Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1990, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1990, Page 4
4 FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 1990. Fréttir________________________________________________________________________________________pv Forsætisráðherra skipar nefnd um sameimngu árfestingarlánasj óða: Framkvæmda-, Hskveiða- og Iðnlánasjóður í eina sæng - hugsanlegt að sameina alla Qárfestmgarsjóðina í einn stóran sjóð Steingrímur Hermannsson forsæt- isráðherra hefur ákveðiö að skipa nefnd sem ætlað er að gera tillögur um með hvaða hætti hægt verði að sameina fjárfestingarlánasjóði ríkis- ins. Helst er rætt um sameiningu Framkvæmdasjóðs, Fiskveiðasjóðs og Iðnlánasjóðs en einnig hefur verið rætt um hugsanlega allsheijarsam- einingu. Ef af yrði risi upp sjóður með um 60 milljarða útlán eða lána- stofnun á stærð við íslandsbanka og Búnaðarhanka til samans. „Eigandi sjóðanna, það er ríkið, verður að taka þessa ákvörðun. Þessi gamla hugmynd hefur strandað alla tíö á því að leitað hefur verið eftir áliti sjóðsstjórnanna og út úr því hefur ekkert komið,“ sagöi Bolli Héð- insson, efnahagsráðgjafi Steingríms Hermannssonar, um hvemig staðið verður að sameiningu einhverra eða allra sjóðanna. Framkvæmdasjóður stendur illa Eins og DV hefur greint frá stendur Framkvæmdasjóður mjög illa eftir að hafa tapað umtalsverðum fjár- hæðum á Alafossi og fyrirséð er að staða sjóðsins á eftir að versna enn þegar áfóll vegna íjöldagjaldþrota í fiskeldi ríða yfir hann. „Hugmyndir um að sameina sjóð- ina er miklu eldri en þessi vandræði Framkvæmdasjóðs. Það má því ekki láta stöðu Framkvæmdasjóðs nú rugla þessa umræðu. Hitt er meira um vert að þessir sjóðir nýtist til þeirra verkefna sem em arðbær hverju sinni,“ sagði Bolli. Á aðalfundi Iönlánasjóðs kynnti Jón Sigurðsson iðnaöar- og við- skiptaráðherra fyrirhugaða löggjöf um fjárfestingarlánasjóöina og sagð- ist vona að hún yrði til þess að for- ráðamenn sjóðana mættu auknum kröfum með sameiningu þeirra. Forráðmenn iðnaðarins notuðu tækifærið til að lýsa því yfir að þeir teldu að þeir ættu hlut að Iðnlána- sjoði þar sem hann hefði verið byggð- ur upp með Iðnlánasjóðsgjaldi á iðn- aðarfyrirtæki. Ekki allir hrifnir „Iðnlánasjóðsgjald er bara skattur sem ríkið ákvað að leggja á iðnaðinn og ráðstafa með þessum hætti,“ svar- aði Bolli Héðinsson þessari rök- semdafærslu iðnaðarins. Þrátt fyrir að hugmyndir um sam- einingu fj árfestingarlánasj óðanna hafi verið ræddar í ríkisstjóm hafa þær ekki verið bomar upp við stjórn- armenn sjóðana nema að Utlu leyti. Ólafur Davíösson, stjórnarmaður í Iðnlánasjóði, sagði að ekki hefði ver- ið leitað eftir áliti stjórnar Iðnlána- sjóðs. Hann sagðist ekki vera hrifinn af hugmyndum um að ríkið tæki ákvörðun um sameiningu sjóðanna og allra síst ef sameina ætti þá alla. Ólafur var heldur ekki hrifinn af sameiningu Iðnlánasjóös, Fiskveiða- sjóðs og Framkvæmdasjóðs þar sem Iðnlánasjóður og Fiskveiðasjóður væru ólikir sjóðir sem hefðu verið byggðir upp á mismunandi hátt. Framkvæmdasjóður væri hins vegar ekki annað en hluti af ríkinu og sam- eining við hann væri síður en svo freistandi eins og staöa hans er í dag. -gse Aösókn að tjaldstæðinu í Laugardal eykst: „AIK ágætis fólk sem hing- að kemur“ „Ég var að reikna það út aö það hefur orðið 18 prósent aukning á komu feröamanna hingað á tjald- stæðið. Þá er miðað við aukningu í júní miðað við sama tíma í fyrra. í fyrrinótt gistu hér um 300 manns og eins og ávallt er hér friður og spekt. Þetta er upp til hópa ágætis fólk,“ sagði Árni Pétursson, tjaldstæðis- vörður á tjaldstæðinu í Laugardal viöDV. Glaöasólskin var en nokkur strekkingur. Töluvert var af tjöldum og eitthvað af ferðafólki að dytta að útbúnaðinum, snæða eða slappa af. Að sögn Áma voru Þjóðverjar 40 prósent gesta tjaldsvæðisins í júní. Frakkar koma skammt á eftir. Ámi vildi taka það fram að íslendingar notuðu sér í auknum mæli þjónustu tjaldsvæðisins enda væri þar allt sem ferðamaður þyrfti á að halda. Gisting fyrir tvo í tjaldi kostar 450 krónur yfir nóttina. „Það em ekki endilega peningar sem ráða því aö fólk fer í tjaldferða- lög. Fólk virðist bara hafa valið sér þennan ferðamáta. Annaðhvort hef- ur það vanist honum eða þá að því finnst það upplifa meira og eiga meira spennandi frí ef það gistir í tjaldi." -hlh Aðsókn að tjaldstæðinu í Laugardal hefur aukist frá i fyrra. íslendingar eru farnir að láta meira á sér bera. DV-mynd BG í dag mælir Dagfari Yffir til þín, Davíð Stöð tvö hefur sent Reykjavíkur- borg sérkennilegt erindi. Stöðin óskar eftir því að borgin gangist í ábyrgð fyrir tvö hundruð milljóna króna láni sem Stöðin ætlar að taka einhvers staðar þar sem hún hefur ennþá lánstraust. Erindið er ein- kennilegt vegna þess að menn vissu ekki betur en að Stöð tvö ætti inn- angengt í íslandsbanka, eftir að Verslunarbankinn var innlimaður í þann banka, en síðasta skrefið í þeirri innöngu var einmitt að ganga þannig frá málum Stöðvar- innar og bankans að allir endar voru hnýttir. Það var þá sem kraftaverkamanninum og banka- ræningja aldarinnar var bolað í burtu, vegna þess að hann hafði rænt bankann, og aðrir menn voru fengnir til aö kaupa Stöðina til að bankinn yröi ekki rændur í fram- tíðinni. Allt voru þetta traustir máttar- stólpar í viðskiptalífinu og ekki var annað að heyra en að vellríkir kaupahéðnir kepptust um að fá aðild að þessu auðfélagi sem Stöðin sýndist vera og komust færri að en vildu. Þess vegna hélt Dagfari að mál Stöðvar tvö væru komin í höfn og ekki þyrfti framar að hafa áhyggjur af tjármálum Stöðvarinn- ar, hvað þá ábyrgðum. Maður skilur vel að íslandsbanki vilji ekki láta ræna sig endalaust og maður skilur það vel að það þarf ábyrgðir á bak við lán. Þetta vita þeir í íslandsbanka, þótt þeir í Verslunarbankanum hafi ekki áttað sig á því þegar fyrrum sjón- varpsstjóri Stöðvarinnar gekk þar um sali og rændi bankann á nóttu jafnt sem degi. En eru ekki nýju eigendurnir ábyrgðarmenn fyrir sínum hlutafjárkaupum? Eru þeir ekki færir um að standa ábyrgir gerða sinna þegar gróðafyrirtækið, sem þeir keyptu til að skera Versl- unarbankann niður úr snörunni, þarf aö halda starfseminni gang- andi? Mann rekur eiginlega í rogastans þegar í ljós kemur að mennimir, sem böðuðu sig í sviðsljósinu og slettu fram nokkur hundruð millj- ónum króna við eigendaskiptin, eiga allt í einu ekki veð fyrir lán- tökum sínum og verða að leita á náöir borgarinnar til að hafa lánst- raust í sínum eigin banka? Það er greinilega auðveldara að reka sjón- varpstöð ef maður á ekki neitt, eins og fyrrum sjónvarpsstjóri, heldur en að eiga allsnægtir án þess aö hafa efni á því að eiga sjónvarps- stöð. Reykjavíkurborg er að athuga málið. Hún þarf vitaskuld að vera viðmótsþýð við þá einstaklinga sem eiga mikið undir sér og hafa hundruð milljóna í handraðanum til að kaupa hlutabréf í fyrirtækj- um. Borgin má ekki við því að móðga trausta skjólstæðinga, sem ekki hafa efni á því að eiga sjón- varpsstöðina sem þeir höfðu efni á að kaupa. Það er nefnilega mikill munur á því hvort menn hafa efni á að kaupa eða hvort þeir hafa efni á að eiga, og ríkir menn og vel látn- ir borgarar geta ekki veðsett eignir sínar fyrir lánum sem þeir taka fyrir fyrirtæki sem þeir hafa keypt en hafa ekki efni á að reka. Yfir til þín, Davíð, segja sjón- varpseigendurnir og telja nú greinilega fullt tilefni til þess að borgarsjóður og Reykvíkingar al- mennt gangi í ábyrgð fyrir Stöð tvö, sem þeir ætla sjálfir að hagn- ast á þegar búið er að taka lán á kostnað þeirra sem ekki eiga stöð- ina. Þannig er jú bisnessinn. Þeir sem eiga gróðafyrirtækin eiga ekki að þurfa að taka áhættu af því að eiga þau. Þeir mega að vísu græða ef hagnaðurinn verður af rekstrin- um, en þeir eiga ekki að þorga tap- ið ef reksturinn gengur illa. Þetta sjá allir og skilja og ekki síst borg- arstjóm Reykjavíkur, sem hefur ríkar skyldur gagnvart þeim fyrir- tækjum og þeim einstaklingum sem tapa á því að græða. Eða græöa á þvi að tapa. Yfir til þín, Davíð, segja þeir á Stöð tvö og enda þótt Morgunblaðið sé meö múður og vísi til einhverrar stefnu eða principa þá gilda engin princip þegar bisnessinn er annars vegar. Þá verður hver að bjarga sjálfum sér og það gera menn með því að biðja aðra um að taka ábyrgð á því að þeir bjargist. Svo mega menn heldur ekki gleyma því að ef meirihluti borgarstjómar bjarg- ar Stöðinni þá mun Stöðin bjarga meirihlutanum og það er ekki ónýtt að hafa heila sjónvarpsstöð sem bandamann með því að ábyrgjast að hún ábyrgist sig. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.