Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1990, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1990, Síða 2
24 LAUGARDAGUR 11. ÁGIjST 1990. BOar Sportbíllinn Nissan 300ZX: „Villidýr" með mjúka takta, yfir- drifið afl og frábæra aksturs- eiginleika Citroén BX 14, '88, beinsk., 4 dyra, blér, ek. 36.000. V. 660.000. Mjög góður. Suzuki Swift ’89, ss., 4 dyra, blár, ek. 25.000. V. 670.000. Lada Sport ’87, 4ra g., 2ja d., hvítur, ek., 15.000, v. 470.000. Globusn Citroén AX 14, '90, beinsk., 2 dyra, hvítur, ek. 7.000. V. 695.000. Allir bílar ytirfarnir og í 1. flokks ástandi OpSð í dag 10-14 „Villidýrið" frá Nissan er réttnefni á þessum sportbíl sem skilar sér í hundrað kílómetra hraða á sex sekundum og fer létt með það að koma sér i 250 kilómetra hraða á þýsku hraðbrautunum. Það er nokkuð sérstæð tilfinning að sitja undir stýri á aflmiklum sportbíl á hraðbraut með vísinn á hraðamælinum kominn vel yfir 260 kílómetra hraða og finna að enn er afgangs afl undir vélarhlífinni. Til að forðast allan misskilning þá átti þessi „glæfraakstur" undirritaðs sér ekki stað hér á landi heldur á þýskri hraðbraut á dögunum og bíll- inn, sem hér um ræðir, er toppbíll Nissanverksmiðjanna japönsku, Nissan 300ZX. Þaö er nokkrum vandkvæðum bundið að reynsluaka sportbílum sem gerðir eru fyrir mikinn hraða í landi sem leyfir hæst 90 kílómetra hraða í vegakerfinu. Því var brugðið á það ráð af hálfu umboðsaðila Niss- an hér á landi, Ingvars Helgasonar hf., að leyfa okkur að reyna nokkra bíla við betri aðstæður í Hollandi og með smáviðkomu í Þýskalandi til þess að komast þar á hraðbraut með ótakmörkuðum hámarkshraða. Bílarnir, sem við fengum að reyna, voru sportbílarnir 300ZX og 200SX ásamt Maxima, en auk þess fengum við að reyna lúxusjeppann Pathfind- er, sem í Evrópu er kallaður Terr- ano, í akstri í hinu marflata Hollandi. Viö byijum í dag á þvi að segja frá viðkynningunni við „villidýrið" 300ZX, en síðar kemur röðin að 200SX og Maxima. Jeppanum hafa þegar verið gerð skil hér í DV Bílum, en kannski endurnýjum við þau kynni á næstunni með nýju fimm dyra út- gáfunni af Pathfinder. Samband manns og vélar Þegar 300ZX var kynntur fyrir evr- ópskum blaðamönnum fyrr á þessu ári þá var herra ZX, eins og sumir vilja kalla manninn á bak við þennan sportbíl, Shigeyuki Yamaoka, einn þeirra sem kynnti bílinn fyrir við- stöddum. Þegar hann kynnti bílinn varð honum tíðrætt um þá aksturs- ánægju sem skapast af sambandinu sem verður á milli manns og vélar í akstri. Þetta samband getur skapast á tvennan hátt að mati Yamaoka. Þaö eru til bílar sem eru fyrirfram þannig gerðir að þeir skapa minni- máttarkennd hjá þeim sem ætla að aka þeim, jafnvel áður en sest er undir stýri. Þá eru einnig á hinn bóginn til bílar, jafnvel óhemju Bíladelld Lágmúla 5, sími 91-681555 Þetta er fyrst og fremst tveggja manna far þótt tvö sæti séu til viðbótar aftur i. Það fer vel um ökumann og farþega i framsætunum enda spillir mjúkt leðrið ekki. kraftmiklir, sem jafnvel óreyndir ökumenn ráða vel við strax á fyrstu metrunum. Nissan 300ZX er einmitt slíkur bíll. Ég hef ekki mikla reynslu í akstri kraftmikilla sportbíla, en hef þó gam- an af því að aka hratt þegar þess er kostur eins og til dæmis á hrað- brautunum í Þýskalandi. Félagar mínir kalla það jafnan „lágflug" þeg- ar þeir eru að ferðast með mér á þeim slóðum í Evrópu. En þetta var útúrdúr. Snúum okkur aftur að 300ZX. Ekta sportbílar hafa það oftast sem einkenni að þeir eru fyrst og fremst ætlaðir fyrir tvo, jafnvel þótt aftur- sæti fyrir aðra tvo sé einnig til stað- ar. Svo er því einmitt farið með þenn- an bíl, því vel fer um ökumann og einn farþega í framsætum en frekar þröngt er um þá sem ætla að fá sér sæti í djúpum og þröngum aftursæt- unum. Þau eru annars þannig í lag- inu að þegar á annað borð er sest inn í bílinn er nánast erfitt að koma sér út aftur. Allt innan seilingar í bíl sem hægt er að aka á meira en tvö hundruð kílómetra hraða á klukkustund er nauðsynlegt að ekki þurfi að leita langt frá stýrishjólinu til að sinna öðrum stjórntækjum Mælaborö og stjórntæki liggja vel við enda nauðsyn þegar ekið er á mikl- um hraða í þungri umferð að þurfa ekki að leita að tökkunum. Þrátt fyrir að afturhlerinn opnist vel upp er farangursrýmið ekki stórt en nýtist þó ef aöeins tveir eru á ferð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.