Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1990, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1990, Page 2
2 MÁNUDAGUR 13. ÁGÚST 1990. Fréttir Alþjóðlega skákmótið í Gausdal: Hannes Hlvfar náði stórmeistaraáfanga - sigraðiámótinumeð7,5vinningaaf9mögulegum „Mér líöur bara mjög vel en þetta er fyrsti áfangi sem ég næ,“ sagði Hannes Hlífar Stefánsson eftir aö hafa náð fyrsta sæti og jafnframt stórmeistaraáfanga á alþjóölegu skákmóti sem haldið var í Gausdal í Noregi. Lauk keppni nú um helgina. Hannes hlaut 7 'A vinning af níu mögulegum og var hann einn um efsta sætiö. Hann vann sjö skákir í röð eftir aö hafa tapað þeirri fyrstu. - Hverju þakkar þú þennan góöa árangur nú? „Ég er í mjög góðu líkamlegu jafn- vægi núna og hér eru aðstæður mjög góðar. Umhverfið hefur mikið að segja en ég hef farið í göngutúra og haft gott næði til að tefla.“ _ - Hvað tekur við hjá þér þegar þú kemur heim? „Ég æfla að einbeita mér að ís- landsmótinu sem hefst á Hornafirði Hannes Hlífar Stefánsson náði fyrsta sæti á alþjóðlegu skákmóti sem hald- ið var í Gausdal í Noregi. 28. ágúst en Margeir Pétursson og Jón L. Árnason keppa þar sennilega líka.“ Hannes tók þátt í tveimur mótum ytra og fékk 5 vinninga af níu í því fyrra, en að hans sögn var það mjög erfitt mót og teflt i 10 klukkustundir í senn. Eftir tveggja daga hvíld hófst seinna mótið og fór hann þar með sigur af hólmi, sem fyrr segir. Af 84 keppendum voru 7 stórmeist- arar og 20 alþjóðlegir. Auk Hannesar var einn annar íslendingur, Amþór Einarsson, meðal keppenda. Hann hefur verið búsettur í Svíþjóð í 14 ár og er áhugamaður í skák. Hannes er væntanlegur heim í dag en spjallið gat ekki orðið lengra þar sem hann þurfti að hraða sér tii að taka á móti sigurlaununum. -tlt Mikiðbálí gasgrilli Mikill eldur kom upp í gasgrilli á svölum flölbýlishúss við Furu- grund í Kópavogi á laugardag. Húsráðandi var að reyna grillið í fyrsta skipti. Kveikti hann á grillinu eftir leiðbeiningum og skrapp inn i íbúðina meðan það var að hitna. Skyndilega gaus upp mikih eldur og fyrir snör handtök húsráðanda var stórslysi afstýrt. Honum tókst að skrúfa fyrir gasið en þá hafði rúðan út á svalirnar sprungið. Slökkti hann eldmn með slökkvitæki og að sögn lög- reglu mátti ekki tæpara standa þar sem gaskúturínn var orðinn heitur. Hefði sprenging haft ófyr- irsjáanlegar afleiðingar. Ekki er vitað hvers vegna eld- urinn gaus skyndilega upp en grillið var splunkunýtt og ónotað. Málið er í rannsókn hjá Ransókn- arlögreglu. -hlh í svifdreka Maður féll í svifdreka við Kefla- víkurflugvöll á föstudag og slas- aðist töluvert. Var hann fluttur á sjúkrahúsið í Keflavík þar sem gert var aö meiðslum hans. Maðurinn var að æfa flugtak á svifdreka sínum. Stökk hann til þess frá „rampi“ ekki langt frá Leifsstöð. Missti hann stjóm á drekanumogfélltiljarðar. -hlh Uttekt á tekjum flölmiðlafólks: Einkareksturinn örlátari en sá ríkisrekni Ómar Ragnarsson trónir á toppi listans. Þaö þarf ekki að koma á óvart því hann er mikill vinnuhestur og fékk góðan samning þegar hann var keyptur yfir á Stöð 2. Þá fær hann einnig tekjur sem skemmtikraftur og þær vart af verra taginu. Hins vegar verður að athuga að það er greinilega áætlað á hann þannig að fara verður varlega í allar fullyrðing- ar um tekjur hans. Það vekur hins vegar athygli að Stöð 2 virðist borga sínu fólki mun betri laun er ríkisrekna stöðin. Þann- ig var Jón Óttar með nærri tvöfalt meiri tekjur en Markús Örn og Páll Magnússon er einnig vel fyrir ofan Boga Ágústsson. Herdís Þorgeirsdóttir Kári Jónasson Sigmundur Ernir Rúnarsson Stefán Jón Hafstein Sigurveig Jónsdóttir Páll Þorsteinsson Atli Rúnar Halldórsson Bogi Ágústsson Markús örn Antonsson Páll Magnússon Jón Óttar Ragnarsson Ómar Ragnarsson 100 200 300 400 500 600 700 800 Laun í ágúst 1989 Q Framreiknuð laun á verðlagi í ágúst 1990 Tekjurá mán. '89 i þús. kr. Á verðl. ágúst '90 í þús. kr. Ómar Ragnarsson,* Stöð 2 ■ 625 724 Jón Óttar Ragnarsson, Stöð 2 500 580 Páll Magnússon, Stöð 2 331 383 Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri 272 315 Bogi Ágústsson, Sjónvarpinu 217 251 Atli Rúnar Halldórsson, Útvarpinu 208 241 Páll Þorsteinsson, Bylgjunni 208 241 Sigurveig Jónsdóttir, Stöð 2 200 232 Stefán Jón Hafstein, Útvarpinu 197 228 Sigmundur Ernir Rúnarsson, Stöð 2 184 213 Kári Jónasson, Útvarpinu 179 208 Herdís Þorgeirsdóttir,' Heimsmynd .125 145 'Áætlað á viðkomandi Næstir á eftir Ómari, sjónvarps- stjórunum og fréttastjórunum koma síðan þrír útvarpsmenn. Neðst á list- anum er Herdís Þorgeirsdóttir en það er greinilega áætlað á hana. í fyrri dálkinum eru sýndar skatt- skyldar tekjur á mánuði árið 1989. í seinni dálkinum eru þessar sömu cúmlor fromrDÍl/nQf\ar fil verðlags í ágúst 1990. Þá er miðað við hækkun frandærsluvísitölu sem nemur 15,86% frá meðaltali ársins 1989 til ágústmánuöar 1990. Það verð- ur að hafa í huga að tekjur þeirra þurfa ekki að fylgja framfærsluvísi- tölu svo að laun þeirra nú gætu ver- ið önnur en framreiknunin sýnir. -PÍ Þaö fór betur en á horfðist þegar Lada bill valt á Grensásvegi, á móts við Breiðagerði, í gær en hér sést hjúkrunarfólk vera að stumra yfir bílstjóran- um sem slasaðist sem betur fer ekki mikið. DV-mynd S Hraðfrystihús Stokkseyrar: Glímir við mikla rekstrarerfiðleika Hraðfrystihús Stokkseyrar glimir enn við mikla rekstrarerfiðleika. At- vinnutryggingarsjóður hafði lofað fyrirtækinu á milli 90 og 100 milljón króna aðstoð en það hefur ekki enn fengið það ijármagn. „Það fer eftir ýmsu hvenær Hraö- frystihús Stokkseyrar fær pening- ana. Við samþykktum aðstoð í fram- haldi af tillögum hlutaijársjóðs en þau skilyrði sem við settum fyrir greiðslunni hafa ekki enn verið upp- fyllt. Hraðfrystihúsið fær enga að- stoð frá okkur fyrr en staða þess telst viðunandi,“ segir Gunnar Her- mannsson, forstöðumaður Atvinnu- tryggingarsjóðs. Upphaflega hafði Atvinnutrygging- arsjóður neitað fyrirtækinu um að- stoð þar sem það væri í raun gjald- þrota. Þá leitaði fyrirtækið til hluta- fjársjóðs sem lagði um 130 milljónir til fyrirtækisins. Auk hlutafjársjóðs á Byggðastofnun hlut í fyrirtækinu en hún tók hlutdeildarskírteini sjóðsins upp í skuld fyrirtækisins við stofnunina. Loks á Stokkseyrar- hreppur 15 milljónir í fyrirtækinu en Byggðasjóöur lánaði þá íjármuni. -J.Mar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.