Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1990, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1990, Blaðsíða 17
16 MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1990. MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1990. 17 Iþróttir Iþróttir Sportstúfar Hysen með óvenju- legt áhugamál Gunnax Gurmarsson, DV, Svlþjóð: Ægir Már Kárascai, DV, Suðumesjum: Jón Kr. Gíslasonkörfuknattleiks- maður var á fóstudaginn útnefndur íþróttamaöur Suðumesja 1989 eins og fram hefur komið í DV. Um leiö var hann kjörinn körfuknattleiks- maður Suðurnesja og jafnframt þjálfari ársins á Suðumesjum. Onnur í kjörinu varð Karen Sæv- arsdóttir, golfkona úr GS, og þriöji Sigurður H. Bergmann, júdómaöur úr Grindavík. Þau vom að sjálf- sögðu útnefnd best í sínum íþrótta- greinum. Besti knattspyraumaður- inn var kjörinn Grétar Einarsson úr Víðj, besti handknattleiksmaö- urinn Ólafur Thordersen úr Njarð- vík, besti fimleikamaðurinn Jane Petra Gunnarsdóttir úr ÍBK, besti ftjálsíþróttamaöurinn Már Her- mannsson, ÍBK, besti sundmaður- inn Eðvarð Þór Eðvarðsson úr Njarövík, besti hestamaðurinn Þóra Brynjarsdóttir og besti skotmaðurinn Theodór Kjartans- son. Heiðursmerki afhent Við sama tækifæri fengu Finnbogi Björnsson úr Garði, Marel Andrés- son úr Sandgerði og Gunnar Þórar- insson úr Njarðvík aflient silfur- merki Knattspymusambands ís- lands. Bogi Þorsteinsson hlaut heiðurskross ÍSÍ, æðsta heiðurs- merki sambandsins. Þá fengu Ingi Gunnarsson og Sigurður Steind- órsson gullmerki ISÍ, og Hilrnar Hafsteinsson gullmerki KKÍ. Starfsmerki KKI fengu Jón Jó- hannsson, Sigurður Valgeirs- son, Helgi Hólm og Stefan Bjarka- son. Glenn Hysen, sænski knattspyrnumaöurinn sem leikur með enska toppliðinu Liverpóol, á sér óvenjulegt áhugamál. Hans uppáhalds tórastundaiðja er nefni- lega aö gera símaat! Hysen gerði hressilegt at í þekkt- um sænskum dægurlagasöngvara fyrir skömmu - hringdi í hann og fór þess á leit að hann myndi koma fram í hófi sem haldiö væri til heíð- urs markveröinum kunna, Pat Jennings, í Albert Hall í Lond- on. Söngvari þessi gerði einu sinni frægt lag sem hét „Jenny, Jenny“, og Hysen bað hann að breyta text- anum í „Jennings, Jennings!“ Söngvarinn tók mjög vel í þessa málaleitan og hefur væntanlega orðið bilt við daginn eftir, þegar Hysen hringdi aftur í hann og baðst afsökunar en þann hátt hefur hann jafnan á gagnvart þeim sem hann brekkir. Fimleikamót framundan Þrjú stór fimleíkamót eru framundan í þessum máhuði. Það fyrsta er unglingamót í áhalda- fimleikum seni fram fer í iþrótta- húsinu Digranesi á laugardaginn. Þar er reiknað meö miklum fjölda þátttakenda. Daginn eftir veröur meistaramót í fimleikastiganum haldið í húsi Gerplu i Kópavogi en þar var ný og glæsileg fimleika- gryfia tekin í notkun fyrr í þessum mánuöi. Á því móti keppa aðeins þeir sem hafa náð ákveönum stiga- fiölda. Loks verður Skrúfumótlð árlega haldið í íþróttahúsinu á Sel- tjarnarnesi laugardaginn 24. febrú- Þorbergur skoraði fimm mörk er Saab tryggði sig í úrslitakeppni All Svenskan. • Gunnar Gunnarsson skoraði 7 mörk þegar lið hans Ystad tapaði á heimavelli Redbergsiid, 22-26. Þorbergur Aðalsteinsson og félag- ar hans hjá Saab tryggðu sér sæti í úrslitakeppni sænsku úrvalsdeildar- linnar í handknattleik þegar hðið sigraði Lugi á útivelli, 22-23, um síð- ustu helgi. Saab skoraði sigurmarkið þegar aðeins 6 sekúndur voru til leiksloka. Þorbergur lék nú á ný eftir meiðsli sem hafa hrjáð hann og lék hann mjög vel og skoraöi 5 mörk í leiknum og var besti maöur Saab í síðari hálfleik. Ystad, hð Gunnars Gunnarssonar, lék á útivelli gegn Redbergslid og töpuðu, 26-22. Leikurinn var í jám- um allan tímann, staðan í leikhléi, 12-12, og þegar aðeins 5 mínútur voru til leiksloka hafði Redbergslid eins marks forystu, 22-21. Gunnar átti mjög góðan leik og var marka- hæstur með 7 mörk. Þetta var síðasta umferðin fyrir HM í Tékkóslavakíu því nú hefst lokaundirbúningur sænska lands- Ystad lá gegn Redbergslid liðsins fyrir keppnina. Tvær um- ferðir eru eftir af deildinni, Red- bergslid er í efsta sæti með 34 stig, Drott í öðru með 33 stig og Saab í þriðja sæti með 27 stig. Þessi þrjú lið hafa tryggt sér sæti í úrslitakeppn- inni en hörð barátta er um fiórða sætið, Irsta og Guif hafa bæði 22 stig og Ystad hefur hlotið 20 stig. Ystad á eftir að leika gegn Guif á heimavelli og í síðsustu umferðinni gegn Drott áútivelli. -GH/GG Öruggur sigur IBK - ÍBK sigraöi Þór, 133-103, í bikarkeppninni í körfu Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum: „Það er ömggt að þeir þurfa að hafa fyrir því aö slá okkur út úr bikar- keppninni. Þess má geta að við unn- um Tindastól með yfir 30 stigum á heimavelli og því ætti okkur ekki að takast að vinna Keflavík á heima- velli okkar?“ sagði Gylfi Kristjáns- son, liðsfióri Þórsara, eftir að Kefla- vík sigraði Þór í fyrri leik liðanna í bikarkeppninni, 133-103, eftir að staðan í hélfleik haíði verið 59-36. Jafnræði var með liðunum fyrstu sjö mínúturnar, síðan kom góöur kafli Keflvíkinga breyttu stöðunni úr, 18-17, í, 31-17, og eftir það má segja á Þórsar hafi ekki náð að ógna Keflvíkingum. Bestu menn Keílvíkinga voru þeir Guðjón Skúlason, Sandy Anderson og Sigurður Ingimundarson. Hjá Þór vom bestir Dan Kennard, Konráð Óskarsson og einnig átti Eiríkur Sig- urðsson góða spretti í síðari hálfleik en Þórsliðið virkaöi baráttulaust og má taka varnarleikinn til athugunar. Stig ÍBK: Guðjón 36, Anderson 25, Sigurður 21, Magnús 19, Falur 16, Albert 7, Einar 5 og Kristinn Ingólfs- son 5. Stig Þórs: Kennard 39, Konráð 24, Guðmundur 12, Jóhann 8, Eiríkur 8, Jón Örn 8, Björn 2 stig. • Á árshátíð Blaksambands l'sland var tilkynnt hverjir hetðu orðið hlutskarpastir í kjöri leikmanna á bestu og elnilegustu ieikmönnum hvorrar deildar og besta dómaranum. Hér að ofan getur að líta þetta góða og efnilega fólk. Efri röö frá vinstri: Kári Kárason, ÍS, efnilegastur; Oddný Ertendsdóttir, Breiðabliki, best; Þor- varður Sigfússon, ÍS, beslur; Jóna Lind Sævarsdóttir, efnilegust. Fremst er Björn Guðbjörnsson, besti dómar- inn. DV-mynd gje )t Framarar biðu á dögunum sinn fyrsta ósigur í 2. deildar keppni karla í handknattleik. Þeir sóttu þá Selfyssinga heim og heimamenn sigruðu, 32-28. Framarar hafa þegar tryggt sér sæti í 1. deild. Þá unnu Haukar mikilvægan sigur á Þórsurum á Akureyri, 19-22. Ljóst er að Haukar, Breiðablik og Selfoss slást um að fylgja Fram 11. deildina. Ármenningar féllu í 3. deild þegar þeir töpuðu í Keflavík, 26-21. Loks vann B-lið FH sigur á B-liði Vals, 26-22. Staðan í 2. deiid er þessi: IBK. .14 12 1 1 354-303 25 „14 8 1 5 356-318 17 „14 8 0 6 312-303 16 „14 8 0 6 341-349 16 „14 7 2 5 335-319 16 „13 7 0 6 312-304 14 „14 5 3 6 331-321 13 .14 5 1 8 305-311 11 .13 3 1 9 296-343 7 l 14 1 1 12 280-351 3 • Héðinn Gilsson var markahæstur i islenska liðinu gærkvöldi og skoraði 7 stórglæsileg mörk. Hér er hann einbeittur á svip og skömmu siðar hirti rúmenski markmaðurinn knöttinn úr netinu. DV-mynd Brynjar Gauti Gult spjald á strákana - íslendingar nokkuð frá sínu besta og Rúmenar björguðu andlitinu með 23-24 sigri Islenska landsliðinu í handknatt- leik tókst ekki að sigra Rúmena í þriðja og síðasta leik þjóðanna í Laugardalshöll í gærkvöldi. Rúmen- ar lögðu nú allt í sölurnar og sigr- uðu, 23-24, eftir að hafa haft yfir í leikhléi, 12-16. Já, Rúmenar skoruðu hvorki fleiri né færri en 16 mörk í fyrri hálfleik og það var fyrst og fremst mjög slakur varnarleikur okkar manna í fyrri hálfleik sem gerði sigurvonir þeirra að engu í þessum leik. Allt annað var nú aö sjá varnarleikinn en í leikjunum tveim- ur á undan og því fór sem fór. í síð- ari hálfleik gengu hlutirnir betur fyr- ir sig og þá tókst Rúmenum aðeins að skora 8 mörk eða helmingi færri en í fyrri hálfleik. Þegar sex mínútur voru til leiks- loka og staðan 20-24 komu þrjú ís- lensk mörk og þegar ein mínútu var eftir höíðu okkar menn knöttinn og voru aö auki einum leikmanni íleiri. Þessa stöðu tókst ekki að nýta og Rúmenar fögnuðu sigri. Guðmundur og Héðinn bestir í íslenska liðinu Ef á heildina er litið virkuðu leik- menn íslenska hðsins frekar þungir og þreytulegir og lengi leiks voru þeir á hælunum í vörninni. Jákvæðir punktar voru þó nokkrir í leik ís- lenska liðsins. Um tíma var staðan ógæfuleg, 15-21, en strákamir gáfust ekki upp og sýndu mikinn báráttu- vilja í lokin. Guömundur Hrafnkels- son átti enn einn stórleikinn í mark- inu og varði 17 skot. Var ekki við hann að sakast í fyrri hálfleik er vörn íslenska liðsins var sem gata- sigti. Héðinn Gilsson átti líka mjög góðan leik og sýndi snilldartilþrif í sókninni. Aðrir voru nokkuð frá sínu besta. Úrslitin í gærkvöldi ættu að koma mönnum niður á jörðina og má segja að okkar menn hafi fengið gula spjaldið. • Mörk íslands: Héðinn Gilsson 7, Júlíus Jónasson 4/3, Kristján Arason 3, Þorgils Óttar Mathiesen 2, Guð- mundur Guðmundsson 2, Jakob Sig- urðsson 1, Sigurður Gunnarsson 1, Valdimar Grímsson 1, Gunnar Bein- teinsson 1 og Óskar Ármannsson 1. • Markahæstur í liði Rúmena var vinstri handar skyttan Robert Lice með 7 mörk en þeir Stinga og Berbece skoruðu 4 hvor. • Dómarar voru þeir Rudinsky og Mosa frá Tékkóslóvakíu og voru þeir undarlega slakir. í það minnsta virtist flautan mosavaxin í höndunum á þeim í lokin þegar Rúmenar spiluðu á van- kunnáttu þeirra og töföu leikinn ós- part án þess að klukkan væri stöðvuð. -SK Sagt efftir landsleikinn í gærkvöldi „Við vorum slakir í fyrri hálfleik en í þeim síðari náðum við upp góðri bar- áttu og áttum góða möguleika á að jafna leikinn,“ sagði Þorgils Óttar Mathiesen. „Rúmenar voru mjög ákveðnir og voru greinilega staðráðnir í að vinna leikinn. Ég er mjög ánægður með vörnina og markvörsluna í leikj- unum þremur en við gerðum of marga feila í sókninni og því verðum við að kippa í lag,“ sagði Þorgils Óttar. Leikurinn var mjög góður, þó aðal- lega í síðari hálfleik hjá íslenska lið- inu,“ sagði Einar Þorvaröarson. „Vörnin og markvarslan í leikjunum gegn Rúmenum er eins og best gerist og mér sýnist þetta allt vera á réttri leið,“ sagði Einar. „Við vorum of seinir í gang í vöm- inni og það munaði greinilega um Al- freð í vömina," sagði Héðinn Gilsson, besti leikmaður íslenska landsliðsins í gærkvöldi ásamt Guðmundi mark- verði. Ég er bjartsýnn þrátt fyrir þetta tap en við þyrftum samt ýmislegt að lagfæra í sókninni," sagði Héðinn Gils- son. -GH Stúfar frá ensku knattspyrnunni Guirnar Svembjömsson, DV, Englandi: • Manchester United hefur ekki enn gefið upp vonina um að krækja í al- mennilegan framheija. Áhugi United og reyndar fleiri liða beinist að Steve Bull, markamaskínu Wolves, en þeir síðastnefndu eru ekki til viðtals vegna einnar og hálfrar milljóna punda til- boðs sem hefur komið frá United. • Mark Hughes, framheiji Manc- hester United, er annálaður harðjaxl og þegar kappinn fékk skurð á höfuðið í leik gegn Millwall um síöustu helgi kom ekki til greina að fara af leikvelli. Hughes var saumaður saman í hálfleik og skoraði síðan sigurmark United í síðari hálfleiknum. • Brighton hefur keypt sovéska landsliðsmanninn Seirgei Gotsmanov frá Dynamo Minsk. Gotsmanov hafði dvalið hjá Brighton í mánuð áður en kaupin vora gerð en kaupverðið hefur ekki verið gefið upp. • Lutek Miklosko, landsliðsmark- vörður Tékka, leikur sinn fyrsta leik fyrir West Ham á morgun þegar vara- lið félagsins sækir Reading heim. Frank McAvennie, sem fótbrotnaði síð- asta haust mun sennilega leika sinn fyrsta leik eftir meiðslin í þesum sama leik. • Leikmenn skoska landsliðsins fá fimm þúsund pund hver ef þeim tekst að komast áfram eftir riðlakeppnina á Ítalíu í sumar. Andy Roxborgh, þjálfari liðsins, segir að ef einhverjir leikmenn verði óhressir með þessa bónus- greiðslu, muni hann einfaldlega finna einhveija aðra í þeirra stað. • Joe Jordan hefur samþykkt þriggja ára samning við Bristol City. Samþykkt Jordans var þó eingöngu munnleg og kappinn mun því væntan- lega skrifa undir formlega á næstu dögum. • Bobby Robson, landsliöseinvaldur Englendinga, var á Stamford Bridge á laugardaginn var og fylgdist grannt með nokkrum leikmönnum Chelsea og Tottenham. Meðai þeirra leikmanna, sem voru undir smásjá Robsons, var Paul Gascoigne, miðvallarspilari Tott- enham. Gascoigne ger'ði sjálfum sér þó lítinn greiða með frammistöðu sinni í leiknum því fyrir utan slakan leik var Gascoigne áminntur í 8. skipti á þessu keppnistímabili og þótti heppinn að fá ekki rauöa spjaldið. • Liverpool og Glasgow Rangers eru nú bæði á höttunum eftir Mark Wright, varnarmanni Derby County. Wright sem 26 ára á eftir sjaután mánuði af samningi sínum við Derby County og myndi kosta að minnsta kosti tvær milljónir punda. • Brian Horton, stjóri Oxford Un- ited, fór ekki fögrum orðum um lið sitt eftir tap á heimavelli gegn WBA á heimavelli á laugardaginn var. Horton sagði aö frammistaða sinna manna hefði verið til háborinnar skammar, hugarfarið hefði ekki verið rétt og nokkrir leikmenn liðsins væru hrein- lega lélegir knattspyrnumenn. • Áhorfendum á leik Everton og Charlton á dögunum blöskraði svo blótsyrðin í Nevil Southall, markverði Everton, að þeir sáu sig tilneydda til að láta lögregluna skerast í leikinn. Lögreglan notaði tækifærið í leikhléi til að vara Southall við frekari blóts- yrðum en kappinn fékk tiltal fyrir nokkrum vikum fyrir sams konar hegðun. • Jack Charlton, stjóri írska lands- hðsins, rakar nú inn peninga í kjölfar árangursins meö írska landsliðið að undanförnu. Charlton fær allt að fimm þúsund pund á dag fyrir nokkur viðtöl og fyrir að reka inn nefið á nokkrum stööum. • Alan McLoughlin, miövallarspil- ari Swindon Town, er á leið í 1. deiid en þó ekki endilega með Swindon. So- uthampton, Miilwall og Derby County hafa öll augastað á McLoughiin. • Ron Atkinson er ennþá að taka til hjá Sheffield Wednesday. Um daginn seldi hann Imre Varadi til Leeds United og lánaði Steve McCall til Carlisle og nú bendir allt til þess að Steve Whitt- on fari suður til Brighton og Deve Bennett í hina áttina til Sunder- land. stúfar HRúmenar voru í sjö- unda himni meö ferð sína hingað til lands en 19 ár eru síöán landslið þeirra var á ferö hér á landisíðast. Forráöamenn liðsins komu að máh viö menn innan stjórnar HSÍ og vildu að sam- skipti þjóðanna í handknattleik yrðu eíid til muna. Eftir heims- meistarakeppnina 1 Tékkósló- vakíu er ætlunin aö setjast niður og skipuleggja enn frekara sam- starf á næstu árum. Heimsókn Búmena . kostnaðarsöm fyrir HSI Ferð rúmenska landsliðsins hingað til lands var mjög kostn- aðarsöm fyrir HSf. Með liðinu kom alls 21 einstaklingur og er talið að heimsókn þeirra hafi kostað HSÍ eina og hálfa milfjón króna. Dýrasti liðurinn var flugiö en HSÍ þurfti að greiða hæsta verð vegna þess að ilia stóð á flugi alla leið frá Búkarest til Keflavik- ur. islendingum boðið á mót í Rúmeníu Rúmenska handknattleikssam- bandið hefur boðið íslenska landsliðinu ásterkt sexlanda mót í nóvember. Mótið yrði þá að öll- um iíkindnm haldið í höfðuborg landsins, Búkarest. Hugur erinn- an HSÍ að taka þessu boði Rúm- ena Verslunareigendur tóku Rúmenum vel Leikmenn rúmenska landsliösins fengu kóngaviötökur i versiun-. um í Reykjavík meðan á dvöl þeirra stóð hér á landi. Verslun- areigendur tóku þeim opnum örmutn og segir sagan að einn skókaupmaður við iaugaveginn hafl gefið hverjum leikmanni tíu skópör. Skóskortur hefur verið mikið vandamál í Rúmeníu um margra ára skeið. Sex sæti lausfrá Danmörku til Tékkó Hópur ísiendinga, sem býr í Dan- mörku og Svíþjóð, ætlar að leggja leið sína á heimsmeistarakeppn- ina í handknattleik í Tékkósló- vakíu. DV sagði frá þessari ferð á dögunum en sætafiöldi er tak- markaður við 32. Hópurínn legg- ur af stað í áætlunarbifreið frá Kaupmannahöfn 3. marsogverð- ur komið til Bratislava 5. mars j>egar keppnin í milliriölunum hefst og síðan verður fvigst með úrslitakeppniimi í Prag. Enn eru sex sæti laus í þessa ferð og eru þeir sem áhuga hafa að tryggja sér sæti, bent á að hringja í Viðar í síma 42-652096 í Kaupmanna- höfn. Ferðin kostar 28 þúsund krónur og innifalið er ferðir, gist- ing og fæði. HSÍ njósnar um Kúbumenn? Mikil leynd hefur verið yfir und- irbúningi Kúbumanna fyrir heimsmeistarakeppnina í Tékkó- slóvakíu. Kúba leikur sem kunn- ugt er í sama riðli og íslendingar í keppninni. Nú liefur HSÍ liaft spurnir af því aö Rúmenar leiki við Kúbu tvo landsleíki í Rúmen- iu 23. og 24. febrúar. Kúbumenn voru síðast á keppnisferðalagi í Evrópu í fyrra. HSÍ er aö vinna að því þessa dagana að senda marrn til Rúmeníu á leikina og táka þá upp á myndsegulband. Kúba lék í úrslitakeppni HM í Sviss 1986 og kom þá geysilega á óvart meö frammistöði simii og áttu annan markahæsta ieik- mami keppninnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.