Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1990, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1990, Síða 13
FIMMTUDAGUR 1. MARS 1990. 13 Lesendur JÖFUR - ÞEGAR ÞÚ KAUPIR BÍL FAVORIT1990 H! KDMINN TILIANDSINS C-vítamín með kalsíum Það er kalsiumefnið i ESTHR C-vitamin- inu, 20 mg, sem myndar rétt sýrustig, pH 7, og gerir upptöku þess og virkni meiri. Veqjulegt C-vitamín hefur sýru- stigið 2,3-2,7 pH. ESTER C-vitaminíð veldur ekki magaöþægindum. Likami okkar getur ekki framleitt C-vitamin og þarfnast þess stöðugt. Það auðveldar upptöku jáms úr fæð- unni, styrkir bein, tennur og bandvefí og hjálpar húðinni til að halda mýkt sinni. í hverri ESTER C-vitamintöfíu eru 200 mg af hreinu C-vitamini og 20 mg af kalsium. Ráðlagður dagskammtur er 1 tafía. Fæst i heilsubúðum, mörgum apótekum og mörkuðum. Dreifing: Bio-Selen umboðið, sími 76610 Rís miðborgin úr öskustónni? ESTER £-vitamin med calcium Vitamin- 09 mineralpræparat ,v' 100 tabletter EFFEKTIV ENEUTRAL Gunnar Jónsson skrifar: Nú er aftur aö komast á dagskrá umræöa um miðborg Reykjavíkur og þá smán sem henni hefur veriö sýnd undanfarna áratugi. Það er líkt og aö vakna af svefni eftir langt og strangt skemmtanahald kvöldiö áöur aö vakna upp við þá staðreynd að miðborg sjálfrar höfuöborgarinnar hefur veriö látin mæta afgangi á meðan ýmis hverfí þjónustu og versl- unar ásamt opinberum byggingum hafa risið í nýrri hverfum. Þrátt fyrir að mikið hafi verið talað um að miðborgin verði látin rísa úr öskustónni hefur henni nánast ekk- ert verið gert til góða á undanfórum árum. Maöur er ekki að tína upp framkvæmdir sem nánast má flokka undir viðgerðir og viðhald, eins og t.d. skiptingu Lækjargötu meö járn- handriði eða þótt girðing við Stjórn- arráðshúsið hafi verið málað eftir langvarandi ábendingar. Engin merkjanleg endurskipulagn- ing hefur átt sér stað í miðborginni og engin framkvæmd er þar sem gef- ur til kynna að þar eigi eða megi búast við andlitslyftingu í náinni framtíö. - Ekki einu sinni á jólum er kostað til almennilegrar lýsingar á eina torgi borgarinnar, Lækjar- torgi! Þarna er allt dautt og drunginn svífur yfir hvert sem litið er. - Ljót- asti blettur borgarinnar er vafalaust sá sem snýr að vegfarendum er þeir ganga eða aka niður Bankastrætið og líta beint fram (á Lækjartorgið og vinstra megin Austurstrætis) og svo til vinstri þar sem eru kofaskriflin í Lækjargötu og reyndar í Brekkunni líka. En hætt er við að sjónarmiðin sem ríkt hafa verði ríkjandi enn um sinn, a.m.k. á meðan sú kynslóð er lifandi sem af ímyndaðri þjóðernisást hefur ríghaldið í leifar niðurlægingarinnar frá gamla tímanum og telur að t.d. húskumbaldar í Bakarabrekkunni séu merki um „forna frægð“! Allt eru þetta hrófatildur og eldsmatur í besta falli. Þetta ætti fyrir löngu að vera horfið af sjónarsviðinu. Ekki er von til þess að endurskipu- lagning miðborgarinnar verði að veruieika í nánustu framtíð, svo háir eru þeir þröskuldar sem þarf að stíga yfir til þess að geta gert raunhæfar úrbætur. Nefna má takmörkun á byggingu háhýsa vegna staðsetning- ar Reykjavíkurflugvallar. En háhýsi m.a. væru kærkomin lausn á upp- byggingu miðbæjarkjamans, ekki síst með það að markmiði að losna að einhverju leyti við það veðravíti regns og vinda sem gnauða óaflátan- lega á þessu svæði. En það er að vísu aldrei of seint að huga að framtíöinni í þessum efnum. Aftur tekur við ný kynslóð og henni mun ef til vill létt- ara að losa sig við músarholusjónar- mið og minnimáttarkennd gagnvart gagnsemi og glæsileika en þeirri sem hér hefur um vélað. Fríar heim- sendingar? „3917-6769“ skrifar: Mig langar til aö nefna svolítið sem fer óskaplega 1 taugarnar á mér, Það er þegar Pizzasmiðjan er að bjóða fríar heimsendingar. - Þannig er aö ég bý í Breiðholti og þar eru pizzastaðir eins og annars staöar í borginni, og einn þeirra, Eldsmiðjan, Kleifarseli, býður heimsendingu fyrir 100 kr., ef maður er í Breiðholti. Þar kostar pizza 700 kr., en sams kon- ar pizza í Pizzasmiðjunni er á 1.100 kr. Þannig að það munar 300 kr. á þeim. Þar að auk eru pizzurnar frá Pizzasmiðjunni yfirleitt kald- ar, þegar þær koma og tíkarlega lítið á þeim, t.d. ekki pepperóni heldur spægipylsa. Þegar svo kvartað er við þann sem kemur með þetta heim er.fátt um svör. Frá Eldsmiöjunni kom pizzan eftir 18 mínútur og segja mér fróðir menn aö þaö taki um 8 mínútur að elda pizzuna. Það sem meira er; ég bý meira að segja nær Pizzasmiðjunní, en þar tekur þetta allt frá 30 mín. upp í klukku- tíma. - Fólk lætur sko oft blekkj- ast af auglýsingum. •WjSÍ&Ía igurför FAVORIT heldur áfram. Hann náöi þeim frábæra árangri að vera valinn í FYRSTA SÆTI í keppninni um GULLNA STÝRIÐ í Vestur-Þýska- landi í flokknum VERÐGILDI (Value For Money), fyrir ofan Ford Fiesta og Mazda 323. FAVORIT er hannaöur af ítalanum NUCCIO BERTONE, en vél og fjöörun (sjálfstæö fjöðrun á hverju hjóli), er hönnuö í samvinnu viö PORCHE verksmiðjurnar. Útkoman er frábær. Sér- lega rúmgóöur bíll með frábæra aksturseiginleika. Góð sæti, létt stýri, ásamt skuthurð og fellanlegum aftursætum, gera FAVORIT að sérstaklega liprum og fjölhæfum fjölskyldubíl. FAVORIT: VÉL: 1289 cc 63 DIN hö. 5 gíra, 5 dyra. VERÐ: KR. 464.800.- (Tollgengi janúar 1990) JÖFUR HF NÝBÝLAVEG! 2 • KÓPAVOGI • SÍMI 42600 OPIO MÁNU. - FÖSTUD. 9 - 18 LAUGARD. 13-17

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.