræðing-
ur: Nei, ætli það. Ég vona að þeir
vinni fyrir þeim.
Lesendur
Kaupmáttur og
meðaltekjur
Einar Árnason skrifar:
Nú er lokið við að gera einhveija
þá skynsamlegustu kjarasamninga
sem ég man eftir aö gerðir hafi verið
hér á landi á síðari tímum. Stéttarfé-
lögin eru hvert á fætur öðru að sam-
þykkja samningana sem félagsmenn
þeirra gera sér grein fyrir að verða
að halda hvað sem á dynur. - En það
verður einnig að vera gagnkvæmt
og er ekki síður mikilvægt að allir
þeir sem sátu vinnuveitendamegin
við samningsborðið skilji það.
Það er t.d. mjög á valdi kaup-
manna, hvernig úr þessum kjara-
samningum spilast fyrir launamenn.
Það er ekki sama hvort fólk verður
vart við að nauðsynjavörur hækka
skyndOega og fer þá að leggja inn
kvartanir til Verðlagsstofnunar og
kæra viðkomandi verslun - eða
hvort fólk fmnur að vöruverð stend-
ur í stað frá því sem það var viö
undirskrift kjarasamninga. Þetta
getur og mun spila mjög inn í það
hvort kjarasamningar halda eða
ekki. Þannig er einnig að sjálfsögðu
um aðrar hækkanir eða stöðugleika
verðlags hjá hinu opinbera.
Kaupmáttur hefur farið mjög
lækkandi hjá almenningi frá því fyr-
ir ári svo ekki sé nú tekið mið af
lengri tíma. Verður þá líka aö taka
mið af þeim krónum sem eftir eru
þegar búið er að draga frá skatta og
önnur gjöld til hins opinbera. Meðal-
tekjur eru nú með því lægsta sem
hefur veriö í landinu um lengri tíma.
Það er því nauðsynlegast af öllu að
verðlagi verði haldið íostu eins og
laununum, gengisskráningu veröi
ekki breytt vegna þrýstings einnar
eða annarrar atvinnugreinar og með
þessu verði gaumgæfilega fylgst og
um það birt yfirlit mánaðarlega svo
.að fólk geti treyst því að allt fari fram
eins og ætlað var.
Einn er þó sá hlutur sem ráðamenn
verða að gera upp við sig og það er
hvort ekki sé kominn tími til að skera
niður allar tölur einu sinni enn með
því að taka tvö núll aftan af krón-
unni, svona til samræmis við verð-
bólguna sem ætti að vera komin nið-
ur undir eða jafnvel undir 10%-in
síðla hausts. - Það ætti að vera eðli-
leg framkvæmd að gera þessa tilraun
samhliða lækkandi verðbólgu. Nema
bíða eigi þar til við tengjumst mynt-
kerfi Evrópuþjóðanna sem hlýtur að
gerast samhliða öðrum þeim samn-
ingum sem við hyggjumst gera við
þær þjóðir.
„Kaupmáttur hefur farið mjög lækkandi hjá almenningi frá því fyrir ári,“
segir m.a. í bréfinu.
Veitingahöllin á lágu nótunum:
Á réttri leið
árshátið
Steinunn Hlynsdóttir skrifar:
Vegna mikillar umræðu meðal
sjúklinga Grensásdeildar Borg-
arspítalans hefur nú verið ákveð-
ið að halda árshátið og stofna
styrktarsjóð og félag um leið. Til-
gangur félagsins verður fyrst og
fremst aö hafa vakandi auga meö
öllu því sem hægt er að bæta úr
og svo því sem vantar á stofnun-
ina.
Árshátíðin verður í endaðan
mars en okkur er vandi á hönd-
um. Við viljum að sjálfsögðu ná
til fyrrverandí sjúklinga sem hafa
dvalið á Grensási til endurhæf-
ingar og jafnvel gesta þeirra. -
Allir eru velkomnir. - Þeir sem
hafa áhuga eru beðnir að koma
nú við á Grensási sem fyrst eða
skrá sig í síraa 91-673221 til þess
að hægt sé að velja góðan sal,
miðað við fjölda gesta. - Komura
nú saman og hittum gamla félaga
og skemmtum okkur vel.
Auglýst veröur í raðauglýsing-
um Mbl. og DV þann 15. mars og
þá sagt nánar frá hvenær árs-
hátíðin verður og hvar miðasala
fer fram. Þeir sem vilja einung-
is gerast félagar hafi einnig sam-
band.
Hringið í síma
rnilli kl. 14 og 16
eða skrifið
ATH.; Nafn og sími
verður að fylgja
bréfum.
Þ.B.S. skrifar:
Það hefur varla verið gerlegt fyrir
venjulegt fjölskyldufólk að fara út
saman til aö borða, svona til upplyft-
ingar af og til, vegna þess hve verð-
lag er hátt á matsölustöðum. Og þarf
ekki þá dýrustu til. Sem dæmi má
nefna að hálfur kjúklingur með
frönskum kartöflum, salati og sósu
kostar um eða yfir 900 krónur á
skyndibitastöðum og 'A úr kjúklingi
með kartöflum, salati og sósu kostar
rúmar 600 krónur. - Þetta veit ég
fyrir víst því ég hefi nýlega kannað
máiið.
Mér var því kærkomið að lesa aug-
lýsingu þess efnis frá Veitingahöll-
inni um að þar á bæ væri verið að
taka mið af kjarasamningum og
bjóða fólki ódýrari máltíðir en áður
var. - Þarna var auglýst þríréttuð
máltíð (súpa, aðalréttur og eftirrétt-
ur) frá kr. 610 upp í kr. 1.010 en þá
var líka um að ræða lambalundir
Ökumaður skrifar:
Ég vil taka undir með þeim sem
hafa verið að skrifa um auglýsinga-
bruðl Bifreiðaskoðunar íslands sem
er að hvetja fólk til að koma með
bíla sína til skoðunar. Er einvher
þörf á því að auglýsa og auglýsa núna
sérstaklega? Og hvers vegna auglýsa
þeir þá ekki verðið líka? - Nú vita
fæstir að greiða þarf aukalega meng-
unarmælingu svokallaða, þannig að
verðið fyrir skoðunina er samtals kr.
2.700.
meö bernaissósu í aðalrétt.
Ég fór eftir auglýsingunni sl.
sunnudag ásamt fleirum úr íjöl-
skyldunni og þetta reyndist allt eins
og auglýst var og þarna borðaði mað-
ur í hreinu og þægilegu umhverfi
þessar þríréttuðu máltíðir, eftir vali
hvers og eins - í stað þess að greiða
rúmar 900 krónur fyrir kjúklinginn
einan á skyndibitastað.
Mér frnnst að nú sé sannarlega
komið að skyndibitastöðunum að
lækka sitt verð talsvert. Það er ekki
lengur hægt að bjóða fólki skyndi-
máltíðir eins og fisk eða kjúklinga
fyrir sama verð og verið er að bjóða
þríréttaðar máltíðir aiinars staðar. -
Álagningin á máltíðir á skyndibita-
stöðum hefur verið óhemju há miðað
við hvað tíðkast erlendis þar sem
laun eru þó mun hærri en hér. Von-
andi er þetta að breytast til hins
betra. Þökk sem þeim sem ganga á
undan með góðu fordæmi.
Eg myndi vilja fá sérstakar skýr-
ingar frá Bifreiðaeftirlitinu á því
hvers vegna verið er að skikka öku-
menn til að láta mæla mengunar-
magn í útblæstri hér í Reykjavík en
ekki úti á landi. - Einnig væri fróð-
legt að fá umræðu frá fólki um þessa
stofnun, Bifreiöaskoðun íslands, sem
virðist vera að fara út fyrir þann
ramma sem stofnuninni er settur
með því að skikka fólk til að greiða
fyrir mengunarmælinguna.
Bifreiðaskoðun
og auglýsingar
Er nýjabrumið i símatækninni ekki
enn liðið hjá?
Símasinnuð
þjóð
Ingi skrifar:
Maður gæti haldið að síminn hefði
haldið innreið sína til landsins á allra
síðustu árum og nýjabrumið væri
ekki farið af ennþá. Auglýsingar sem
gengið hafa í fjölmiðlum um farsíma,
ný símtæki og hvaðeina sem tengist
símatækninni bera með sér einstak-
lega litla skynsemi að mínu mati. -
Mér finnst eins og verið sé að höfða
til gamalla unglinga sem finnst vera
eitthvert sport i því að láta kalla sig
upp gegnum síma hvar sem þeir eru
staddir.
Það er eins og auglýsendur haldi
að fólki nú á dögum finnist það eins
og himnasending að geta látið „ná í
sig“ hvar sem er eða að þeir geti
hringt um borg og bí ef þeim býður
svo við að horfa! Þetta er liðin tíð og
ég held að fiestum finnist það ein-
mitt vera hin mesta plága að þurfa
að gegna símtali á öðrum tímum en
bráðnauðsynlegt er vegna vinnu eða
neyðarþjónustu.
Á dögum hraða og spennu eins og
þeirrar sem hér hefur fest rætur (og
er gjörólík þeirri sem annars staðar
• þekkist) er það hverjum manni mik-
ill léttir að vera laus við síma og
kalltækjatækni þá sem hér er orðin
iandlæg og ofnotuð á flestum vinnu-
stöðum landsins. - Það eru því áreið-
anlega fáir sem finnst mikið til um
frekari ágang að loknum vinnudegi
og vilja sem minnst vita um farsíma
og kalltækjanáttúru þá sem nú virð-
ist eiga að endurvekja hjá þjóðinni,
til viðbótar því sem fyrir er hjá svo
símasinnaðri þjóð sem við íslending-
ar erum.
Bamavemdamefndir:
Lögum þarf
að breyta
Einar Ingvi Magnússon skrifar:
Að morgni þess dags er bréf þetta
er ritað (8. febr. sl.) fékk bréfritari
ánægjulega símhringingu. í síman-
um var kona sem hafði fengið síma-
númer hans hjá DV, eftir að hafa les-
ið grein sem hann skrifaði fyrir
skömmu um mannréttindi og að-
gerðir barnavemdarnefndar.
Konan tjáöi bréfritara aö stofnaður
hefði verið félagsskapur fólks sem
barnaverndamefnd hefði tekið böm-
in af.
í samtali bréfritara við konuna
kom fram að tilfellin, sem hún vissi
um, skiptu hundruðum. Fólk stæði
varnarlaust gagnvart aðgerðum
barnavemdarráðs og þeim lögum,
sem heimila ráðinu að taka börn af
foreldrum.
Lögum þessum þarf að breyta, að
áliti bréfritara, viðmælanda hans í
símanum og fjölda annarra foreldra.
Foreldrum er ekki gefið nóg ráðrúm,
ef þeir á annað borö fá það. - Börnin
eru okkur dýrmæt og ef foreldrar
eiga í tímabundnum erfiöleikúm þarf
að vera til barnahjálp og hópar sem
aðstoða og hjálpa en ekki einráðar
barnaverndamefndir sem dæma
börn af hjónum og einstaklingum svo
hundruðum skiptir miskunnarlaust
- undir yfirskini mannúðar.