Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1990, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1990, Síða 11
FIMMTUDAGUR 5. JÚLl 1990. 11 Utlönd Sjálfstæðisbarátta Eystrasaltsríkjanna: A brattann að sækja Sextán vikna langt þrátefli milli sovéskra yfirvalda og ráðamanna í Eystrasaltsríkjunum hefur ekki leitt til lykta mörg ágreiningsefni deiluað- ila og enn eiga hin sjálfstæðissinn- uðu Eystrasaltsríki á brattann að sækja, að mati bandarískra sérfræð- inga. En í þessari deilu hafa báðir aðilar sýnt og sannað að hvorugur getur neytt vilja sínum upp á hinn. Málamiðlun Eitthvað dró úr spennunni milh sovéskra stjórnvalda og yfirvalda í ríkjunum þremur í síðustu viku þeg- ar litháiska þingið féllst á eitt hundr- að daga frest gildistöku sjálfstæðis- yfirlýsingar sinnar frá 11. mars síð- astliðnum. Þingið samþykkti að gildistöku yfirlýsingarinnar yrði frestað frá upphafi formlegra við- ræðna við Moskvuvaldið, hvenær sem þær svo hefjast. Sovéska stjórn- in hét því í staðinn að létt yrði á efna- hagsþvingunum þeim sem hún hefur beitt Litháa síðustu vikur. „Þetta var.. .pólitísk málamiðlun og forðaði báðum frá álitshnekki. En með þessu hafa í raun og veru ekki nein ágreiningsefni verið útkljáð og erfiðustu viðfangsefnin eru fram- undan,“ sagði einn embættismaður bandaríska utanríkisráðuneytisins. Litháar gefa eftir Fréttaskýrendur segja að Litháen hafi gefið meira eftir í kröfum sínum en sovésk yfirvöld til að ná þeirri stöðu sem nú er komin upp í sjálf- stæðisdeilunni. Það kann að koma Gorbatsjov Sovétforseta vel, ekki síst nú þegar harðlínumenn gera harða hríð að honum og stefnu hans á yfir- standandi þingi sovéska kommún- istaflokksins. „Litháar höíðu fárra annarra kosta völ. Þeir stóöu einir í baráttu sinni Leiðtogafundur iðnríkja: Búist við óeiningu Leiðtogar sjö mestu iðnríkja heims koma saman til fundar í næstu viku. Búist er við að á fundinum , sem haldinn verður í Bandaríkjunum, verði talsverð ósamstaða um ýmis málefni. Sérstaklega má gera ráð fyrir því að óeining verði um hugsanlega efnahagsaðstoð til ríkja Austur- Evrópu og Sovétríkjanna. Stjórnvöld Vestur-Þýskalands, Frakklands og Ítalíu vilja koma því til leiðar að vestræn ríki láti af hendi andvirði 15 milljarða dollara í efnahagsaöstoð til Sovét- ríkjanna á næstu árum. En hin ríkin, Bandaríkin, Kanada, Japan og Bretland, eru ekki tilbúin til þessa fyrr en Sovétstjórnin komi betri skipan á efnahagsstjórn landsins. En efnahagsaðstoðin er ekki eina málið sem líklegt er að erfitt verði að komast að samkomulagi um á leiðtogafundinum. Einnig eru nefnd til málefni eins og umhverfisvernd, umbætur á landbúnaðarviðskiptum land- anna, lán til Kína og hvort skuld- um Póllands við mörg vestræn- ' ríki skuli aflétt. Þessi fundur leiötoganna er sá fyrsti eftir hinar miklu umbætur sem átt hafa sér stað í Austur- Evrópu að undanfornu. Talið er að þær staðreyndir muni setja mark sitt á fundinn. Georg Bush Bandarikjaforseti vill setja hugmyndina um frjáls- ari tolla í alþjóðlegum viöskipt- um á oddinn á þessum fundi. Fundurinn, sem haldinn verður í Houston, hefst á mánudaginn í næstu viku. Sjálfstæðissinnar í Lettlandi, einu þriggja Eystrasaltsríkjanna, fagna þeirri ákvörðun sovéskra stjórnvalda að af- létta efnahagsþvingunum gegn nágrannalýðveldinu Litháen. Símamynd Reuter ur fulltrúa Moskvu og Vilníus heíj- ast. Litháar vilja að sameiginleg sendinefnd allra þriggja Eystrasalts- ríkjanna setjist að samningaborðinu með Moskvu en að sögn embætt- ismanna í lýðveldinu eru sovéskir ráðamenn því andvígir. Talsmaður forsætisráðherra Litháens sagði í vikunni að þrátt fyrir þessa andstöðu mundi Litháen halda áfram að þrýsta á um sameiginlega sendinefnd. For- sætisráðherrar ríkjanna þriggja munu koma saman til fundar um næstu helgi. Sovétvaldið vill aðskilja ríkin í komandi viðræðum, ræða við full- trúa hvers fyrir sig í einrúmi. Sovét- stjómin vonast enn eftir því að fá Litháa til aö samþykkja aukið sjálfs- forræöi - sérstöðu innan sovéska ríkjasambandsins - en án fulls sjálf- staeðis. Litháar hafa aftur á móti sagt að þeir séu engan veginn reiðubúnir að fallast á slíkar hugmyndir. Reuter og voru að auki beittir efnhagslegum þvingunum,“ segir Dimitri Simes, sérfræðingur í málefnum Sovétríkj- anna, við Carnegie-stofnunina. Þetta þrátefli hefur gefið Gor- batsjov tækifæri til að sýna vald sitt til að beita lýðveldi landsins ströng- um efnahagsþvingunum. „Sovét- menn hafa sýnt styrk sinn og bælt niður róttækar hugmyndir um tafar- lausan aðskilnað Eystrasaltsríkj- anna,“ sagði fyrmefndur embætt- ismaður bandaríska utanríkisráðu- neytisins. En það hefur líka haft í fór með sér vaxandi óvild og fjandskap sem gæti komið sovéskum ráða- mönnum í koll síðar meir. Þá hafa Litháar með afstöðu sinni í þessari deilu sýnt að ekki er hægt að þvinga þá til að gefa upp sjálfstæðisdrauma sína. Embættismaðurinn kvaðst trúa því að fyrr eða síðar fengju Eystrasalts- ríkin þrjú- Litháen, Lettland og Eist- land - sjálfstæði. Öll voru þau inn- limuð í Sovétríkin árið 1940 sam- kvæmt leynilegum samningi Sovét- ríkjanna og Þýskalands nasista. Lett- land og Eistaland hafa ekki gengið eins langt í sjálfstæðisbaráttunni og Litháen. Þing Litháens lýsti yfir taf- arlausu og skilyrðislausu sjálfstæði í mars. Hin Eystrasaltsríkin tvö fara sér hægar og hafa ákveðið að vinna að sjálfstæði í áfóngum. Óvissa um framtíðina Allsendis er óljóst hvenær viðræö- |Ríga >S OVETRIKIN Moskva • Hvíta- Rússland\ • Minsk Rússland DVJRJ Eystrasaltsrikin þrju - Eistland, Lettland og Litháen - hafa staðið í baráttu við sovésk yfirvöld um sjálfstæði. Rosaleg rýmingarsala! ISú rýmum við fyrir nýjum gerðum og seljum á BOmVERÐI BYGGINGAMARKAÐUR VESTURBÆJAR Hríngbraut 120 úmi 28600 Lykkju- Filt- Stök teppi Uppúrklippt Uppúrklippt Gólf- teppi teppi 100% ull teppi og lykkja dúkur frá kr. frá kr. 30% afsl. Ath. Einnig frá kr. frá kr. frá kr. 465 320mj stórar stærðir, t.d. 3x4 m 948mi 1325* 450 Sphinx ALLT SETTIÐ! Hvít Europa hreinlœtistœkja,/setf/ frá Sphinx á hreint frábœru verði kr: rltNOBMANN ftllT Suðurlandsbraut 20 • Sími 83833

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.