Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1990, Blaðsíða 6
MÁNUDAGUR 7. MAÍ 1990.
6 '
Fréttir_________________________________________
Dagvistunarmál 1 Reykjavík:
Markmiðum borgarinn-
ar náð að hluta í haust
- ekki gert ráð fyrir dagvistun yngri barna en þriggja ára
Sjálfstæðismenn í borgarstjórn
hafa fullyrt að undanförnu að eftir-
spurn eftir dagheimilum og leikskól-
um verði fullnægt fyrir næsta haust.
Á móti hafa staðið fullyrðingar frá
minnihlutaflokkunum um að mikil
vöntun sé á dagvistun fyrir börn.
Eins og oft er þegar kosningar nálg-
ast þá hafa báðir aöilar nokkuö rétt
fyrir sér, þar af leiðandi hafa þeir
einnig báðir rangt fy rir sér að hluta.
Á undanförnum árum hefur stefn-
an í dagvistun barna í Reykjavík
verið sú að allir einstæðir foreldrar
og námsmenn geti fengið
dagheimilispláss fyrir börn sín en
giftir foreldrar eigi rétt á leikskóla-
plássi hálfan daginn fyrir sín börn.
Eins og málum er háttað í dag
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggð
Sparisjódsbækur ób. 3 Allir
Sparireikningar
3jamán. uppsögn 3-6 Ib
6mán. uppsögn 4-7 ib
12mán.uppsogn 4-8 ib
18mán. uppsögn 15 íb
Tékkareikningar, alm. 0,5-1 Allir nema Íb
Sértékkareikningar 3 Allir
Innlán verðtryggð Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 1.5 Allir
6mán. uppsögn 2,5-3,0 Lb.Bb,- Sb
Innlán með sérkjörum 2.5-3 Lb.Bb,- Sb
Innlángengistryggð
Bandaríkjadalir 7-7.25 Sb
Sterlingspund 13.6 14,25 Sb
Vestur-þýskmörk 6,75-7,25 Sb
Danskar krónur 10,5-11 Sp
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
Útlán óverðtryggð
Almennirvíxlar(forv.) 13,0-13,75 Sb
Viöskiptavíxlar(forv.) (1) kaupgengi
Almennskuldabréf 14 Allir
Viðskiptaskuldabréf(l) kaupgengi Allir
. Hlaupareiknmgar(yfirdr.) 16,5-17,5 Bb
Utlan verðtryggð
. Skuldabréf 7.5-8.25 Lb.Bb
Útlán til framleiðslu
ísl. krónur 13,75-14.25 Bb
SDR 10,95-11 Bb
Bandarikjadalir 10.15-10.25 Bb
Sterlingspund 15,85-17 Bb
Vestur-þýskmork 10-10,25 Allir nema ib
Húsnæðislán 4,0
Lífeyrissjóðslán 5-9
Dráttarvextir 26
MEÐALVEXTIR
Óverðtr. maí 90 14
Verðtr. mai 90 7,9
VÍSITÖLUR
Lánskjaravísitala maí 2873 stig
Lánskjaravísitala apríl 2859 stig
Byggingavísitala maí 541 stig
Byggingavísitala maí 169,3 stig
Húsaleiguvísitala 1.8% hækkaði 1 apríl
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa verðbréfasjóóa
Einingabréf 1 4,841
Einingabréf 2 2,648
Einingabréf 3 3,186
Skammtímabréf 1,644
Lífeyrisbréf
Gengisbréf 2.119
Kjarabréf 4.795
Markbréf 2,552
Tekjubréf 1,962
Skyndibréf 1,438
Fjolþjóðabréf 1,270
Sjóðsbréf 1 2,333
Sjóðsbréf 2 1,748
Sjóðsbréf 3 1,630
Sjóðsbréf A 1.381
Vaxtasjóðsbréf 1,6470
Valsjóðsbréf 1,5500
HLUTABRÉF
Soluverð að lokinni jofnun m.v. 100 nafnv.:
Sjóvá-Almennar hf. 500 kr.
Eimskip 420 kr.
Flugleiðir 145 kr.
Hampiðjan 152 kr.
Hlutabréfasjóður 178 kr.
Eignfél. Iðnaðarb. 152 kr.
Skagstrendingur hf. 320 kr.
Islandsbanki hf. 163 kr.
Eignfél. Verslunarb 170 kr.
Olíufélagið hf. 415 kr.
Grandi hf. 164 kr.
Tollvörugeymslan hf. 102 kr.
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb = Búnaðarbankinn, lb = Iðnaðarbank-
inn, Lb= Landsbankinn, Sb = Samvinnu-
bankinn, Úb = Útvegsbankinn, Vb =
Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir.
mega einstæðir foreldrar og náms-
menn sækja um dagheimili fyrir
böm sín strax við fæðingu. Bið eftir
plássi hefur verið frá tæpu ári upp í
rúmt eitt og hálft ár. Á meðan þessi
hópur hefur beðið eftir plássi hefur
borgin greitt mismun á gjöldum dag-
mæðra og dagheimila. Miðað við bið-
lista í dag er beðið eftir um 450 pláss-
um fyrir börn foreldra í þessum for-
gangshópum. Um 350 þeirra fá
greiddan mismun á gjöldum dag-
mæðra og dagheimila.
Þeir foreldrar sem ekki eru í for-
gangshópi hafa lítinn sem engan
möguleika á dagheimilisplássi. Þeim
stendur hins vegar til boða leikskóla-
pláss ijóra tíma á dag og í sumum
tilfellum í sex tíma á dag. Um leik-
skólaplássin má sækja þegar barnið
er orðið eins og hálfs árs. Eftir það
geta foreldrar búist við að bíða eitt
og hálft ár til viðbótar. Þegar bygg-
ingu þriggja nýrra leikskóla lýkur í
haust búast borgaryfirvöld við að
fullnægja allri eftirspurn eftir þess-
um reglum; það er að börn eldri en
þriggja ára komist í leikskóla.
Samkvæmt þessu er Reykjavíkur-
borg að takast að anna eftirspurn
eftir dagvistun barna, þó ekki nema
litið sé á eftirspurnina út frá þeim
markmiðum sem borgin hefur sjálf
sett sér. Eins og áður sagði þá eru
þau þannig að einstæðir foreldrar og
námsmenn hafi rétt á dagvistun þeg-
ar barnið er orðið eins til eins og
hálfs árs og aðrir eigi rétt á leikskóla-
plássi fyrir börn sín í fjóra til sex
tíma á dag þegar börnin hafa náö
þriggja ára aldri.
Það liggur í raun ekki fyrir hver
eftirspurnin er umfram þessar
reglur þar sem biðlistar Dagvistunar
barna miðast við þá. Þannig má gera
ráð fyrir að flestir foreldrar sæki um
leikskólapláss strax og barnið hefur
náð aldri þó ekki sé ætlunin að láta
það á leikskóla fyrr en síðar, þar sem
flestum er kunnugt um langa bið-
lista. Þrátt fyrir þessa annmarka á
því að taka biðlista Dagvistunar
barna bókstaflega er hægt að full-
yrða að margir foreldrar myndu
kjósa að koma börnum sínum fyrir
á leikskólum fyrir þriggja ára aldur
og margir einstæðir foreldrar og
námsmenn myndu nýta sér dag-
heimilin fyrr ef biðlistarnir væru
styttri. -gse
Reykjavík:
Mikil ölvun
Mikil ölvun var í Reykjavík um
helgina, meiri en um flest mánaða-
mót. Talsverður íjöldi fólks var í
miðbænum - án teljandi vandræða.
Eitthvað var um að smáryskingar
væru milli manna en til alvarlegra
ósátta kom ekki.
Um hádegi á sunnudag var búið að
taka 24 ökumenn grunaða um ölvun
við akstur. Á annan tug manna gisti
fangageymslur bæði aðfaranótt laug-
ardags og sunnudags. -sme
Akureyri:
Hraðakstur
•Lögreglan á Akureyri tók sex öku-
menn um helgina sem allir höfðu
ekiö vel yfir leyfilegum hraðamörk-
um. Sá sem hraðast ók var mældur
á 121 kílómetra hraða.
Lögreglan var kölluö nokkrum
sinnum út vegna ölvunar fólks.
-sme
Þótt snjórinn sé enn áberandi á ísafirði eru krakkarnir i bænum þegar
farnir að æfa sumarleikina. Þegar DV-menn voru á ferð vestra á dögunum
rákust þeir á þessa ungu menn í teygjutvisti á auðum bletti á götunni.
DV-mynd Brynjar Gauti
Christian Roth, forstjóri álversins, haröorður í Ísaltíðindum:
Gagnrýnin hitftir
aðra fyrir en mig
- segir Ragnar S. Halldórsson, fyrrverandi forstjóri álversins
„Ég tek þessa gagnrýni ekki til
mín. Ég tel að gagnrýnin sé sett fram
í ljósi þess að deilur hafa staðið yfir
við starfsmennina lengi og það er
ekki bitið úr nálinni með það enn-
þá,“ sagði Ragnar S. Halldórsson,
stjórnarformaður ísal og fyrrum for-
stjóri álversins, um harðorða gagn-
rýni núverandi forstjóra, Christian
Roth, í leiðara nýjasta heftis Ísaltíð-
inda á stjórn verksmiðjunnar síðast-
liðin 20 ár.
Christian Roth ræðir um nýaf-
staðna kjaradeilu en segir síðan með-
al annars:
„Á meðan á deilunni stóð kom það
fram hjá fulltrúum beggja deiluaöila
að í fyrirtækinu er við að etja upp-
safnaðan vanda 20 ára. Þessi vandi
fellst meðal annars í því aö á ýmsum
stöðum hafa vinnubrögð ekki fylgt
tímanum, stjórnun hefur brugðist og
afköst ekki verið í neinu samræmi
viö það sem nauðsynlegt er í iönaði
mikillar samkeppni..."
Síðan ræðir hann vítt og breitt um
þaö sem honum þykir aðfmnsluvert
í fyrirtækinu og segir síðan:
„Stjórnun hefur brugðist á mörg-
um fleiri sviðum en kastljósið beinist
að. Óskynsamlegar venjur og vinnu-
hættir valda sóun á mjög mörgum
stöðum sem lítið er rætt um...“
„Ég vil minna á að einn af stjórn-
endunum á þessum umrædda tíma
var Christian Roth sjálfur. Hann var
hér í stjórnunarstörfum fyrir 10
árum. Og ef þarna hefur ríkt óstjórn
í 20 ár þá er hann sjálfur hluti af því
kerfi. Hann hafði það starf þegar
hann var hér að benda á hvar skór-
inn kreppti í stjórnuninni. Hann var
tæknilegur framkvæmdastjóri. Ég
man ekki eftir neinum sérstökum
tillögum frá honum í þessum efn-
um,“ sagði Ragnar S. Halldórsson.
-S.dór
Ölvunarakstur í Bolungarvík
Tveir ökumenn voru teknir grun-
aðir um ölvun við akstur í Bolungar-
vik aðfaranótt laugardags.
Lögreglan á ísafirði hefur tekið
marga ökumenn fyrir of hraðan
akstur síðustu daga. Götur eru óðum
að koma undan snjó og það virðist
hafa þau áhrif að menn aki hraðar
en lög leyfa. Ekki hefur komið til
ökuleyfissviptinga vegna þessa þar
að ökumenn hafa ekki ekið á ofsa-
hraöa. -sme
Sandkom dv
Kvennalista-
konur á Akur-
i-yri byiiuðii :
ekkígæfulega
sittkosninga-
starfen eitt af
þeirrafyrstu :y:
verkumvarað
auglýsaeftir
„kosninga-
stýru“.Einsog
sjá má af því heítí koma ekki nema
konur til greina í það starf, og auglýs-
ingarfrá Kvennalistanum, þar sem
starfið var auglýst, eru því tvímæla-
laust brot á jafnréttislögum. Ef mig
misminnir ekki var undirrótin að
þessum lögum fy rst og fremst sú aö
koma í veg fyrir að hægt væri að
auglýsa eftir karlmönnum til starfa
og konur væru þar með útilokaðar.
Auglýsingamar máttu sem sagt ekki
vera einungis fyrir annað kynið svo
klúðúr Kvennalistans er neyðarlegt.
miðvikudag
Bridge-spil-
ararerumjiig
áhugasamir
um áhugamál
sitt, einsogeft-
irfarandi saga
sýnir.enhún
erheimfærð
uppáþáséra
BirgiSnæ-
björnsson;
sóknarprest á Akureyri, og Gunnar
Berg, ritstjóra Gagns og gamans, sem
er mikiil áhugamaður um bridge.
Gunnar mun samkvæmt sögunni
hafa lútt Birgi og spurt hann í ein-
lægni hvcrnig það væri á himnum,
hvort þar væri spilað bridge. Birgir
sagðist ætla að kanna málið og næst
þegar leiðir Gunnar og Birgis iágu
saman spurðiGunnarfrétta afmái-
inu. Birgir sagðist bæði hafa góðar
ogslæmarfréttirfyrirGunnar. Þær
góðu væru að í Himnariki væri fjör-
ugt bridgelíf, slæmu fréttirnar væru
hins vegar þær að þar ætti að fara
fram mót næsta miðvikudag og
Gunnar væri skráður sem keppandi.
Vinstri
vitleysingar
Áframmeð
Gunnai- Beri::
ogGagnog
gamnn. Gunn-
arereinn
þeirrasemhafa
áhyggjuraf
þróunatvinnu-
málaíEyjafirði
oL'genrvæm- ;
anlegastað-
setningu álvers hér á landi að um-
ræöuefní. „Erallt tal stjómvíking-
anna um álver utan Stór-Hafnar-
Q arðarsvæðistns ekki bara tómt bull?
Spyr sá sem ekki veit, en hefur ekki
mikla trú á yfirlýsihgum stjórn vitr-
inga vorra,“ segir Gunnar í blaði
sínu. Gunnar ræðir um nauðsyn á
nýjum a.tvinnufyrirtækjum og segir
síðan: „Ídagheyristlítiði vinstri
vitleysingum með Kvennalistann í
fararbroddi sem hæst iétu gegn ál-
vershugmyndinni áliðnum árum.
Gott er að eínhveijir vitkast,“ skrif-
aði Gunnar.
Ekki milli augna
Vonaniii hef-
uráhlaupið,
sem yarðá ;
Noröurlandi á
dögunum.ver-
iðsíðastivetr-
arvotturinná
þessusumri
endafannst
mörgum nóg ;
umaðláþenn- :
an h vell á þessum árstíma, Feykir á
Sauðárkróki sagði £rá þessu áhlaupi
og sagði: „að menn minntust ekki
annars eins blindviðris síðan Svanur
Jóhanns gaf út veðurlýsingu fyrir
nokkrum árum, aö það væri svo
dimmt að sæist ekki einu sinni á
milli augna...“ Feykir segir síðan
að skyggnið á Króknum hafi ckki
verið nema nokkrir sentímetrar, og
menn villtust i bænum á leið heim
til sín. Sauðárkróksbúar eiga sín nöfn
á óveður sem skella á s.s. „sæluviku-
hretið" og „sýslufundarhvellinn", al-
veg á sama hátt og Akureyringar eiga
sitt „kaupfélagsfundarveður" sem þó
gerði ekki vart sig aö þessu sinni.
Umsjón: Gylfi Kristjánsson