Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1990, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1990, Blaðsíða 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn. Frjálst,óháð dagblað Rifstjórn - Augiýsingar - Askrift - Dreifing: Sími 27022 FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 1990. w Gunnarsholt: „Verðum að bíða og sjá“ '. -9- , - - segir Daviö A. Gunnarsson „Við verðum að bíða og sjá til þar til rannsóknunum er lokið. Það sem við gerðum var að óska eftir að Ríkis- endurskoðun gerði úttekt á rekstri heimilisins og að landlæknir gerði úttekt á faglegu hliðinni," sagði Dav- íð Á. Gunnarsson, forstjóri Ríkisspít- alanna, um kærumál fyrrverandi vistmanna á hendur forstöðumanni og starfsmönnum meðferðarheimil- isins að Gunnarsholti. Gunnarsholtshælið er stofnun sem heyrir undir Ríkisspítalana. Meðal þess sem vistmennirnir eru óánægðir með er þátttaka þeirra í vinnu sem unnin var fyrir starfs- menn eða aðstandendur þeirra fyrir lág laun. Davíð sagði að þeir sem settu fram klögumálin hefðu komið með erindi sitt til sín. Strax hefði verið tekin ákvörðun um að leita til Ríkisendur- skoðunar og landlæknis sem eru þær stofnanir sem fara meö rannsóknir mála sem þessa innan heilbrigði- skerfisins. Þorsteinn Sigfússon, forstöðumað- ur aö Gunnarsholti, sagði við DV að þeir sem hefðu kvartað vegna starfs- j, ins þar væru fyrrverandi vistmenn sem búið var að meina frekari að- gang að heimilinu, alla vega um stundarsakir, vegna síendurtekinna brota. -sme Noröur- og Austurland: Hlýnar loks á laugardaginn Kuldakast hefur staöið á Norður- og Austurlandi í á þriðju viku. Með- alhiti ætti að hafa verið um tíu stig en hefur ekki farið mikið yfir 5 stig að undanfómu. Menn þurfa þó ekki ^ að örvænta því reiknað er meö að þetta breytist á laugardaginn og það hlýni nokkuð. Veðurfarið virðist hafa komið nokkuð niður á ferðaþjónustu en hefurekkiskemmtgróður. -pj Skákmót í Manila: Margeir níQándi Margeir Pétursson er með 2,5 vinn- inga eftir 5 umferðir á alþjóðlegu skákmóti í Manila á Fihppseyjum. Á mótinu tefla 64 stórmeistarar og al- þjóðlegir meistarar. Efstir eru Sax og Portisch frá Ungverjalandi og Ivansjuk og Gelfand frá Sovétríkjun- um með fjóra vinninga. Margeir er ásamtl4öðrumíl9.til33.sæti. -gse LOKI Já, hann er súr þessi hvalur! Halldór Ásgrímsson á fundi Alþjóða hvalveiðiráðsins: Ekki úrsöan wm w a þessu stigi „Við höfum ekki talaö um úrsögn inu. ina til næsta árs í stað þess að taka úr Alþjóðahvalveiðiráöinuáþessu - Þið hafið lýst yfir vantrausti á á þeim núna. Menn hafa einfald- stigi. Það er gefið nýög ákveðið í störf ráðsins. lega ekki verið undirbúnir fyrir skyn hér á fundinum að menn vilji „Við teljum aö ráðiö eigi að neinar ákvaröanir og það meöal endurskoða þessa stöðu á næsta byggja störf sín á vísindalegum annars vegna þess að mikil um- fundi ráðsins. Við höfum aö sjálf- upplýsingum en það hefur það ekki ræða hefur verið um að framlengja sögðu enga tryggingu fyrir því en gert í þessu tilviki. Við höfðum lýst hvalveiðibannið um tíu ár. Sú um- viljum gjarnan leyfa þeim sjónar- yfir mikillióánægjumeðþað. Okk- ræða hefur meðal annars grund- miðum að koma frara á fundinum ur hefur verið svarað þvi aö menn vallast á ályktunum Bandaríkja- í Reykjavík að ári,“ sagði Halldór vilji ekki breyta þessum hlutum þings og fleiri. Meðan sá póhtíski Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra fyrr en á næsta ári. Ráðið hefur vilji hefur liangið hér í loftinu hafa í samtali við DV í morgun. byggt störf sín meira á þeim pólit- memi nánast ekkert getað hreyft Tillaga um veiðar á hrefnu var iska vilja aö hvalveiðar eigiséralls sig þrátt fyrir ný gögn. Pundinn felld með miklum meirihluta á ekki stað. má skoða sem ósigur fyrir vísinda- fundi Alþjóða hvalveiðiráðsins í - Hvert er mat þitt á þessum legar rannsóknir á hvalastofnum Hollandi í gær. Fréttaskeyti segja fundi? og hvalveiðum og það fólk sem að að í kjölfariö hafi Sovétríkin og ís- „Mitt mat er það að hér hafi afar þeim vinnur." land hótað úrsögn úr hvalveiðráð- lítið gerst nema það að draga hlut- -hlh Hún slappaði vel af þessi í góða veðrinu sem var i Bláa lóninu um helgina. Þar var fjöldi manns saman kominn og naut veðurblíðunnar. DV-mynd JAK Veðrið á morgun: Heldur hlýn- andi, einkum norðanlands Breytileg átt, víðast gola og þurrt um mestallt land. Skýjað við norðausturstöndina en yfir- leitt léttskýjað annars staðar. Heldur hlýnandi, einkum norð- anlands. Hafnarstjóm HafnarQarðar: Formaðurinn kærður fyrir fjárdrátt Bæjarráð Hafnarfjarðar hefur samþykkt með tveimur atkvæðum sjálfstæðismanna, en þrír fulltrúar Álþýðuflokksins sátu hjá, að kæra formann hafnarstjórnar í Hafnar- firði til Rannsóknarlögreglunnar fyrir að skila ekki fé sem hann hafði tekið að sér að innheimta fyrir bæ- inn. Formaöurinn, sem er lögfræð- ingur, er fulltrúi Alþýðuflokksins í Hafnarfirði í hafnarstjóm og þekktur alþýðuflokksmaður þar í bæ. „Eg hef ekkert um þetta mál að segja,“ sagði Guðmundur Ámi Stef- ánsson, oddiviti Alþýðuflokksins og bæjarstjóri í Hafnafirði, í morgun. Málið snýst um það að snemma árs sigldi erlent flutningaskip á bryggj- una í Hafnarfirði. Umboðsmaður skipsins, Geir Zoega, greiddi um 1,3 milljónir króna í skaðabætur í des- ember síðastliðnum. Þeir peningar hafa ekki skfiað sér ennþá frá for- manni hafnarstjómar og var talið að skipið væri ekki búið að greiða þess- ar skaðabætur. Hafnarfjarðarbær hafði greitt for- manni hafnarstjórnar á síðasta ári um 80 þúsund krónur fyrirfram fyrir að innheimta féð. Fundur verður í bæjarráði í Hafn- arfirði í hádeginu í dag. -JGH Skrifstofuvélar: Fyrirtækið varð gjaldþrota í gær Aðaleigendur Skrifstofuvéla - Gísla J. Johnsen, Erling Ásgeirsson og Gunnar Ólafsson, hafa farið fram á að fyrirtækið verði tekið til gjald- þrotaskipta. Beiðni þeirra hefur ver- ið tekin til greina og nú er fyrirtækið í gjaldþrotameðferð. Sigurmar K. Albertsson hæstaréttarlögmaður hefur verið skipaður bústjóri til bráðabirgða. Fyrirtækið verður rekið áfram á ábyrgð bústjóra. Ekki náðist í fram- kvæmdastjórana, sem jafnframt eru aðaleigendur fyrirtækisins. Meðal kröfuhafa eru fyrrverandi eigendur Skrifstofuvéla. Það er vegna van- efnda á kaupsamningi. Það eru um þrjú ár síðan Gísli J. Johnsen keypti Skrifstofuvélar. Fyrirtækið er með mörg þekkt umboð. Þar er á meðal er einkasölu- leyfi á IBM/PC. Fyrirtækið á hús að Hverfisgötu 33 í Reykjavík. Meðal helstu eigna þess eru umboðin. í dag og á morgun verða skulda- og eignastaða skoðuð. Þá mun skýr- ast hversu stórt þetta gjaldþrot kem- ur til með aö vera. Sigurmar K. Al- bertsson segir að stefnt verði að því aðseljafyrirtækiðíheild. , -sme /vjS K i ‘Cnabriel HÖGG- DEYFAR j Verslió hjá fagmönnum GJvarahlutir ! UdL Hamarshöfóa 1 - s. 67-67-44 j Kentucky Fned Chicken Faxafeni 2, Reykjavík Hjallahrauni 15, Hafnarfirði Kjúklingar sem bragð er að Opið alla daga frá 11-22

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.