Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1990, Side 7
FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 1990.
7
Fréttir
Allaballar með bókun
varðandi álversmálið
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
Meirihlutaflokkarnir í bæjarstjórn
Akureyrar, Sjálfstæðisflokkur og
Alþýðubandalag, hafa birt málefna-
samning sinn, en í honum er höfuðá-
hersla lögð á atvinnumál og segir þar
m.a. að meginverkefni bæjarstjórnar
sé að leita leiða til að efla atvinnulíf
á Akureyri á komandi árum.
Varðandi byggingu nýs álvers hér
á landi segir í samningnum: „Verði
gerðir samningar um byggingu ál-
vers á íslandi eru flokkarnir sam-
mála um að hættulegt væri, vegna
byggðaröskunar, að slíkt stórfyrir-
tæki yrði sett niður við Faxédlóa.
Áfram verði haldið samvinnu við
önnur sveitarfélög í Eyjafirði um
þetta mál og verði umhverfissjónar-
miða þar sérstaklega gætt.“
í lok samningsins er bókun frá full-
trúum Alþýðubandalagsins þar sem
segir m.a.: „Bæjarfulltrúar Alþýðu-
bandaiagsins ítreka forsendur
flokksins fyrir uppbyggingu stóriðju
á íslandi: að tryggja verði þjóðhags-
lega hagkvæmni, ótvírætt forræði
íslendinga og að umhverfi sé ekki
stefnt í hættu vegna mengunar."
ísfisksölur á fiskmörkuðum í Bretlandi fyrstu fimm mánuði hvers árs
1986 1987 1988 1989 1990
Þorskur:
10.649 tonn 13.911 tonn 15.662 tonn 12.391 tonn 13.865 tonn
0,91 p/kg 0,94 p/kg 0,89 p/kg 0,87 p/kg 1,24 p/kg
54,80 kr/kg 58,06 kr/kg 62,41 kr/kg 77,61 kr/kg 124,70 kr/kg
Ýsa: ' / ,
4.480 tonn 3.738 tonn 6.494 tonn 7.307 tonn 7.555 tonn
0,99 p/kg 1,08 p/kg 1,05 p/kg 1,02 p/kg 1,38 p/kg
59,60 kr/kg 67,53 kr/kg 74,85 kr/kg 90,99 kr/kg 138,56 kr/kg
Koli:
2.753 tonn 2.801 tonn 3.087 tonn 2.930 tonn 2.894 tonn
0,72 p/kg 0,90 p/kg 0,89 p/kg 0,87 p/kg 1,12 p/kg
44,34 kr/kg 56,43 kr/kg 63,57 kr/kg 77,64 kr/kg 112,51 kr/kg
Samtals:
20.077 tonn 23.927 tonn 28.734 tonn 26.497 tonn 28.766 tonn
0,88 p/kg 0,94 p/kg 0,90 p/kg 0,89 p/kg 1,22 p/kg
53,29 kr/kg 58,34 kr/kg 63,80 kr/kg 79,36 kr/kg 122,44 kr/kg
Hæsta
Óvenjulítið hefur verið um fisksöl-
ur erlendis síðustu viku. Bv. Páll
seldi í Hull 109 lestir fyrir
11.119.472,00 kr. Meðalverð 109,54.
Bv. Börkur seldi í Grimsby 199 lestir
fyrir 23,5 millj. kr. Meðalverð 123,54
kr. kg. Bv. Náttfari seldi í Hull 6.6.
alls 112 lestir fyrir 11,2 millj. kr.
Meðalverð 100,47 kr. kg. Bv. Katrín
seldi afla sinn í Hull 7.6. alls 96 lestir
fyrir 11 millj. kr. Meðalverð 110,10
kr. kg. Otto Wathne seldi í Grimsby
116 lestir fyrir 14 millj. kr.
Meðalverð þeirra skipa, sem talin
hafa verið hér að framan, er 114,45
kr. kg eða 1,13 sterlingspund kg. Bv.
Sighvatur Bjarnason seldi í Hull 11.6.
alls 95 lestir fyrir 10,9 miflj. kr. Með-
alverð 113,95 kr. kg. Nokkur af skip-
um þeim sem talin eru hér á undan
seldu fyrir hálfum mánuði.
Þýskaland
Bv. Óskar Hafldórsson seldi í
Bremerhaven 4.6. 1990 alls 94 lestir
fyrir 8,9 millj. kr. Meðalverð 105,99
kr. kg.
Bv. Ögri seldi í Bremerhaven 11.6.
1990 alls 160 lestir fyrir 18,7 millj. kr.
Meðalverð 116,58 kr. kg.
Eins og fram kemur í meðfylgjandi
skýrslum er það verð, sem fengist
hefur fyrir ferskan fisk erlendis, al-
hæsta verð sem nokkurn tíma hefur
fengist.
isfisksölur á fiskmörkuðum í Þýskalandi fyrstu fimm mánuði hvers árs
1986 1987 1988 1989 1990
Karfi:
7.219tonn 10.191 tonn 9.098 tonn 10.784 tonn 10.915 tonn
2,52 p/kg 2,36 p/kg 2,46 p/kg 2,74 p/kg 2,91 p/kg
45,06 kr/kg 50,55 kr/kg 56,29 kr/kg 76,20 kr/kg 104,38 kr/kg
Ufsi:
1.031 tonn 2.882 tonn 1.262tonn 1.742 tonn 2.057 tonn
2,03 p/kg 2,38 p/kg 2,12p/kg 2,16 p/kg 2,31 p/kg
36,27 kr/kg 50,95 kr/kg 48,57 kr/kg 59,74 kr/kg 83,08 kr/kg
Samtals:
11.912 tonn 16.336 tonn 13.063 tonn 15.662 tonn 16.117 tonn
2,46 p/kg 2,36 p/kg 2,34 p/kg 2,54 p/kg 2,74 p/kg
44,04 kr/kg 50,68 kr/kg 53,62 kr/kg 70,69 kr/kg 98,44 kr/kg
verð allra tíma
París
Að undanfomu hefur óvenjulega
mikið horist á Rungis markaðinn í
París af fiski frá Austurlöndum. Það
er sérstaklega hinn silfraði fiskur
(Sabret Argent) sem setur svip sinn
á markaðinn. Mikið barst á markað-
inn af karfa og góðum laxi og var
hægt að merkja að laxinn stigi aðeins
í verði.
Fiskmarkaðir
Ingólfur Stefánsson
Innflutningsbann á bláskel
frá Japan
Borist hefur á markaðinn eitruð
bláskel frá Japan. Erfitt getur reynst
að gera rannsóknir á þessari skel
vegna þess aö taflð er að Japanir
blandi saman skel frá sýktum og
ósýktum svæðum. Ekki þarf sam-
kvæmt lögum að tilgreina hvar skel-
in er ræktuð. Nokkuð er um að skel
frá sýktum svæðum sé blandað sam-
an við skel af ósýktum. Eitrun þessi
veldur niðurgangi og í versta tflfelli
lömun.
Franskt fyrirtæki í Landes hefur
sett 50 millj. franskra franka í fyrir-
tæki til að reykja fisk. Aðallega er
gert ráð fyrir laxi frá Skotlandi og
Noregi til vinnslunnar. Hægt er að
framleiða 24 tonn á sólarhring af
reyktum laxi.
Um er að ræða sex reykhús á 10.000
ferm. svæði.
Blaðið Maru de Frans segir frá því
að í byggingu sé fiskeldisstöð við
Helgoland. Kvíarnar eru sagðar
282.000 fermetrar.
Vestur-Þjóðverjar landa
meiri fiski en áður
Vestur-Þjóðverjar lönduðu alls
165.500 tonnum og er það nálægt 17%
aukningu. Úthafsflotinn jók mest við
afla sinn og var með 62% alls aflans,
eins hefur sama aukning orðið hjá
heimaflotanum. Mest var aukningin
í þorski og var þorskurinn 40 þúsund
tonn, þar næst kom síldin með 30
þúsund tonn.
Bandaríkin
Verðhækkun hefur orðið svipuð og
spáð var í upphafi árs hvað varðar
þorsk og annan frystan fisk. Aftur á
móti lækkaði verðið á laxinum veru-
lega þegar frystur lax flæddi inn á
markaðinn.
Egilsstaðamaraþon
HÁLFT MARAÞON - 10 KM HLAUP
SKEMMTISKOKK
4 KM
íslandsmeistaramót í
maraþonhlaupi karla og kvenna
Verðlaunapeningar verða veittir öllum sem ljúka hlaupun-
um. Þrír fyrstu í hverjum flokki í keppnishlaupunum hljóta
áletraða verðlaunapeninga. Sigurvegarar í hverjum flokki
í keppnishlaupunum fá verðlaunabikar. Sigurvegarar karla
og kvenna í maraþonhlaupunum hljóta flugfarmiða meö
Flugleiðum.
Sérstök peningaverðlaun verða veitt þeim keppendum sem
ná 3 bestu brautartímum í maraþonhlaupinu.
1. sæti 55.000,-
2. sæti 25.000,-
3. sæti 15.000,-
Þátttökutilkynningar ásamt þátttökugjaldi berist til skrifstofu
UÍA, Lagarási 8, 700 Egilsstöðum, upplýsingar í síma
97-11353, í síðasta lagi 1. júlí. Skemmtiskokkið verður opið
fram að keppni.
45% afsláttur með Flugleiðum ef pantað er í gegnum skrif-
stofu UÍA.
Svefnpokagisting til staðar.
EGILSSTAÐA-MARAÞON er góður undir-
búningur fyrir
REYKJAVIKUR-MARAÞON sem fer fram
sunnudaginn 19. ágúst.
EGILSSTAÐA-MARAÞON fer fram í grös-
ugri og fallegri sveit.
Allir áhugasamir eru hjartanlega velkomnir,
sérstaklega er skorað á okkar ágætu höfuð-
borgarbúa að vera með.
ÚTIHLJÓMLEIKAR -
VÖRUMARKAÐUR -
SÝNINGARATRIÐI
STEMMNING í BÆNUM