Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1990, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1990, Blaðsíða 16
16 íþróttir Cr h5nttnrcí EnT nctriiiii Akvörðun Asgeirs Sigurvinssonar stendur Krisíján Bemburg, DV, Belgíu; lenska Zico“ og honum líkt vað brasilíska töframenn í knattspyrn- Frá því Ásgeir Sigurvinsson lék unni. meö Standard Liege í belgísku Þá er sagt að Willi Entenmann, knattspyrnunni á árunum 1973- yarþjálfariStuttgart.hafitalaðfyr- 1981 hafa belgísku dagblöðin jaíhan ir daufum eyrum þegar hann hafi fylgst með honura og birt greinar reynt að fá Ásgeir til aö skipta um um gengi hans í vestur-þýsku skoöun og leika áfram með félag- knattspymunni. inu. Haft er eftir Ásgeiri: „Stjóm Het Nieuwsblad, eitt stœrsta dag- Stuttgart hefði átt að hugsa út í það blað landsins, fjailaði í gær um fyrr að reyna að fá mig til að vera Ásgeirááberandistaðítilefhiþess lengur. Nú er það of seint, ég er að hann hyggst leggja skóna á hill- búinn að taka ákvörðun. Ég er orð- una eftir leík Stuttgart gegn Homb- inn þreyttur á knattspymunni og urg á laugardaginn. Þar er einu ætla að snúa mér að þeim hlutum sinni sem oftar talað um „hinn ís- sem ég hyggst fást við í framtíðinni. Sportstúfar síðastliðnum, hefur tekið sæti í nýrri stjóm 1 Brasílíu. Zico, sem heitir réttu nafni Arlhur Antunes Coimbra, er orðinn íþróttamála- ráðherra landsins. Zico lék kveðju- leik sinn með félagi sínu, Fiamen- co, og voru um 95 þúsund áhorfend- ur mættir á leikvanginn til að kveðja átrúnaöargoð sitt. Zico lék 1047 knattspyrnuleiki á sínum ferli, þar af í fjögur ár meö ítalska liöinu Udinese. Golfmót á Hellu á sunnudaginn Golfklúbburinn á Hellu stendur fyrir goifmóti á sunnudaginn kemur á ' Jaðarsvellinum. Ræst verður út frá klukkan átta um morguninn. Skráning keppcnda fer fram á föstudag og laugardag í goif- skála félagsins. Þrír austur-þýskir landsliðs- menn í knattspymu hafa í þessari viku gengið frá samningum við úrvalsdeildarfélög í Vestur-Þýska- landi. Hamburger SV hefur keypt Thomas Doll og Frank Rohde frá FC Berlin fyrir samtals 2,5 milljón- ir marka eða um 90 milljónir ís- lenskra króna. Austur-þýska félag- ið fær síðan ágóðahlut ef Hamburg- er selur leikmennina síöar. Þá hef- ur Bayer Leverkusen keypt Ulf Kirsten frá Dynamo Dresden fyrir um 125 milljónir króna en áður hafði Leverkusen krækt f Andreas Thom frá FC Berlin sem þá hét Dynamo Berlin. Knattspyrnustjan iþróttamálaráöhí jarnan íerra Hinn heimsþekkti knattspyrnu- maöur, Brasibumaðurinn Zico, sem lagði skóna á hilluna í febrúar Stofna stuðningsmannaklúbb Ákveðiö hefur verið að stofna stuðningsmannaklúbb íslensku landslið- anna í handknattleik. Aö stoftiuninni standa nokkrir „Tékkóslóvakiufar- ar“ með stuðningi frá HSÍ. á laugardaginn kemur, 12. maí, kl. 17. A fundinum verður rætt um tilurð og tftgang klúbbsins. Fulltrúar HSÍ og íslensku landshðanna flytja ávarp og væntanlegir klúbbfélagar verða skráðir auk hefðbundinna fundar- starfa. Allir handknattleiksaðdáendur eru hvattir til þess að mæta á fúnd- inn og kynna sér yæntanlegan stuöningsmannakiúbb. _ Iðr voru heldur betur sígursælir á islands- móti lögregluliða i "innanhússknattspyrnu sem lauk á dögunum. Lið þeirra félaga er lögreglulið Gullbringusýslu og sigraói liðið með yfirburð- um í öllum 9 leikjum sínum á mótinu. Markatalan var 58-9. Liðið skipa þekktir íþróttamenn, talið frá vinstri i aftari röð; Karl Hermannsson, Gunnar Schram, Guðmundur Sighvatsson, Arnar Daníelsson, og Ellert Magnússon. Fremri röð frá vlnsfri: Einar Ásbjörn Ólafsson, Hjálmar Hallgrímsson, sem kosfnn var maður mótsins, Hjörtur Daviðsson fyrir- liðl og Gunnar Björnsson. DV-mynd Ægir Már Kárason ÍBR _____________________________ KRR REYKJAVÍKURMÓT MEISTARAFLOKKUR KARLA Úrslitaleikur KR-FRAM kl. 20.30 Á GERVIGRASINU í LAUGARDAL Miðaverð: Fullorðnir kr. 550, börn kr. 200. jT FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 1990. DV Amór bestur í Gautaborg, segja belgísku blöðin „Itölsk lið hi mikinn áhuc - á Amóri Guðjohnsen, segir dagblaðið Het Laas • Arnór Guðjohnsen snýr á leikmann Sampdoria í eitt skiptið af mörgum i Gau Kristján Bemburg, DV, Belgiu: Dagblöðin í Belgíu vqto á einu máli um það í morgun að Amór Guðjohnsen hefði verið besti leikmaður Anderlecht er liðið tapaði, 2-0, fyrir Sampdoria í úrslitaleik Evrópukeppni bikarhafa í Gautaborg í gærkvöldi og missti þár meö þriðja og síðasta tækifærið á keppnistímabilinu til að hampa bikar. Het Laaste Nieuws, Gazet Van Ant- werpen og Het Nieuwsblad völdu öll Amór mann leiksins hjá Anderlecht og Het Laaste Nieuws sagði um hann: „Ar- nór Guðjohnsen var án efa besti leik- maður Anderlecht, sóknaflega séð, og eina leið ítalanna til að stöðva hann var að brjóta á honum og fyrir það fengu þeir tvö gul spjöld. Hann kunni greini- lega vel við að leika aftur á miðjunni, keyrði vel upp kantana en fyrir því lágu ákveðnar ástæður. ítölsk lið munu hafa mikinn áhuga á að ná í kappann. En hann náði þó ekki að skapa sér neitt verulega hættulegt marktækifæri.“ Þetta var óhappa- dagur, segir Arnór Amór sagði í viðtali við sama blað: „Ég hefði getað orðið fyrsti íslenski leik- maðurinn til að vinna Evrópubikarinn. Þar sem það tókst ekki finnst mér þetta hafa verið óhappadagur.“ Þess má geta að Amór og Georges Grún fyrirliði voru valdir til að gangast undir lyfiapróf eft- ir leikinn. í fyrirsögn í Het Volk í morgun mátti lesa: „Síðasti leikur hjá Guðjohnsen og Jankovic," en blaðið sagði ekkert frekar um hvert þeir fara. Aad de Mos gerði í útvarpsviðtali í morgun þá undantekningu frá vinnu- reglu sinni að hann hælir einum leik- manni Anderlecht, Amóri Guðjohnsen. „Arnór lék geysilega vel í Gautaborg,“ sagði þjálfarinn. Forseti Anderlecht er ekki heldur vanur að nefna einstaka leikmenn en í Het Nieuwsblad er haft eftir honum: „Amór lék af fingrum fram.“ * Reynir Anderlecht að halda í Arnór? Eftir þessa frammistöðu Arnórs í gær- kvöldi er erfitt að ímynda sér annað en Anderlecht reyni af öllum mætti að halda honum. Fyrr í vetur sagði Arnór að hann væri tilbúinn að gera fimm ára samning við félagið en það er ljóst að Amór hefur farið fram á mun hærri laun en Anderlecht er reiðubúið til að borga. Forseti félagsins sagði í sjón- varpsviðtali í gærkvöldi að hann hefði sett hámark í launagreiðslum sem ekki Arnór var mjög góður - er Sampdoria vann Anderiecht, 2-0 Italska felagið Sampdoria varö í gær Evrópumeistari bikarhafa í knattspymu þegar liðiö sigraði belg- íska liðið Anderlecht í úrslitaleik á Ullevi leikvangnum í Gautaborg með tveimur mörkum gegn engu. Staðan eftir venjulegan leiktíma var, 0-0, og þurfti aö framlengja leikinn um tvisvar sinnum 15 mínútur og það nægði ítölunum til aö skora tvö mörk. Gianluca Vialli var hetja liðs Sampdoria, þessi marksækni ítalski landsliðsmaður, skoraði bæöi mörk Sampdoria. Það fyrra undir lok fyrri hálfleiks framlengingarinnar og það síðara á 2. mínútu síðari hálfleiks framlengarinnar og skoraði hann samtals sjö mörk í keppninni. Liö Sampdoria var allan tímann mun sterkari aðilinn í leiknum og björg- uðu leikmenn Anderlecht ekki ósjaldan á síðustu stundu. Arnór yf Irburðamaður hjá Anderlecht Amór Guðjohnsen var langbesti leikmaöur Anderlecht í leiknum og í fyrri hálfleik var hann einn besti maður vallarins. Þurftu leikmenn Sampdoria að beita öllum brögðum til að stöðva hann og fengu tveir þeirra að líta á gula spjaldið eftir gróf brot á Amóri í fyrri hálfleik. í síðari háfleik bar ekki eins mikið á Arnóri enda hugsuðu leikmenn And- erlecht fyrst og fremst um varnar- leikinn og reyndi liðið lítið að sækja. Amór átti þó eitt besta tækifæri liðs- ins í síðari hálfleik þegar hann skaut föstu skoti með vinstra fæti að marki Sampdoria en markvörður ítalanna varði vel. Kveðjuleikur hjá Arnóri um helgina Það er Ijóst að Arnór Guðjohnsen leikur sinn síðasta leik með liði And- erlecht um næstu helgi þegar félagið leikur síðasta leikinn í belgisku 1. deildinni. Arnór hefur leikið með Anderlecht viö góðan orðstír í sjö ár og vill nú breyta til. Amór hefur þegar fengið tilboð frá vestur-þýska liðinu Núrnberg, en þar er Ari Haan við stjórnvölinn, og einnig hafa fleiri lið veriö nefnd svo sem skoska liðið Glasgow Rangers og vestur-þýska liðið Köln hefur sýnt honum áhuga lengi. -GH • Gianluca Vialli hampar Evrópubikarnum i úrslitaleiknum gegn Anderlecht í gærkvöldi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.