Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1990, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1990, Síða 12
12 FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 1990. Spumingin Hvaða lið hefur staðið sig bestáHM? Þráinn Magnússon 9 ára: Argentína er best af því að Maradona er í því liði. Pálmi Sverrisson 10 ára: Ég horfði ekki á alla leikina en mér finnast Kamerún og Ítalía best. Selma Jónsdóttir hárgreiðsludama: Ég veit ekki einu sinni hvað liðin heita því ég hef ekki fylgst með. Guðrún Hanna Ragnarsdóttir hús- móðir: Ég hef ekkert horft á HM og hef engan áhuga á fótbolta. Sæþór Matthíasson 13 ára: Vestur- Þýskaland hefur staðið sig best. Þeir eru bestir og þeir verða heimsmeist- arar. Björgvin Jónsson 13 ára: Vestur- Þýskaland og ég held að þeir vinni. Maradona er samt besti leikmaður HM. Lesendur Ríkisstjómln leitar leiða til að sitja: Líka hjá láglaunalýðnum vegna ferðalaga. Þar má einnig telja aðrar skyldar sporslur eða ítök hjá hinum og þessum fyrirtækjum. Forsætisráðherra hefur upplýst að ýmsum hugmyndum hafi verið varp- að fram af aðilum vinnumarkaðarins um að t.d. ASÍ vinni að því að laun- þegar gefi eftir af launum sínum á haustdögum. - Og þrátt fyrir að for- seti ASÍ hafi nú nýlega neitað að við- urkenna að þessi hugmynd hafi verið sett fram af Alþýðusambandinu játar hann þó í hinu orðinu að þetta hafi svo sem verið rætt og telur upp geng- ishækkun, bensíngjald, að skólaæsk- an njóti brottfalls virðisaukaskatts, jöfnunargjald á innfluttar vörur. - „Við höfum gert ríkisstjórninni grein fyrir því að við séum að fjalla um slíkar hugmyndir í launanefnd en við höfum ekki lagt neinar tillögur á borð hennar." Þetta segir svo forseti ASÍ þegar hann er inntur eftir hvort ríkis- stjómin hafi ekki óskað eftir að hræra í launum almennings og bætir við að engar samningsbundnar kauphækkanir verði í haust; þær séu ekki fyrr en 1. des. nk.! - Það væri vel við hæfi að stærstu launþegasam- tök landsins notuðu dagsetninguna 1. desember, fullveldisdaginn, til að afgreiða beiðni frá óvinsælustu ríkis- stjórn allra tíma á íslandi um að stýfa af launum umbjóðenda sinna að þeim forspurðum. Við skulum alveg vera viðbúin þessum aðgerðum, hvað sem hður yfirlýsingum stjórn- valda og þeirra sem hvað dyggilegast hafa hjálpað þeim til að sitja, meira að segja umboðslausum. Tómas Sigurðsson skrifar: Það er ekki ein báran stök hjá þess- ari aumu ríkisstjórn sem við höfum fengið yfir okkur með svikum og prettum (stofnuð með óvissum meirihluta sem svo fékkst síðar með hrossakaupum). Eftir að ráðherrar gera sig bera aö því að svíkja gerða samninga gagnvart svokölluðu BHMR-hði ætlar hún líka að leggja til atlögu við láglaunalýðinn og krefj- ast þess að hann gefi eftir af launum sínum þegar líður að hausti. Það er ekki það að ég og margir í mínum hópi séu svo ýkja hrifnir af BHMR-liöinu sem hefur gegnum tíð- ina verið mjög óbilgjarnt. Hafa verð- ur hins vegar í huga að gerðir samn- ingar eru samningar sem eiga að standa og ríkisstjórnin fer illa að ráði sínu gagnvart þessu fólki sem nú hermir efndir upp á ráðherrana. - Ef svo ríkisstjórnin ætlar ennfrem- ur að sækja að almennu launafólki í haust og fara þess á leit að það gefi eftir af sínum umsömdu launum þá er náttúrlega lítið annað eftir en að koma þessari stjóm frá völdum með öllum tiltækum ráðum. Það er þó heldur ekki þar með sagt að önnur og ný ríkisstjórn verði eitt- hvað betri en þessi þótt vond sé. ís- lenskir stjómmálamenn virðast und- antekningarlítiö vera hið aumasta úrtak þjóðarinnar, t.d. hvað varðar óorðheldni, eyðslusemi og glóru- lausa eiginhagsmunafyrirgreiðslu á hvaða sviði sem er - ekki síst í formi , hlunninda, t.d. dagpeningagreiðslna Það er vist ekki fyrr en 1. desember sem láglaunalýðurinn þarf að búast við launaskerðingu næst! - Eða svo segir bréfritari. Lambakjötið frabæra: Mest „skammbyssur“ og fita Björn Sigurðsson skrifar: Ég lét enn einu sinni glepjast til að kaupa einn poka með hálfum skrokki af lambakjöti í 1. flokki. Þetta hef ég gert áður og alltaf orðið fyrir von- brigðum en tahð að einhvern tíma myndi þetta nú lagast með niður- skurðinn og maöur fengi sæmilegt kjöt, eða a.m.k. aö mestur hluti þess væri brúklegur. í þetta skiptið var í pokanum eitt heilt læri, síðan sneiddur hryggur, þá frampartur með svokölluðum grillsneiðum og svo slög sem farið er að kalla rifiagrillsneiðar. - Það er ekki að orðlengja það að lærið var það eina sem var hægt að nota í heila máltíð og bragðaðist það vel að vanda. íslenska lambalærið er ágætt svo langt sem það nær en það verður að snyrta það vel og sneiða fituna frá upp frá hæklinum að neöan svo vel sé. Annað í pokanum var meira og minna úrkast sem hefði dugaö vel í kæfu, og það ráð tók ég að lokum. Ekki hefði verið nokkur lifandi leiö að nota þetta á grill og slögin alls ekki því þau gátu ekki staðið ein á grillinu á hliðinni, en þannig þarf að steikja þau. - Það sem þeir í kjöt- vinnslunni kalla sneiddan hrygg kalla ég venjulega „skammbyssur" því þær eru þannig í lögun þegar búið er að sneiða hann niður (utan hvað vantar á þær gikkinn!). Ég hefði viljað sjá og fá hrygginn bara heilan úr því þeir voru að eyða honum í pakkann yfirleitt. Og ég heföi viljaö fá þykkari sneiðar úr frampartinum þannig að þetta heföi verið eitthvað í líkingu við hráefni til glóðarsteikingar. En sem sé; ekki nógu gott. - Ég veit ekki hvar þessir kjötvinnslumenn eru eða hvað þeir kunna en ekki sést það á innihaldi þessara poka sem verið er að bjóða fólki þessa dagana. Fyrir nokkrum árum gat ég fengið í Afurðasölunni lambakjöt sem var sneitt og pakkað eins og þeir seldu það til varnarliðsmanna á Keflavík- urflugvelli. Þar var um allt annan og betri frágang að ræða; fitan meira eða minna skorin frá og frágangur mjög þokkalegur. Þessi aðferð virðist ekki notuð fyrir okkur landsmenn! - Ég sendi ykkur hér með nokkra bita sem sýnishorn af því sem ég tók frá til að sanna mál mitt. Þið ráðið hvað þið gerið við það. Blessaðir reynið að grilla þá ef þið hafiö tíma! ; L.æri 'i | 9ÍSne«v. 1: Hryg»i,v I nH«'» ■ V, (3Sn6ÍO<i«» Umsjónarmaður lesendasíðu hafði ekki tíma til að grilla „skammbyssurn- ar“ en lét mynda þær ásamt einni grillsneiðinni. Er barnið þitt eingetið? Móðir skrifar: Það er víst öllum ljóst sem hafa gengið í gegnum kynfræðslu í barna- skóla að það þarf tvo til þegar barn er búið til. Þessum merka lærdómi sem við lærðum á unga aldri virðast sumar mæður því miöur hafa gleymt. - Ég veit ekki hvernig þær telja sér trú um að barnið hafi orðið til! Þegar sambúð tveggja gengur ekki upp kemur alltaf upp ágreiningur. Þessi ágreiningur, sem oftar en ekki verður að beiskju þegar fólk skilur, veröur stundum á meöan bam er enn í móðurkviði, eða skömmu eftir fæð- ingu. Og hvað gerist þá? - Mæðurnar banna feðrunum að sjá og umgang- ast börnin sín. Um hvers hag eru þær þá að hugsa? Hag barnsins eða eru þær einungis að koma fram ein- hverjum hefndum? Ég mæh með því ef þær vilja ná sér niöri á feðrunum að þær „skeri frekar á hjólbarðana á bílum þeirra“, „andi í símann hjá þeim“ eins og nú kvað vera algengt hjá hinum hefni- gjörnu - frekar en að láta mann- skemmandi beiskjuna koma niður á saklausum börnunum sem báðu ekki um að fæðast í þennan heim. Bam er EKKIEIGN foreldris, held- ur sjálfstæður einstaklingur með eig- in þarfir og tilfinningar og ætti það að vera hagur hvers foreldris að bamingu líði vel og að því finnist það vera fóöur sínum, jafnt og móður einhvers virði. Prófiö að spyija harn- ið ykkar hvort það langi til aö dvelja hjá föður sínum. Það er löngu sannað að börn mynda annars konar geð- tengsl við fóður en móður. Það hefur sýnt sig í rannsóknum sálfræðinga að börn sem hafa ekki kynni af föður sínum verða oftar ósjálfstæð og eiga erfiðara með að gefa tilfinningum útrás. Þetta getur orsakast af því að þau fá höfnunartil- finningu ef faðirinn umgengst þau ekkert. Þeim finnst þau vera einskis virði í hans augum og fá minnimátt- arkennd. Þær mæður sem haga sér svona viröast ennþá vera á hinu svokallaða sjálílægnistigi, sem flestir komast af um 7 ára aldur. Að vera sjálflægur táknar að geta ekki sett sig í spor annarra og séð sjónarmið annarra en einungis bundinn við sín eigin. - Vonandi komast þær einhvern tíma upp á 8 ára aldurinn í þroska og geta sett sig í spor föðurins og spurt: Hvernig þætti mér ef einhver ætlaði aö banna mér að sjá bamið mitt? Þetta ættu þær að íhuga vandlega.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.