Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1990, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 28. APRÍL 1990.
37
Bflar
aö nota aðeins góð dekk undir bílinn.
Allt annað er óhæfa og stofnar bæði
farþegum viðkomandi bíls og öðrum
í umferðinni í óþarfa hættu.
Samkvæmt gUdandi reglugerð á
slitmynstur hjólbarða að minnsta
kosti að vera einn millímetri, en því
er haldið fram að ef hjólbarði slitnar
niður fyrir þriggja millímetra dýpt
slitmynsturs, þá veiti hann ekki
, lengur fullkomið öryggi í umferð-
I inni. Víða í nágrannalöndunum hef-
ur heyrst af því að það ætti að lög-
festa þriggja millímetra lágmark á
} dýpt slitmynsturs hjólbarða. Ef um-
ráðamenn bíla eru í vafa um ástand
dekkjanna sem setja á undir bílinn
þá látið yfirfara þau á hjólbarðaverk-
stæði.
Enginn dómur er lagður á það hér
hvort kemur betur út að kaupa ný
dekk eða sóluð ef skipta þarf um
dekk fyrir sumarið. Sólning hjól- _
barða hefur tekið algerum stakka-
skiptum hin síðari ár þannig að sólðu
hjólbaxðarnir standa sig vel í sam-
keppninni við þá nýju.
Jafnvægisstilling er nauðsyn
Þegar skipt er um dekk á felgum
er nauðsynlegt að jafnvægisstilla
dekkin á eftir. Sumum finnst þetta
ónauðsynlegt, segjast aka lítið á þeim
Mikill annatími gengur senn í garð hjá hjólbarðaverkstæðunum og ekki
víst að allir hafi þá tíma til að brosa framan í Ragnar Ijósmyndara eins
og þessi starfsmaður Hjólbarðastöðvarinnar gerði í vikunni.
hraða sem misvægi kemur í ljós.
Þetta er misskilningur því misvægi
hjólbarða getur fundist á hvaða
hraða sem er og þótt titringurinn sé
lítill hefur hann áhrif á aksturslag
auk þess sem slíkur titringur
skemmir hjólalegur með tíð og tíma.
-JR
íslenskir starfsmenn hjá Volvo:
Áttundi stærsti hópurinn
Æ fleiri íslendingar hafa leitað
út fyrir landsteinana undanfarið,
einkum vegna kreppunnar sem
ríkt hefur á atvinnumarkaði hér
heima. Margir hafa leitað til Sví-
þjóðar líkt og var fyrir nokkrum
árum þegar svipað ástand ríkti.
Margir hafa haldið til Gautaborg-
ar og hafiö störf hjá Volvo. Af um
tíu þúsund starfsmönnum Volvo
eru íslendingar komnir í áttunda
sæti þeirra þjóða sem eiga fulltrúa
í hópi launþega bílasmiðjanna
sænsku. íslensku starfsmennirnir
voru á dögunum orðnir 74 eða um
0,8% af heildartölu starfsmanna
verksmiðjanna að því er innan-
hússblað verksmiðjanna, Volvo i
dag, sagði í vikunni. í liðinni viku
fjölgaði þeim um þrjá bara í einni
deildinni þannig að greinilegt er að
landanum líkar vel að smíða bíla
hjá sænskum.
íslenskir starfsmenn hafa staðið
sig vel hjá Volvo og þykja öðrum
síst eftirbátar í vinnu.
Færiböndin hverfa
Færiböndin hverfa nú óðum hjá
Volvoverksmiðjunum og í stað þess
hafa verið myndaðir vinnuhópar
eða teymi sem sjár um að smíða
bílinn frá grunni og til þess að hann
er fullbúinn. Þetta fyrirkomulag
var tekið upp í nýju verksmiðjunni
í Uddevalla sem hóf starfsemi í
fyrra og nú er verið að taka upp
sama fyrirkomulag í verksmiðjun-
um í Gautaborg.
Það fyrirkomulag að færa bilinn á milli staða í verksmiðjunni líkt og sést
á þessari mynd, sem tekin var i Volvoverksmiðjunum fyrir nokkrum
árum, er óðum að hverfa og i staðinn hafa verið mynduð vinnuteymi
sem smíða bílinn frá grunni á sama stað.
BILAR
TIL SÖLU
Jeep Cherokee Laredo árg. ’88,4ra
dyra, 4.0 I, 6 cyl. vél, sjálfskiptur,
off-road upphækkaður, 31" dekk.
Verð kr. 2.450.000.
m
M. Benz 230E '87, sjálfskiptur, rafdr.
rúður, centrallæsingar, 4 höfuð-
púðar, hleðslujafnari, álfelgur, ABS
bremsukerfi. Verð kr. 2.400.000.
kkjanna
garð
i og alls ekki komið fararsnið
I
>
I
>
Því sumarið nálgast
^ Núgefumviö
veðurguðunum langt nef
og setjum bílinn
í sumarbúning. Tökum
sumardekkin fram í tíma
- þau verða að vera komin
^Lindir fyrir 1. maí><
Umleiðog
viðskiptumumdekk ^
látum við jafnvægisstilla.
Þannig aukum við öryggi í akstri
og gerum klárt fyrir
^ sumarferðalöain.
SO£MtíNG>
stendur með dekkjavinum
Smiðjuvegi 32-34. Simi 43988.
Nissan Micra Special árg. '89, hvit-
ur, 5 gira, sóllúga. Verð kr. 610.000.
VW Golf Memphis árg. ’88, rauður,
5 gíra. Verð kr. 780.000.
Mazda 323 árg. ’87, 1.3 LX, sumar
og vetrardekk, allt á felgum. Verð
kr. 530.000.
Oldsmobile Cutlass, Cierra, árg.
’84, 6 cyl., sjálfskiptur. Verð kr.
850.000.
Vantar nýlega og vel
með farna bíla á staðinn
BÍLASALAN
Smiójuvegi 4. Kop.. simi 77202
Opið laugardaga