Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1990, Page 27
FIMMTUDAGUR 1. MARS 1990.
35
H>V
Nadia Comaneci:
Misþyrmt af
Nicu Ceausescu
Nicu Ceausescu mun hafa misþyrmt fimleikadrottningunni Nadiu Comaneci
þannig að móðir hennar vill horfa á hann hengdan upp á tungunni.
Nadia Comaneci var barin og mis-
þyrmt á allan hátt af stórmennsku-
bijálæðingnum Nicu Ceausescu,
syni Nicolae Ceausescu. Meðal þess
sem hann gerði var að láta rífa af
henni neglurnar. Upplýsingar þessar
komu fram í viðtah við móður fim-
leikastjömunnar, Alexandrinu Co-
maneci, nýlega.
Alexandrina sagði að í fimm ár
hefði Nicu stjórnað dóttur hennar,
bæði andlega og líkamlega, og mar-
tröð hennar lauk ekki fyrr en hún
strauk til Bandaríkjanna, viku fyrir
byltinguna. Nicu mun hafa notað
Nadiu eins og leikfang til skemmtun-
ar og auk þess að rífa neglurnar af
henni mun hann hafa veitt henni
áverka á andlit, líkama og læri. í
augum Nicu var Nadia eign hans og
henni var gert að heimsækja hann
þegar honum hentaði, hvort sem var
á nóttu eða degi. Hann lét einnig taka
fyrir launagreiðslur til hennar svo
að hún yrði honum enn háðari.
Eftir að Nicolae Ceausescu skipaði
son sinn ráðherra æskunnar gerði
Nicu hana að þjálfara í fimleikum.
Nadia þurfti á vinnu að halda því að
allt sem hún haföi þénað var notað
af Ceausescu-fjölskyldunni. Fljótlega
byijaöi Nicu að hringja í hana þegar
hann var dauðadrukkinn, og þegar
Nadia vildi ekki þýðast hann hafði
hann í hótunum. Að lokum átti hún
ekki annarra kosta völ en taka boði
hans.
Árið 1988 flutti Nadia aö heiman
og bjó um tíma með bróöur sínum
en martröðin hélt áfram og að lokum
flúði hún land. Samkvæmt upplýs-
ingum Reuterfréttastofunnar hefur
Nadia bæði hringt heim og skrifað
eftir að hún fór til Bandaríkjanna.
Móðir hennar sagði að Nadia væri
mjög hamingjusöm og hefði fullan
hug á því að heimsækja Búkarest
fljótlega.
Þegar Alexandrina var spurð
hvernig ætti að hegna Nicu stóð ekki
á svarinu: „Ég myndi vilja sjá hann
þjást eins og hún gerði. Ég myndi
hengja hann upp á tungunni og horfa
á hann deyja.“
í marsblaði Láfe er viðtal við Nadiu
sjálfa og þar eru henni ekki vandaðar
kveðjurnar. Hún er sögð vera spilltur
krakki og lygari, og þar að auki þjást
af óstöðvandi matarlyst.
í viðtalinu staðfestir Nadia að hún
hafi reynt að stytta sér aldur þegar
hún var 15 ára með því að drekka
klór. Hún sá ekki eftir því vegna þess
að hún varð að liggja á sjúkrahúsi í
tvo daga, sem þýddi að hún þurfti
ekki að æfa á meðan.
Blaðamaðurinn, sem tók viðtalið
fyrir Life, sagði að Nadia væri
óstöðvandi átvagl. Hún æti sinn mat
og annarra líka og eftir hveija máltíð
færi hún á snyrtinguna, styngi fingr-
inum ofan í kokið og kastaði öllu
saman upp. Einnig tók blaðamaður-
inn fram að Nadia hefði aldrei sagt
„viltu gjöra svo vel“ eða „þakka þér
fyrir“.
Adrian, bróðir Nadiu, mun hafa
sagt aö systir sín væri erfið í um-
gengni og viðkvæm. Hún þyrfti stöð-
ugt að heyra það að hún væri falleg
og góð.
Bette Midler tekur á móti Grammy-verðlaunum fyrir Wind beneath my
wings.
Grammy-verðlaunin yeitt
Þaö hefur verið talsvert að gera
hjá þotuhðinu að undanfórnu því
nóg hefur verið af verölaunaaf-
hendingum. Ekki er langt síðan
Golden Globe og American Music
verðlaunin voru veitt og í síðustu
viku voru hin frægu Grammy-
verðlaun afhent.
Einn af þeim sem fengu viður-
kenningu þá var Paul McCartney
sem fékk sérstaka viðurkenningu
fyrir ævistarf sitt. Við þaö tækifæri
sagði Palli aö miklar líkur væru á
því að þeir Bítlar, sem væru á lífi,
hæfu aftur samvinnu. Þeir eru nú
að vinna saman að mynd um feril
Bítlanna sem kallast A long and
winding road, og má vænta að þeir
semji ný lög fyrir myndina.
Aörir sem fengu viðurkenningu
voru t.d. Michael Bolton fyrir How
am I supposed to hve without you,
sem komst á topp bæöi bandaríska
og íslenska vinsældahstans, Linda
Ronstadt og Aaron Neville fyrir
Don’t know much, Don Henley fyr-
ir The end of innocence og Bette
Midler fyrir Wind beneath my
wings. Einnig voru Milh Vanihi
valdir bestu byijendurnir, þótt litlu
munaði að annar aðili Milh Vanihi
kæmist ekki inn á svæðið vegna
útgangsins á sér.
Stytta af Rocky Balboa:
list eða ekki list?
Deilur miklar standa nú yfir í borg-
inni Philadelphia í Bandaríkjunum
vegna styttu af Rocky Balboa, hetju
Rocky-myndanna, en nú er sú
fimmta á leiðinni.
Sylvester Stallone, sem sjálfur er
frá Philadelphia, gaf borginni stytt-
una eftir að hún haföi verið notuð í
Rocky HI. Og það sem menn greinir
nú helst á um er hvar styttan eigi
að standa. Stallone er búinn aö ráða
sér lögfræðing sem á að tryggja að
styttan fái að standa fyrir framan
Philadelphia Museum of Art.
En ekki eru allir jafnhrifnir af
þeirri hugmynd. Forráðamenn
safnsins líta svo á að styttan sé hluti
leikmyndar en ekki list og því ahs
óhæf til að standa á svo virðingar-
verðum stað. Borgarstjórinn er þó á
annarri skoðun. Hann telur að stytt-
an eigi fullan rétt á sér fyrir framan
safnið sem tákn um alla þá sem risið
hafa upp úr meðalmennskunni.
Samkvæmt skoðanakönnunum er
helmingur borgarbúa með því að
setja styttuna þar en hinn helming-
urinn á móti.
Miklar deilur hafa rislð I Phlladelphia út af Rocky-styttu.
Sviðsljós
Ólyginn
sagði...
Prince
- sem hvað frægastur er fyrir tón-
list sína - er víst enginn sælkeri
og heldur kresinn á mat. Carmen
nokkur Bonilla var einkakokkur
prinsins um tíma og bar honum
ekki vel söguna í viðtali við dag-
blað í Minneapolis í Minnesota
en þar býr kappinn. Carmen gafst
reyndar upp á starfinu eftir að-
eins fimm vikur og fylgdi það
sögunni að aðalástæðan fyrir
uppsögninni hefði verið fæðuval
Prince. Hann er nefnilega meira
gefinn fyrir ruslfæði en stórsteik-
ur og finni mat. í sérstöku uppá-
haldi hjá honum eru t.d. köku-
krem og ostamakkaróní. Carmen
taldi að Prince hefði ekki haft
tíma til að þroska með sér al-
mennilegan matarsrnekk og héldi
sig því við þann mat sem hann
ólst upp við.
linda Evans
- sem einhveijir muna ef til vill
eftir úr Dynasty þáttunum - var
að ganga um borð í flugvél í Was-
hington D.C. ekki alls fyrir löngu,
er henni snerist allt í einu hugur
og krafðist þess að fá töskurnar
sínar aftur. Og hver var ástæðan?
Jú, hún var handviss í sinni sök
að flugvélin myndi hrapa. Hún
tilkynnti starfsmönnum flugfé-
lagsins að hinn 5000 ára gamli
andi Zarutha hefði varað hana
við. Flugvélin tafðist um 20 mín-
útur að þessum sökum meðan
verið var að ná í töskur Lindu.
Það fylgir sögunni aö vélin komst
heil á leiðarenda.
Michael
Jackson
- sem brenndist Ula um áriö er
hann lék í Pepsi-auglýsingu - er
enn ekki öruggur er eldur er ann-
ars vegur. Hann tók alla vega
enga áhættu er hann var að horfa
á flugeldasýningu í Las Vegas á
dögunum. Áður en sýningin byij-
aöi rennbleytti hann nokkur
handklæði og vafði þeim um höf-
uöið. Svo sat hann þama eins og
múmía.