Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1990, Síða 3
FIMMTUDAGUR 1. MARS 1990.
3
Fréttir
Þrjú tonn af pappír 1 ræðumar á fundi Norðurlandaráðs:
Taka þrjú hundruð
þúsund Ijósrit
Niðri í kjallara Háskólabíós var
komið fyrir prentstofu þar sem eru
þijár ljósritunarvélar. Þar vinna
nokkrir starfsmenn við að ljósrita
allar ræöur sem haldnar eru á þing-
inu og einnig nefndarálit og tillögur
sem koma fram.
Er áætlað að um 300.000 ljósrit
verði tekin á Norðurlandaráösþing-
inu og er unnið við það frá klukkan
8 á morgnana til klukkan 22 á kvöld-
in. Þarf um 3 tonn af pappír í þessi
ljósrit. Þessi ljósritunarstarfsemi
hófst strax á mánudaginn en þá voru
tekin á milh 50 og 60.000 ljósrit. Þijár
vélar eru notaðar við ljósritunina og
koma þær frá Nóni hf. Þá er hægt
að fá aðgang að vélum hjá Nóni ef
vélamar niöri í Háskólabíói hafa
ekki undan. Hefur þegar þurft að
grípa til þess.
Þess má geta að Nón er stærsta ljós-
ritunarstofa landsins og lætur nærri
að afköstin þar séu um 100.000 ljósrit
á mánuði. Noröurlandaráð þrefaldar
því mánaðarafköst stærstu ljósritun-
arstofu landsins og það sem meira
er - það gerist bara á fimm dögum.
Þá má nefna að meðalgjald fyrir ljós-
rit er um 10 krónur þannig að þessi
300.000 ljósrit myndu því kosta um 3
milljónir króna. Sjálfsagt má þó
semja um einhvern magnafslátt í
þessu tilviki.
Þá er rétt að geta þess að þetta er
ekki allt pappírsflóðið á þinginu því
mikið af prentuöum bæklingum og
blöðum lá þegar fyrir í upphafl þings-
ins. Síðan má gera ráð fyrir að niður-
stöður þingsins komi út í bókum og
blöðum eftir þingið.
-SMJ
Selfyssingum fjölgar
og umsvif aukast
Regína Thorarensen, DV, Selfosá:
Karl Björnsson bæjarstjóri sagði við
mig að fólkinu færi heldur fjölgandi
í Selfossbæ. 1. desember síðastliðinn
voru skráðir íbúar 3.848. Á annað
hundrað manns eru á fastri launa-
skrá hjá Selfossbæ árið um kring.
Miklar framkvæmdir eru hér í bí-
gerð og verða meiri þegar vorar og
aUur snjórinn er farinn. Selfossbær
er vaxandi bær enda miðstöð þjón-
ustu og verslunar á Suðurlandi og
aukast umsvif mikið með hveiju ár-
inu sem líður. Það er mikið um að
bændur og búalið þeirra flytji hingað
þegar þeir hætta búskap í sinni
heimabyggð, enda ódýr hús hér.
Verð á rafmagni og hitaveitu er
alltaf í lágmarki á Selfossi. Ég flutti
hingað frá Eskifirði og er orkuverðið
hér smámunir miðað við það sem
gengur og gerist á Austfjörðum. Við
búum í 130 fermetra íbúð og var
mánaðarreikningurinn 3.208 krónur
- þetta eru smáaurar miðaö við verð-
ið fyrir austan.
Störfin á Norðurlandaráðsþinginu geta orðið lýjandi, sérstaklega þegar
mikil kvöldvinna er þeim samfara. Hér heldur einn af norrænu fréttamönnun-
um á einu hinna fjölmörgu þingskjala sem dreift er á þinginu.
DV-mynd GVA
Tapa 1800 tonnum
Vestmannaeyingar tejja aö þeg-
ar sóknarmarkið verður aflagt
meö þeim kvótalögum sem taka
gildi næsta haust muni þeir missa
12 til 15 þúsund lesta afla af bol-
fiski við breytinguna yfir í afla-
matk. Þetta aflatap hefði að sjálf-
•sögðu verið algert rothögg fyrir
þá. En sem betur fer reyndist
þetta rangur útreikningur. Fiski-
félag íslands hefur reiknað dæ-
mið út og þá kemur í Ijós að Vest-
maimaeyingar munu missa 1800
lestir þorskigilda við breyting-
una. -S.dór
KYOLIC
Eini alveg lyktarlausi h vítlaukurinn.
2ja ára kælitæknivinnsla (20
mán. + 4 mán.) sem á engan sinn
líka iveröldinni.
Hefur meiri áhrif en hrár hvítlaukur.
Er gæðaprófaður 250 sinnum á
framleiðslutímanum.
Á að baki 35 ára stöðugar rann-
sóknir japanskra visindamanna.
Lífrænt ræktaður í ómenguðum
jarðvegi án tilbúins áburðar eða
skordýraeiturs.
Öll önnur hvítlauksframleiðsla notar
hitameðferð.
Hiti eyðileggur hvata og virk efna-
sambönd i hvítlauk og ónýtir heilsu-
bætandiáhrif hans.
- KY0LIC DAGLEGA -
Það gerir gæfumuninn
KYOLICfæst í heilsuvöru- og
lyfjaverslunum og víðar.
Heildsölubirgðir
LOGALAND
heildverslun, sími 1 -28-04
Hhortda
19 9 0
Bíllinn sem geislar af
PRELUDE
a.oi-/s
HONDA Á ÍSLANDI, VATNAGÖRÐUM 24, S-689900
I