Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1990, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1990, Page 3
FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 1990. Dans- staðir Bjórhöllin Gerðubergi 1 Lifandi tónlist alla fimmtudaga, fóstudaga og laugardaga. Danshúsið Glæsibær Álfheimum, sími 686220 Dansleikur föstudags- og laugar- dagskvöld. Danshöllin Um helgina er diskótek á 1. hæö og Dansdúett Önnu Vilhjálms leikur fyrir dansi á 2. hæð. Casablanca Diskótek fóstudags- og laug- ardagskvöld. Dans-Barinn Grensásvegi 7, sími 688311 Opiö fimmtudags-, föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld. Tónlist sjöunda áratugarins í há- vegum höfö. Gikkurinn Ármúla 7, sími 681661 Lifandi tónlist um helgar. Hollywood Ármúla 5, Reykjavík Diskótek föstudags- og laug- ardagskvöld. Hótel Borg Pósthússtræti 10, Reykjavík, simi 11440 Diskótek fóstudags- og laug- ardagskvöld. Skálafell, Hótel Esju, Suðurlandsbraut 2, Reykja- vík, sími 82200 Guðmundur Haukur leikur föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld og nk. fimmtudagskvöld. Opið öll kvöld vikunnar. Hótel ísland Ármúla 9, simi 687111 Sumarkabarett Hótel íslands, „Miðnæturblús", verður frum- sýndur laugardaginn 23. júni nk. Hljómsveit hússins leikur fyrir dansi. Hótel Saga Göran Palms kvartett spilar á Mímisbar í kvöld. Keisarinn, Laugavegi 116 Opiö öU kvöld. Diskótek og hljómsveitaruppákomur um helgar. Laguna og café krókódíll Diskótek um helgina. Ölver Álfheimum 74, s. 686220 Opið fimmtudags-, föstudags-, laugardags- og sunnudags- kvöld. Úrval - verðíð hefur lækkað 19 Toyota-dagurinn: Trjárækt og skemmtihátíð Greifamir hefja hring- ferð í Næturklúbbnum Greifarnir eru að koma fram á sjónarsviðið á ný. Á næstu dögum er væntanleg hljómplata með þeim og í kjölfarið verður farin hringferð um landið. Ferðalagið hefst í Reykjavík næstkomandi föstudags- og laugardagskvöld, nánar tiltekiö í Næturklúbbnum. Fyrir þá sem ekki kannast viö Næturklúbbinn skal þaö tekið fram að hann er á efstu hæð Sport- klúbbsins við Borgartún 32 þar sem Klúbburinn var í gamla daga. Und- anfarna daga hafa unglingar skreytt staðinn að vild, enda er hann eins og sniðinn að kröfum Greifanna sem eru vandir að vdrð- ingu sinni. Næturklúbburinn verð- ur þvd opnaður með heilmikilli vdð- höfn þegar Greifarnir geysast um svdöið 22. og 23. júní næstkomandi. Landsmót harmóníkuunnenda: Allar nikkur þandar til hins ýtrasta Jóhaimes Siguijónsson, DV, HúsavBc Það er vdst óhætt að segja að nikk- ur í hundraðatab verði þandar til hins ýtrasta dagana 22.-24. júní en þá fer fram landsmót Félags har- móníkunnenda að Laugum í S- Þing. Þetta mun vera fjórða lands- mót félagsins. Ellefu harmóníkufélög munu koma fram á tónleikum á föstudag og laugardag og öll félögin munu síðan koma fram með hljómsveitir á dansleikjum bæði kvöldin. Góður gestur mun koma fram á mótinu, sænski harmóníkusnillingurinn Nils Flacke, og mun hann halda tvenna tónleika. Á Laugum er öll aðstaða til móts- haldsins hin ákjósanlegasta- og væntanlega verður veðriö gott, eins og á hinum fyrri landsmótum. Hótel Saga: Sænskur harmóníku- djass á Mímisbar I kvöld, fóstudagskvöldið 22. júni, mun sænskur djasskvartett leika á Göran Palms-kvartettinn sem skemmtir gestum Mímisbars á Hótel Sögu. Mímisbar á Hótel Sögu. Það er Göran Palms-kvartettinn sem leik- ur. Það sem gerir þennan kvartett nokkuð sérstakan er að leiðandi hljóðfærið í hljómsveitinni er harmóníka. Hljómsveitin hefur leikið saman frá árinu 1980 og leikur að mestu hefðbundinn djass frá árunum 1950-1960. Göran Palm, sem fer fyr- ir kvartettinum, er harmóníkuleik- arinn og þykir mjög ílinkur á sitt hijóðfæri. Vakti hann strax mikla athygli þegar hann kom fyrst fram í dagskrá sænska útvarpsins en þar er hijómsveitin tíður gestur. Stuðmenn verða meðal skemmtikrafta á útihátiðinni í Varmalandi. Þrír Spaugstofumenn, Sigurður Sigurjónsson, Örn Árnason og Karl Ágúst Úlfsson. í gegnum grínmúrinn Gamanleikurinn í gegnum grin- múrinn, sem er afkvæmi Spaug- stofunnar, verður sýndur á þremur stöðum um helgina. í kvöld verður sýning í Skálavík í Bolungarvík, annað kvöld í Alþýðuhúsinu á ísafirði og sunnudagskvöld í Fé- lagsheimihnu, Hvammstanga. I gegnum grínmúrinn er eftir Spaugstofuleikarana Karl Ágúst Ulfsson, Pálma Gestsson, Randver Þorláksson, Sigurö Siguijónsson og Örn Árnason. Um er að ræða tæplega tveggja stunda gleðileik sem byggður er upp á laustengdri röð spaugilegra atriða sem tengd eru söng, hljóð- færaslætti og ljósagangi. Meðal persóna, sem koma fram í sýning- unni, eru Pétur Tryggvason frétta- stjóri, Kristján Ólafsson neytenda- frömuður, rónamir Bogi og Örvar, Friðmar C. Gauksson matreiðslu- maður, Ragnar Reykás og Erlendur fréttamaður, Friðrik Eyjólfsson íþróttafréttamaður og margir fleiri. Þá verður einnig haldið áfram leit- inni að léttustu lundinni sem er samstarfsverkefni Spaugstofunnar og Samstarfshóps um sölu lamba- kjöts. í tilefni 25 ára starfsafmælis á þessu ári efnir Toyota á íslandi til tijáræktar- og skemmtihátíðar aö Varmalandi í Borgarfírði laugar- daginn 23. júní. Dagurinn veröur helgaður gróðri og landgræðslu og ætlar Toyota á íslandi aö gróður- setja víðsvegar um landið um fjórt- án þúsund plöntur eða eina plöntu fyrir hvern Toyota-eiganda í landinu. Skemmtihátíðin verður svo í Varmalandi í Borgarfirði. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá meö skemmíiatriðum, gönguferö- um, gróðursetningu, tónlist, íþrótt- um, leikjum og grillveislu. Það er því tilvalið að taka daginn snemma og eiga ánægjulega dagstund í Var- malandi. Skemmtidagskráin sem stendur frá kl. 15-18 á laugardaginn verður fjölbreytt. Þeir sem koma fram eru Steingrímur Hermannsson forsæt- isráðherra sem flytur ávarp. Ann- að ávarp mun fulltrúi frá Toyota í Japan flytja. Þá fer fram gróður- setning. Eftir að búið er að gróöur- setja koma fram Jóhannes Kristj- ánsson, eftirherma, Stuðmenn, Toyota-tríóið (Steindór Hjörleifs- son, Valdimar Örnólfsson og Flosi Ólafsson) og Jón Páll Sigmarsson. Þá veröur börnum boöiö á hestbak og listflug framiö. Að lokum verður boðið til mikillar grillveislu. Það er alveg víst að ef veðurguðir lofa ætti að ríkja mikil útihátíðar- stemmning að Varmalandi á laug- ardaginn eins og sjá má af upptaln- ingu á því sem er á dagskrá. Sálin hans Jóns míns. Sálin í Stapa og Lyngbrekku Sáhn hans Jóns míns heldur um helgina áfram landsyfirreið sinni og kemur fram á tvennum miðnæt- urhljómleikum um helgina. Á föstudag heldur sveitin á Suður- nesin og leikur þar um kvöldið í Félagsheimilinu Stapa. Á laugardagskvöld verður hljóm- sveitin í Vesturlandsfjórðungi og treður upp í Félagsheimilinu Lyng- brekku. A efnisskrá eru að vanda lög af útkomnum plötum sveitar- innar en einnig verður kynnt nýtt efni sem væntanlegt er á næstunni. Heilmikil stækkun hefur orðið á veitingastaðnum Tveir vinir og einn i fríi. Tveir vinir og einn 1 trn Iifandi tónlist í stækkuðum húsakynnum Um síðustu helgi var opnaðurnýr og stærri salur í veitingahúsinu Tveir vinir og einn í fríi að Lauga- vegi 45. Nýi salurinn er rúmgóður með sviöi fyrir skemmtikrafta, litlu dansgólfi og þægilegri koníaks- stofu. Þama verður sem fyrr boðið upp á lifandi tónlist öll kvöld þar sem þekktir tónlistarmenn skemmta. Salurinn er opinn öll kvöld frá kl. 18 og á matseðli verður áhersla lögð á fondue-rétti. Litli salurinn verður áfram opinn á daginn með kaffl og léttum veitingum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.