Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1990, Side 12
12
FIMMTUDAGUR 1. MARS 1990.
Spumingin
Ertu flughrædd(ur)?
Árni Gústafsson verslunarmaður:
Nei, það er ég ekki.
Ingibjörg Sigurjónsdóttir fóstru-
nemi: Nei, það hef ég aldrei verið.
Þorvaldur Eydal nemi: Nei.
Gurðíður Haraldsdóttir nemi: Já, oft-
ast er ég það.
Hafdís Sæmundsdóttir, vinnur i Hag-
kaupi: Nei.
Sigrún Geirdal fóstrunemi: Nei, ég
er ekki flughrædd.
Lesendur
Svipar saman í Moskvu og Reykjavík:
Ferðahugur
eða frelsisþrá?
Óskar Sigurðsson skrifar:
í tveimur dagblöðum las ég frétt
um að launþegar í Verslunar-
mannafélagi Reykjavíkur hefðu
beðið í allt að 14 klukktíma eftir
því að fá að kaupa orlofsferðir hjá
ferðaskrifstofu einni í borginni. í
fréttum blaðanna (alla vega þeirra
sem ég las) var hvergi getið um
veröið á þessum ferðum heldur ein-
ungis sagt að hér væri um „niður-
sett“ verð að ræða á 500 sætum.
Ég hélt nú að það skipti öllu máli
aö upplýsa lesendur um verðið.
En hvað er það sem knýr íslenska
launþega til að híma á götuhornum
í 14 klukkustundir til að kaupa or-
lofsferð til Evrópu? Er þörfm svona
mikil fyrir lægri fargjöld að sérs-
takt „prógram" sé nauðsynlegt fyr-
ir láglaunafólkiö? - Salan gekk vel
og ljóst er að mikill ferðahugur er
í fólki - var haft eftir forstjóra
ferðaskrifstofunnar sem seldi miö-
ana.
En er hér einvörðungu „ferða-
hugur“ sem ræður ferðinni? Getur
hugsast að hér spili frelsisþrá ein-
hverja rullu? - í Moskvu bíður fólk
langtímum saman eftir nauðsynj-
um, einkum matvælum, og leggur
hart að sér við að bíða ef það veit
að von er á nýrri sendingu hjá ein-
hverri versluninni. Hér er blessun-
arlega nóg af matvælum enn sem
komið er (gæti þó skjótt skipast
með það eins og annað). En hér á
íslandi er til staðar nánast óbærileg
andleg kúgun og frelsishöft sem
lýsir sér m.a. í því að fólk sækist
mjög eftir því að komast úr landi
sem oftast.
Það er ekki til að státa af að fólk
skuli þurfa að fara í stríðsárabið-
raðir til að kaupa orlofsferðir á
sæmilegum kjörum og leiðir hug-
ann að því hversu við erum enn
langt frá því að geta um frjálst höf-
uð strokið í samskiptum við um-
heiminn á sviði ferðalaga til og frá
landinu. Að enn skuli tíðkast að
landsmenn séu dregnir í dilka eftir
því hvort þeir eru launþegar í rétt-
um félögum og hvort þeir leggi á
sig næturlanga bið á götum úti um
hávetur má auðvitað rekja til ofur-
valds verkalýðsfélaganna og
stjórnmálamannanna sem skópu
þau yfir hinum vinnandi þegnum.
En biðraðirnar eftir ódýrum or-
lofsferðum staöfesta enn og aftur
að það er ekki bara ferðahugurinn
einn í venjulegum skilningi sem
kemur fólki til að lengja þær ár frá
ári heldur og miklu fremur þráin
eftir frelsi og að komast úr landi
lagaboða og hafta sem knýr fólk til
að grípa hvert tækifæri til undan-
komu. Þetta er aö skapi íslenskra
stjórnmálamanna. Svona vilja þeir
hafa það. Helst að fólkið þakki þeim
„liðlegheitin" í verki með því að
mynda biðraðir. Og fólkið gegnir
kallinu, kúgað fólk gerir það alltaf.
Þakklæti til strætóstjóra
Jóhanna Þórisdóttir skrifar:
Ég stenst ekki niátið lengur og
verð að koma þakklæti mínu á
framfæri. - Þannig er mál með
vexti að ég nota Strætisvagna
Reykjavíkur mjög mikið og þá helst
leið nr. 4.
Það er ekki oft nú á dögum sem
rnaður rekst á kurteisa og yfirveg-
aða strætisvagnabílstjóra. Venju-
lega eru vesalingsmennirnir orðnir
úttaugaðir og þreyttir. - En í sam-
bandi við þetta vil ég benda á einn
vagnstjóra, á leið 4, sem virðist allt-
af jafnrólegur og góðmennskan
uppmáluö. Það er oftar en einu
sinni sem ég hef séð dæmi um það.
Ég fann ekki aðra leið til að benda
á hann en að taka niður númerið
á vagninum síðasthðinn fimmtu-
dag (22. febr.). Númeriö á vagnin-
um var R-14150. Já, svona mikið
lagði ég á mig til að koma á fram-
færi kærri þökk til þessa indælis-
manns sem á svo sannarlega þús-
und þakkir skildar.
íslenskur
skáldskapur á
kreppuskeiði
Lúðvíg Eggertsson skrifar:
Nú virðist vonlaust að gefa út
skáldsögu eða taka kvikmynd
nema hún greini frá morði og sam-
fórum. Að öðrum kosti vekja slík
verk enga athygli. Þannig er komið
smekk samtíðarinnar.
Það plli mér nokkurri undrun
þegar Thor Vilhjálmssyni voru út-
hlutuð verðlaun Norðurlandaráðs
fyrir bók sína „Grámosinn glóir“.
Svo fékk ég Grámosann lánaöan.
Á10. bls. mátti lesa að ófrískri konu
hefði verið drekkt. Ekki þurfti aö
fara lengra en á 22. og 23. síðu og
þá var sögumaður kominn ofan í
heitt bað. Stúlka, grönn um mitti
og mikil um mjaömir, sameinaðist
honum þar og leikurinn endaði á
bjarndýrsfeldi. Þar með var báðum
kröfum um hlutgenga nútímabók
fullnægt.
Þessi höfundur hefur nú sótt um
- og fengið - heiðurspening
franskra menningarmála fyrir
þýddar bækur og kynningu á
frönskum kvikmyndum. Ekkert
verk eftir hann sjálfan hefur þó enn
komið út í Frakklandi - en það
stendur víst til bóta.
íslenskur skáldskapur er nú á
kreppuskeiði. En að mínu mati
glatar fólk trúnni á bókmennta-
verðlaun ef þau eru veitt einungis
verðlaunanna vegna.
Farið í „Lúxuskaffi“!
Starfsfólk Ábendingar hf. skrifar:
í DV fóstudaginn 16. febr. birtist
grein um „Lúxuskafii“ í greina-
flokknum „Kafiihúsagagnrýni“, þar
sem greinarhöfundar láta eins og
þeir hafi ekki annað þarfara að gera
en að ráðast á kafíihúsið „Lúxus-
kafii“. Þeir finna allt að staðnum,
meira að segja að Færeyska sjó-
mannaheimilið sé útsýnið úr glugg-
um staðarins.
Ekki vitum við með vissu hvað
þessir sömu greinarhöfundar myndu
segja ef þeir litu út um glugga á
ákveönum matsösíustað í Banka-
stræti og er staðsettur á móti Banka-
stræti 0!
„Lúxuskafii" nýtur mikillar hylli
af þvi fólki sem kemur þangaö í
kafii- og matartímum sínum dag eftir
dág og sest niður til að njóta góöra
veitinga á hagstæðu verði og sérlega
persónulegrar þjónustu starfsfólks-
ins. Og það segir sig sjálft að ef hús-
fyllir er í öllum matar- og kafíitímum
og góður reytingur af fólki þess á
milli þá er fólk ánægt með staðinn.
Það er ábyrgðarhlutur að sleppa
hverjum sem er meö lausan penna
að vopni á síður eins stærsta og virt-
asta dagblaðs landsins, fólki sem
ekki þekkir súkkulaðikrem og kallar
það „óskilgreint jukk“. Það hefur
örugglega margt annað þarfara að
gera en aö taka að sér aö vera gagn-
rýnendur.
Viö vonum sem lesendur DV og
stuðningsmenn að þessir „greinar-
höfundar" hugsi sig um áður en þeir
misskilja aftur sögnina að „gagn-
rýna“ því í okkar huga á gagnrýni
að vera uppbyggileg, benda á galla
og kosti en ekki að vera óskiljanlegar
árásir og sleggjudómar. - Og við vilj-
um enda þennan pistil með því að
benda fólki á að fara í „Lúxuskafíi“
og dæma fyrir sig sjálft.
Allir Islendingar I eyðnipróf
Einar Ingvi Magnússon skrifar:
Fyrir skömmu átti ég áhugavert
samtal við konu úr heilbrigðisstétt.
Þessi kona stakk upp á því að allir
landsmenn yrðu skikkaðir í eyðni-
próf og fengju síðan skírteini á borð
við sjúkrasamlagsskírteini þar sem
þeir gætu sannað hvort þeir væru
smitaðir af eyðniveiru eða ekki.
Þetta væri mikið þjóðarörggi og
myndi, samfara fræðslu um smitleið-
ir, hefta útbreiðslu þessa banvæna
sjúkdóms.
Ég var innilega sammála konunni.
Sérstaklega þegar vitað er að yfir 200
manns ganga um Reykjavíkurborg
smitaðir af eyðni og skemmtistaðir
og viðskiptavinir þeirra eru margir.
Lausn á vanda gengisskráningar
Halldór skrifar:
í útvarpsfréttum þann 23. febr. sl.
var sagt frá því að kviknað hefði í
Seðlabankahyggingunni innanverðri
og því var bætt viö aö af þeim sökum
héldist gengisskráningin óbreytt
þann daginn.
Mér finnst hér vera komin snilldar-
leg lausn á verðbólguvandamálinu:
Ef kveikt er í rafmagnstöflum allra
bankanna breytist gengisskráningin
ekkert meir!! - Kannski eru lausnirn-
ar einfaldari en viö héldum...