Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1990, Side 2
0
FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 1990.
Fréttir
Malamám í Rauðhólum:
Gert með leyfi frá
Náttúruverndarráði
- Rauðhólamir em friðlýstur fólkvangur
Stórvirkar vinnuvélar hafa verið við malarnám í Rauðhólunum undanfarna
daga. DV-mynd BG
Með leyfi Náttúruvemdarráðs hef-
ur Skógræktarfélag Reykjavíkur
stundað malamám í Rauðhólum síö-
ustu ár. Rauðhólar voru friðlýstir
sem fólkvangur 1974 en Bretar og
aðrir hafa stundað þar stórfellt mai-
arnám síðustu áratugi og valdið
miklum umhverfisspjöllum. Þykir
mörgum skjóta skökku við að áhuga-
menn um náttúruvernd keyri nú
stórtækum vinnuvélum sínum inn á
svæðið og hirði sömu mölina og Bret-
um þótti fengur í fyrir nokkmm ára-
tugum.
„Þetta er gamalt maiarnám og það
efni sem við tökum er aöeins það sem
ýtt hefur verið til hliðar," sagði Ólaf-
ur Sæmundsen, umsjónarmaður
Heiðmerkur, en mölin er borin í
göngustíga á Heiðmerkursvæðinu.
Eiríkur Haraldsson, áhugamaður
um náttúruvernd, sagði hins vegar
að allt tal um göngustíga væri auka-
atriði þar sem mölin væri að mestu
leyti notuð sem ofaníburöur í veg í
Heiðmörkinni. Einnig sagði hann að
grafið væri í hólana.
Samkvæmt Þóroddi Þóroddssyni,
framkvæmdastjóra Náttúruvemdar-
ráðs, var gerður samningur við
Skógræktarfélag Reykjavíkur fyrir
nokkrum árum og þeim gefin heim-
ild til malarnáms á ákveðnu svæði.
„Ég tel malarnámið ekki skaða
meira en orðið er en vissulega er
aðgerðin sem slík óæskileg á meðan
hún stendur yfir. Það stendur til að
loka svæðinu fyrir allri mótorumferð
og er undirbúningur þess hafinn,"
sagði Þóroddur.
„Mín skoðun er sú að Skógræktin
taki allan binginn í einu lagi og svæð-
inu verði síðan lokað.“ En mikið
hefur borið á því að keyrt sé um
hólana og unnin spjöll á landinu.
Einnig hefur verið nokkuð um að
bílhræ hafi verið skilin eftir á svæð-
inu.
„Það er stutt að sækja þetta efni
og er mörgum sinnum ódýrara en
annað efni þó að vafalaust væri hægt
aö ná í þaö. Við viljum halda kostn-
aði í lágmarki og höfum fengið und-
anþágu til að nýta efnið á þennan
hátt. Við höfum ekki hróflað við
neinu sem ekki hefur verið snert
áður og reynum einnig að laga til á
svæðinu." Þetta segir Ólafur vera
ástæður þess að mölin er tekin á frið-
lýsta svæðinu.
Eiríkur sagði að unnið væri hnnu-
laust að malamáminu. „Mér þykir
vænt um hólana og vil græða þetta
upp og gera að útivistarsvæði. Mér
finnst rétt að stoppa þetta því ég sé
hólana hverfa meir og meir.“
Ekki fékkst uppgefið nákvæmlega
hversu mikið tekið er á ári hveiju
en Þóroddur hélt að það væru nokk-
ur bílhlöss. Eiríki blöskraöi hins veg-
ar það magn sem flutt var burtu en
unnið hefur verið með stórri gröfu
og vörubíl undanfarna daga. Eins og
áður segir hefur malarnámið staðið
yfir í nokkur ár.
„Tré og plöntur er hægt að græða
upp en þetta kemur ekki aftur,“ sagði
Eiríkur að lokum.
-tlt
Lista-
hátíð
Austurstræti kl. 17.17
Lúðrasveit verkalýðsins, Dans-
skóli Heiðars Ástvaldssonar og
Jón Pétur og Kara koma fram.
Hressó kl. 21.00
Franska hreyfilistakonan
Kristín Quoiraud kemur fram
ásamt Einhentu hljóðtjalda-
smiðjunni. Inferno 5 flytur
gjöming og Sykurmolamir
Ijúka dagskránni eins og þeim
er einum lagið.
Borgarleikhús kl. 21.30
Mexíkanskur hundur nefnist
hópur leikara, myndlista-
manna, tónlistarmanna og hug-
vitsmanna frá Amsterdam.
Áhorfendur verða staddir ein-
hvers staðar miðja vegu milli
gamaldags óperu og nútíma
rokktónleika, með viðkomu i
heimi teiknimyndasögunnar.
-pj
650 ráðstefnugestir á læknaráðstefnu eru staddir hérlendis og fengu þeir að spreyta sig sem knapar á islenskum
fákum í Reiðhöllinni i gær. Það eru meltingarsérfræðingar sem hér þinga. Eftir reiðtúrinn var þeim haldin veisla.
Veisluföng voru ekki af verri endanum, þarna voru á borðum 150 lambalæri, 300 lítrar af bjór og innbyrtir voru
800 snapsar. DV-mynd GVA
Kennurum mismunað eftir búsetu á endurmenntunamámskeiðum:
Sumum boðið en aðrir
verða að borga sjálfir
„Við erum að vonum mjög óán-
ægðir með þetta. Hér er verið að
mismuna fólki eftir búsetu," sagöi
Hafsteinn Karlsson hjá Kennarafé-
lagi Suðurlands í samtali við DV.
Ástæða þessarar óánægju er sú
ákvörðun Kennaraháskóla íslands
að bjóða aöeins sumum kennurum
aö sækja endurmenntunamámskeið
í sumar en gefa öðrum kost á að
sækja námskeiðin á eigin kostnað.
Þessi ákvörðun er tilkomin vegna
fjárskorts skólans.
Þeír kennarar, sem búa utan 25 km
frá námskeiðsstað, hafa fengið
greidd fargjöld og 2/3 hluta dagpen-
inga. En nú er svo komið að fjárveit-
ing til skólans dugir aöeins til að
greiða ferða- og dvalarkostnað 140
kennara.
Kennarasamband íslands hefur
sent frá sér ályktun þar sem fordæmt
er aö nú skuli vera tilviljunum háö
hvort áhugasamir kennarar utan
Reykjavíkursvæöisins fá tækifæri til
að nýta sér takmarkað framboð KHÍ
á endurmenntunamámskeiðum
þrátt fyrir að endurmenntun sé liður
í vinnuskyldu starfandi kennara.
Fulltrúaráð KÍ krefst þess að á fjár-
lögum verði nægilegt fjármagn til að
uppfylla samningsbundin ákvæði
um endurmenntun og þess gætt að
kennarar utan af landi eigi jafna
möguleika og aðrir til að njóta henn-
ar. Fulltrúaráðið felur stjóm KÍ að
leita réttar þeirra kennara sem sækja
munu námskeiö í sumar og fá ekki
greidda dagpeninga og feröakostnaö
samkvæmtkjarasamningum. -RóG
DV
Getraunir:
Mjög óvænt úrslit leikja á
heimsmeistarakeppninni á Itahu
valda því að enginn tippari á ís-
landi verður með alla þrettán
leikina rétta á samnorræna get-
raunaseölinum. Til mikils var aö
vinna því fyrsti vinningur er ura
það bil 45 milljónir. Einum leik
er ólokið, leik Austurríkis og
Tékkóslóvakíu, sem verður leilc-
inn klukkan 15.00 í dag.
Ef leiknum lýkur meö heima-
sigri verða tuttugu raðir með tólf
rétta og fá 136.353 krónur hver
röð. Ellefurnar verða 721 og fær
hver röð 3.782 krónur.
Ef leiknum lýkur með jafntefli
verður 31 röð meö tólf rétta og fær
hver röð 87.969 krónur í vinning.
Ellefumar verða 547 og fær hver
röð 4.985 krónur.
Ef leiknum lýkur með sigri
Tékkóslóvakíu verða tuttugu og
tvær raðir með tólf rétta og fær
hver röð 123.957 krónur. Ellef-
umar verða 482 og fær hver röð
5.657 krónur.
EkM er vitað hvor; þrettán rétt-
ir komi fram í Danmörku eða
Svíþjóð, en upplýsingar um það
koma fram síðar í dag er leiknum
er lokið.
Verið er aö selja síðari sam-
norræna 'heimsmeistaraget-
raunaseðilinn og lýkur sölu síð-
degis á morgun, laugardag.
-E.J.
Dráttarvélarslysiö:
Vantar skýr-
ar reglur
„Það vantar skýrar reglur um
vagna og búnað þeirra. Það er
ekkert í umferðarlögum sem seg-
ir tíl um hvort má eða má ekki
flytja fólk á slíkum vögnum. Það
eru til skýrar reglur um hveraig
á aö haga fólksflutningura á vöru-
bílspöllum,“ sagði Sigurður
Ágústsson, lögregluvarðstjóri í
Grindavík.
Vagn, sem dráttarvél dró, valt
í Grindavík fyrr í vikunni. Á
kerrunni vom 16 unglingar sem
vom í vinnu hjá Grindavíkurbæ.
Ein stúlka fótbrotnaði en aðrir
sluppu án alvarlegra meiðsla.
„Vagninn var óskráður en í
góðu lagi. Það vom grindur til
að halda í. Dráttarvélin, sem er
lítil, nær sennilega ekki nema 25
Mlómetra hraða i mesta lagi.
Ökumaður dráttarvélarínnar var
með réttindi. Þaö virðist allt vera
mjög óljóst meö þessa vagna. Ég
ætla að gera allt sem ég get til að
fá að vita hvort hvergi sé getið
um hvemig vagnar eiga að vera
útbúnir og eins hvort má flytja
farþega á þeim eða ekM,“ sagði
Sigurður Ágústsson.
-sme
Félög innan Bandalags há-
skólamenntaðra ríkisstarfs-
manna hafa verið aö funda und-
anfariö og streyma mótmælin frá
þessura fundum. Meðal þeirra
sem mótmælt hafa eru Félag
fréttamanna, Ötgaröur - félag
háskólamanna, BHMR-félagar í
Keldnaholti, Félag fslenskra nátt-
úmfræðinga .á Orkustofnun, Fé-
lag íslenskra náttúmfræðinga,
Félag íslenskra náttúrufræðinga
á Hafrannsóknastofnun og Rann-
sóknarstofnun fisMðnaðarins og
náttúrafræðinga á RíMsspítölun-
um. Þá hefur fulltrúaráð Hins
íslenska kennarafélags einnig
samþykkt mótmæli.
-SMJ