Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1990, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1990, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 1990. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (91 >27022 - FAX: (91 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Glerþak á Laugavegi Einkaaðilar munu í sumar byrja að reisa glerþak yfir stutta kafla Laugavegar. Það er félag, sem heitir Gamli miðbærinn, er borgar þetta og hyggst ná pening- unum til baka með auglýsingum. í félaginu eru einkum miðbæjarkaupmenn, sem reyna að verjast Kringlunni. Hér í leiðurum DV hefur árum saman verið hvatt til, að Laugavegurinn yrði yfirbyggður, svo að fólk geti rekið erindi sín og verzlað án tillits til skapferlis veður- guðanna. Nú er loksins hafin tilraun til að framkvæma þetta sjálfsagða framfaramál í borgarskipulaginu. Athyglisvert er, að það er ekki borgin sjálf, sem hefur frumkvæði í málinu. Það er líka athyglisvert, að það er ekki heldur neitt baráttumál þeirra, sem vilja mynda nýjan meirihluta í borgarstjórn. Það eru aðilar utan stjórnmála, sem taka af skarið og fjármagna dæmið. Aðstandendur glerþakanna segja, að þeir geti yfir- byggt allan Laugaveginn á þremur árum, ef tilraunin tekst næsta vetur og vel gengur að ná peningum. Þeir vilja þó af eðlilegum ástæðum, að borgin taki við verk- efninu, þegar þeir hafa hrundið því á flot. í borgarskipulagi og byggðaskipulagi á íslandi hefur aldrei verið tekið tillit til erfiðs og breytilegs veðurfars. Samt er auðvelt að sjá, að íslendingar kjósa að þurfa ekki að fara út undir bert loft, ef eitthvað er að veðri. Þetta sýnir velgengni Kringlunnar meðal annars. Þar hefur verið búin til göngugata á tveimur hæðum. Þar getur fólk rölt um í rólegheitum án þess að þurfa að vefja sig flíkum, setja undir sig höfuðið og leggja út í rokið og rigninguna. Þar hefur verið búið til mið- bæjarandrúmsloft eins og sjá má í útlöndum. íslendingar vilja eiga innangengt úr húsi sínu í bíl- geymsluna. Þeir vilja geta ekið einkabíl sínum í bíl- geymslu vinnustaðar eða í bílgeymsluhús, þaðan sem innangengt er á vinnustað eða í verzlun og þjónustu, sem þeir þurfa að nota. Þetta er einföld krafa. ísland er raunar þannig í sveit sett, að heppilegast er, að verzlun og þjónusta sé sem þéttast saman undir þaki. Það hindrar ekki, að fólk geti haft vítt á milli heim- ila sinna, svo framarlega sem gangstéttir og götur eru upphitaðar, svo sem nú er víða farið að prófa. Ef fólk notar strætisvagna, sem það ger-ir aðeins, ef það hefur ekki bílpróf, til dæmis vegna aldurs, vill það hafa stór og góð biðskýli, sem eru upphituð. Það vill fara úr vögnunum undir þaki og geta síðan komizt leið- ar sinnar, án þess að klífa snjódyngjur og svellbunka. Svæðið umhverfis Laugaveg og nágrannagötur hans á að skipuleggja þannig, að fólk geti annað hvort komið á einkabílum eftir breikkuðu Sætúni og ekið upp í bíla- geymslur rétt neðan við Laugaveginn eða komið í stræt- isvögnum beint inn á Laugaveg á nokkrum stöðum. Markmiðið er, að fólk geti undir þaki gengið úr bíl sínum eða strætisvagni að Laugaveginum og að það geti gengið Laugaveg og Austurstræti undir glerþaki alla leið frá Hlemmi til Aðalstrætis. Þetta er framkvæm- anlegt og endurreisir borgarlíf í gamla miðbænum. Komið hefur í ljós, að Kringlan var það, sem fólk vildi. Þá reynslu má nýta til að endurreisa blómlegan og líflegan miðbæ í Reykjavík. Það gerist bezt með næg- um bílageymslum undir þaki við Laugaveg og Austur- stræti og með glerþaki yfir Laugaveg og Austurstræti. Einkennilegt er, að borgarmálafólk í valdastólum og utan þeirra skuh ekki fjalla meira um þetta grundvallar- atriði i borgarskipulagi á 64. gráðu norðlægrar breiddar. Jónas Kristjánsson Húsbréfakerfið: Efnamenn fá aukna aðstoð Nú opnast húsbréfakerfiö þeim sem mestan hag munu hafa af því. Kerfið er andstætt efnalitlu fólki en hagstætt þeim efnaöri. Fjárhæð lána hækkar í hlutfalli við tekjur og eignir. Fjölskylda sem á 3,0 milljónir króna fær 3,6 milljónum hærra lán en önnur eignalaus þó báðar hafi sömu tekjur. í húsbréfakerfinu vex opinber húsnæðisaðstoð með vaxandi eign. Fjölskylda sem á 5,0 milljónir getur á 18 árum fengið 1,0 milljón króna meiri opinbera aðstoð en önnur með sömu tekjur sem á einungis 0,5 milljónir. Húsbréfakerfi í hálft ár Ásókn í húsbréfalán hefur verið dræm það sem af er. Húsnæðis- kaupendur eru tortryggnir og kjósa frekar að bíöa í gamla kerfinu en taka húsbréfalán. Þeir sem eru skráðir í biðröð gamla kerfisins hafa átt forgang að húsbréfakerf- inu. Innan við 5% þeirra hafa þó notfært sér það. Talsmönnum kerf- isins hefur ekki enn tekist að vinna húsbréfunum traust. Fólk sem á lánsrétt í gamla kerf- inu kýs frekar að bíða en taka hús- bréfalán. Reynslan bendir til að káupendur vilji frekar bíða eftir hagstæðum lánum en taka önnur óhagstæöari þó þau fáist með skemmri fyrirvara. í hópi þeirra sem áttu forgang að húsbréfum eru flestir þeirra sem keypt hafa sína fyrstu eign undanfarna mánuði. Það hefur verið talinn kostur við húsbréfakerfið að biðtími eftir láni hverfi. Margir töldu að sökum þess mundi ungt fólk strax taka það fram yfir eldra kerfið. Það hefur ekki gerst. Lánin í gamla kerfmu eru hagkvæmari en húsbréfalánin. Vextir eru lægri og lánstimi lengri. Greiðslubyrði húsbréfalána er tug- um prósenta þyngri en hinna gömlu. Hærri lán til eignamanna Nú er að þvi komið að kerfið verði opnað fyrir almennum umsóknum. Þá munu kostir þess koma í ljós fyrir fasteignakaupendur sem eiga skuldlitlar eignir og vilja stækka við sig. í áratugi hafa fjölskyldur sem eru að kaupa í fyrsta sinn not- ið forgangs í húsnæðislánakerfinu. Þær hafa beðiö skemur og fengið hærri fjárhæðir að láni. í húsbréfa- kerfinu er forgangur þeirra felldur niður. Við þaö aukast möguleikar hinna sem eiga húsnæði fyrir og hafa þegar notiö forgangs. Fjölskyldum sem eiga skuldlaust húsnæði skapast þægilegir mögu- leikar á að stækka við sig. í hús- bréfakerfinu er fjárhæö lána í réttu Kjallarinn ir þeim mun dýrara húsnæði er talið að þeir geti keypt. Af þeim sökum fá hinir efnameiri hærri lán en þeir efnaminni. Til dæmis má lesa úr leiðbeiningum Húsnæðis- stofnunar frá nóvembermánuöi aö fjölskylda sem á 3,0 milljónir króna fái 3,6 milljónum hærra húsbréfa- lán en önnur eignalaus. Jafnvel þó báðar hafi sömu tekjur. Vaxtabætur til efnamanna Með húsbréfakerfinu hættir nið- urgreiðsla vaxta. Opinber aöstoð felst í svonefndum vaxtabótum sem kaupendum eru greiddar úr ríkissjóði. Bæturnar eru reiknaðar eftir allflókinni reglu: Frá greidd- um vöxtum eru dregin 6% af brúttótekjum kaupenda. Mismun- urinn er vaxtabætur. Þær eru enn lækkaðar ef kaupandi telur fram yfir 4,0 milljónir króna í skuldlausa eign. Fyrir hverjar 100 þúsund krónur sem eignin fer umfram það skerð- ast bætumar um 3%. Hjón fá þó ekki hærra en 170 þúsund á ári. Skerðingarákvæðum er ætlað að hindra að eignamenn njóti vaxta- bóta. Hönnuðir kerfisins hafa of- metið áhrif ákvæðanna. Útreikn- ingar sem birst hafa sýna að viö gerð kerfisins hafi þeir reiknað með að skerðingin reiknist frá raunverulegri skuldlausri eign. Þær forsendur eru rangar og nið- bóta á samkvæmt lögum að miðast við eign eins og hún er skráð á skattaskýrslur. Á þeim er skuld- laus húsnæðiseign vanmetin. Það hefur ótrúlega mikil áhrif. Til dæmis má taka fjölskyldu með 200 þúsund krónur í mánaðarlaun sem á skuldlausar 7,0.milljónir. Hún fær á 10 árum greiddar 1,2 milljón- ir króna í vaxtabætur ef hún kaup- ir einbýlishús fyrir 15,0 milljónir. Samkvæmt hugmyndum hönnuða ætti hún hins vegar aðeins að fá 36 þúsund. Heppilegt að eiga 3,0 millj- Til að sýna hvaða áhrif eignir hafa á fjárhæð vaxtabóta má taka fjöl- skyldur sem hafa sömu tekjur en eiga misjafnlega mikið. Reikna má út hversu mikilla vaxtabóta þær njóti meðan á húsnæöiskaupum stendur. Reikna þarf samanlagöar væctabætur í 25 ár. í ljós kemur að þeir efnaðri fá hærri lán og greiða hærri vexti. Vaxtabætumar hækka jafnframt. Hámark vaxtabóta er þó almennt við 3,0 til 3,5 milljóna króna skuld- lausa eign. Þegar eignin er hærri fara vaxtabætumar minnkandi eins og myndin með greininni sýn- ir. Til nánari skýringar má taka dæmi af þremur fjölskyldum sem hafa 200 þúsund króna mánaðar- tekjur en em misjafnlega efnaðar. Ein á 0,5 milljónir króna, önnur 3,0 milljónir og sú þriðja 5,0 milljónir. Efnaðasta íjölskyldan fær í hús- bréfakerfinu aöstoð við að kaupa einbýlishús fyrir 13,0 milljónir króna Hún nýtur vaxtabóta í 18 ár og fær samtals 2,1 milljón. Fjöl- skyldan sem á 3,0 milljónir fær lán til að kaupa raðhús fyrir 11,0 millj- ónir króna. í vaxtabætur fengi hún alls 2,5 milljónir næstu 20 ár. Fá- tækasta fjölskyldan fær fyrir- greiðslu í húsbréfakerfinu til að kaupa blokkaríbúð fyrir 6,5 millj- ónir króna. Hún nýtur bóta í 15 ár og fær einungis 1,1 milljón króna. Stefán Ingólfsson hlutfalli við tekjur og eignir. Því urstöður reikninganna því afar meiri eign sem kaupendur eiga fyr- óáreiðanlegar. Útreikningur vaxta- Vaxtabætur SAMANLAGÐAR BÍTUR í 25 ÁR (Milj. kr) Stefán Ingólfsson verkfræðingur ónir skuldlausar Vaxtabætumar renna ekki til þeirra fátækustu. Gaumgæfileg könnun á vaxtabótakerfinu leiðir í ljós að þeir njóta lítils stuðnings. „Til dæmis má lesa úr leiðbeiningum Húsnæðisstofnunar frá nóvembermán- uði að fjölskylda sem á 3,0 milljónir króna fái 3,6 milljónum hærra hús- bréfalán en önnur eignalaus.“ Verðbætur eftir efnahag. Samanlagðar vaxtabætur fjölskyldna með 200 þús/mán. i laun en misjafnlega mikla eign. - Smanlagðar bætur í 25 ár.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.