Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1990, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1990, Síða 9
tflkMTUDAGUR 1. MARS 1990. 9 Það er um forsjá hinnar sjö ára gömlu Hiláry, sem hér sést, sem harðvítug- ar deilur standa nú á Nýja-Sjálandi. Simamynd Reuter Baráttan um Hilary: Fjölskyldumál sem vekur heimsathygli Fáar deilur um umráðarétt yfir barni hafa vakið jafnmikla athygli og deilur þeirra Erics Foretich og Elizabeth Morgan um forsjá sjö ára gamallar dóttur þeirra, Hilary. Telp- an hefur dvalist hjá móðurforeldrum sínum á Nýja-Sjálandi í tæp tvö ár og það er einmitt á Nýja-Sjálandi sem Foretich og Morgan munu heyja bar- áttu um dóttur sína. Foretich og Morgan hafa deilt í nokkur ár um yfirráðarétt yfir Hil- ary, ekki bara fyrir dómstólum held- ur einnig í sjónvarpsviðtölum sem milljónir Bandaríkjamanna hafa fylgst með. Móðirin, Ehzabeth Morg- an, sakaði föður telpunnar, Eric For- etich, um að hafa misnotað Hilary kynferðislega en hann vísar slíkum ásökunum á bug. Morgan faldi telp- una fyrir Foretich og sór þess dýran eið að hann skyldi aldrei fá að koma nálægt henni. Morgan var dæmd til fangelsisdvalar í ágúst 1987 fyrir að neita að segja bandarískum dómara hvar stúlkan væri niðurkomin en var sleppt úr fangelsi í september. Foretich, sem alla tíð hefur vísað ásökunum Morgan á bug, komst að því fyrir viku að dóttir sín, sem hann hefur ekki séð né heyrt í rúmlega tvö ár, væri á Nýja-Sjálandi. Hann fór til því til Nýja-Sjálands síðastliðinn mánudag og sagðist mundu fara með dóttur sína heim. En þrátt fyrir það hefur hann ekki farið til borgarinnar Christhurch á Suðurey, þar sem Hil- ary hefur dvalið á móteli hjá afa sín- um og ömmu frá þvi í júlí árið 1988. Rod Hansen, lögfræðingur í Auck- land, sagði í gær að Foretich og for- eldrar hans vildu gjama sjá Hilary en að þau teldu að nærvera þeirra í Christhurch myndi aðeins auka enn álagið sem er á telpunni. Fréttamenn víða að hafa setið um hótelið frá því um síðustu helgi til að freista þess að ná myndum af telp- unni. Þessi ásækni hefur farið mjög fyrir brjóstið á íbúum Christhurch sem sumir hveijir hafa hreytt ónot- um í fréttamennina. Hörð gagnrýni hefur komið fram á framkomu fréttamanna í þessu máh. Fjölskyldudómstóll á Nýja-Sjálandi mun taka ákvörðun um hver fær yfirráðarétt yfir Hilary og verður rétturinn lokaður. Ekki er ljóst hvort Elizabeth Morgan verði viðstödd réttarhöldin. Bandarísk yfirvöld gerðu vegabréf hennar upptækt í kjölfar þess að hún neitaði að segja hvar Hilary væri niðurkomin. Hún hefur farið fram á að fá vegabréf sitt í hendurnar á ný. Mál þetta hefur vakið mikla at- hygh í Bandaríkjunum sem og Brét- landi þar sem margir fylgjast með þessu viðkvæma fjölskyldumáli. Nú hefur nýsjálenskur dómari bannað birtingu frétta af gangi mála á Nýja- Sjálandi og farið þess á leit við frétta- menn að þeir virði það bann. Á Nýja- Sjálandi eru í gildi lög sem banna að birtar verði fregnir af fjölskyldumál- um sem eru fyrir dómstólum nema rétturinn heimili það. Reuter Utlönd Mikill stuðningur við verkfall norskra sjómanna Axel Ammendrup, DV, Osló: Góð þátttaka var í tveggja tíma ahs- herjarverkfahi sem sjómenn í Norð- ur-Noregi og víða á strandlengjunni efndu til í gær. Efnt var til verkfahs- ins til að leggja áherslu á aukinn þorskveiðikvóta og að stjórnvöld komi th móts við vanda sjómanna sem er mikill í Norður-Noregi og reyndar á allri strandlengjunni. Sjómenn fóru í verkfah við upphaf þorskveiðitímabilsins, 15. janúar, og kröfðust þá aukins þorskveiðikvóta. Þá lofuðu stjórnvöld að komið yrði með lausnir á vanda þeirra innan fimmtán daga. Síðan hefur ekkert gerst og eru sjómenn óánægðir með Austur-þýski herinn, sem var eitt helsta stolt Varsjárbandalagsins allt þar til í nóvember síðastliðnum, er að leysast upp að sögn heimildar- manna innan Nato, Atlantshafs- bandalagsins. Þúsundir hermanna hafa hlaupist á brott og agi innan hersins er í molum. „Austur-þýski herinn starfar ekki lengur sem hern- aðarvél,“ sagði einn háttsettur emb- ættismaður Nato. „Þetta er ótrúlegt - allsendis óUkt Austur-Evrópu." Einn talsmanna austur-þýska hersins neitaði því að herinn gæti ekki lengur starfað sem „hemaðar- vél“ en viðurkenndi þó að liðhlaup og minnkandi agi heföu dregið úr viðbragðsstöðu hersins. Atlantshafsbandalagið telur að fækkað hafi um helming í austur- þýska hernum en hann hafði á að skipa 173 þúsund mönnum áður en BerUnarmúrinn gaf sig og landa- mærin voru opnuð í nóvember síð- astUðnum. „Hermenn láta hreinlega ráðleysi stjómvalda eins og þeir segja. I verkfaUinu í gær var mikU sam- staða í Norður-Noregi. Enginn sjó- maður lagði úr höfn þessa tvo tíma og vora víða haldnir fjölmennir úti- fundir. Það voru ekki bara sjómenn sem tóku þátt í útifundunum. Margir lögðu niður vinnu þessa tvo tíma til að sýna samstöðu sína. Sveitarstjórnin í Karlsöy í Troms hvatti tU að mynda bæjarstarfsmenn tíl að taka þátt í verkfalUnu og sagði að ekki yrði dregið af þeim kaup á meðan það stæði en þetta er í and- stöðu við samþykkt samtaka sveitar- stjórna í Noregi. Ekki verður þó gert neitt meira úr því máU. ekki sjá sig,“ sagði annar heimildar- maður. „Sumir hafa flúið vestur á bóginn en aðrir hafa tekið upp önnur störf í landinu. Margir telja að herinn sé til einskis nýtur. Þessi frægi, aust- ur-þýski agi heyrir sögunni til.“ Margir foringjar í austur-þýska hernum hafa farið til Vestur-Þýska- lands og sótt um stöður í vestur- þýska vestur-þýska varnarhernum, Bundeswehr. Talsmaður austur-þýsku stjórnar- innar, Wolfgang Meyer, kvaðst gær ekki hafa neinar upplýsingar um leyniskýrslur Nato og vísaði spurn- ingum um þetta mál til varnarmála- ráðuneytisins. Hermenn í austur-þýska hernum lögðu niður vinnu í janúar til að mótmæla ströngum aga, slæmum aðbúnaði og átján mánaða her- skyldu. Yfirvöld hafa heitið því að taka mótmæh þeirra til athugunar. Reuter Nyjar spumingar um kynlíf og hjónaband Úrval tímarit fyrir alla rBÍLARn TIL SÖLU Jeep Cherokee Laredo ’86, 4ra dyra, 6 cyl., 2,8, sjálfskiptur, selec-trac, rafdr. rúður og læs- ingar, litur steingrár og rauður að innan. Daihatsu Rocky ’87, ekinn 45 þús. km, útvarp, kass- etta, vel með farinn bill. Einnlg á staðnum: M. Benz 230 E '87 M. Benz 300 D ’82 Volvo 740 GL ’86 Volvo 240 GL '82 Toyota Corolla '88 Nissan Micra '89 Monza Classic ’88 VW Golf CL '87 Vegna mikillar sötu vantar allar gerðir bila á staðinn. BÍLASALAN Smiðjuvegi 4. Kóp.. simi 77202 Opió laugardag kl. 10-18 A-þýski herinn að leysast upp - segja heimildarmenn innan Nato Kam )7 Fellagörðum - Breiðholti III \ 4| (í Dansskóla Heiðars) Almenn námskeið Karon skólinn kennir ykkur: • rétta likamsstöðu • rétt göngulag • fallegan fótaburð • andlits- og handsnyrtingu • hárgreiðslu • fataval • mataræði • hina ýmsu borðsiði og alla almenna framkomu o.fl. Módelnámskeið Karon skólinn kennir ykkur: • rétta líkamsstöðu • rétt göngulag • fallegan fótaburð • sviðsframkomu Öil kennsla í höndum færustu sérfræðinga. Allir tímar óþvingaðir og frjálslegir. Ekkert kynslóðabil fyrirfinnst í Karon skólanum. Innritun og upplýsingar í sima 38126 kl. 15-20.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.