Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1990, Side 8
8
FIMMTUDAGUR 1. MARS 1990.
Flutningar
Óskað er tilboða í flutning áfengis, bjórs, tóbaks og iðnaðarvara
fyrir Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins frá höfnum í Evrópu og
Ameríku næstu 24 mánuði.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri og verða tilboð opnuð
þar mánudaginn 12. mars nk. kl. 11.00 f.h.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
ÐORGARTUNI 7 105 REYKJAVIK
Svæðameðferð og létt rafmagnsnudd
ásamt acupunchturmeðferð með lacer
Sérhæfing við bólgu í herðum, baki og höf-
uðverk.
ELSA HALL,
Langholtsvegi 160, síml 68-77-02.
wvt
MENNTAMÁLARÁÐ U N EYTIÐ
Lausar stöður
Dósentsstaða á sviði aðgerðarannsókna (aðalgrein) og tölfræði
íviðskipta- og hagfræðideild Háskóla islands erlaustil umsóknar.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir, ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækjenda,
ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil og störf, skulu sendar
menntamálaráðuneytinu, Sölvhóli, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykja-
vik, fyrir 1. apríl 1990.
Laus er til umsóknar staða lektors í íslensku við Kennaraháskóla
íslands. Meginverkefni íslenskar bókmenntir með áherslu á forn-
bókmenntir og þjóðsögur. Auk viðurkennds háskólaprófs í grein
sinni skulu umsækjendur hafa próf í uppeldis- og kennslufræðum
ásamt þekkingu á og reynslu af íslenskukennslu.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Gert er ráð fyrir að staðan verði veitt frá 1. ágúst 1990.
Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um
vísindastörf, sem þeir hafa unnið, ritsmíðar og rannsóknir, svo og
upplýsingar um námsferil og störf. Þau verk, er umsækjandi óskar
að dómnefnd fjalli um, skulu einnig fylgja.
Umsóknir skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Sölvhóli,
Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 24. mars nk.
Menntamálaráðuneytið
Nú er hægt aó hringja inn
smáauglýsingar og greiða
með korti.
Þú gefur okkur upp:
nafn þitt og heimilisfang,
síma, kennitölu og
gildistíma og númer
greiðslukorts.
•
Hámark kortaúttektar
í síma kr. 6.000,-
•
Mpf SMÁAUGLÝSINGADEILD
ÞVERHOLTI 11
— ; SÍMI 27022
Útlönd__________________________________________ðv
Kosningar til fylkisþinga á Indlandi:
Stef nir í tap
Kongress
verskri pólitík. Fréttaskýrendur telja
að þrýstingur á afsögn Gandhis, leið-
toga Kongressflokksins, aukist ef
flokkurinn tapar stórt. Kongress-
flokkurinn hélt völdum í öllum þeim
átta fylkjum þar sem gengið var til
kosninga í gær en samkvæmt fyrstu
tölum um úrslit kosninganna ætlar
hann að tapa í kosningunum. í kjöl-
farið yrðu þá valdaskipti í átta fylkj-
um Indlands.
Líkur benda til að hinn hægri sinn-
aði BJP-flokkur - flokkur hindúa -
beri sigur úr býtum í að minnsta
kosti þremur fylkjum. í tveimur öðr-
um fylkjum hafði Janata Dal-flokk-
urinn, flokkur V.P. Singh, núverandi
forsætirsáðherra, góða forystu en í
þremur fylkjum var ekki hægt að
segja til hvemig úrslit færu. Ósigur
Kongress-flokksins í þessum kosn-
ingum kann að reynast Gandhi dýr-
keyptur, jafnvel svo að hann neyðist
til að segja af sér embætti leiðtoga
flokksins. Heimildarmenn innan
flokksins telja þó ekki að flokkurinn
muni klofna í kjölfar kosninganna.
Kosningar þessar hafa einkennst
af blóðugum átökum. Talið er að að
minnsta kosti níutíu hafl látist í deil-
um í fylkinu Bihar en þar hafa átök-
in verið mannskæðust.
Reuter
Fyrstu tölur um niðurstöður kosn-
inga til þings í átta fylkjum á Ind-
landi - þar sem hindutrúarflokkar
virðast ætla að bera sigur af hólmi
en Kongress-flokkur fyrrum forsæt-
isráðherra Rajiv Gandhis að tapa -
gefa í skyn að framundan séu viða-
miklar breytingar og tilfærslur í ind-
Fréttaskýrendur telja að þrýstingur á að Gandhi, fyrrum forsætisráðherra
Indlands og núverandi leiðtogi Kongress-fiokksins, segi af sér formennsku
í flokknum kunni að aukast. Símamynd Reuter
Kalifomía:
Jarðskjálfti í Los Angeles
Snarpur jarðskjálfti gekk yfir suð-
urhluta Kalifomíu-fylkis í gærkvöldi
að íslenskum tíma. Síðla dags að
staðartíma hristi hann allt og skók
en olli engum dauðsfóllum. Sérfræð-
ingar hjá bandarísku jarðfræðistofn-
uninni sögðu að jarðskjálftinn hefði
mælst 5,5. á Richter-skala en slíkir
skjálftar geta valdið töluverðum
skemmdum í þéttbýli.
í nágrenni Los Angeles féllu marg-
ar grjótskriður vegna skjálftans og
lokuðust margir vegir vegna grjóts
sem hrundi á þá. En vegirnir í borg-
inni, sem byggðir em með tilliti til
þess að þeir standist jarðskjálfta,
skemmdust ekki.
Fjörutíu hæða byggingar í stór-
borginni Los Angeles hristust til þeg-
ar jarðskjálftinn gekk yfir, bifreiðar
hentust til á vegum borgarinnar og
vörur hrundu úr hillum verslana.
Rafmagnslínur féllu og í kjölfar
skjálftans varð rafmagnslaust víða í
austur-hluta Los Angeles. Snemma í
morgun var aðeins vitað um þrjú slys
sem rekja má til jarðskjálftans.
í október síðastliðnum létust 67
þegar harður jarðskjálfti gekk yfir
svæðið norðan Los Angeles, yfir
borgina San Francisco. Sá skjálfti
mældist 7,1 á Richter-skala.
Reuter
Shamir lofar skjótri ákvörðun
Yitzhak Shamir, forsætisráðherra
ísraels, sagði í gær að stjórn sín
myndi fljótlega ákveða hvort hún
myndi samþykkja tillögur Banda-
ríkjastjórnar um friðarviðræður við
Palestínumenn. í ræðu seinna um
daginn sakaði Shamir Bandaríkin
um að vera að reyna að þrýsta á ísra-
el um að gefa eftir og gæti það ógnað
öryggi landsins.
Tilraunir Bandaríkjanna til að
koma á viðræðum í Kaíró um tillögur
Shamirs um kosningar á herteknu
svæðunum hafa vakið deilur um
hverjir eigi að verða fulltrúar Palest-
ínumanna.
Shamir óttast aö viðræðurnar geti
leitt til að ísraelsk yfirvöld þurfi að
hafa samskipti viö Frelsissamtök
Palestínumanna, PLO, þrátt fyrir
yfirlýsingar yfirvalda um að þau
muni aldrei semja viö það sem þau
kalla hryðjuverkasamtök.
Shamir ætlar að halda fund með
þremur helstu ráðherrum sínum á
föstudag áður en innra ráðuneytið
tekur ákvörðun í þessum máli en
Verkamannaflokkurinn krefst þess
að slík ákvörðun verði tekin í næstu
viku.
Reuter
Forsætisráðherra ísraels, Yitzhak Shamir, sagði i gær að fljótlega yrði
ákveðið hvort israelsk yfirvöld myndu samþykkja tillögur Bandarikjastjórn-
ar um friðarviðræður við Palestinumenn. Simamynd Reuter