Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1990, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1990, Blaðsíða 1
Reynslu- akstur Daihatsu Charade Sedan - sjá bls. 28 - 30 Klúbbur 17 eignast merki Ungir ökumenn eiga meö sér samtök sem kallast Klúbbur 17. Þessi samtök efndu nýlega til samkeppni um gerö merkis og slagorða fyrir klúbbinn. Á dögun- um voru afhentar viðurkenning- ar fyrir þrjár bestu tillögurnar aö mati dómnefndar. Voru þær afhentar á fundi klúbbsins þann 7. apríl. „Hingað og ekki iengra“ Fyrstu verðlaun hlaut Ingibjörg Eldon Logadóttir úr Hafnarfirði fyrir merki og slagorðið „Hingað og ekki lengra“. Önnur verðlaun hlaut Magnús Kristinsson frá Akureyri og þriðju verðlaun hlaut Freyr Þórðarson úr Reykja- vík. Reykjavíkurborg veitt Klúbbi 17 fjárstuðning vegna keppninn- ar og afhenti Haraldur Blöndal, formaður umferðamefndar borg- arinnar, verðlaunin. Tími sumardekkja að ganga í garð - sjá bls. 36-37 Unga fólkið: Vill breytingar í umferðinni - ökuprófin meta ekki hæfni ökumanna Klúbbur 17, samtök ungra öku- manna efndi til fundar laugardaginn 7. aprú síðastliðinn. Á fundinum var m.a. rætt um málefni ungra öku- manna. Fyrst voru haldin nokkur stutt erindi, en að þeim loknum fóru fram umræður í hópum. Þar var rætt um framtíð Klúbbsins 17, mál- efni tengd ökukennslu og ökupróf- um. Unga fólkið gagnrýndi ýmislegt varðandi ökukennsluna, sérstaklega var það óánægt með ökuskólann. Það taldi kennsluna miðast um of við að nemendur stæðust próf, en ekki nóg við að gera þá að traustum og örugg- um ökumönnum. Meðal annars var rætt að mikilvægt væri að tillögur nefndar um skipan ökukennslu kæ- must í framkvæmd, en þar er gert ráð fyrir róttækri breytingu í þeim efnum. Ökuprófin voru ekki talin uppfylla nógu vel það skilyrði að meta hæfni ökumanna. Einnig var talið að skort- ur væri á samræmingu og að of mik- ið væri lagt upp úr persónulegu mati prófdómara, sem gæti í raun ráðið niðurstöðum prófanna. Fundurinn var vel sóttur, bæði af ungu fólki og einnig öðrum þeim sem starfa að málum sem tengjast öku- kennslu og umferðarmálum. Klúbbur 17 er opinn öllum ungum ökumönnum sem áhuga hafa á að taka virkan þátt í að auka umferðar- öryggi hér á landi. Hægt er að til- kynna aðild í síma 91-27666 á skrif- stofutíma. MICHELIWmx m^ m iiMiimismn m SKEIFUNNI 5, SÍMAR 68-96-60 OG 68-75-17 G/obusf Lágmúia 5, sími 91-681555 Toyota Tercel, árg. '87, 4x4, ekinn 49.000 km, grásanseraður, vel með farinn bíll. Verð 730.000. SAAB 900i, árg. ’87, svartur, ekinn 59.000 km. Gott lakk, álfelgur, litað gler, 4 dyra. Verð 980.000. v'1'vsM rt#% ,‘T ,,,w) “'y■ ..... 52.000 km, hvítur, 5 gíra. Verð 590.000. Ford Bronco II, árg. '84, ekinn 58.000 mílur, sjálfskiptur, vökva- stýri, XL gerð, tveir dekkjagangar, útvarp/segulband o.fl. Verð kr. 950.000. SAAB 900, turbo, 3 d„ USA, árg. ’88, ekinn 20.000 mílur, grásanser- aður, 16 ventla, 5 gíra, vökvstýri, álfelgur o.fi. Einn með öllu. Verð 1.550.000. Citroen AX14 TRS ’88, ekinn 14.000 km, sem nýr, álfelgur, 5 gíra, grá- sanseraður, 3 dyra. Toppbili. Verö 550.000. Opið í dag 10-14 Notaðir bílar með ábyrgð BMW 520 2000 árg.’88, 5 gíra, 4ra M. Benz 190 E 2000 árg. ’85, sjálfsk., dyra, hvítur, ekinn 13.000, verð 4ra dyra, blár, ekinn 119.000, verð 2.800.000. 1.200.000. M. Benz 190 2000 árg. ’88, 4ra gíra, Subaru J12 Justy 1200 árg. '89, 5 4ra dyra, hvítur, ekinn 2.000, verð gíra, 3ja dyra, silfurl., ekinn 9.000, 1.670.000. verð 765.000. Toyota Corolla 1200 árg. ’87, 4ra Honda Civic 1500 árg. ’85, 5 gíra, gíra, 3ja dyra, silfurgr., ekinn 3ja dyra, rauður, ekinn 76.000, verð 38.000, verð 530.000. 495.000. ATH. BREYTTAN AFGREIÐSLUTÍMA. OPIÐ LAUGARDAG 12-16 Bílaumboðið hf Krókháfsi 1, Reykjavík, sími 686633.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.