Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1990, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1990, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 20. JULl 1990. 21 .'. . .. ¦ .. WsSt alfellsvatnl á laugardag. Meðalfellsvatn: Ltr veiðidagur um. Öllum er heimll þátttaka og verða þátttakendur skráðir í keppnina í tjaldi Sumarbústaðafélagsins austanmegin við vikina frá kl. 07.00 á laugardags- morgun. Veiðideginum lýkur með verð- launaafhendingu á sama stað og skrán- ingin fór fram. Veitt verða verðlaun fyrir stærsta urriðann, stærstu bleikj- una, mestan fjölda veiddra flska og stærsta laxinn. Ágæt veiði hefur verið í Meðalfells- vatni að undanförnu og því greinilegt aö eftir ýmsu er að sækjast. kynna sér flugkennslu. hf. kynnir flugkennslu verður um ókyrrð í lofti o.fl. Á staðnum verða nemendur í flug- námi, bæði nýbyrjaðir og eins þeir sem i lengra eru komnir, og getur fólk rætt viö þá um reynslu sína af náminu, Einn- í ig verða menn frá Svifflugfélaginu og Fallhlífaklúbbnum til að svara fyrir- ) spurnum. Ef veður leyfir gefst fólki tækifæri til að fljúga í litlum vélum og jafnvel í list- flugvél en smáþóknun verður tekin fyr- ir þetta viðvik. Á svæði Vesturflugs verða margar vélar til sýnis og þar verð- ur einnig boðiö upp á veitingar. Norskur kór syngur I Dómklrkjunni á laugardag. Dómkirkjan: Váler Kantori Norski kórinn Váler Kantori heldur tónleika i Dómkirkjunni í Reykjavík á laugardaginn kl. 17.00. Kórinn Váler Kantori var stofn- aður haustið 1975 sem kirkju- og hljómleikakór í sambándi við tón- listarstarfsemi Váler kirkju. Váler er sveitarfélag í suðausturhluta Noregs og þar er fjölbreytileg menningarstarfsemi meðal 4500 íbúa sveitarinnar. Kórinn hefur aðallega fiutt norska kirkjutónlist, bæði í útvarp og á rúmlega hundrað hljómleikum í Noregi og Svíþjóð og einnig gefið út hhomplötur. í kórnum er að meðaltali 20 manns. Stjórnandi kórsins er Arne Moseng og organ- leikari á tónleikunum er Ragnar Rogeburg, dómorganisti við Ham- ardómkirkju. Stan Telchln verður á þrem samkomum i Reykjavik á næstu dögum. Samkomur Ethel og Stan Telchin Bandarísku hjónin Ethel og Stan Telchin taka þátt í þrem samkom- um í Reykjavík og verður fyrsta samkoman á sunnudag í húsa- kynnum Sambands íslenskra kristniboðsfélaga. Önnur samkom- an verður í Hallgrímskirkju á þriðjudag og sú þriðja á miðviku- dag í húsakynnum Sambands ís: lenskra kristniboðsfélaga. í kjölfar þessara samkoma verð- ur svo haldið samnorrænt mót kristinna ísraelstrúboðsfélaga í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð dag- ana 26-31.júlí, Sýningar Vinnustofa Ríkeyjar Hverfisgötu Þar eru til sýnis og sölu postulínslág- myndir, málverk og ýmsir litlir hlutir. Opið er á verslunartíma þriöjudaga, mið- vikudaga, fimmtudaga og föstudaga og á laugardögum kl. 10-16. Þjóömfnjasafnið Safniö er opið alla daga nema mánudaga kl. 11-16. Mynjasafnið á Akureyri Aðalstrœti 58 - sími 24162 Opið er kl. 13.30-17 alla daga vikunnar. Guðjón Bjarnason sýnir í Krlnglunni Guðjón Bjarnason sýnir í boði ÁTVR 1 forsal verslunarinnar í Kringlunni. Sýn- ingin er Uður í þeirri stefnu ÁTVR aö efla og styrkja íslenska myndlist og myndlistarmenn. Á sýningunni eru 12 málverk, unnin á tré með ýmsum að- ferðum í Bandaríkjunum og hérlendis á sl. ári. Rjómabúið á Baugsstöðum 8.98-63369/08-63379/21040. Verður opið í sumar laugardaga og sunnudaga frá kl. 13-18. Opnið é öðrum timum fyrir hópa. Rjómabúiö var reist árið 1905 og var í notkun til ársins 1952. Þar var einnig rekið pöntunarfélag frá 1928 til 1969. Slunkariki lsafirðl í Slunkaríki sýnir franski listamaðurinn Bauduin. Á sýningunni, sem stendur til sunnudagsins 22. júlí, verða telkningar af landslagsverkum og grjótskúlptúrar. Slunkariki er opið fimmtudaga-sunnu- daga kl. 16-18. Málverkasýnlng i Eden Einar Ingimundarson sýnir málverk i Eden, Hveragerði. Sýnlngin 1 Eden er fjórtánda einkasýning Einars og hans fyrsta sunnanlands. Á sýningunnl eru 25 myndir sem allar eru málaðar á síöustu þremur árum. Sýningin stendur til miö- vikudags 25. júli. Olíumálverk í Þrastarlundl Þórhallur Filippusson sýnir 13 olíumál- verk i Þrastarlundi. Þetta er 4. sumariö í röð sem hann sýnir i Þrastarlundl. Sýn- ingin stendur til mánaðamóta. Gunnar Örn sýnir í Skálholtsskóla i tengslum við stofnfund Menningarsam- taka Sunnlendinga 9. júni var opnuð sýn- ing Gunnars Arnars Gunnarssonar i húsakynnum Skálholtsskóla. Gunnar Örn sýnir þar 33 myndir og nefnir sýn- inguna „Sumar í Skálholti". Allar mynd- irnar eru til sölu. Sýningin er opin al- menningi allan daginn í Júlí og kl. 13-17 i ágúst. Listkynning í Ferstikluskála Rijna Gísladóttir listmálari sýnir myndlr sínar í Ferstikiuskála, HvalSröl, n«stu vikurnar. Myndir Rúnu á sýnlngunni eru vatnslitamyndir, akrýlmyndir og coliage og eru þær allar til sölu. Opið er á af- greiöslutíma Ferstikluskála fraro til ki, 23 dag hvern. Gamanmyndir í Blóma- skálanum Vín Hallgrímur Helgason, sero kunnur er sem forstöðumaður Útvarps Manhattan á rás tvö, mun nk. laugardag kl. 14 opna sýningu á gamanmyndum í blómaskál- anum Vín innan viö Akureyri, En Hall- grírour hefur í sumar dvaliö viö listsköp- un sina og þáttagerð í Davíðshúsi á Akur- eyri. Sumarferð safnaðarfélags og kirkjukórs Askirkju verður farin sunnudaginn 29. júlí nk. Lagt verður af stað frá Áskirkju kl. 8.30. Ekiö aö Skaröi í Landsveit og messaö í kirkjunni þar. Síðan haldiö í Þjórsárdal. Snæddur kvöldveröur að Básum í Ölfusi. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir 24, Júli til Þuríðar, s. 681742, Bryndísar, s. 31116, eða Hafpórs, s. 33925, sem gefa all- ar upplýsingar. Afmælisveisla hjá Mongolian Barbecue Veitingastaöurinn Mongolian Barbecue, Grensásvegi 7, er eins árs gamall um þessar mundir. Staðurinn er forvitnileg- ur fyrir margra hluta sakir. Gestirnir veha sér hráefnið sjálflr - eins mikiö og hver vill af misraunandi kjöti, grænraeti, sósum eða ööru viöbiti - og síðan steikir austurlenskur matsveinn réttinn að manni ásjáandi. Að lokinni máltíö geta gestir fært sig um set og inn á Dans- barinn sem er sérlega þægilegur, nýr salur með dökku áklæði og raálverkum á veggjum. Þangað er einnig hægt að komast án þess að fara gegn um veitinga- salinn. í tilefni afmælisins býður Mongol- ian Barbecue nú gestum sínum upp á sömu fjölbreytni og áöur í mat en með 20% afslætti frá og meö nk. sunnudegi og út vikuna. Nýr plötusnúöur, Siguröur Sveinsson, sem áður var í Þjóöleikhús- kjallaranum, hefur verið ráðinn á Dans- barinn en hann hefur fyrst og fremst sér- hæft sig í þeirri músik sem viökemur gullöld rokksins og bítlaáranna. Leikhús Sýningar Ferðaleikhússins á Light Nights eru í TJarnarbíói við Tjörnina í Reykjavík (TJarnargötu 10E). Sýningarkvöld eru fiögur í viku, flmmtu- dags-, föstudags, laugardags- og sunnu- dagskvöld. Sýningarnar hefjast kl. 21 og lýkur kl. 23, Light Nights-sýningarnar eru sérstaklega færöar upp til skemmt- unar og fróðleiks enskumælandi ferða- mönnum. Efnið er allt íslenskt en flutt á ensku. Meöal efnis má nefna: þjóðsögur af huldufólki, tröllum og draugum, gaml- ar gamanfrásagnir og einnig er atriði úr Egils sögu sviðsett. Þetta er 21. sumariö sem Ferðaleikhúsið stendur fyrir sýning- um á Light Nights í Reykjavik, HVÍTUR STAFUR er aðal hjálpartæki blindra og sjónskertra í umferðinni ||UMFERÐAR BLINDRAFÉLAGIÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.