Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1990, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1990, Side 5
FIMMTUDAGUR 1. MARS 1990. 5 Fréttir íslenska á fundum Noröurlandaráös: Bna málið sem ekki er fullgiH „Það er að sjálfsögðu hægt að tala íslensku hér í ræðustóli en það verð- ur þá að tilkynna það með nokkrum fyrirvara," sagði Páll Pétursson, for- seti Norðurlandaráðs, en íslenska er eina Norðurlandamálið sem ekki er fullgilt í ræðustóli í Háskólabíói. Fyrir nokkrum árum var töluverð umræða um að gera íslensku að full- gildu máli og færði meöal annars Eiður Guðnason, þingflokksformað- ur Alþýðuflokks, það í tal. Eiöur, sem ekki situr þingið að þessu sinni, sagði að ekki hefði þótt ástæða til að flytja formlega tillögu um að fullgilda ís- lenskuna, meðal annars vegna þess að hægt væri aö fá að flytja ræður á íslensku með því að óska eftir því sérstaklega. Ekki virðast vera neinar hugmynd- ir um að hreyfa við þessu máli aftur og sagði reyndar Páll Pétursson að það væri hans skoðun að það væri verra að láta túlka mál sitt. Viss hætta væri á að ekki væri vel eftir tekið og taldi hann meðal annars að Finnar hefðu slæma reynslu af því. Þá hefur einnig verið nefnt að ákveð- in hætta sé á að einangrast ef íslensk- ansénotuð. -SMJ Pappirsflóð er árlegur viðburður í kringum Norðurlandaráðsþing en hér blaða nokkrir þinggestir í hluta blaðabunkans sem lagður var fram i gær. Má fremst á myndinni greina Vilhjálm Einarsson, skólameistara á Egilsstöð- um og fyrrverandi frjálsíþróttakappa. DV-mynd GVA Schliiter flytur „minningar- ræðu“ um Norðurlandaráð „Flest þau vandamál sem við átt- um að leysa erum við fyrir löngu búnir að leysa. í framtíðinni verður dagskrá þessa fundar þynnri og þýð- ingarminni," sagði Paul Schluter, danski forsætisráðherrann, i ræðu- stóli á fundi Norðurlandaráðs og þótti mörgum sem hann hefði talað yfir moldum ráðsins. Schluter sagði að aðilar að hinni norrænu samvinnu hefðu ekki skilið sinn vitjunartíma og ásakaði fulltrúa Norðurlanda um að vilja ekki taka þátt í þeim breytingum sem væru að eiga sér stað í Evrópu. Sagði Schluter að ekki væri hægt að komast hjá því að tengjast Evrópubandalaginu nán- ar. Hann tók þó fram að hann væri ekki að tala um að hætta norrænu samstarfi. Hinir dönsku fulltrúarnir gerðu mikið úr ræðu Schluters og sagði Ólafur G. Einarsson, formaður ís- landsdeildar Norðurlandaráðs, að margt í þeirri umræðu ætti heima í danska þinginu en ekki á þingi Norð- urlandaráðs. Sagði Ólafur að þing-. menn danskra jafnaðarmanna og kommúnista hefðu fyrir sið að mis- túlka ummæli Schluters á Norður- landaráðsþingi. „Schiuter er mjög undrandi á þeirri andstöðu sem er á Norðurlöndunum við tengslin við Evrópubandalagið og spáir því beint að Svíþjóð og Nor- egur komi þangað inn,“ sagði Ólafur. -SMJ- Fundur Noröurlandaráðs: Kostar 200 milljónir? „Auðvitað kostar slíkt Norður- landaráðsþing talsvert á heildina lit- ið en ef við lítum á dæmið út frá ís- lenskum sjónarhóli þá er þetta mikil hagur. Ég átti til dæmis samtal viö Konráð, hótelstjóra á Sögu, í gær þar sem hann sagðist telja það mikinn hvalreka að fá shkan fund á svona dauðum tíma,“ sagði Páll Pétursson, forseti Norðurlandaráðs, þegar hann var spurður um kostnað vegna Norð- urlandaráösþingsins sem nú fer fram í Háskólabíói. Menn greinir á um hver kostnaður- inn er af þinginu fyrir norræna skattborgara. Hefur því verið haldið fram að hann sé nálægt 200 milljón- um króna en Páll taldi það vera of háa tölu. Páll sagðist hafa heyrt því haldið fram að ferðir og uppihald þingfull- trúa kostuöu um 100 milljónir króna og ljóst væri að það fjármagn færi til íslenskra fyrirtækja að mestu leyti. Þá benti Páll á að þingfulltrúar versl- uðu væntanlega eitthvað hér á landi sem einnig kæmi þjóðarbúinu vel. Undirbúningur við þinghaldið sjálft, leiga og undirbúningur Há- skólabíós, kostar um 20 milljónir. Sagöi Páll að það væri að verulegum hluta greitt úr sjóðum Norðurlanda- ráðs en íslensk stjómvöld greiddu þó einhvern hluta þess. Páli sagöi að ljóst væri að íslend- ingar færu yfirleitt vel út úr sam- starfi við hinar Norðurlandaþjóöirn- ar fjárhagslega. íslendingar greiddu sem svaraði 1% af kostnaði Norður- landaráðs en fengju til baka sem jafngildur aðili. Sú taia næmi sem svaraði 260 krónum á íslending. Það jafngiidir 65 milljónum króna. -SMJ ÞAÐ ER LANIOLANI! að viö eigum mikiö urval af BODDI-VARAHLUTUM á ótrúlega góðu verði, t.d.: bretti - vélarhlífar - hurðir - hurðarbyrði - stuðara - grill - fram- stykki - svuntur - sílsa og margt fleira. Útvegum varahluti með skömmum fyrirvara. Því að kaupa notað þegar nýtt er jafnvel ódýrara? Greiðslukjör - Póstsendum BILLINN Skeifunni 5 S 688510 h/f 5% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR SÉREBOD HELGARINNAR Þú þarft ekki að leita lengra Grundarkjör Opiö: Mánud.-fimmtud. Föstud. Laugard. Sunnud. REYKJAVÍKURVEGI 72, HAFNARFIRÐI.S. 53100 9-20 9-21 10-18 11-18 GARÐAT0RG11, GARÐABÆ, S. 656400 9-19 9-20 10-18 11-18 FURUGRUND 3. KÓPAV0GI.S. 46955 OG 42062 9-20 9-20 10-18 11-18 STAKKAHLÍÐ 17, REYKJAVÍK, S. 38121 9-20 9-20 10-16 Lokað BRÆÐRABORGARSTÍG 43, REYKJAVÍK.S. 14879 9-20 9-20 10-16 Lokað VERSLANIR FYRIR ÞIG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.