Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1990, Blaðsíða 10
10
MÁNUDAGUR 7. MAÍ 1990.
Utlönd
Mótmælin í Rúmeníu:
lliescu vill viðræður
miöborg Búkarest í hálfan mánuö til
aö krefjast afsagnar Iliescu. Líklegt
er að viðræðumar hefjist á morg-
un.
Mótmælendumir hafa haldið til á
Háskólatorginu og með blómum og
krossum hafa þeir minnst þeirra sem
féllu í uppreisninni í desember sl.
sem leiddi til falls einræðisherrans
Nicolae Ceausescu. Þeir líta á Iliescu
sem nýkommúnista og vilja hann
burt. Einnig fara mótmælendurnir
fram á það að öllum fyrrum embætt-
ismönnum kommúnista verði bann-
aö að gegna opinberu embætti í tíu
ár en einmitt þetta atriði kemur fram
í yfirlýsingu mótmælendahópa í
Timisoara þar sem uppreisnin í
Rúmeníu hófst.
Iliescu hefur sagt að Timisoara
yfirlýsingin sé ekki til umræðu né
heldur kosningalögin og hefur það
orðið til þess að mótmælendur velta
nú fyrir sér hvað IUescu vilji eigin-
lega ræða um.
Reuter
Ion Iliescu, forseti Rúmeníu til við leiðtoga mótmælendahópanna
bráðabirgða, hefur falhst á að tala sem staðið hafa fyrir mótmælum í
Rúmenskir mótmælendur hafa nú verið með mótmæli í miðborg Búkarest
í hálfan rnánuð. Simamynd Reuter
Réttarháls 2 s. 84008 & 84009 • Skipholt 35 s. 31055
Opiö virka daga frá kl. 8:00-19:00 Laugardaga frá 8:00-17:00
DÆMI: I
ST/ERÐ VERÐ
155SR12 2980,
145SR13 3280,-
155SR13 3350;
165SR13 3655,-
Um ein milljón rúmenskra Moldava fengu i gær tækifæri til að hitta ætt-
ingja sína í Sovétríkjunum í fyrsta skipti í 45 ár. Símamynd Reuter
Kærkomnir
endurfundir
Um ein milljón yfir sig ánægðra
rúmenskra Moldava streymdu til
Sovétríkjanna í gær til endurfunda
við sovéska Moldava sem þeir höfðu
ekki fengið að hitta í 45 ár. Af mann-
úðarástæðum höfðu Sovétmenn
samþykkt að opna átta landamæra-
stöðvar við landamærin í einn dag.
Um 300.000 Rúmenar munu hafa
farið yfir Leuseni brúna þennan dag
til að komast yfir til Moldavíu og
verða fagnað með kossum, faðmlög-
um og fögrum tárum en þúsundir
Moldava biðu hinum megin eftir að
sjá ættingja og vini. Sovéskir landa-
mæraverðir gáfust fljótlega upp á til-
raunum til að hafa hemil á straumn-
um.
Rúmenskur herforingi, sem var á
vakt við brúna, sagði Reuter að þang-
að til í desember hefði hann aldrei
geta sagt neinum frá því að hann
fæddist í sovésku Moldavíu vegna
þess að fyrrum einræðisherra Rúm-
eníu, Ceausescu, bannaði fólki með
tengsl við erlendar þjóðir að ganga í
herinn.
Reuter
Bretland:
Tveir þriðju vilja leiðtoga-
skipti hjá íhaldsflokknum
Meira en tveír þriðju Breta vilja tuttugu eða meira eins og_kannanir
að Margaret Tliatcher, forsætisráð- fyrir kosningar bentu til, í könnun-
herra og leiðtogi íhaldsflokksins, inni fékk Verkamannaflokkurinn
láti af leiðtogaembætti flokks síns stuðning alls 47 prósent aðspurðra
áður en boðað verður til næstu al- en íhaldsflokkurinn 34 prósent.
mennu þingkosninga, að því er Frjálslyndir demókratar hlutu alls
fram kom í nýrrí skoðanakönnun átta prósent.
sem birt var í The Mail í gær. Sex- íhaldsflokkurinn mátti sætta sig
tíu og fjögur prósent vildu að ráð- við mikinn ósigur í sveitarstjómar-
herrann léti af forystu í flokknum kosningunum á fimmtudag, tapaði
fyrir næstu kosningar en til þeirra rúmlega þrjú hundruð sætum en
verður að boða eigi síðar en um Verkamannaflokkurinn bætti við
mitt ár 1992. sig rúmlega fiögur hundruð sæt-
í könnuninni kom einnig fram um. Það var þó töluvert minna en
að forskot stærsta stjórnarand- spáð haföi verið og er það nokkur
stöðuflokksins, Verkamanna- léttir fyrir ríkisstjórn Thatchers.
flokksins, hefur minnkað og nemur Heutcr
nú þrettán prósentustigum í stað
Botha rís gegn umbótum
Fyrrum forseti Suður-Afríku, P.W.
Botha, sagði í gær að hann hefði sagt
sig úr Þjóðarflokknum, stjórnar-
flokki Suður-Afríku, í mótmæla-
skyni við umbætur þær sem flokks-
forystan íhugar á kynþáttaaðskiln-
aðarstefnu stjórnvalda. í viðtali við
Rapport-dagblaðið kvaðst Botha ekki
geta haldið aðild að þeim flokki sem
hann hefði verið í forsvari fyrir í
rúman áratug því að arftaki hans,
de Klerk forseti, hefði „snúið baki
við hvítum“. Hvítir eru í miklum
minnihluta í Suður-Afríku en hafa
þó haft alla pólitíska sem og efna-
hagslega stjórn á hendi í áratugi.
Botha, sem hefur verið félagi í Þjóð-
arflokknum í flmmtíu ár, vildi ekki
segja til um hvort hann hygðist
ganga til liðs við íhaldsflokkinn en
sá flokkur styður kynþáttaaðskilnað.
Aðskilnaður kynþátta hefur verið
hornsteinninn að innanríkisstefnu
stjórnar hvíta minnihlutans í Suð-
ur-Afríku frá árinu 1948. Blökku-
menn hafa aldrei haft fulltrúa í
stjóm. Hinn nýi forseti, de Klerk,
P.W. Botha, fyrrum forseti Suður-
Afriku.
hefur haflð umbótaherferð sem miö-
ar að því aö auka aöild blökkumanna
að stjórn landsins.
Fréttaskýrendur telja ekki að úr-
sögn Botha hafl mikil áhrif innan
Þjóðarflokksins. Þeir segja að skoð-
anir hans hafi ekki teljandi stuðning
innanflokksins. Reuter