Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1990, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 1990.
11
Marxisk innræting í íslenskum skólum:
Þegar lygamúrinn hrundi
Undir þessum fyrirsögnum rita
tveir aöilar athyglisveröar blaða-
greinar. Aöra ritar Siglaugur Bryn-
leifsson rithöfundur í Morgunblaö-
iö hinn 12. aprO sl. Hina Olafur Þ.
Stephensen stjórnmálafræðinemi í
Lesbók Morgunblaðsins þann 2.
júní sl. Hvaö ungur nemur gamall
temur, segir gamait máltæki. Það
er þvi ekki alveg sama hvemig
staðið er að því að uppfræöa æsku-
lýðinn, framtíð hverrar þjóðar.
Það er á vitorði allra sem vOja
við það kannast og skOja að marx-
isk innræting hefur átt sér stað hér
á landi í skólum, ekki síst í hinum
æðri, um áratuga skeið. Eins og ég
hef margoft bent á í blaðagreinum
var upphafið að þessum óhugnaði
við myndun viðreisnarstjórnar Ól-
afs Thors 1947 þegar hann afhenti
Brynjólfi Bjarnasyni menntamál-
in. - Síðan þá hefur aldrei verið
mynduð sú vinstri stjórn á íslandi
að kommúnistar hafi ekki beðið um
menntamáiin og fengið.
Svartur blettur
Á námsgagnastofnuninni ís-
lensku hvílir sá svarti blettur að
hafa dreift í skólana námsefni sem
aö verulegu leyti er marxisk fölsun
í sögu og samfélagsfræði.
Ég vona að Siglaugur Brynleifs-
son leggi mér það ekki Ola út þótt
ég taki upp nokkrar glefsur úr
grein hans, en hann segir meðal
annars: „Marxisk innræting var
grunnstefna skólakerfis Austur-
Evrópuríkjanna og þá fyrst og
fremst í sögu og samfélagsfræðum.
íslenskar kennslubækur í þessum
greinum eru sama merki brenndar.
Skólastefna og framkvæmd hennar
um stjómun og mótun efnisvals og
kennslu er grundvöUur hvers sam-
félags um heimsmyndina, þekk-
ingu á fortíð og nútíð. í engum
stofnunum samfélagsins er auð-
veldara að koma að kommúniskri
innrætingu eins og innan skóla-
kerfisins, með fölsun sögunnar og
samfélagsfræðanna. Til þess þarf
einnig starfslið eða kennara sem
hafa hlotið marxiska innrætingu.
Námsgagnastofnun dreifir bók í
grunnskóla landsins sem nefnist
„Samferða um söguna“, undirtitill
ætti að vera: Undir leiðsögn marx-
KjalJarinn
Þórður E. Halldórsson
fyrrv. lögregluþjónn
ismans. Sú bók er dæmigerð inn-
ræting marxiskrar söguskoðunar
og útlistun í þeim dúr.
Talsverður hluti íslenskrar
kennarastéttar virðist hafa fullan
hug á að láta ekki deigan síga um
kommúniska innrætingu og vinna
sem góðir alþýðubandalagsfélagar
og útbreiða fagnaðarerindið, nú
„lýéræðislegan sósíalisma" og að-
stoða forystusveit flokks síns við
að blása nýrri/gamalli lygi í hræið.
Og svo hrundi lygamúrinn og
margir þóttust sjá að heimsmynd
og hugmyndakerfi marxismans
væri hrunið, en ekki alþýöubanda-
lagsmenn/kommúnistar hér á
landi. Þeim hafði tekist á mörgum
árum að koma sér fyrir innan
veggja fjölmiðla ríkisins og afstaða
þeirra kom skýrast í ljós í hljóð-
varpsfréttum Ríkisútvarpsins.
Byltingarnar virtust einskonar
feimnismál fyrst í stað.
Þeir sem sáu um fréttaflutning-
inn virtust leitast við að gera þýð-
ingu atburðanna sem minnsta þeg-
ar byltingarástand hafði skapast í
Austur-Þýskalandi, Tékkóslóvakíu
og Rúmeníu og meginhluti frétta-
tíma evrópskra hljóðvarpsstöðva
helgaður byltingarfregnum þá virt-
ist oft á tíðum að reynt væri að fela
fréttirnar að austan og hafa frá-
sagnirnar sem stystar.
I staðinn voru langar útlistanir á
hinni svívirðilegu árás Bandaríkja-
manna inn í Panama, þar sem frels-
ishetjan og eiturlyíjasmyglarinn
Noriega réð ríkjum í krafti fölsaðra
kosningaúrslita og hers. Það virtist
sem fréttir af baráttunni við her-
sveitir ótínds glæpamanns væru
þýðingarmeiri en fregnir af bylt-
ingunum 1989.“
„Kemur þér það við?“
í sinni grein segir Ólafur Þ.
Stephensen m.a. þetta: „Forsvars-
menn hinnar opinberu námsbóka-
útgáfu íslenska ríkisins, Náms-
gagnastofnunar, mættu líka glugga
í hillurnar hjá sér og velta fyrir sér
hvort þar sé ekki ein og ein bók sem
orðin sé hlægileg í ljósi breyttra
aðstæðna í heiminum og þótt fyrr
hefði verið.
Þó að marxisminn hafi nú verið
á fallanda fæti um árabil, er ekki
lengra síöan en tæp tvö ár, að hin
opinbera námsbókaútgáfa gaf út
bók danans Björns Förde, „Kemur
þér það við?“ sem er enn eitt ritiö
skrifað í anda marxisma, ætlað 11
til 15 ára skólabörnum. Þar er gefin
hin alkunna skýring marxista á
eymd þriðja heimsins, að vestræn-
um stórfyrirtækjum og heims-
valdastefnu Evrópuríkja sé um að
kenna.
Þar sem fjallað er um einræði og
kúgun í heiminum, eru ríki Aust-
ur-Evrópu, Kína, Vietnam og fleiri
ríki, þar sem kommúnistar hafa
gert sig seka um ótrúlega grimmd,
ekki nefnd á nafn. Hluti sannleik-
ans er falinn með því að láta hann
ósagðan. Þessi útgáfa er því athygl-
isverðari, að hún er að hvatningu
Félags Sameinuðu þjóðanna á Is-
landi, sem beitti sér fyrir því að til
hennar fengist styrkur frá Nor-
ræna menningarmálasjóðnum.“
Áföll vinstri flokkanna
Framanritaðar tilvitnanir í
greinar þeirra Siglaugs og Ólafs,
sem eru þó ekki nema lítið sýnis-
horn, tek ég upp í þeim tilgangi að
þær komi fyrir augu fleiri en þeirra
sem lesa Morgunblaðið. Mig undr-
ar raunar stórlega hvað hægri
sinnað fólk á íslandi virðist gefa
þessum málum lítinn gaum. Ég
geng þess ekki dulinn að fjöldi fólks
er meðvitandi um þau. Sú sorglega
staðreynd blasir við að eina dag-
blaðið á íslandi sem telur sig styðja
málstað hægri manna, Morgun-
blaðið, er á síðari árum orðið rusla-
kista vinstri sjónarmiða. Maður
flettir naumast svo Morgunblaðinu
aö þar blasi ekki við áróðursgrein-
ar framámanna vinstri flokkanna.
Sú fáránlega mynd blasir við, að
vinstri pressan, Þjóðviljinn, Al-
þýðublaðið og Tíminn lifa á opin-
berum framlögum úr sameiginleg-
um sjóði þegnanna, ríkissjóði, en
nota svo Morgunblaðið sem mál-
gagn. Nýlega fengu þeir aukið
framlag til útgáfunnar úr sama
sjóði.
Nú hafa kommúnistar nýlega
orðið fyrir miklu áfalli, móðurskip-
ið í austri strandað og er að brotna
í spón, aðdáendurnir hér á landi
eru að leysast upp í frumeindir,
aðeins lítið brot eftir undir stjórn
Svavars Gestssonar og Hjörleifs.
Formaðurinn stokkinn frá borði
eins og rottan sem flýr sökkvandi
skip. Friðarsamtök kvenna fallin
fyrir borð. Samtökin um kvenna-
lista að veslast upp í málefnaleysi.
Formaður Alþýðuflokksins gengur
með veggjum á rauðu ljósi, harm-
andi raunir sínar vegna vitlausrar
afstöðu til nýlokinna sveitarstjórn-
arkosninga, þar sem honum tókst
að hrekja frambjóðanda flokksins
út úr borgarstjórn í Reykjavík.
Ekki tókst betur til með hið nýja
framboð Nýs vettvangs.
Það er álit margra sjálfstæðis-
manna að framganga formanns
þeirra samtaka hafi með frekju
sinni og ruddalegri framkomu í
umræðum gerst besti stuðnings-
maður Sjálfstæðisflokksins.
Ríkisútvarpið
Þrátt fyrir öll þessi áföll er reynt
að lappa upp á hjörðina og allt gert
til að koma því inn hjá almenningi
að nú eigi að vinna undir slagorð-
unum „lýðræðislegur sósíahsmi".
Með þvi er játað að lýðræðið í
austri hafi ekki verið sem trúverð-
ugast. En sporin hræða. Hver á svo
sem að trúa því að þessir „fyrrver-
andi“ Stalinsdýrkendur hafi allt í
einu kastað trúnni?
Hættan er ekki liðin hjá. Á meðan
skólakerfið er enn í höndum Svav-
ars Gestssonar og kommafjölskyld-
umar eru alls ráðandi á Ríkisút-
varpinu er ekki von mikilla raun-
hæfra breytinga. Flestum ætti að
vera í fersku minni framvinda
Sturlumálsins, Sjafnarmálsins og
ósköpin sem gengu á út af ráðningu
Hannesar H. Gissurarsonar stjórn-
málafræðings til starfa við Háskóla
íslands. Það var eins og minkur
hefði komið inn í hænsnahús, slíkt
var fjaðrafokið við tilraunina til að
hrekja hann þaðan í burtu.
Það er sama hvert litið er í ís-
lensku stjórnkerfi í dag, alls staðar
er sama sagan að gerast, sérstak-
lega þar sem kommúnistar hafa
yfirráð, nýjasta dæmið er frá skóg-
ræktarstöðinni að Mógilsá. -
Fantabrögðum og yfirgangi komm-
únista hnnir ekki fyrr en þeir eru
hraktir úr núverandi ríkisstjóm.
Það væri verðugt verkefni fyrir
núverandi útvarpsstjóra að fylgjast
betur meö hvað starfshð útvarps-
ins er að gera heldur en að sýna á
skermi sjónvarpsins einhverjar
kannanir á því hvað Ríkisútvarpið
er fuhkomnari og betri stöð en Stöð
2, það gengur ekki í notendur.
Eg vil skora á fólk almennt að
vera sér úti um greinar Siglaugs
og Ólafs og einnig hægri sinnað
fólk að láta frá sér heyra meira en
verið hefur um þessi mál.
Þórður Halldórsson
„Sú sorglega staöreynd blasir við að
eina dagblaðið á íslandi sem telur sig
styðja málstað hægri manna, Morgun-
blaðið, er á síðari árum orðið rusla-
kista vinstri sjónarmiða.“
V:,,C*w”wMá\n'm9
-SF*.
Wa™’"9 / 2B%
v
Wálmnga’
v Z7' J X,
fVf•• /m. ■sTu-k
ý
;i sértilboð gilda
til 16. júní
BYGGINGAMARKAÐUR
VESTURBÆJAR
Hringbraut 120
sími 28600