Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1990, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1990, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 7. MAÍ 1990. 7 Fréttir Sérfræðingar OECD: Fjármagnsmarkaður verði einkavæddur - 65 prósent hans eru ríkisrekin Eitt af þeim atriðum sem sérfræð- ingar Efnahags- og framfarastofnun- arinnar í París (OECD) hafa bent á í mörgum undanförnum skýrslum sínum um ísland og hamra enn á í nýrri skýrslu er óeðlileg afskipti rík- isvaldsins af fjármagnsmarkaðinum. Ríkisafskipti af dreifmgu flármagns koma í veg fyrir hagkvæmni, hamla þróun bankamála og draga úr vexti framleiðslugetunnar að mati sér- fræðinga OECD. Ef hlutur ríkisins í fjármagns- markaðinum er skoðaður kemur í ljós að í gegnum ríkisbankana tvo og fjölda sjóða í eigu ríkisins renna um 65 prósent af útlánum banka- kerfisins. Það er nálægt 260 miiljörð- um króna sem þannig er stýrt í gegn- um fjárfestingarlánasjóöi einstakra atvinnuvega, byggðasjóði, húsnæðis- sjóöina og ríkisbankana þar sem pólitískt valdir menn sitja við stjóm- völinn. Um 20 prósent af fjármagns- markaðinum er síðan stjórnað af aðilum vinnumarkaðarins í gegnum lífeyrissjóðina. Aöeins 15 prósent, eða um 65 milljarðar af fjármagns- markaðinum, eru síðan í höndum hlutafélaga; viðskiptabanka, verð- bréfasjóða, kaupleiga og trygginga- félaga. Það er því engin furða þótt sérfræð- ingar OECD leggi áherslu á að mikið verk sé enn eftir við að frelsa fjár- magnsmarkaðinn þrátt fyrir að þeir bendi á að viss árangur hafi náðst á níunda áratugnum. í skýrslu þeirra segir: „Það er mikilvægt að ljúka endur- bótum á fjármagnsmarkaöinum með því að draga enn frekar úr áhrifum ríkisins í banka- og fjárfestingarlána- kerfinu. Stuðla þarf að aukinni einkavæðingu í bankakerfinu og kanna þarf hagkvæmni fjárfesting- arlánasjóðanna. Eins og bent hefur verið á koma þessir þættir í veg fyrir hagkvæma dreifingu fjármagns, þró- un bankamála og vöxt framleíðsl- unnar.“ -gse Hverjir stjóma lánamarkaðnum Sigurður Símonarson, bæjarstjóri á Egilsstöðum, flytur ræðu á almennum borgarafundi. DV-mynd Sigrún Egilsstaðir: Sorpeyðing vandamál Sigrún Björgvinsdóttir, DV, Egiisstööum: Á almennum borgarafundi á Egils- stöðum nýverið kom fram gagnrýni á sorpeyðingarmál. Sorpi er nú brennt um tvo km frá bænum og leggur reykinn frá brennslunni yfir næstu sveitabæi. Á sl. ári fóru fram viðræður við nokkur sveitarfélög á Mið-Austur- landi um sameiginlega sorpeyðingu. Sú hugmynd varð að engu og nú leit- ar Egilsstaðabær að heppilegum stað til aö urða sorp. Á fundinum kom fram í máh bæjarstjóra, Sigurðar Símonarsonar, að lögð yrði áhersla á að flýta lausn þessa máls og þar sem núverandi sorpeyðing ylli óþæg- indum í nágrenninu myndi verða gripið til þess ráðs að urða sorpið. Egilsstaöir: 23 milUónir til æsku- lýðs- og íþróttamála Sigrtin Björgviiisdóttir, DV, Egilsstööum; Fjárhagsáætlun Egilsstaðabæjar var kynnt á almennum borgarafundi 24. apríl sl. Niðurstöðutölur eru tæpar 170 millj. Af einstökum verkefnum fá æsku- lýðs- og íþróttamálin stærstan skerf, eða tæpar 23 mihj. Þar af eru um 13 mihj. til sundlaugar, en bygging 25 m útisundlaugar mun hefjast á þessu ári. Annar stór póstur er viðhald og nýbygging gatna. Til þess verkefnis eru ætlaðar 12-13 millj. kr. og verða m.a. byggðar tvær nýjar íbúðagötur austan Arskóga, Hléskógar og Rana- vað út við Eyvindará. Þetta er veru- lega meira fé en varið hefur veriö til gatnagerðar undanfarin ár. Nefndu það, við eigum þaó á besta verði í bænum Stafrænir multi-mælar i miklu úrvali. Verð frá kr. 2.960,- ' með visi. 1.575,- 500 watta flóðljós. Verð kr. 2.490,- AVO mælar Verð fra kr. 12 V diskótekaraljós eða lesljós i bilinn, bátinn eða á nátt- borðið I sumarhúsinu. Verð kr. 565,- Þennan þekkja allir. Frá- bæri Quick Shot turbo stýripinninn. Verð kr. 1.980,- Hreinsispólur fyrir video. Verð kr. 505,- 12 V fluorsentljós i miklu úrvali í sumarbústað- inn, bilinn, bátinn og jafnvel tjaldið. Ekki verra? . . . Verð frá kr. 1.505,- Mic-standar á borð, gólf, veggi og allt. Verð frá kr. 625,- Hljóðnemar fyrir áhugamenn sem atvinnumenn. Úrvalið er ekki hægt að tíunda hér i þess- um litla reit. Komdu og skoð- aðu. Verð frá kr. 1.050,-. Hlægilegt en satt. Hreinsitæki fyrir geislaplötur. Handdrif- ið. Verð kr. 1.160,-. Rafdrifið. Verð kr. 4.015,- TV snúrur, video og audio snúrur i úrvali. Verö frá kr. 180,- Gitarsnúrur og effektasnúrur. Verð frá kr. 250,-. f\dOlO Ármúla 38, símar 31133 og 83177, Mikið úrval af allavega spennugjöfum. Verð frá kr. 1.165,- Hreinsispray, frystispray, silikonspray o.fl. o.fl. Verð frá kr. 295,- «lb Mk ,C', Loftnetsmagnarar fyrir rás eitt og stöð tvö. Verð frá kr. 2.450,- Vorið er komið og börnin sofa úti. Barnapian vinsæla tilbúin til að passa. Verð kr. 1.570,- Flnn stýripinni á finu verði. Verð kr. 2.970,- Flassperur i mörgum litum. Verð kr. 1.685,- Gitarstillir fyrir kassa- og rafgítara. Verð kr. 3.625,- Mic-mixer, tekur fjóra mica og mixar á eina rás. Verð kr. 2.810,- «9^ Útrúlcga mikið úrval af heyrnartólum. Verð frá kr. 300,- og upp úr. Landsins mesta úrval af Ijósasjóvum og Ijósamix- erum. Verðfrá kr. 4.355,- Átta rása hörkumixer, notaður af þeim sem gera kröfur um gæði. Verð kr„ já, ótrúlegt, 32.258,- bæði fyrir diskótek og heimili. Verð frá kr. 4.545,- Heyrnartólstapp- ar með hreint svakalegu sándi. Verðfrá kr. 355,- Hleðslutæki fyrir allar rafhlöður. Verð kr. 1.060,-. Hleðslurafhlöður. Verð frá kr. 230,- Breyttu vasadiskóinu eða ferðaspil anum i finustu græjur með þe: hátalarapari. Innbyggður magni Verð kr. 1.930,- Smáborvél kr. 1.175,- Prufujárn kr. 110, Skótöng kr. 2.145,- Lóðstöð kr. 11.550,- Lóðbolti kr. 625,- Hjálparhönd kr. 1.115,- TV loftnet á bila kr. 1.980,- CO rekki kr. 860,- CD veski kr. 670,- Standborvél kr. 16.125,- Ótrúlegt úrval af sjónvarps . audio-, video- og tölvutengjum. Einnig breytistykkjum alls konar á hlægllegu verði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.