Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1990, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1990, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 1990. Fréttir Jarðgöng á Vestfjörðum fjármögnuð með lánum - ólíklegt að nokkuð verði úr gjaldtöku af Vestfirðingum Á síöustu dögum Alþingis var sam- þykkt þingsályktunartillaga sem heimilaði það að ráðist verði í jarð- gangagerð á Vestfjörðum. Með jarðgöngunum þar á aö tengja saman Skutulsíjörð, Súgandafjörð og Önundarijörð. Ekki hefur enn verið ákveðið hvemig þessi jarðgöng verða en tveir möguleikar eru taldir fyrir hendi: Annars vegar að hafa gatna- mót og því nokkurs konar T-göng. Hins vegar er rætt um að gera tvö göng: Á milli Skutulsfjarðar og Súg- andafjarðar og Súgandafjarðar og Önundarfjarðar. í heildina gætu þessi jarðgöng orðið 9 til 12 km. Til samanburðar má nefna að jarðgöng- in í Ólafsfjarðarmúla eru um 3 km. Tahð er að þessi göng kosti hátt í þrjá milljarða króna. Er ætlunin að framkvæmdir við þau hefjist þegar á næsta ári og á þeim að verða lokið á fjórum til fimm árum. Jarðgöngin yrðu þá þremur til fjórum árum fyrr á ferðinni en ef miöað er viö vega- áætlun. Er hugsanlegt að göngin yrðu komin í notkun árið 1995 í stað 1999. „Verði verkið látið ganga hraðar fyrir sig verðum við að brúa bihð með lántökum sem síðan myndu greiðast eftir því sem tekjur kæmu inn af vegafé,“ sagöi Steingrímur J. Sigfússon samgönguráðherra í sam- tali við DV í janúar. Fyrst í stað ræddi ráðherra um að taka sérstakan skatt af Vestfirðingum í formi bens- ínskatts en þær hugmyndir eru nú fyrir bí. Að sögn Ólafs Þ. Þórðarsonar, fjár- veitinganefndarmanns og þing- manns Vestfirðinga, þá er gert ráð fyrir að tekin verði lán fyrir fram- kvæmdunum. Hann sagðist ekki eiga von á því að útboð á þessu verki fari fram fyrr en eftir næstu áramót. Ólafur sagði reyndar að með þessu verkefni væri vegagerð íslendinga að komast á nýtt stig sem mætti líkja við það þegar farið var að brúa ár landsins. Snæbjörn Jónasson vegamálastjóri sagði að Vegagerðin hefði um 58 milljónir króna til þess að ráðstafa vegna þessa verkefnis. Þeir peningar færu í undirbúning svo sem lagning vegslóða að mununum og undirbún- ingsþeirrasvæða. -SMJ Kona á sjötugsaldri dæmd 1 Hæstarétti: Hafði tvær íbúðir og milljón af gamalmenni - var dæmd 1 Qögurra mánaöa fangelsi, skilorðsbundið Hæstiréttur hefur dæmt konu á sjötugsaldri í fjögurra mánaöa fang- elsi - skhorðsbundið th tveggja ára. Konan var dæmd fyrir að hafa nýtt sér elhsljóleika, einmanaleika og ósjálfstæði gamals manns. Konan fékk manninn til að selja sér tvær íbúöir og færa af bankareikningum sínum og mágkonu sinnar, sem bú- sett er í Bandaríkjunum, um eina mhljón króna. Peningamir voru færðir yfir á bankareikninga sem konan hafði stofnað th á eigin nafni í sömu bankaútibúum og maðurinn var með sína reikninga. íbúðimar eru í sama húsi. Konan keypti aðra íbúðina og dótturdóttir hennar hina. Verð og greiðslukjör þóttu vera langt frá því sem gerist í fasteignaviðskiptum. Auk þess komu engar greiöslur fyrir - þrátt fyrir óvenjugóð greiðslukjör. Þá fékk kon- an gamla manninn th aö breyta erfðaskrá sinni henni th hagsbóta. Áht sérfræöinga var á þá leið að andlegt ástand gamla mannsins hefði verið þannig að hann hefði ekki getað gert sér grein fyrir þýðingu þess sem hann gerði þegar hann seldi íbúðirn- ar, færði peninga mhh bankareikn- inga og breytti erfðaskránni. Konan og maðurinn kynntust snemma á fjóröa áratug aldarinnar. Maðurinn giftist móður konunnar 1933. Þau skhdu 1947. Eftir skilnað- inn voru engin samskipti mhh kon- unnar og mannsins í nær fjörutíu ár. Gamh maöurinn hafði gifst aftur en hafði verið ekkjumaður i um áratug þegar hann kynntist konunni á ný. Konan hefur haldið því fram að gamh maöurinn hafi viljaö selja henni íbúðirnar, gefa sér peningana og breyta erfðaskránni. Dómstólar hafa ekki falhst á framburð konunn- ar. Höfðaö var mál gegn konunni fyrir bæjarþingi Reykjavíkur. Þar komst dómari að þeirri niðurstöðu að báðir kaupsamningamir skyldu gerðir óghdir og afmáðir úr veðmálabók- um. Erfðaskráin var einnig óghd. Þá var konunni gert að endurgreiða 920.795 krónur - en það er sama fjár- hæð og var færð milli bankareikn- inga. Þá var staðfest löghald sem gert var í íbúð konunnar. Konan áfrýjaði dómi bæjarþings til Hæsta- réttar. Hæstirétttur á eftir að dæma í skaðabótamálinu. Konan hefur þurft að greiða um eina milljón í málskostnað vegna vegna þessara mála. Hæstaréttardóminn kváðu upp hæstaréttardómaramir Guðmundur Jónsson, Benedikt Blöndal, Bjarni K. Bjarnason, Haraldur Henrysson og Gunnar M. Guðmundsson. -sme DV Bergur Guðnason héraðsdómslögmaður: Sagði sig fra Hafskipsmálinu „Ég var skikkaöur af Hæstarétti dóms. th að sitja undir öllu raghnu í fimm , .Þáttur Áma snertir aðeins htinn vikur. Eg gat ekki hugsað mér það hluta alls málsíns. Ég bauð að full- mín vegna og ekki síður vegna trúi minn sæti 1 minn stað. Því var míns skjólstæöings. Hann átti á líka synjað. Þá bauð ég saksóknara hættu að þurfa að greiða mér fimm að falla frá ákæru á hendur Áma vikna laun samkvæmt lögmanna- Árnasyni. Hann neitaði því. Það taxta viö að sitja og hlusta á þetta. varð úr aö Jón Magnússon tók við Þar fyrir utan verður skjólstæðing- sem verjandi Áma. Það fer vel þar urinn, Árni Árnason, sýknaður," sem skjólstæðingur Jóns, Ragnar sagði Bergur Guönason héraðs- Kjartansson, er ákærður í sama dómslögmaður. kafla og Ámi. Jón er því vel inni í Bergur óskaöí þess við sakadóm máhnu og á auðvelt með að bæta að hann þyrfti ekki að sitja og Árna við. Árni er ákærður vegna hlusta á ahan málflutning í Haf- greiðslu frá Hafskip til reykvískrar skipsmáhnu. Sakadómur hafnaði endurtryggingar. Hann veröur óskBergs. ViðsvobúiðvisaðiBerg- sýknaður,“ sagöi Bergur Guðna- ur úrskurðinum til Hæstaréttar. son. Þarvartekiðundirákvörðunsaka- -sme Vorið virðist loksins komið eftir langan og strangan vetur. Börnin finna það á sér og leika sér úti langt fram á kvöld. Þessa knáu Reykjavikurpilta hitti Ijósmyndari DV þar sem þeir tókust á um amerískan fótbolta. DV-mynd GVA í dag mælir Dagfari Kólumbus kominn af þjófum Faöir Kólumbusar: Stal frá páfaiwm l-aðir Kólumbusar var norskur og sór sig í ættlr víkinga ef marka má heimlldir sem hafð- ar eru úr Vatikaninu. Hann er sagður fiedd- ur i Nordfjord og hafi á leið frá Bergen tii Ge- núa stungið undan fjár- sjóði katólsku kirkj- unnar sem honum hafði verið trúað fyrir. Þá (ylgir sögunni að Kólumbus hafi siðar gengið á lund páfa til skrifta. endurgreitt það fé sem faðir hans hafði stol- ið til þess að kaupa sálu föður síns fyrirgefningu og sálarheill. Samkvæmt sömu heimildum er stað- fest að Kólumbus hafi komið til (slands. Þar skyldi þó ekki vera kom- inn skýringin á fullvissu Kólumtiusar á að land vaeri að finna handa Atl- antsála. Málefnl Lelfa heppna og Kolumbusar inn a borð ríkUstjómar í fyllingu tímans. — Sjá nánar á bls. 3. Joöoe 1000 ára íundi Ameríku faanab:. Leifur-heppni og Kolumbus \voru báðir synirNorðmanna1 B ... . i. .nnnr Norðmanns. Sá á að þjóðir minningu " . ... i u. jonur Norðmanns. Sá á að Leifs Eirikssonar á Noregi með vtðkutnu a ....-Aft Irá Beráen og flust Alþýðublaðið hefur fengið and- litslyftingu og henni fylgir að blað- hausinn er orðinn helblár, en var svartur áður. Þetta þóttu fim mikil og ritstjórinn var kallaður th við- tals á útvarpsstöðvum út af þessum ósköpum. Tíminn sá sér ekki fært að sitja hjá viö þessa merku um- ræöu og bætti raunar um betur og upplýsti að eftir að hausinn blánaöi birtist aðeins hálfur leiðari í Al- þýðublaðinu. Morgunblaðið brá þá við og endurbirti Tímagreinina í Staksteinum svona til aö sitja ekki af sér umræðuna um hinn nýja lit kratablaðsins. í kjölfar alls þessa var svo komin rauð lína undir hausinn bláa í Alþýðublaðinu í gær svona til að lofa lesendum að sjá svolítið rautt. Dagfari lætur litabreytingar Al- þýðublaðsins sig engu varða en hefur hins vegar veitt athygli ný- stárlegum fréttum í blaðinu undan- fama daga. Þetta byijaöi í fyrradag þegar blaðið bláa sló því upp á for- síöu að Leifur heppni og Kólumbus hefðu báðir verið synir Norð- manna. Segir þar..aö Kolumbus var samkvæmt heimhdum blaðsins sonur Norðmanns.“ Ekki er farið nánar út í það hvemig blaðinu tókst að verða sér úti um þessar upplýsingar um faðemi Kólumbus- ar, enda góð regla fjölmiðla að halda nöfnum heimildarmanna leyndum þegar um viðkvæm mál er aö ræða. Hins vegar kemur fram að rómanskar þjóðir hafi í hyggju að fagna því árið 1992 að 500 ár eru liðin frá því Kólumbus fann Amer- íku. Norðmenn og íslendingar æth hins vegar að efna th hátíðahalda á sama tíma th að minnast þess að þá eru 1000 ár liðin frá því Leifur heppni fann Ameríku. Þá kemur fram í frétt blaðsins að Suöur- Evrópuþjóðir hyggist sigla eftirlík- ingum af skipum Kólumbusar frá Spáni til Ameríku. Málið sé afar viðkvæmt „diplómatískf' séð. Norömenn og íslendingar ætli ekki aö sitja þegjandi hjá ef hinir æth að flagga Kólumbusi. í gær var síðan ný frétt um málið og greinilegt að hið bláa Alþýðu- blaö kafar djúpt í rannsóknar- blaðamennskunni. Þá er Kólumbus enn á forsíðu eða öllu heldur faðir hans. Nú hefur blaöið leitað th Vatíkansins varöandi upplýsingar. um Kólumbus og hans hyski. Ekki var komið að tómum kofunum hjá talsmönnum páfagarðs. Þeir full- yrða við Alþýðublaðið að faðir Kól- umbusar hafi verið rummungs- þjófur. Sá hafði tekið að sér að flytja fjársjóði fyrir katólsku kirkj- una frá Bergen th Genúa en gert sér htið fyrir og stungið af með sjóðinn. Hins vegar hafi Kólumbus reynt að bæta fyrir syndir karlsins með því að skrifta fyrir páfa og endurgreiða þaö fé sem faðir hans stal frá páfanum. Það er því ekki nóg með aö Alþýðublaðið komi með nýjar upplýsingar í faðemismáli heldur gerir þaö sér htið fyrir og upplýsir um þjófnaö sem á að hafa verið framinn fyrir liðlega 500 árum. Betra er seint en aldrei og þessar upplýsingar koma fram á hárréttu augnabliki diplómatískt séð. Fastlega má reikna með aö Alþýðublaðið hafi umtalsverða út- breiðslu í Suöur-Evrópu og þar munu þessar upplýsingar að sjálf- sögðu valda miklu fjaðrafoki. Það er ekki vetjandi fyrir þessar þjóðir að hampa lengur manni sem var sonur stórþjófs úr Noregi sem stal frá sjálfum páfanum. Haldi þessar þjóöir áfram þeirri firru aö ætla að efna til hátíðahalda í Ameríku til minningar um Kólumbus þá verð- ur Alþýðublaðinu að mæta. Eflaust eiga þeir sitt hvað miður fagurt um móður Kólumbusar þarna á blaö- inu og tilbúnir aö láta það flakka ef þurfa þykir. Þegar stórmál sem þessi era ann- ars vegar skiptir auðvitað engu hvort þau eru birt undir bláum haus eða ekki. Og það er líka létt- vægt þó ritstjórinn skrifl bara hálf- an leiðara. Tími hans hlýtur að fara að mestu í rannsóknir á glæpaferli forfeðra Kólumbusar. Hins vegar fylgir sá böggull skammrifi að Spánverjar eða aðrir þarna suður frá eru vísir til að svara fyrir sig með því að grafa upp eitthvað sóða- legt um Leif heppna og hans fjöl- skyldu og láti vaða. Kann svo að fara aö Alþýðublaöið í nýjum bún- ingi verði þess valdandi aö meiri- háttar átök verði milli íslendinga og Spánverja því hinir síðarnefndu taka aö sjálfsögöu nótís af því að hér er um málgagn utanríkisráð- herra að ræöa. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.