Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1990, Síða 3
LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 1990.
25
Bílar
Nissan 300ZX - sportbíll sem á vel heima á hraðbrautum Evrópu en kemur eflaust aldrei hingað til lands.
Vélin tekur allt rýmið í vélarhúsinu enda 280 hestöfl með tveimur forþjöpp-
um og öðrum búnaði. DV-myndir JR
Það er ekki mikið pláss fyrir þann
sem ætlar sér sæti í aftursætinu og
erfitt að komast út aftur.
bílsins. Þetta hefur greinilega verið
haft í huga við hönnun stjórntækja
300ZX þvi allt er innan fingurseiling-
ar frá stýrinu. Sjálfir mælarnir liggja
nokkuð djúpt í mælaborðinu en yfir-
sýn yfir þá er góð, en þar ber mest á
hraðamæli og snúningshraðamæli
sem eru harla nauðsynlegir í bíl sem
þessum. Öll önnur stjórntæki liggja
vel við og þar á meðai einnig stýring
á miðstöð og loftræstikerfi.
Hugtakið „sportbílaskipting“ heyr-
ist oft þegar fjallað er um bíla og þá
átt við markvissar gírskiptingar þar
sem stutt er á milli gíranna. Þannig
er skiptingin einnig í 300ZX en það
kom mér á óvart hve lík hún var
sumum vörubílaskiptingum sem ég
kynntist í gamla daga, en það var
ekki laust við að sama tilfmnig kæmi
þegar skipt var um gír. En á hinn
bóginn er gírhlutfallið þannig ásamt
miklu vélaraílinu að aldrei myndast
„göt“ eins og oft vill brenna við að
gerist í sumum kraftminni sport-
bílum þegar skipt er um gír en of
„langf' er í raun á milli gíra.
Feikinógur kraftur
Eitt hefur 300ZX fram yfir flesta
aðra bíla sem ég hef reynsluekið en
það er að hér er vélaraflið ekki skor-
ið við nögl. V-6 véhn með sína 24
ventla og tvo yfirhggjandi knastása
ásamt tveimur forþjöppum eða
„Twin-Turbo“ gerir sitt til þess að
rúmlega 280 hestöíl skila sér vel,
enda er bíllinn „aðeins“ sex sekúnd-
ur að fara úr kyrrstöðu upp í 100
kílómetra hraða á klukkustund ef
einhverjum liggur annars svo mikið
á. Afl vélarinnar fannst best í akstri
á þann hátt að þegar ekið var á rúm-
lega hundrað kílómetra hraða á
þýskri hraðbraut og bensínið stigið
í botn þá var eins og bíllinn hristi sig
til að aftan um leið og vélin þeytti
honum áfram á meiri hraða, svo
snöggt að hraöamælirinn var kom-
inn á 250 áður en maður vissi af.
Verksmiðjurnar gefa 250 upp sem
hámarkshraða og segja raunar að
hraðinn sé takmarkaður við það
mark, en eitthvað hefur verið átt við
þennan ágæta rauða fák sem okkur
var afhentur til reynsluaksturs af
hollenska Nissan-umboðinu því
hann átti næsta auðvelt með a'ð kom-
ast í 270 þótt ekki hefði þeirri ferð
verið haldið langa hríð. Það sagði
einnig sína sögu um aksturseigin-
leikana að þegar hægt var aftur eftir
„lágflugið“ þá var akstur á 170 til 180
kílómetra hraða óttalegt „dól“.
Fjöðrunin á án efa sinn þátt í góð-
um aksturseiginleikum því bæði að
framan og aftan er sérhönnuð sjálf-
stæð fjölliðafjöðrun sem heldur hjól-
unum vel við yfirborð vegarins, nán-
ast við hvaða aðstæður sem er. Það
var sama þótt ekið væri í krákustíg-
um á hraðbrautinni vel á öðru
hundraðinu, samt sat bíllinn eins og
„límdur“ við veginn.
Klassískt en þó sérstætt útlit
Útlit Nissan 300ZX er með næsta
hefðbundnum h'ætti shkra sportbíla
og sækir eflaust fyrirmynd sína til
margra slíkra, bíla á borð við Ferr;
ari. En það hefur þó sín séreinkenni
því ökumaðurinn situr öllu framar
en í mörgum svipuðum sportbílum
því vélarhúsiö er styttra en á móti
kemur heldur lengri yfirbygging og
þá aðallega afturhlutinn. Lítil líkindi
eru til þess að þessi sportbíll komi
til með að sjást á íslenskum vegum,
að sögn Júlíusar Vífils Ingvarssonar,
framkvæmdastjóra Ingvars Helga-
sonar hf., sem var með okkur í Hol-
landi á dögunum. Þar kemur helst
til verðið á bílnum sem yrði einhvers
staðar á bilinu sex til sjö milljónir
króna ef ekki meira sé tekið mið af
því verði sem hann er seldur á í Evr-
ópu: Hins vegar eru þegar komnir
nokkrir sportbílar af gerðinni 200SX
hingað til lands enda henta þeir bet-
ur okkar vegakerfi auk þess sem
verðið er öllu hagstæðara eða vel
innan við tvær milljónirnar, um 1,8
milljón. Við fjöllum nánar um 200SX
ásamt Maxima í reynsluakstrinum í
Hollandi og Þýskalandi á dögunum á
næstunni hér á síðum DV Bíla.
Jóhannes Reykdal
Þúsund Toyota-bílar afhentir á árinu
í gær náði Toyota-umboðið þeim
áfanga að afhenda þúsundasta bíl-
inn á þessu ári.
Toyota hefur átt velgengni að
fagna undanfarin ár og endurspegl-
ast það í því að Toyota er í dag al-
gengasti bilhnn á götum og vegum
landsins. Á síðasta ári voru seldir
rétt innan við þúsund bílar en nú
hefur því verið náð á rétt rúmum
sjö mánuðum.
í fréttatilkynningu frá Toyota-
umboðinu kemur fram að á sex
fyrstu mánuðum ársins hefur sölu-
aukning miðað við sama tíma í
fyrra numið 42,3% á sama tíma og
bílamarkaðurinn hefur dregist
saman um 10,4%. Ef sendi- og pall-
bílum er bætt við jókst salan um
66,3%. Toyota er langsöluhæsta
tegund landsins með um 200 bíla
forskot á næsta keppinaut eftir
fyrstu sex mánuði ársins.
Kaupandi þúsundasta bílsins var Steinunn Ingimundardóttir sem var
að fá sinn fimmta Toyota-bil. Steinunn, sem er 65 ára, keypti Corolla
XL og afhenti Páll Samúelsson henni blómvönd og gjöf frá fyrirtækinu
af þessu tilefni. DV-mynd JÁK
f- ÚRVALS NOTAÐIR
TEGUND ARG. EKINN VERÐ
Voivo 245 GL, st. 1981 153.000 380.000
Ch. Blazer m/6,2l dísil 1985 31.000 m 1.600.000
Opel Corsa, 3ja d. 1987 19.000 450.000
Isuzu Trooper, 5 d„ dísil 1986 96.000 1.350.000
Ch. Monza Classic, sjálfsk., 1988 16.000 890.000
Volvo 240 GL, sjálfsk. 1986 37.000 870.000
Mazda 626, disil 1986 140.000 550.000
Opel Corsa Swing 1988 18.000 400.000
Nissan Sunny 1500 SLX 1987 57.000 620.000
Daihatsu Rocky EL, bensín 1990 10.000 1.590.000
Isuzu Trooper LS, 5 dyra, bensín 1988 25.000 1.750.000
Honda Accord ES, sjálfsk. 1988 40.000 1.200.00G
Ford Mercury Topaz 1988 12.000 1.050.000
Volvo 740 GLE, sjálfsk. 1988 27.000 1.550.000
Lada 1500, st. 1987 41.000 240.000
Toyota Tercel 4x4, st. 1987 52.000 690.000
Ch. Monza SL/E, bensin 1987 36.000 570.000
Oldsm. Cutl. Sierra Brough. 1986 31.000m 950.000
Opel Caravan 2000, sjálfsk. 1982 95.000 390.000
Buick Skylark, 2 d„ 6 cyl. 1980 100.000 300.000
Opið laugard. frá kl . 13-17
Bein lína, sími 674300
Höfðabakka 9, sími 670000
Notaðir bílar
með ábyrgð
Renault 5, Campus, ’88, 3 dyra, Citroen AX 14 TRS ’88, 5 g„ 3ja d„
svartur, ek. 18.000. V. 550.000. Ijósblár, ek. 14.000, v. 580.000.
grár, ek. 47.000. V. 1.090.000. d„ rauður, ek. 72.000, v. 990.00I
Breyttur afgreiðslutími
Opið kl. 10-16
Suzuki Fox 1x-413 ’88, 5 g„ 3ja d„
hvítur, ek. 26.000, v. 870.000.
Subaru Justy 10 4x4 '86, 5 g„ 3ja
d„ hvítur, ek. 90.000, v. 395.000.
BMW 325i, '87, 5 g„ 4 dyra, rauður,
ek. 70.000. V. 1.650.000.
Daihatsu Rocky, dísíl, ’85, ek.
112.000. V. 990.000.