Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1990, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1990, Page 28
28 MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1990. LífsstíU Kafbátur í sundlaugunum - bylting í botnhreinsun „Við fengum þennan kafbát í októ- ber og það má segja að það hafi orðið bylting í botnhreinsun á lauginni," sagði Kristján Ögmundsson, forstjóri Sundlauganna í Laugardal, í samtali við DV. Kafbáturinn, sem er fjar- stýrður, er látinn aka eftir botninum einu sinni í viku og hreinsa upp sand og óhreinindi sem fjúka í laugina. Áður en kafbáturinn kom til sögunn- ar var laugin afar sjaldan, eða aldr- ei, tæmd til þess að þrífa hana. Grannt er fylgst með hreinlæti í sundlaugunum, að sögn Kristjáns. Sundlaugaverðir taka sýni af vatn- inu 6-8 sinnum á dag og mæla klór- magn í vatninu og sýrustig þess. Æskilegt klórmagn er 1,5-2,0 ppm. Sýrustigið er talið æskilegt um 7 ph en vatnið er frá náttúrunnar hendi talsvert súrara eða um 9 ph. Sé vatnið mjög súrt veldur það sviða í augum sundlaugagesta sem kenna klómum um. Hátt sýrustig í vatninu er meinlaust að öðru leyti en hægt er að lækka það með því að blanda sóda í laugarvatnið en slíkt er afar sjaldan gert. Á sólardögum, þegar umferð er mikil í laugunum, lækkar klórmagn- ið vegna uppgufunar og sýrustigið lækkar vegna húðfitu sem losnar af sundlaugagestum. Við slíkar aðstæð- ur þarf að auka klórrennsli í laugina talsvert mikið frá því sem venjulega er. „Það verður að vera strangt eftirlit með hreinlæti hér. Hingað koma 700 þúsund manns á ári,“ sagði Kristján Ógmundsson. Sundlaugin í Laugardal tekur 2.600 tonn af vatni. Heildarnotkun vatns í sundlauginni á hveijum degi er um 1.300 tonn. Einhver hluti þess fer í sturtur og þess háttar. Því má gera ráð fyrir að laugarvatnið endumýist tæplega þriðja hvem dag. Stöðug hringrás er á vatninu og fer það í gegnum hreinsibúnað en bætt í það heitu vatni til þess að halda hitastig- inu uppi í 28-29 gráðum. Þvi end- umýjast vatnið hraðar á vetrum en á summm því yfirborðskæling r lauginni er talsverð. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur tek- ur reglulega sýni af laugarvatninu og af gólfum í sturtuklefum og víðar. Eftirlitið heimsækir sundlaugamar að jafnaði einu sinni í mánuði. „Eftirlitið fer þannig fram að fylgst er með almennu hreinlæti og tekið klórsýni. Sé klórmagn innan settra marka er óþarft að taka sýni og at- huga bakteríur. Reynslan hefur sýnt það og því eru sjaldan eða aldrei tek- in slík sýni nú í seinni tíð,“ sagði Tryggvi Þórðarson heilbrigðisfull- trúi í samtali við DV. Sé klórmagnið undir mörkum er beðið meðan því er kippt í lag. Tryggvi sagði að slíkt væri sjaldgæft en kæmi þó fyrir öðru hveiju. Aðrar sundlaugar á vegum Reykja- víkurborgar em undir svipuðu eftir- liti og áþekkar hreinlætisreglur við- hafðar. -Pá Neytendur Bandaríkin: Tískudrykkur uppajina tek- inn úr umferð Perrier ölkelduvatn, sem verið hef- ur mikill tískudrykkur ungra uppa í Ameríku undanfarin ár, hefur nú verið tekið úr umferð. Ástæðan er sú að drykkurinn reyndist innihalda þrefalt meira magn af benseni en leyfilegt er. Fyrirsjáanlegt er að Perrier mun ekki' fást í Bandaríkjun- um í 2-3 mánuði. Talsmaður fyrirtækisins ytra sagði að bensenið, sem er olíuefni, hefði ekki fundist í neðanjarðarlindum þeim í Frakklandi sem vatnið er tek- ið úr. Því hlyti drykkurinn að hafa mengast á leiðinni og yrði gallinn fundinn eins fljótt og kostur væri svo ómengað Perrier fengist aftur sem fyrst. 72 mfiljónir flaskna voru teknar úr umferð að frumkvæði framleiðand- ans en sala á Perrier í Bandaríkjun- um nemur 13 milljónum dollara á mánuði. Heilbrigðisyfirvöld í Banda- rikjunum kváðust ekki mundu hafa krafist sölustöðvunar vegna þess hve lítið magn af benseni greindist í þeim sýnum sem tekin voru. Perrier ölkelduvatn fæst hérlendis og hefur að sögn verslunarmanna selst vel fram til þessa. Innflutnings- miðstöðin h/f er umboðsaðili á ís- landi. Bjöm Jóhannsson fram- kvæmdastjóri sagöist þegar hafa haft samband við Hollustuvernd ríkisins og beðið um rannsókn á því litla magni sem hér væri á lager. „Það sem við erum að selja er hins vegar tappað á í september og því úr allt annarri sendingu en þeirri sem mengun greindist í,“ sagði Bjöm í samtali við DV. -Pá Forráðamenn Sundlauganna í Laugardal segja hafa orðið byltingu í botnhreinsun eftir að þeir fengu þennan fjar- stýrða kafbát sem látinn er þrífa laugina einu sinni í viku. DV-mynd BG Ríki í Miklagarði Um næstu mánaðamót verður opn- uð ný útsala Áfengis- og tóbaksversl- unar ríkisins í Miklagarði við Sund en ÁTVR tók á leigu 250 fermetra húsnæði í austurenda hússins um miðjan janúar og er innréttingum að mestu lokið. Af þessum ástæðum hafa að und- anfornu staðið yfir miklar breyting- ar á anddyri og kassalínu í Mikla- garði og á þeim breytingum að vera lokið 1. mars. Við þessar breytingar mun skapast betri aðstaða og þjónusta á kössum í þjónustumiðstöð og veitingastofu. Einnig verður aðkoma og brottför úr versluninni öll þægilegri. -Pá Húshitunarkostnaður: Selfoss lægri en Reykjavík Bæjarveitur Selfoss hækkuðu taxta sína 1. febrúar, rafmagn um 7% og heita vatnið um 20%. Þrátt fyrir þessa hækkun er rúmmetri af heitu vatni ódýrari hjá Bæjar- veitum Selfoss en hjá Hitaveitu Reykjavíkur. Rúmmetrinn kostar 36.90 krónur á Selfossi eftir hækk- un en 39.40 krónur í Reykjavík. Bæjarveitur Selfoss hækkuðu taxta sína síðast í apríl 1989 og þá - þrátt fyrir 20% hækkun um 8%. Reykjavikur sem hækkaði sína rafmagnið um 9,5%. Að sögn Guð- „Fyrir áramót var sent bréf frá iðnaðarráðuneytinu til allra orku- fyrirtækja þar sem þess var farið á leit að hækkanir yrðu í algjöru lág- marki,“ sagði Guðrún Skúladóttir, skrifstofustjóri í iðnaðarráðuneyt- inu. „Þaö má segja að þetta hafi að mestu gengið eftir því engar hækk- anir hafa orðið á rafmagni nema á Selfossi og hjá Rafmagnsveitum taxta um 10% en ætlar að lækka aftur um 2,5% 1. mars eftir að séð varð hvernig verðlagsþróun yrði,“ sagði Guðrún. Hitaveitur Akraness og Borgar- fjarðar og Hitaveita Akureyrar hækka sína taxta um hver mánaða- mót í samræmi við byggingarvísi- tölu. Orkubú Vestfjarða hækkaði 1. janúar heita vatnið um 10% og rúnar var hér um að ræða hækkun sem frestað var í október 1989. Iðnaðarráðuneytið ber saman húshitunarkostnað 400 rúmmetra húsnæðis á hinum ýmsu svæðum á landinu og ber hann saman við kostnaðinn af því að kynda með olíu. Á Selfossi er þessi kostnaður um 28% miðað við olíukyndingu, 33% í Reykjavík en á veitusvæði Orkubús Vestíjarða og hjá Hita- veitu Akureyrar er þessi kostnaður tæp 80% af því sem kosta myndi að kynda með olíu. Það er því meira en tvöfalt dýrara að kynda ein- býlishús á Akureyri og Isafirði en íReykjavíkogáSelfossi. -Pá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.