Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1990, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1990, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 7. MAÍ 1990. Stjómmál Spurt í Bolungarvík: Hver veröa úrslit kosninganna? Valdimar Valdimarsson verkamað- ur: Ég hef ekki kynnt mér framboðin. Sævar Guðmundsson fiskverkunar- maður: Sjálfstæöismenn fá þrjá menn, kratar einn og samstöðumenn þrjá. Níelsína Þorvaldsdóttir fiskverkun- arkona: Ég er ekkert farin að hugsa út í það ennþá. Einar Pétursson vörubilstjóri: D-listi fær þrjá menn, A-listi einn og F-listi þrjá. Benedikt Egilsson fiskverkunarmað- ur: Ég hef ekki kynnt mér framboöin ennþá og því lítið farinn að spá i úrslitin. Málfríður Sigurðardóttir póstfreyja: Það er erfitt að spá um úrslitin en ætli sjálfstæðismenn fái ekki þrjá fulltrúa. Bolungarvík: Þrír listar takast á Þrír listar bjóða fram í Bolungar- vík, A-listi jafnaðarmanna og frjáls- lyndra, D-listi Sjálfstæðisflokks og F-listi Samstöðu, samtaka um bæjar- mál. í síðustu kosningum buðu fimm listar fram en þær breytingar, sem orðið hafa nú, eru þær að Alþýðu- bandalag, Framsóknarflokkur og Óháðir bjóða ekki fram. F-listi Sam- stöðu er borinn fram af Alþýöu- bandalagi og Óháðum auk einhverra af öðrum listum. Þetta kjörtímabil hefur verið meiri- hlutasamstarf milli Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks. í Bolungarvík snýst allt atvinnulíf um sjávarútveg. Nokkur stöðnun hefur að sögn heimamanna verið í atvinnulífi Bolvíkinga síðastliðin ár. Fólki hefur fækkað um tæplega eitt hundrað á nokkrum árum. Atvinnu- mál og hafnarmál verða ofarlega á baugi næsta kjörtímabil. Bolvíkingar vilja aukinn kvóta og fleiri atvinnu- tækifæri. lega 1200. Á kjörskrá eru 773, 415 íbúar í Bolungarvík eru nú rúm- karlar og 358 konur. -hlh Olafur Þór Benediktsson, A-lista: Fjölga þarf atvinnutækifærum „Við þurfum að halda áfram með þau verkefni sem í gangi eru og ljúka þeim. Þar eru viðbygging grunnskól- ans og þjónustuíbúðir fyrir aldraða efst á blaði. Þá er mjög brýnt að áfram verði haldið viö uppbyggingu hafnarinnar sem er og verður lífæð Bolvíkinga. Atvinnumálin hafa því miöur þróast til verri vegar síðastlið- in ár og þarf bæjarstjórn því að beita áhrifum sínum og stuðla að fjölgun atvinnutækifæra í bænum,“ sagði Ólafur Þór Benediktsson sem skipar efsta sæti á A-lista jafnaðarmanna og frjálslyndra. „Það þarf að vinna áfram að fegrun bæjarins og þá sérstaklega gerð grænna svæða. Þá þarf að betrum- bæta og fjölga leiksvæðum fyrir börn. Æskulýðsstarf þarf að efla í samráði og samvinnu við unglinga bæjarins. Við leggjum sérstaka áherslu á að áfram verði hagsmuna aldraðra og fatlaðra gætt og að þeim hlúð sem best.“ -hlh Ólafur Þór Benediktsson skipar efsta sæti á A-lista jafnaðarmanna og frjálslyndra. Kristinn H. Gunnarsson, F-lista: Atvinnumálin ; efst á baugi „Atvinnumálin eru efst á baugi. Það þarf að styrkja sjávarútveginn, fá hingað fleiri skip eða báta og þar með meiri kvóta til að treysta þá at- vinnu sem hér er. Það þarf að skapa störf í þjónustugreinum og standa vörð um þau þjónustustörf sem fyrir eru í plássinu. í húsnæðsmálum þarf að standa að uppbyggingu íbúðar- húsnæðis sem er í samræmi við þarf- ir og eftirspurn og nýta þá það íjár- mögnunarkeríi sem húsnæðiskerfið býður upp á. í húsnæðis- og atvinnu- málum þarf að snúa vörn í sókn,“ sagði Kristinn H. Gunnarsson sem skipar efsta sæti á F-lista Samstöðu, samtaka um bæjarmál. „Fjármál bæjarins eru orðin ískyggileg en skuldirnar hafa nær sexfaldast á tveimur árum. í íjármál- um þarf að snúa af braut skuldasöfn- unar. Varðandi höfnina þarf að knýja á um að framkvæmdir við brimvarnargarð hefjist 1991. Skipu- lagsmál eru í miklum ólestri í Bol- ungarvík en ljúka þarf gerð deili- skipulags í nokkrum hverfum. End- urskoða þarf aöalskipulag sem átti aö gerast fyrir þremur árum. Loks þarf að koma upp vatnsmiðlunar- geymi og endurskoða bæjarmála- samþykktir sem tryggja eiga bæj- arbúum upplýsingar með reglu- bundnum hætti og rétt bæjarfulltrúa til þátttöku í starfi helstu ráða og nefnda." -hlh Kristinn H. Gunnarsson skipar efsta sæti á F-lista Samstöðu, samtaka um bæjarmál. Ólafur Kristjánsson, D-lista: Sjávarútvegsmálin og uppbygging hafnarinnar Olafur Kristjánsson skipar efsta sæti D-lista Sjálfstæðisflokks. „I fyrsta lagi þurfum við að halda áfram þeirri uppbyggingu sem hafin er við höfnina en þar er verið að lj úka við dýpkun. Þá leggjum viö áherslu á gerð brimvarnargarðs. Þá þarf að halda áfram byggingu 14 þjónustu- íbúða fyrir aldraða sem og grunn- skólabygginguna sem er langt kom- in. Viö munum sinna umhverfismál- um og gatnagerðarmálum á sama veg og gert hefur verið á þessu kjör- tímabili. Við viljum halda því á lofti að Bolungarvík sé menningarlegur bær,“ sagði Ólafur Kristjánsson bæj- arstjóri sem skipar efsta sæti á D- lista Sjálfstæðisflokksins. „í atvinnumálum leggjum við áherslu á að skip verði ekki seld úr bænum. Við Bolvíkingar þurfum aö fá aukinn kvóta. Það að tala um auk- iö atvinnulíf er hjóm eitt ef sjávarút- vegurinn stendur ekki traustum fót- um. Því er uppbygging hafnarinnar og sjávarútvegur mál númer eitt, tvö og þrjú fyrir Bolvíkinga. Við viljum stuðla að auknu sam- starfi við nágrannasveitarfélögin og leggja um leið áherslu á aukið um- ferðaröryggi um Óshlíð. Við sjálf- stæðismenn viljum gera bæinn þannig að það sé fýsilegt frá atvinnu- legu og menningarlegu sjónarhorni að hafa fasta búsetu i Bolungarvík.“ -hlh KOSNINGAR 1990 Haukur L. Hauksson og Sigurjón Egllsson BOLUNGARVÍK Úrslitin 1986 Fimm listar buðu fram í Bolungar- vík í kosningunum 1986. Þá fékk Al- þýðuflokkur (A) 95 atkvæði og einn mann kjörinn, Framsóknarílokkur (B) 50 atkvæði og engan mann, Sjálf- stæðisflokkur (D) 224 atkvæði og þrjá menn, Alþýðubandalag (G) 217 at- kvæði og tvo menn og Öháðir (H) 107 atkvæði og einn mann kjörinn. Þessi voru kjörin í bæjarstjórn: Valdimar L. Gíslason (A), Ólafur Kristjánsson (D), Einar Jónatansson (D), Björgvin Bjarnason (D), Kristinn H. Gunnarsson (G), Þóra Hansdóttir (G) og Jón Guðbjartsson (H). 1982 buðu fjórir listar fram. Þá fékk D- listi íjóra menn, B-listi tvo menn, H-listi tvo menn og G-listi einn mann kjörinn. A-listi jafnaðarmanna og frjáislyndra 1. ÓlafurÞórBenediktsson verkstjórí. 2. Magnús Ólafs Hanson verslunarmaður. 3. Martha Sveinbjörnsdóttir húsmóðir. 4. Sigríður L. Gestsdóttir húsmóðir. 5. Svavar Geir Ævarsson sjómaður. 6. Kristín Sæmundsdóttir húsmóðir. 7. Hlíðar Kjartansson matsveinn. 8. Guðmundur Sigurðsson verkamaður. 9. Hólmfríður Guðjónsdóttir húsmóðir. 10. Daði Guðmundsson, varaformaður VFSB. 11. Helga Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur. D-listi Sjálfstæðisflokks 1. ÓlafurKristjánsson bæjarstjóri. 2. Anna G. Edvardsdóttir kennari. 3. Ágúst Oddsson heilsugæslulæknir. 4. Þóra Hallsdóttir. 5. Sölvi Rúnar Sólbergsson véltækmfræðingur. 6. Hálfdán Óskarsson sjómaður. 7. Jón S. Ásgeirsson verkstjóri. 8. GunnarHallsson verslunarstjóri. 9. Sigurður B. Hjartarson skipstjóri. 10. Jón E. Guðfinnsson, svæðisstjóri O.V. 11. Jensína Sævarsdóttir húsmóöir. F-listi Samstöðu, samtaka um bæjarmál 1. Kristinn H. Gunnarsson bæjarfulltrúi. 2. Jón Guöbjartsson bæjarfulltrúi. 3. Valdemar Guðmundsson lögregluþjónn. 4. Helga Jónsdóttir kennari. 5. Anna Björgmundsdóttir sjúkraliði. 6. Ketill Elíasson vélvirki. 7. Ágúst Sverrir Sigurðsson bifreiðastjóri. 8. Elsa Jóhannesdóttir verslunarmaður. 9. GuölaugÁrnadóttir skrifstofumaður. 10. Guðmundur Óli Kristinsson trésmíðameistari. 11. Þórður Vagnsson námsmaður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.