Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1990, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1990, Síða 25
FIMMTUDAGUR 1. MARS 1990. 33 Sviðsljós Hjónin Gréta Lind Kristjánsdóttir og Sverrir Hermannsson ásamt öðrum hjónum, Matthíasi Á. Mathiesen þingmanni og konu hans, Sigrúnu Þorgilsdóttur. Sverrir Hermannsson sextugur Sverrir Hermannsson, bankastjóri Landsbankans, átti stórafmæli sl. mánudag, 26. febrúar, er hann varð sextugur. Að sjálfsögðu var haldið upp á tímamótin og var boðið til veislu að Hótel Sögu milli kl. 17 og 19. Óli Kr. Sigurðsson, forstjóri Olís, óskar Sverri til hamingju. Meðal þeirra sem heiðruðu Sverri með nærveru sinni á afmælisdaginn voru Indriði G. Þorsteinsson, ritstjóri Timans, Gylfi Þ. Gíslason, fyrrv. menntamálaráðherra, og Þorvaldur Guðmundsson, forstjóri í Síld og fiski. Ólyginn sagði... Paul McCartney er öskuillur út í Michael Jackson fyrir að nota gömul og klassísk Bítlalög í auglýsingar. Bítilhnn fyrrverandi er svo þreifandi vondur að hann vill ekki einu sinni'koma á tónleika þar sem Jackson kemur fram. Eitt sinn voru þeir hins vegar góðir vinir og komu fram saman og sungu saman inn á plötu. Svona breyt- ast nú viðhorf manna í garð hvers annars. Tammy Sue dóttir falspredikarans Jims Bak- ker ætlar að sitja nakin fyrir hjá karlablaðinu Playboy. Tammy er 19 ára og afar hrifin af pabba gamla sem hún telur að sitji blá- saklaus í fangelsi. Því ætlar hún að grípa tækifærið og vinna sér inn dágóða summu svo hún geti keypt sér einhvern góðan lög- fræðing sem gæti unnið að því að fá þann gamla lausan úr stein- inum. Mamma hennar er hins vegar dýróð yfir uppátæki dóttur sinnar og hótar henni öllu illu. Sú stutta ætlar hins vegar ekki að láta sig. Johnnie Ray látinn Johnnie Ray, sem sló í gegn á sjötta áratugnum með vasaklútalög- um eins og Cry, The little white cloud that cried og Real tears, lést á laugar- daginn. Var það lifrin sem gaf sig en Johnnie var 63 ára. Meðal aðdáenda hans var m.a. Elísabet Bretadrottn- ing. Frægð sína þakkaði Johnnie að hluta til slysi sem hann varð fyrir tíu ára að aldri. Hann var að leika sér meö nokkrum vinum sínum er þeir fleygðu honum upp í loftið á teppi, en svo illa vildi til að hann skall á harða jörðina með höfuðið á undan með þeim afleiöingum að hann missti hálfa heyrnina. Það liðu fimm ár þangað til að það uppgötvaðist að hann var heyrnarskertur og á þeim tíma var hann mikið einn. Johnnie fór til Hollywood árið 1949, ákveðinn í því að verða frægur kvik- myndaleikari. Eftir að hafa unnið sem barþjónn, píanóleikari og allt þar á milh ákvað hann að freista gæfunnar í New York. Á leiðinni yfir Bandaríkin vann hann á ýmsum stöðum og það var í Detroit í Mic- higan sem plötusnúður nokkur heyrði í honum og fékk umboðsmann Columbia Records til að hlusta á hann. Það var síðan í framhaldi af því sem Johnnie söng inn á tvær plötur sem náðu vinsældum í miövestur- ríkjum Bandaríkjanna, eða þangað til nokkrar útvarpsstöövar ákváðu að banna þær vegna tvíræðra texta. Og þá komst Johnnie loksins til New York. í New York söng hann inn á plötur lögin Cry, The httle white cloud thát cried, Please Mr. Sun, og Broken- hearted. Lögin voru gefin út 1950 og 1951 og urðu gífurlega vinsæl. Á sjöunda áratugnum dvínuðu vin- sældir Johnnies mjög er tónlist hans átti ekki lengur upp á pallborðið hjá fólki. Og upp úr því fór hann að drekka. Honum fannst hann vera einn og yfirgefinn, gleymdur og graf- inn. Johnnie hélt tuttugu og eina tón- leika í Ástrahu á ferli sínum, met sem enginn Bandaríkjamaður hefur enn slegið. Johnnie Ray lést um síðustu helgi. Hann var hvað þekktastur fyrir að gráta er hann flutti vasaklútalögin sín. Nancy Reagan var gráðug kona sem vildi gera allt til að klæðast 'sem best á meðan hún var forsetafrú Banda- ríkjanna. En hún vildi hins vegar ekki þurfa að greiða úr eigin vasa háar fúlgur fyrir þann fatnað sem hún klæddist. Hún fór því fram á það við bestu fatahönnuði Banda- ríkjanna að þeir léðu henni allan þann fatnað sem hún vildi án þess að borga krónu fyrir hann. Fatahönnuðirnir tóku þessu boði feginshendi þvi það fylgdi því óhjákvæmilega mikið auglýs- ingagildi að forsetafrú Bandaríkj- anna klæddist fótum sem þeir höfðu búið til. En það fóru vist að renna á þá tvær grímur þegar frúin neitaði alfarið aö borga krónu. Nýlega upplýsti einn þeirra að Nancy heföi fengið ókeypis föt fyrir um eina milljón dollara á meðan hún var forseta- frú.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.