Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1990, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1990, Blaðsíða 28
36 FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 1990. Stjómmál Spurt á Sauðárkróki: Hver verða úrslit kosninganna? Ingimar Ellertsson rafvirki: „Eg held aö þetta veröi svipað en þó hef ég trú á aö Framsókn geti unniö á.“ Magnús Sverrisson kjötiðnaðarmað- ur: „Þetta verður svipaö en þó er spurning með einn mann til eða frá hjá íhaldinu eða Framsókn." Magnús Svavarsson atvinnurekandi: „Þetta verður mjög svipað og síðast nema að K-listinn gæti bætt við sig manni.“ Auðbjörg Pálsdóttir, vinnur við heimilishjálp: „Það er erfitt að spá um úrslitin vegna þess að listarnir hafa breyst mikið." Svafar Helgason skrifstofumaður: „Ég veit ekki neitt enda lítið rætt um póhtík. Ætli þetta verði ekki óbreytt." Þórhallur Ásmundsson blaðamaðu „Þetta verða tvísýnustu kosning: hér lengi en þetta verður þó óbre> þegar upp verður staðið.“ Sauðárkrókur: Fjármálin í brennidepli Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Það er sammerkt með stærstu þétt- býlisstöðunum þremur á Norður- landi vestra aö þar er fjármálavandi sveitarfélaganna það mál sem verður fyrirferðarmest í kosningabarátt- unni. Á Sauðárkróki er fjármálastaða bæjarins erfiö og bærinn greiddi yflr 90 milljónir króna í fjármagnsgjöld á síðasta ári. Allir efstu menn fram- boðslistanna setja fjármálin efst eða mjög ofarlega á blað í stefnuskrá sinni og leggja áherslu á að þau þurfi að leysa. Sjálfstæðismenn, kratar og óháðir mynda meirihluta í bæjarstjórn Sauðárkróks og hafa 5 af 9 bæjarfull- trúum. Alþýðubandalag: Allt of há fjármagnsgjöld „Við leggjum áherslu á félagsmál, skólamál, umhverflsmál, hafnarmál og atvinnumál í framhaldi af því sem lækka þarf skuldir bæjarins," segir Anna K. Gunnarsdóttir sem skipar efsta sæti á lista Alþýöubandalags. „Við viljum endurskipuleggja þá starfsemi sem bærinn hefur haft með unglingum og ráða starfsmann til þess starfs. Höfnin okkar er sífellt mikilvægari eftir því sem fyrirtækj- um fjölgar og þau stækka. Það þarf að hlúa að atvinnulífmu. Við teljum sjálfsagt að styðja fyrir- tækin þegar illa gengur en líka að selja hlut bæjarins í fyrirtækjum þegar betur fer að ganga ef viðun- andi tilboð fást. Þannig má styðja nýjar atvinnugreinar eða lækka skuldir bæjarins sem ekki er vanþörf á. Bærinn greiddi tæplega 91 milljón króna í fjármagnsgjöld á síðasta ári sem er allt of mikið. Við teljum tvö mestu hagsmuna- mál bæjarins að atvinnuvegirnir standi vel og að grynnkað sé á skuld- um þannig að fé fari til framkvæmda en ekki til greiðslu víxla og aíborg- ana. Það er erfitt að spá um úrslit hér. Það er mikið af nýju fólki á listunum en við stefnum að því að fá tvo full- trúa kjörna," sagði Anna K. Gunn- arsdóttir. Anna K. Gunnarsdóttir skipar efsta sæti á lista Alþýðubandalags. Björn Sigurbjörnsson skipar efsta sæti á lista Alþýóuflokks. Alþýöuflokkur: Atvinnumálin efst á baugi „Atvinnumálin verða efst á baugi hér næsta kjörtímabil, enda undir- staöa velferöar sveitarfélagsins aö hér sé næg atvinna," segir Björn Sig- urbjörnsson sem skipar efsta sæti á lista Alþýðuflokks. „Við leggjum áherslu á að áfram verði unnið að hafnarmálum. Við erum með 18 kaupleiguíbúðir í bygg- ingu og næst á dagskrá er bygging þjónustuíbúða fyrir aldraða. Við vilj- um að bóknámshús fjölbrautaskól- ans rísi en það myndi festa skólann í sessi. En meginverkefni næstu bæjar- stjómar verður að koma fjármálum bæjarins í viðunandi farveg, lækka skuldir og sýna aðhald í rekstri. Stað- an er slæm, fyrst og fremst vegna þess að gífurlegar upphæðir hafa veriö settar í Steinullarverksmiðj- una og í útgerðarmálin. Jafnaðarmenn eru bjartsýnir á úr- slit kosninganna,“ sagði Björn Sigur- bjömsson. Óháðir: Mönnum blöskrar skuldafenið „Það sem brennur brýnast á mönn- um hér er að lækka skuldir bæjar- ins, mönnum blöskrar skuldafenið. Skuldirnar eru þó ekki meiri en hjá mörgum öðrum stöðum af svipaðri stærð,“ segir Hilmir Jóhannesson sem skipar efsta sæti á lista óháðra. „Þessar kosningar verða ekkert öðravísi en aðrar, enda eru allir með sömu stefnuskrána. Síðast vora hér í gangi slagorð eins og „Gefum Fram- sókn frí“ og það gekk eftir. Nú vill Framsókn komast aftur í meirihluta og það er erfitt að spá um hvað muni gerast. Við vitum ekki hvað unga fólkið gerir og allir spádómar eru þvættingur. Ætli það megi ekki segja aö það sé kosiö um Davíð hér eins og alls staðar annars staðar. Ég lét plata mig í 1. sætið en lifi Hilmir Jóhannesson skipar efsta sæti á lista óháðra. það alveg af þótt eitthvað gerist. Það er fyrst og fremst kosiö um menn því að það eru allir með sömu stefnu- skrána,“ sagði Hilmir Jóhannesson. Framsóknarflokkur: Dapurleg staða í fjármálunum „Aðaláhersla okkar beinist að því að hugaö verði að endurskipulagn- ingu á fjármálum bæjarins, en staða þeirra mála er dapurleg,“ segir Stef- án L. Haraldsson sem skipar efsta sætið á lista Framsóknarflokksins. „Við þessar aðstæður er ekki hægt aö fara fram með langan loforðalista þótt eitt og annað þurfi aö gera. Sem dæmi get ég nefnt byggingu 1. áfanga bóknámshúss við Fjölbrautaskólann en sú framkvæmd er háð fjárveitingu frá ríkinu. í umhverfismálum eru verkefni við urðun sorps og áframhaldandi fegr- un bæjarins. Bærinn hefur tekið þátt í eflingu atvinnulífsins og lagt fram fé bæði til Steinullarverksmiðjunnar og útgerðarmálanna. Ég treysti því að bæjarstjórn veljist Stefán L. Haraldsson skipar efsta sæti á lista Framsóknarflokksins. eftir lýðræðislegum vilja fólksins,“ sagði Stefán. Sjálfstæöisflokkur: Þurfum að ná niður skuldum Knútur Aadnegard skipar efsta sæt- ið á lista Sjálfstæðisflokks. „Við leggjum mesta áherslu á að ná niður skuldum bæjarins sem stafa fyrst og fremst af því að bærinn hef- ur lagt mikið fé til atvinnulífsins, til Steinullarverksmiðjunnar og út- gerðarinnar, en þessi upphæð er framreiknuð á verði í dag um 200 milljónir króna," segir Knútur Aadnegard sem skipar efsta sætið á Usta Sjálfstæðisflokks. „Við teljum að það hafi verið rétt stefna aö koma hér í veg fyrir gjald- þrot og atvinnuleysi. Hins vegar telj- um viö að bæjarfélagið eigi ekki að standa í atvinnurekstri þótt nauð- synlegt sé að hlaupa undir bagga þegar illa árar. En ef aðstæður leyfa og viö fáum hagstæð tilboð í hluta- bréf bæjarins og trausta kaupendur þá á bærinn aö selja. í umhverfismálum þarf að vinna að frárennslismálum og halda áfram að vinna við útivistarsvæði og göngustíga, t.d. í Hlíðahverfi. Af öðr- um framkvæmdum má nefna bygg- ingu þjónustuíbúða fyrir aldraða, 1. áfanga bóknámshúss viö Fjölbrauta- skólann, áframhaldandi uppbygg- ingu íþróttahússins og skíðasvæðis. Eg tel að staða okkar sjálfstæðis- manna sé góð. Við teljum okkur vera með sterkan lista þar sem á honum er nýtt fólk,“ sagði Knútur Aadne- gard. x>v KOSNINGAR 1990 Gylfi Kristjánsson SAUÐÁRKRÓKUR Úrslitin 1986 Sex listar buðu fram á Sauðárkróki í kosningunum 1986. Alþýðuflokkur (A) fékk 159 atkvæöi og einn mann kjörinn, hafði engan. Framsóknar- flokkur (B) fékk 441 atkvæði og þrjá menn, hafði fjóra. Sjálfstæðisflokkur (D) fékk 411 atkvæði og þrjá menn, hafði þrjá. Alþýðubandalag (G) fékk 163 atkvæði og einn mann, hafði einn. Óháðir (K) fengu 163 atkvæði og einn mann, höfðu einn. Þá fékk Nýtt afl (N) 53 atkvæöi og engan mann en sá listi bauð ekki fram 1982. Þessi voru kjörin í bæjarstjórn 1986: Björn Sigurbjörnsson (A), Jón E. Friðriksson (B), Magnús H. Sigur- jónsson (B), Pétur Pétursson (B), Þorbjörn Árnason (D), Aðalheiður Arnórsdóttir (D), Knútur Aadnegard (D), Anna Kristín Gunnarsdóttir (G) og Hörður Ingimarsson (K). D-lísti Sjáifstæðisflokks: 1. KnúturAadnegard byggingameístari. 2. Steinunn Hjartardóttir lyfjafræðingur. 3. Bjöm Bjömsson skólastjóri. 4. Gísli Sverrir Halldórsson dýralæknir. 5. Sólveig Jónasdóttir. 6. Árni Egilsson sláturhússtjóri. B-listi Framsóknarflokks: 1. StefánL.Haraldsson skrifstofustjóri. 2. Viggó Jónsson rafvélavirki. 3. Herdís Sæmundsdóttir lyfjatæknir. 4. Gunnar Bragi Sveinsson verslunarmaður. 5. Magnús Sigfússon húsasmiður. 6. EinarGíslason, tæknifræðingur. G-llsti Alþýðubandalags: 1. AnnaK.Gunnarsdóttir ketmari. 2. Ólafur Arnbjörnsson aöstoðarskólameistari. 3. Karl Bjarnason framleiðslustjóri. 4. Guðbjörg Guðmundsdóttir skrifstofumaður. 5. Skúli Jóhannsson iðnaðarmaður. 6. Kristbjöm Bjarnason íðnaöarmaður. A-listi Alþýðuflokks: 1. BjörnSigurbjörnsson skólastjóri. 2. Pétur Valdimarsson kaupmaöur. 3. EvaSigurðardóttir skrifstofustúlka. 4. Friörik Jónsson framleiðslustjóri. 5. Helga Hannesdóttir afgreiðslustúlka. 6. María G. Ólafsdóttir afgreiðslustúlka. K-listi óháðra: 1. Hilmir Jóhannesson mjólkurfræðingur. 2. Björgvin Guðmundsson rafvirki. 3. Brynjar Pálsson kaupmaður. 4. Steinunn Erla Friöþjófsdóttir húsmóðir. 5. Sigríður Aradóttir verkstjóri. 6. Kári Valgarösson húsasmíöameistari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.