Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1990, Blaðsíða 14
14
FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 1990.
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JONAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91 )27022 - FAX: (91)27079
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11
Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr.
Verð i lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr.
Fleiri bera sök
Ákvöröun ríkisstjómarinnar um aö fresta gildistöku
kjarasamnings Bandalags háskólamenntaöra rikis-
starfsmanna aö þvi er varðar launahækkun 1. júlí næst-
komandi er umdeild svo vægt sé til orða tekið. Bandalag-
ið hefur aö sjálfsögðu bmgðist hart við og fleiri málsmet-
andi menn taka undir þá skoðun að samningar skuli
standa. Það er vissulega siðleysi að skrifa undir samn-
inga um kaup og kjör og víkja sér síðan undan því að
standa við skuldbindingar. Það á ekki síst við um ríkis-
valdið sem á að ganga á undan með góðu fordæmi og
virða þau réttindi sem almenn félagasamtök eða við-
semjendur ríkisins hafa öðlast. Ef sjálft ríkisvaldið og
ríkisstjórnin telur sig geta svikist undan efndum hvað
þá um hinn almenna borgara? Hvers konar réttarríki
og réttarvitund festir rætur í þjóðfélagi þar sem viðsemj-
endum ríkisins er einfaldlega tilkynnt að samningar
þeirra séu að engu hafandi?
Hitt er aftur á móti rétt að minna á að ákvörðun ríkis-
stjórnarinnar er ekki sú fyrsta sinnar tegundar. Hvað
eftir annað hefur það viðgengist að kjarasamningum sé
breytt með lögum eða íhlutun stjórnvalda og sjálfsagt
kemst ríkisstjórnin upp með það einu sinni enn, sérstak-
lega í ljósi þess að ákvörðun hennar gengur ekki út á
að afnema launahækkunina heldur fresta henni. Það
er semsé gefið í skyn að hækkunin muni koma til fram-
kvæmda síðar. Þess vegna má halda því fram að hér
séu hvorki brotin lög né samningar heldur beðið með
að hrinda umsömdum hækkunum í framkvæmd.
Það sem er óvanalegt við þetta mál er hins vegar að
hér er ekki um almenna aðgerð að ræða af hálfu stjórn-
valda. Hér er ekki gripið inn í allsheijarkjarasamninga
heldur á í hlut eitt tiltekið stéttarsamband og ein tiltek-
in hækkun. Enn óvenjulegra er einnig hitt að svo virð-
ist sem Alþýðusamband íslands og verkalýðshreyfmgin
sem shk hafi ekki aðeins lagt blessun sína yfir ákvörðun
ríkisstjórnarinnar heldur og hótað illu ef hún kæmi
ekki til framkvæmda. Hefur þá verið vísað til þjóðarsátt-
arinnar margfrægu en hún var gerð eftir að samið var
við BHMR. Ríkisstjórnin hefur greinilega staðið frammi
fyrir þeim vanda að láta skammirnar um samningsbrot
yfir sig ganga ellegar sprengja allan vinnumarkaðinn í
loft upp. Af tveim slæmum kostum hefur sá illskárri
verið valinn.
Hvað sem stjórnarandstaðan hefur uppi mikla gagn-
rýni má líklegt þykja að sami kostur hefði verið tekinn
hver svo sem setið hefði við völd. Enginn stjórnmála-
flokkur er saklaus af því að hafa gripið inn í samninga
nema þá Kvennahstinn sem aldrei hefur fengið tæk-
ifæri til þess.
Bandalag háskólamanna getur að vonum verið í
hefndarhug. Viðbrögð af þess hálfu eru skiljanleg. En
Bandalagið getur engu að síður sjálfu sér um kennt. í
texta samningsins stendur skýrum stöfum að standa
skuh „að umræddum breytingum með þeim hætti, að
ekki valdi röskun á hinu almenna launakerfi í landinu".
Þetta er það skjól sem ríkisstjórnin skýlir sér á bak við
og öllum mátti ljóst vera að eftir þjóðarsáttina og samn-
inga á miklu lægri nótum yfir alla línuna mundi allt
að 9% hækkuniauna til BHMR valda verulegri röskun.
Siðferðið í kjarasamningum hefur enn einu sinni
beðið hnekki. En sökin hggur ekki aðeins hjá þeim sem
svíkja samningana heldur og þeim sem beita þrýstingi
á bak við tjöldin og samningsmönnum BHMR sem skrif-
uðu undir áðurnefndan texta. EUert B. Schram
Allt frá stofnun Sovétríkjanna hafa
Sovétríkin og Rússland veriö eitt
og hið sama, ekki aðeins í augum
margra heldur í raun og veru.
Rússland var það ríkjanna 15 sem
hafði minnst sjálfstæði, þar var
ekki sérstök ríkisstjóm, sérstakur
kommúnistaflokkur eða sjálfstæð-
ar ríkisstofnanir eins og í hinum
ríkjunum 14. - Rússland var stjórn-
arfarslega sameinað yfirstjóm Sov-
étríkjanna.
Nú er þetta allt gjörbreytt og
Rússland hefur allt í einu lýst yfir
fuilveldi sínu og sérstöðu. Áður
hafði rússneska þingið, sem er lýð-
ræðislega kjörið, lýst rússnesk lög
rétthærri þeim sovésku. Rússland
hefur ekki lýst yfir sjálfstæði sínu
eins og Litháen en í fullveldisyfir-
lýsingunni er minnst á rétt ríkisins
til að segja sig úr Sovétríkjunum.
- Þetta em tímamót í sögu Sovét-
ríkjanna, eftir þetta veröur ekkert
Boris Jeltsín, nýkjörinn forseti Rússlands. -,,... með aðeins fjögurra
atkvæða meirihluta en lýðræðislega kjörinn engu að síður og getur
með réttu sagst vera fulltrúi almennings í Rússlandi."
Tímamót í
Rússlandi
eins og það var. Ein veigamesta
spurningin sem vaknar er hvor
hefur meiri völd, forseti Sovétríkj-
anna eða forseti Rússlands?
Umboö þjóðarinnar
í síðasta mánuöi var Boris Jeltsin
kosinn forseti Rússlands á ný-
kjörnu þingi ríkisins sem kosiö var
í lýðræðislegum kosningum í mars.
Hann var kjörinn í þriðju tilraun,
með aðeins fjögurra atkvæða
meirihluta, en hann er lýðræðis-
lega kjörinn engu að síður og getur
með réttu sagst vera fulltrúi al-
mennings í Rússlandi. Þetta eitt
setur Jeltsín í sterka aðstöðu gagn-
vart Gorbatsjov Sovétforseta. Gor-
batsjov er ekki kjörinn til eins eða
neins, ekki einu sinni á sovéska
þingið. Hann var valinn til for-
mennsku í sovéska kommúnista-
flokknum og yfirsfjóm ríkisins af
klíku í stjórnmálaráðinu, á sama
hátt og alÚr fyrirrennarar hans, og
hann var tilnefndur af kommúni-
staflokknum á þing, ekki kosinn
neinni kosningu. Síðan hefur hann
tekið sér viðtæk völd sem forseti
og aukið stórlega völd forsetans,
án fulltingis þjóöarinnar, með
naumum meirihluta á þingi, sem
ekki er lýðræðislega kjörið nema
að hluta til.
Það verður sífellt vafasamara
hvort Gorbatsjov hefur þann
stuðning þjóðarinnar sem nauð-
synlegur er til að koma raunveru-
legum umbótum í verk og um leiö
er vafasamt hvort umbótatillögur
hans koma að gagni nema öllu sov-
éska kerfinu sé umbylt og til þess
er Gorbatsjov ekki reiðubúinn enn.
Þaö er Jeltsin aftur á móti.
Fullveldið
Það er þegar ljóst að Jeltsin
stefnir að svo miklu sjálfstæði
Rússlands að ef stefnumál hans
komast í framkvæmd mun Rúss-
land taka við mörgum málum sem
nú heyra undir alríkisstjórnina
undir forsæti Gorbatsjovs. - Til
dæmis hefur hann sagt að sam-
skipti Rússlands við önnur Sovét-
ríki eigi að byggjast á tvíhliða
samningum og hunsar þar með al-
gerlega sovésku stjórnarskrána.
Að auki segir Jeltsin að efnahags-
legt sjálfstæði Rússlands byggist á
því að ríkið ráði yfir öllu landi og
öllum fyrirtækjum innan Rúss-
lands. Með þessu er hann að gera
kröfu til yfirráöa yfir þremur
flórðu hlutum af heildariðnfram-
leiðslu Sovétríkjanna því að Rúss-
land er langmesta iðnríkið. Einnig
eigi Rússland að hafa sinn eigin
seðlabanka og yfirráð yfir gjaldeyr-
istekjum sínum sem eru um 80 pró-
sent af gjaldeyristekjum-allra Sov-
étríkjanna. Rússland framleiðir
yfir 90 ;;rósent af allri olíu Sovét-
ríkjanna.
Ofan á allt annað hefur Jeltsin
talað um rétt Rússlands til sjálf-
stæðrar utanríkisstefnu. í því felst
KjaUaiinn
Gunnar Eyþórsson
fréttamaður
meðal annars að Rússland gæti
gert friðarsamning við Japan, sem
strandar á yfirráðum yfir Kúrileyj-
um, sem Sovétmenn tóku af Japön-
um 1945 og hafa æ síðan neitað að
skila. - Kúrileyjar tilheyra Rúss-
landi og eru þar meö á valdsviði
Jeltsíns.
Jeltsín stefnir í stuttu máh að því
að gera Rússland sjálfstætt og full-
valda á flestöllum sviöum, nema
nokkrum sem alríkisstjórn Gor-
batsjovs mundi sjá um, svo sem
vamarmál. Sovésk lög eigi að gilda
því aöeins að þau stangist ekki á
við rússnesk lög.
Alræði kommúnlsta
í eðli sínu eru fyrirætlanir Jelts-
íns sams konar og áform sjálfstæð-
issinna í Litháen en sá reginmunur
er á að sovéska sflórnin hefur eng-
in tök á því að kúga Rússland til
hlýðni, nær væri hið gagnstæða.
Jeltsín talar heldur ekki um fullt
sjálfstæði, aðeins fullveldi. En þessi
þróun mála er það mesta áfall sem
Gorbatsjov hefur orðið fyrir á fimm
ára stjómarferli sínum, í fyrsta
sinn er stööu hans alvarlega ógnað
og þar með alræði kommúnista-
ílokksins í Sovétríkjunum.
Allt fram til þessa hefur Gor-
batsjov getað sagt að ekki væri um
neinn annan kost að velja en for-
ystu hans og kommúnistaflokksins
en það gildir ekki lengur. Hann kom
breytingum af stað, nú virðist hann
hafa misst tök á framvindu mála.
Breytingamar em vaxnar honum
yfir höfuð og þær munu halda
áfram, hvort sem hann situr að
æðstu völdum eða einhver annar.
Pólitískt frelsi
Upphaf og endir allra efnahags-
vandræða Sovétríkjanna er alræði
kommúnistaflokksins, án þess að
breyting verði þar á og Leninism-
anum varpað fyrir róða verða efna-
hagsumbætur ekki nema hálfkák.
Svo hefur enda verið hingað til.
Perestrojkan hefur mistekist vegna
þess að ekki er tekið á grundvallar-
atriðum áætlunarbúskaparins.
Hugmyndir um skref í átt til mark-
aðsbúskapar ganga of skammt, þær
gera ráð fyrir að hækka laun og
verðlag án þess að gefa víxlverkun-
ina frjálsa og án þess að losa fram-
leiðendur úr viöjum áætlunarbú-
skapar.
Með þessu er kynt undir verð-
bólgu, verðhækkunum og atvinnu-
leysi án þess að framleiðsla og
framleiðni aukist. Samt hefur Gor-
batsjov í hyggju að leggja þessar
áætlanir fyrir þjóðina í þjóðarat-
kvæðagreiðslu sem gæti orðið hans
banabiti ef af yrði. En frjáls mark-
aðsbúskapur, jafnvel með þátttöku
ríkisins að hætti margra jafnaðar-
mannastjórna í Vestur-Evrópu, er
óþekktur í Sovétríkjunum og fram-
andi þeim hugsunarhætti sem þar
ríkir. - Sovétríkin geta ekki tekið
það stökk í einu lagi, einhvern
milliveg verður að finna.
Það er ekki lengur víst að Gor-
batsjov sé rétti maðurinn til að
finna þann milliveg, hann er enn
sem fyrr sannfærður kommúnisti
og Lenínisti og allar hans umbætur
byggjast á þeim grundvelli. En
hann hefur lagt grunn að áður
óþekktu pólitísku frelsi í Sovétríkj-
unum. í krafti þess frelsis eru nú
að koma upp fiöldahreyfingar sem
hugsanlega gætu, áður en langt um
líður, leyst kommúnista af hólmi.
Margir ráðamenn í kommúnista-
flokknum sjá nú engin önnur úr-
ræði en deila völdum með lýðræð-
islega kjörinni sfiórnarandstöðu.
En fyrir kommúnista að deila völd-
um með öðrum er slík bylting á
öllu sovésku aö óvíst er hvort Gor-
batsjov er rétti maðurinn til for-
ystu miklu lengur. Það sem gerst
hefur með fullveldisyfirlýsingu
Rússlands er fyrirboði mikilla tíð-
inda, þróunin í Sovétríkjunum get-
ur úr þessu orðið miklu örari og
óvæntari en nokkurn órar fyrir nú.
Gunnar Eyþórsson
„I eðli sínu eru fyrirætlanir Jeltsíns
sams konar og áform sjálfstæðissinna
í Litháen en sá reginmunur er á að
sovéska stjórnin hefur eiigin tök á því
að kúga Rússland til hlýðni, nær væri
hið gagnstæða.“