Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1990, Side 1

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1990, Side 1
Fjölbreytt dagskrá í til- efni afmælis Kópavogs Kópavogskaupstaður minnist 35 ára afmælis síns í dag með marg- 'víslegum hætti. Afmælishátíðin verður kl. 14.00 í Félagsheimili Kópavogs í dag. Þar verða útnefnd- ir bæjarlistamenn Kópavogs, út- gáfunefnd Lionsklúbbs Kópavogs kynnir útgáfu á Sögu Kópavogs í þremur bindum, Samkór Kópavogs syngur, nýstaðfest aðalskipulag bæjarins verður kynnt og opnuð verður sýning á því í Félagsheimili og bókasafni. Þennan sama dag halda nemend- ur Tónbstarskóla Kópavogs tón- leika í skólanum í Hamraborg 11, þar sem eingöngu verður tlutt ís- lensk tónlist, og daginn eftir, laug- ardaginn 12. maí, heldur Skólakór Kársness afmælistónleika í Lang- holtskirkju í Reykajvík. Á þeim tónleikum koma fram um tvö hundruð börn og unglingar. Allan laugardaginn frá kl. 10-16 stendur bæjarbúum og öðrum gest- um til boða að skoða ýmis mann- virki og stofnanir í bænum. Skipu- lagssýning verður í bókasafninu, nýja sundlaugin á Rútstúni við Urðarbraut verður opin og ókeypis verður í gömlu laugina þar sem félagar úr sunddeild Breiðabliks bjóða gestum upp á kaffi og með- læti. Náttúrufræðistofa Kópavogs verður opin og athafnasvæðið við Kársneshöfn sömuleiðis. Þar verö- ur boðið upp á stuttar bátsferðir. Kl. 14.00 verður opnuð sýning í Snælandsskóla á verkum nem- enda. Á sunnudaginn kl. 14.00 verður hátíöarguðsþjónusta Kársnes- og Digranessókna í Kópavogskirkju. Séra Árni Pálsson þjónar fyrir alt- ari og séra Þorbergur Kristjánsson prédikar. Þann 15. maí verður svo opnuö sýning í' bókasafninu á myndbst og verkefnum barna á leikskólanum Grænatúni. Loks má geta um umfangsmikla kynningu á starfsemi leikskóla og skóladag- heimila í Kópavogi frá 12. maí og út mánuðinn. Þar er um að ræða „opið hús“ og margvíslegar skemmtanir og uppákomur sem börnin standa sjálf fyrir undir leið- sögn fóstra dg starfsfólks stofnan- anna. Skólakór Kársness, sem sést hér fyrir framan Kópavogskirkju, heldur tónleika á morgun og er það einn liður i hátiðahöldunum. Á laugardaginn verða opnaðar tvær sýningar að Kjarvalsstöðum. I Vestursal opnar Steinunn Þórarinsdóttir sýn- ingu á höggmyndum og í austursal opnar Myndlista- og handíðaskólinn sýningu á útskriftarverkum nemenda. Á myndinni er Steinunn Þórarinsdóttir ásamt nokkrum höggmyndum sinum. Kjarvalsstaðir eru opnir daglega frá kl. 11.00-18.00. DV-mynd BG Nýhöfn: Sýning Vignis Jóhannssonar Vignir Jóhannsson opnar sýningu í hstasalnum Nýhöfn, Hafnarstræti 18, laugardaginn 12. maí kl. 14-16. Á sýningunni verða listaverk unnin úr ýmsum efnum á þessu og síðasta ári. Vignir er fæddur á Akranesi 1952. Hann stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands 1974-1978 og framhaldsnám í Rhode Island School of Design í Bandaríkjunum. Vignir hefur búið lengi erlendis og núna er hann búsettur í Santa Fe í Nýju Mexíkó þar sem hann vinnur alfarið að list sinni. Hann hefur haldið fjölda einkasýn- inga hér heima og erlendis og tekið þátt í samsýningum víða um heim. Sýningin er opin virka daga frá kl. 10-18 nema mánudaga og frá kl. 14-18 um helgar. Sýningunni lýkur 30. maí. Sveinn Bjömsson í Hafnarborg: .Sýning í tilefni fjöru- tíu ára málaraferils Sveinn Björnsson opnar mál- verkasýningu í Hafnarborg, menn- ingar- og listastofnun Hafnarfjarðar, laugardaginn 12. maí. Tilefnið er 65 ára afmæli listamannsins og 40 ára málaraferill. Á sýningunni verða um sextíu olíumálverk og klippimyndir. Sýningin er opin frá kl. 14-19. Sýn- ingin stendur til 27. maí. Sveinn Björnsson fæddist á Skál- um á Langanesi 1925. Stundaði hann nám í Det Kongelige Akademi í Kaupmannahöfn, einnig í Róm, Flór- ens og París. Sveinn hefur haldið íjölda einkasýninga og samsýninga. Einkasýningar: í Listamannaskálan- um í Reykjavík og í Vestmannaeyj- um 1954, Reykjavík, Hafnarfirði og átta öörum stöðum 1958-1977, Gallerí M í Kaupmannhöfn 1966, Kjarvals- stöðum 1975, Den Frie Udstilling, Kaupmannahöfn, 1978, Svart á hvítu 1982, Kjarvalsstöðum 1983, Ðen Frie Udstilling 1985. Kgl. Lyngby, Dan- mörku, 1988 og síðasta sýning hans var á Kjarvalsstöðum í fyrra. íslenska hljómsveitin: Frumraun ungs stjómanda íslenska hljómsveitin heldur Guðmundur er fæddur 1961. tónleika í Langholtskirkju sunnu- Hann stundaði nám við Tónlistar- daginn 13. maí og hefjast þeir kl. skóla Reykjávíkur og síðan við tón- 17.00. Á dagskrá eru fiögur tónverk: listarskólann í Utrecht í Hollandi. Oktett fýrir blásara eftir Igor Stra- Þaðan lauk hann prófx í hljómsveit- vinsky, Áttskeytla eftir Þorkel Sig- arstjórn í janúar síöastliðnum. Að- urbjörnsson, Appalachian Spring alkennarar hans voru þeir David eftir Aaron Copland og The Unan- Porvelin og Kenneth Montgomery. swered Question eftir Charles Ives. Guðmundur hefur einnig sótt Stjórnandi er Guðmundur Óli einkatíma hjá Jorma Panula í Gunnarsson og er þetta j fyrsta Kaupmannahöfn. sinn sem hann stjórnar íslensku Eins og sést á upptalningu á verk- hljómsveitinm. unum á tónleikunum er eitt ís- lenskt verk, Áttskeytla Þorkels Sig- urbjörnssonar. Var verkið samið að tilhlutan íslensku hljómsveitar- innar og frumflutt undir stjórn höfundar á tónleikum í maí 1985. Lykillinn að Áttskeytlu felst í titlin- um. Verkiö er samið fyrir átta hljóðfæraleikara. í leikþeirra vísar tónskáldið til kveðskaparmála með tónrænum hugmyndum um rím, stuðla og höfuðstafi. Hér má sjá nokkur verka Sveins á sýningu hans i Hafnarborg. DV-mynd BG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.