Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1990, Side 28
36
FIMMTUDAGUR 1. MARS 1990.
Jarðarfarir
Magnús Friðrik Óskarsson, til heim-
ilis í Skálagerði 7, Reykjavík, sem
lést 18. febrúar, verður jarðsunginn
frá Bústaðakirkju föstudaginn 2.
mars kl. 13.30.
Anna Hjartardóttir frá Geirmundar-
stöðum, Víðigrund 6, Sauðárkróki,
sem andaöist 19. febrúar, verður
jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju
laugardaginn 3. mars kl. 14.
Björk Einarsdóttir frá Hafranesi, síð-
ast til heimilis á Hrafnistu, Reykja-
vík, verður jarðsungin frá Hafnar-
íjarðarkirkju í dag, fimmtudaginn 1.
mars, kl. 13.30.
Skarphéðinn Jónsson, fyrrv. bif-
reiðastjóri, Hvassaleiti 28, verður
jarðsunginn frá Fossvogskirkju í
dag, 1. mars, kl. 15.
Ólafur Jónsson bifreiðastjóri, Sól-
völlum 7, Akureyri, verður jarðsung-
inn frá Akureyrarkirkju í dag, 1.
mars, kl. 13.30.
Óskar Jónsson lést 19. febrúar sl.
Hann fæddist 4. júní 1960 og ólst upp
í Klömbrum í Aðaldal, S-Þingeyjar-
sýslu. Hann var sonur hjónanna
Önnu Sigríðar Gunnarsdóttur og
Jóns Sveinbjamar Óskarssonar. Eft-
irlifandi kona hans er Ester Svein-
bjamardóttir. Þau eignuðust tvo
syni. Útfór Óskars verður gerð frá
Seltjamarneskirkju í dag kl. 13.30.
Fimdir
JC-Garðar
verður með kynningarfund á JC-hreyf-
ingunni í kvöld, fimmtudag, kl. 20.30 í
Strýtunni, Goðatúni 2, Garðabæ. Ungt
fólk á aldrinum 18-40 ára er hvatt til að
koma og kynna sér starfsemi hreyfmgar-
innar.
Tónleikar
Rannveig og Jónas
í Borgarneskirkju
Tónlistarfélag Borgarfjarðar stendur fyr-
ir tónleikum í Borgarneskirkju nk. laug-
ardag, 3. mars, kl. 16. Rannveig Fríða
Bragadóttir söngkona og Jónas Ingi-
mundarson píanóleikari flytja þar mjög
fjölbreytta efnisskrá. Rannveig Fríða
Bragadóttir er hér nú í stuttri heimsókn
en hún býr í Austurríki þar sem hún er
fastráðin söngvari við Ríkisóperuna í
Vínarborg.
Námskeið
Sebastian námskeið
5. og 6. mars nk. verða haldin Sebastian
námskeið. Hingað til lands kemur Terha
Weeks sem er í hinu fræga Sebastian
Artistic team. Fyrri daginn, 5. mars,
verður námskeið haldið 1 Súlnasal Hótel
Sögu og hefst kl. 20 og stendur til kl. 23.
Það er fyrir allt fagfólk. Terha mun sýna
það allra nýjasta frá Sebastian. Verð kr.
3.500. Seinni daginn, 6. mars, verður
námskeið haldið í nýjum húsakynnum
að Laugavegi 178 (eystri inngangur) og
er það eingöngu fyrir stofueigendur eða
staðgengla þeirra sem nota og/eða selja
Sebastian vörur. Hefst það kl. 14 og stend-
ur til kl. 17. Þar verður farið yfir það
helsta varðandi rekstur og stjórnun á
stofum.
Tilkyimingar
Mosfellsprestakall í Kjalar-
nesprófastsdæmi laust
Biskup íslands hefur auglýst Mosfells-
prestakall í Kjalamesprófastsdæmi laust
til umsóknar með umsóknarfresti til 18.
mars nk. í prestakallinu er nú aðeins ein
sókn, Lágafellssókn, en tvær kirkjur,
Lágafells- og Mosfellskirkja. Séra Birgir
Ásgeirsson, sem hefur þjónað presta-
kallinu frá 15. ágúst 1976, fær lausn frá
embætti 1. maí nk. þar sem hann hefur
verið ráðinn prestur við Borgarspítalann
í Reykjavík. Við Borgarspítalannn hefur
sr. Sigfinnur Þorleifsson þjónað undan-
farin fimm ár þannig að eftir að sr. Birg-
ir hefur þar störf verða tveir sjúkrahús-
prestar þjónandi þar.
Flóamarkaður félags
einstæðra foreldra
verður haldinn í Skeljahelli, Skeljanesi
6, laugardagana 3., 10., og 17. mars nk.
Spennandi vamingur á spottprís. Leið 5
að húsinu.
Ný deild innan ITC
Ný deild innan Landssamtaka ITC á ís-
landi var nýlega stofnuð á Vopnafirði og
hlaut hún nafnið Dögun. Deildarforseti
er Sigrún Oddsdóttir og em fundir haldn-
ir 1. og 3. fimmtudag í hverjum mánuði
í Austurborg og hefjast ki. 21. Hin nýja
deiid mun tilheyra Öðm ráði á islandi
en forseti þess er Alexía Gísladóttir.
Markmið ITC er að efla hæfileika til sam-
skipta og forystu, auka starfsafköst og
styrkja sjálfstraust félaga sinna.
Málþing um störf sjálfboða-
jjða í þágu aldraðra
Öldmnarráð íslands gengst fyrir mál-
þingi um störf sjálfboðaliða í þágu aldr-
aðra fóstudaginn 2. mars í Ársal Hótel
Sögu (nýbygging 2. hæð). Málþingið er
haldið í samvinnu við þau félagasamtök
Stúdíó-brauð opnað á ný
Stúdíó-brauð í Austurveri hefur nú hafið
starfsemi sína á ný en sem kunnugt er
kviknaöi þar f 5. jan. sl. Nú er lokið end-
urbyggingu staðarins og hefur Stúdió-
brauð nú á boðstólum úrval veislurétta
við hvers kyns tækifæri, t.d. fermingar-
. veislur, skimarveislur, hanastélsboö,
erfidrykkjur og fl. Kristínu Guðmunds-
dóttur hefur nú bæst góður liðsauki,
matreiðslumaðurinn Gylfi Ingason, og
munu þau ásamt fleira starfsfólki verða
til þjónustu reiöubúin alla daga vikunnar
frá kl. 10-20. í Stúdíó-brauði er á boðstól-
um úrval skyndirétta og smurt brauð í
huggulegu umhverfi.
sem einna mest hafa skipulagt og starfað
að þeim málum, þ.e. Rauða kross íslands
og þjóðkirkjuna, Kiwanis- og Lyons-
hreyfmgarnar og Soroptimista. Fjallað
verður um starfsemi þessara aðila, tilurð
og tilgang og framtíðarsjónarmið skoðuð.
Fundarstjóri á málþinginu verður Hólm-
ffíður Gísladóttir RKI. Aöalframsöguer-
indið flytur Þórir Guðbergsson: Sjálf-
boðahðar í þágu aldraöra í þátíð, nútíð
og framtíð. Málþingið er öllum opið og
era menn hvattir til að mæta. Aðgangs-
eyrir er kr. 1.500 en kr. 500 fyrir ellilífeyr-
isþega. Kaffi er innifalið.
Húnvetningafélagið
Félagsvist spiluð laugardag 3. mars kl.
14 í Húnabúð, Skeifunni 17. Allir vel-
komnir.
Árshátíð Átthagasam-
taka Héraðsmanna
verður í Borgartúni 6 laugardaginn 3.
mars. Húsið verður opnað kl. 19, hátíðin
sett kl. 20. Miðasala í Domus Medica 1.
og 2. mars kl. 17-19.
Heilsudagar í Kringlunni
Frá 1.-17. mars nk. verða heilsudagar í
Kringlunni undir kjörorðinu „Bætt
heilsa - betra líf‘. Margir aðilar, sem
starfa að heilsuvernd og heilbrigðismál-
um, munu miðla til viðskiptavina upplýs-
ingum um heilbrigðara líferni og bætt
heilsufar. Einnig em íþrótta- og danssýn-
ingar f göngugötunum. Um 30 félagasam-
tök og opinberir aðilar kynna starfsemi
sína og veita ráögjöf fyrir almenning.
Gefm verða út þrjú fréttabréf með ráð-
leggingum og fróðleik um bætt mataræð-
i, heilsufar og breyttan lífsstíl, sem dreift
er í Kringlunni. Þetta er í þriðja sinn sem
Kringlan efnir til kynningar sem þessar-
ar. Verslanir í Kringlunni em opnar
mánudaga til fóstudaga til kl. 19 en til
kl. 16 á laugardögum. Skyndibitastaðirn-
ir em opnir alla daga til kl. 20 og Hard
Rock Café til kl. 23.30. í tilefni heilsudag-
anna bjóða 'matsölustaðirnir upp á holl-
usturétti á kynningarverði.
Félag eldri borgara
í Reykjavík og nágrenni
Danskennsla fyrir eldri borgara í Nýja
danskólanum fellur niður laugardaginn
3. mars.
Árið sem
aldrei kom
Þótt endurtekningar séu ávallt
leiðinlegar verður stundum ekki
hjá þeim komist, einkum ef menn
skilja ekki eitthvað til fulls í fyrstu
atrennu.
Undirritaður skrifaði litla grein
um tímatal okkar í DV þann 23.
jan. sl. Sú grein varð tilefni annarr-
ar sem Óskar Þór Karlsson ritaði
í DV 15. feb. og nefndist „Enn um
tímatalið".
í grein sinni leitast Óskar viö að
færa rök að þeirri skoðun sinni að
ný öld hefjist um áramótin 1999 og
2000. Hann vitnar m.a. í grein mína
en virðist eitthvað hafa misskilið
hana. - Alltént kannast ég ekki við
sumt af því sem Óskar segir mig
hafa sagt, jafnvel þótt hann setji
það innan gæsalappa.
Kennitala Krists
Við Óskar eigum sameiginlegt
hugðarefni, þ.e.a.s. tímatalið.
Óskar vill miða tímatalið við fæð-
ingu Krists. Á því viðhorfi er þó
einn augljós galli: Enginn veit
hvaða ár Jesús frá Nasaret fædd-
ist!
Þetta kom ágætlega fram í grein
Þorsteins Sæmundssonar um sama
efni í DV 19. jan. Tímatalið er að
nafninu til miðað við fæðingu
mannsins frá Galíleu en kennitala
hans er hulin eilíföarmóðu.
Óskar telur að tvö viðhorf séu
ríkjandi um viðmiðun á núllpunkti
tímatalsins. Annars vegar miði
sumir við fæðingu Krists. Hins veg-
ar miði aðrir (þ. á m. ég) við 1. jan-
úar „ári eftir fæðingu Krists". -
Þarna skjátlast Óskari illilega. í
grein minni sagði ég að núllpunkt-
urinn væri miðaður viö „1. janúar
árið 1 e. Kr.“ en ekki „ári eftir fæð-
ingu Krists“. Á þessu er regin-
munur.
Hvað á árið að heita?
Ef við nú miðum fæðingu smiðs-
KjaUarinn
Baldur Ragnarsson
kennari
ins frá Nasaret við tímatalið hefði
hann fæðst 1. janúar árið 1 eftir
Krist. Ekki gat hann fæðst árið
núll því árið núll er ekki til og hef-
ur aldrei verið til. En eitthvaö varð
árið að heita. Þarna (og hvergi ann-
ars staðar) liggur hundurinn graf-
inn.
Af grein Óskars er augljóst að
hann gerir ráö fyrir árinu núll.
Hann segir að .....árið 1 verður
ekki til fyrr en eitt ár er liðiö frá
fæðingu Krists... “ Hvað heitir þá
fyrsta árið? í þessu liggur villa
Óskars (og annarra). Þegar eitt ár
er liðið frá einhverjum atburði fór-
um við að ganga á annað árið. Sam-
tímis hefst ár númer tvö og þegar
því lýkur byrjar þriðja áriö, ár
númer þrjú.
Eins og sjá má af þessu er enginn
munur á raðtölum og frumtölum í
timatalinu (né annars staðar). Tí-
unda ár hvers áratugar er ár núm-
er 10,20,30 o.s.frv. Tugárið verður
þó að líða áður en nýr áratugur
(eða ný öld) hefst. Þann 1. janúar
árið 2001 verða því 2000 ár „liðin
og fullgerð" frá upphafi tímatals-
ins. Af þessum sökum verður árið
2000 (og allir dagar þess) að líða
áöur en 21. öldin getur hafið göngu
sína.
Rétt og rangt
Af þessu má ljóst vera að við-
horfin tvö til tímatalsins grund-
vallast á því hvort menn reikna
með árinu núll eður ei. Hvort held-
ur menn telja mínútur, klukku-
stundir, ár, aldur manna, kaffibolla
eöa eitthvað annað byggja menn á
stærðfræðinni. Og í stærðfræðinni
er núll nákvæmlega ekki neitt. Því
er annað viðhorfið rétt en hitt
rangt. Það getur ekki verið annað
en rangt að bæta einu ári við tíma-
talið, ári sem afdrei var til.
Ég vona að Óskar og skoðana-
bræður hans megi sem oftast skála
fyrir nýjum áratugum í framtíðinni
- jafnvel þótt þeir geri það á vitlaus-
um tíma. Og með þeim óskum læt
ég þessari annarri (og vonandi síð-
ustu) grein minni um þetta bless-
aða eilífðarmál hér með lokið.
Baldur Ragnarsson
„Þann 1. janúar árið 2001 verða því
2000 ár „liðin og fullgerð“ frá upphafi
tímatalsins.“
Fjölmiðlar
Utvarpsþáttur í sjónvarpi
Þaö sem hæst bar í sjónvarpi á
sviði innlendrar dagsrárgerðar í
gærkveldi var þáttur Ólínu Þor-
varöardóttur, Gestagangur. Að
þessu sinni var gestur hennar Jón
Múh Ámason. Þátturimi var sá
besti sem sést hefur af þessu tagi
hjá Ófínu enda viðmæfandi hennar
hress og kátur. Hitt er svo annað
máf að þættir af þessu tagi, þar sem
tveir eða þrír sitja og spjaffa, á ekk-
ert erindi í sjónvarp. Þetta eru út-
varpsþættir í beinni sjónvarpsút-
sendingu. Á meöan kostir sjón-
varpsíns sem miðils eru ekki nýttir
á neínn hátt í þætti sem þessum er
óþarfi að sjónvarpa þeim og kosta
tifþessoffjár.
Þar að auki eru þessir þættir stutt-
ir og oft vaðiö úr einu í annað sem
verður til þess að engin heildar-
mynd næst af viðkomandi persónu
eða ferli hennar, Ég var svona að
velta því fyrir mér á rneöan ég sat
yfir Gestagangi í gærkveldi hvort
ekki hefði verið nær að draga einn
ákveðinn þátt út úr lífsferli Jóns í
stað þess að rey na aö þræöa nær
allan hans æviferil á um 40 mínút-
um.
í gærkveldi var svo athyglisverð-
ur þáttur á Aðalstöðinni, Sálartet-
rið, þar sem Inger Anna Aikman tók
á móti gestum í hljóðstofu. Og var
umfiöllunarefnið sorg og sorgarvið-
brögð. Sorgin er og veröur óhjá-
kvæmilegur hluti af lífi okkar aflra
jafnvel þó við forðumst yfirleitt að
ræða hana. Gestir Inger voru þrír
og var rætt um hinar ýmsu birting-
armyndir sorgarinnar og hvernig
við bregðumst við henni. Þátturinn
var mjög afslappaður og ekki annað
hægt að segja en stjórnandi og þátt-
takendur kæmust vel frá sínu. Mað-
ur gekk þess ekki dulinn oftir aö
hafa hlustað á þáttinn að ef maður
vissi meira um sorgina og hvernig
líkami og sál bregðast við henni
væri auðveldara aö sætta sig vlð
hana.
Jóhanna Margrét