Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1990, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1990, Blaðsíða 17
MÁNUDAGUR 7. MAÍ 1990. 25 Spurt í Neskaupstað: Hverju spáir þú um úrslit kosninganna Elísabet Þórarinsdóttir: Alþýöu- bandalagiö heldur meirihlutanum. Hjörvar Sigurjónsson: Meirihluti Al- þýöubandalagsins fellur. sagt annaö en aö Alþýðubandalagið heldur meirihlutanum. Kristín Valgarðsdóttir: Alþýðu- bandalagiö veröur sigurvegari - aö sjálfsögðu. Sigurður Björnsson: Þaö er ekki gott að segja. Eg hef grun um að þetta verði óbreytt. Óskar F. Jónsson: Hinir koma ekki viö sögu. Neskaupstaður: Alþýðubandalag með meirihluta í 44 ár Þaö setur mikinn svip á bæjar- málapólitíkina í Neskaupstað aö Al- þýðubandalagiö hefur haft meiri- hluta í stjórn sveitarfélagsins frá ár- inu 1946. Níu bæjarfulltrúar skipa bæjarstjórn Neskaupstaðar. Alþýöu- bandalagiö hefur fimm þeirra, Sjálf- stæöiflokkur tvo, Framsókn einn og óháöir einn. Andstæöingar Alþýðubandalags- ins viröast ekki vera vongóðir um að meirihlutinn falli í kosningunum 26. þessa mánaöar. Það sem helst er nefnt gegn ráöandi meirihluta er að Alþýðubandalagið hafi komiö sínum mönnum í allar stöður - sem eitthvað kveður aö. Atvinnumálin eru ekki kosning- amál í Neskaupstað - ólíkt því sem er víða annars staöar. Atvinnumálin virðast vera í góöu lagi. Næg atvinna og frekar aö vanti fólk en hitt. Það veröa umhverflsmálin sem koma til meö að setja einna mestan svip á umræðuna fyrir kosningarnar. Þá deila minnihlutamenn á íjárhags- stöðu bæjarsjóös og segja að fariö hafi veriö of geyst. Eins og fyrr segir er Alþýöubanda- lagið eitt í meirihluta í bæjarstjórn Neskaupstaðar. Á kjörskrá eru 1.214. Karlar eru 621 ogkonur593. -sme Stella Steinþórsdóttir, Sjálfstæðisflokki: Það þarf nýjar atvinnugreinar „Við sjálfstæöismenn setjum at- vinnumálin númer eitt. Það þarf að auka fjölbreytni í atvinnulífinu - þannig að ekki byggist allt á flski,“ sagði Stella Steinþórsdóttir sem skip- ar efsta sæti framboðslista Sjálfstæð- isflokks. „Það þarf nýjar atvinnugreinar í viðskiptum og iðnaði. Góð atvinna er forsenda blómlegs bæjarfélags. Við leggjum áherslu á vatnsveitu- málin. Það þarf að afla meira vatns. í umhverfismálum er sitthvað ógert. Gatnagerð er ekki lokið hér í bænum. Eins þarf að rækta upp og snyrta innan bæjar sem utan. Það þarf að hressa upp á útlit bæjarins og þétta byggðina í gamla bænum. Holræsamálin eru í ólestri. Þá er sorpið eilífðarvandamál. Barnaskólinn er of lítill. Húsið var byggt 1931 og það liggur fyrir að það þarf að stækka hann. Viöbyggingin, sem byggð var á sínum tíma, dugar ekki lengur. Þá er félagsaðstaða fyrir unglinga í gamla gagnfræðaskólan- um ekki til framtíöar. Stóra málið er skuldastaða bæjar- sjóðs. Það er nauðsynlegt aö bæta þá stöðu. Samgöngumál eru mál málanna. Það þarf að gera ný jarðgöng. Sam- göngurnar ráða þróun byggðarinn- ar.“ -sme Stella Steinþórsdóttir skipar efsta sæti framboðslista Sjálfstæðis- flokks. Smári Geirsson skipar efsta sæti framboðslista Alþýðubandalags. Smári Geirsson, Alþýöubandalagi: Ótvíræð kosningabarátta „Kosningabaráttan hér er ótvíræð- ari en annars staöar. Alþýðubanda- lagiö hefur haft meirihluta frá árinu 1946. Það er kosið á milli okkar eða íhalds og Framsóknarflokks,“ sagði Smári Geirsson sem skipar efsta sæti á framboðslista Alþýðubanda- lags. „Við leggjum áherslu á uppbygg- ingu íþróttaaðstöðu. Bæði hvað varð- ar íþróttahús og skíðalandið í Odd- skarði. Þá þarf að halda áfram fram- kvæmdum við íbúöir fyrir aldraða. Það er mjög mikil þörf á endurbótum vatnsveitunnar. Þá þarf aö halda áfram þeim framkvæmdum og rekstri sem sveitarfélagið fæst við. Sveitarfélagið veitir mjög mikla þjónustu miðað við stærð þess. Við viljum gera Neskaupstað að skólabæ. En öll þau verk sem þarf að sinpa verða að miðast viö íjárhag bæjarins hverju sinni. Við skuldum of mikið án þess að staðan sé fjarri því að vera slæm. Við leggjum mikið upp úr því aö grundvöllur atvinnustarfsemi verði byggður upp félagslega. Samt viljum við að smærri fyrirtæki verði í eigu einstaklinga. Norðfirðingar búa við meira at- vinnuöryggi en gengur í sjávarpláss- um.“ Benedikt Sigurjónsson, Framsóknarflokki: Ekki mikið svigrúm „Fjárhagsstaða bæjarsjóðs er slæm og það er ekki mikið svigrúm til framkvæmda," sagði Benedikt Sigurjónsson sem skipar efsta sæti framboðslista Framsóknarflokks við bæjarstjórnarkosningarnar á Nes- kaupstað. „Við viljum að átaki í umhverfis- málum verði fylgt eftir. Ástand gatna er frumstætt og það vantar víða end- anlegan frágang. Það vantar til dæm- is víða að ganga frá gangstéttum og fleiru. Við höfum átt erfitt með vatnsöfl- un. Það þarf að finna endanlega lausn á því máli þannig að hér verði nægt vatn allan ársins hring. Húsnæðismál skólanna þarf að leysa - þá sérstaklega barnaskólans. Þá erum við illa sett í sorpmálum, eins og margir aðrir. Það þarf að finna lausn til framtíðar í þeim efn- um. Fjárhagsstaða og skuldir bæjar- sjóðs eru þannig að ekki er hægt að ráðast í íjárfrekar framkvæmdir. Þaö er nauðsynlegt að allir geri sér grein fyrir þeirri staðreynd," sagði Benedikt Sigurjónsson. -sme Benedikt Sigurjónsson skipar efsta sæti framboðslista Framsóknar- flokks. StjómmáJ KOSNINGAR 1990 Haukur L Hauksson og Sigurjón Egilsson NESKAUPSTAÐUR Úrslitin 1986. Framsóknarflokkur fékk 190 at- kvæði ög einn mann við kosning- arnar 1986. Hafði tvo áður. Sjálfstæð- isflokkur fékk 199 atkvæði og tvo menn. Hafði tvo áður. Alþýðubanda- lag fékk 524 atkvæði og fimm menn. Hafði fimm áður. Óháðir kjósendur fengu 142 atkvæði og einn mann. Þau buðu ekki fram 1982. Þessi voru kjörin í bæjarstjórn 1986. Gísli Sighvatsson frá Framsóknar- flokki. Stella Steinþórsdóttir og Elín- borg Eyþórsdóttir frá Sjálfstæðis- flokki. Frá Alþýbandalagi; Kristinn V. Jóhannsson, Sigrún Geirsdóttir, Smári Geirsson, Elma Guðmunds- dóttir og Þórður M. Þórðarson. At' H-lista var kjörin Brynja Garðars- dóttir. Framboðslisti Framsóknarflokks: 1. Benedikt Sigurjónsson umsjónarmaöur. 2. Þórarinn V. Guönason verkamaður. 3. María Kjartansdóttir húsmóðir. 4. SigrúnJúlíaGeirsdóttir bankastarfsmaöur. 5. GuðröðurHákonarson bifreiðastjóri. 6. MariaBjarnadóttirfóstra. 7. IngvarFreystemsson sjómaður. 8. SigríðurWiumhúsmóðir. 9. RagnaMargrét Bergþórsdóttir húsmóðir. 10. Anna Björnsdóttir verslunarmaður. 11. GuömundurSkúlason vélvirki. 12. Guðrún Ásgeirsdóttir húsmóðir. Framboðslisti Sjáifstæðisflokks: 1. Stella Steinþórsdóttir * verkakona. 2. MagnúsSigurðssonverktaki. 3. Magnús Daníel Brandsson fulltrúi. 4. Jón Kr. Ólafsson rafvirki. 5. Guðmundur H. Sigfússon tæknifræðingur. 6. Kristján J. Kristjánsson bankastarfsmaður. 7. PálmiÞórStefánsson tannlæknir. 8. Þórunn Halldórsdóttir fulltrúi. 9. TómasZoega rafvirkjameistari. 10. PéturG. Óskarsson húsasmíöameistari. 11. Helgi Magnússon vélvirki. 12. GuðríöurSigurðardóttir. Framboðslisti Alþýðubandalags: 1. Smári Geirsson kennari. 2. Guðmundur Bjarnason starfsmannastjóri. 3. Sigrún Geirsdóttir skrifstofustjóri. 4. Klara Sveinsdóttir verkamaður. 5. EinarMárSigurðarson kennari. 6. Magnús Jóhannsson verkamaður. 7. Guðmundur R. Gíslason nemL 8. KatrinJónsdóttirsjúkraliði. 9. Steinunn Aðalsteinsdóttir yfirkennarL 10. GuðjónB.Magnússon sjómaður. 11. JónaKatrínAradóttir húsmóðir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.