Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1990, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1990, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 13. ÁGÚST 1990. Fréttir_____________________________________________________________________________________dv Fólskuleg árás ungmenna á strætisvagnstjóra í Breiðholti: Þetta var bardagi upp á líf og dauða - segir Pétur Hraunfjörð og skilur ekki hvemig hann komst lifs af „Þeir lömdu svoleiöis í höfuöiö á mér að ég er snarvankaður ennþá, meö mikinn svima og get varla hreyft á mér vinstri höndina þar sem ég fékk bylmingshögg í bakið þegar ég hálf- hentist innyfir peningabrúsann og mælaboröiö. Ég skil hreint ekki hvernig ég komst lifandi frá þessum kolvitlausa skara af unglingum, svo harður var atgangurinn. Þeir sóttust mjög eftir aö berja í höfuðið á mér og þaö er örugglega ekki þeim aö þakka aö ég er lifandi í dag,“ sagöi Pétur Hraunfjörð Ingvason, strætis- vagnstjóri á leiö 12, Hlemmur-Fell, í samtali við DV. Pétur varö fyrir fólskulegri árás 10-15 ungmenna í Breiöholti skömmu efir miönætti á laugardags- kvöld. Hann var aö fara síðustu ferö- ina á leið 12 og rétt eftir að hann haföi ekið frá biðstööinni viö KRON í Eddufelli stökk hópur unglinga fyr- ir vagninn. Hópurinn hjólaði í mig „Eg beiö smástund í þeirri von aö þeir færu frá en þaö gerðu þeir ekki. Þá kom annar hópur að dyrunum. Ég varð þá aö opna og reyna aö tala við unghngana. Þá opnuðust dyrnár bæði aö framan og aftan og mann- skapurinn ruddist inn í vagninn. Ég reyndi að vísa þeim frá, sagði aö ég vildi ekki hafa þau meö. Þegar þaö gekk ekki stóö ég upp og reyndi aö ýta þeim út. Þá skipti engum togum að allur hópurinn hjólaöi í mig. Þaö er í lagi aö takast á viö einn gutta en ekki heila hjörö af fílhraust- um unglingum. Ég var barinn oft í hofuöið og missti háhpartinn meðvit- und mjög fljótlega meðan á þessu stóö. Einhvern veginn hélt ég þó nægilegri rænu til aö kalla á hjálp i gegnum talstöðina. Á meöan ég hélt á talstöðinni í annarri hendi bar ég af mér höggin meö hinni. Eftir að ég hafði náð sambandi og kallaö eftir hjálp var ég gjörsamlega búinn aö vera. Lögreglan var sem betur fer mjög fljót á staðinn og hópurinn tvístraöist strax og sírenuvæUð heyröist." Bólginn og blár Mikið lögregluliö kom á vettvang. Náðust níu unglinganna fljótlega og var fariö með þá niður á lögreglu- stöð. Pétur rankaði aðeins viö sér og gat komið tveim skelkuöum eldri far- þegum yfir í annan vagn. „Eftir aö hafa komið þeim í annan vagn þyrmdi svo yfir mig að ég steinlá á vagngólfinu. Lögreglan varö aö bera mig yfir í sjúkrabílinn og ég vissi lítið af mér fyrr en uppi á slysavarðstofu. Ég er allur helaum- ur og bólginn og blár í framan. Ég var svo slæmur af svima í gærdag aö ég gat ekki annað en legið á gólf- inu meðan tekin var af mér skýrsla á lögreglustöðinni." Unglingamir, sem stóðu aö þessari hrottafengnu árás, voru á aldrinum 16-18 ára. Þó að meirihluti þeirra hafi náðst á laugardagskvöld náöist ekki strax í forsprakka hópsins, þann sem byrjaði árásina og haföi sig mest í frammi. Enginn þeirra sem náðust vildi segja til hans. Hins vegar bar Pétur Hraunfiörð kennsl á hann þannig aö hann náðist í gærmorgun. - Lendirðu oft í útistöðum við far- þega um helgar? „Ég hef ekið lengi á leið 12. En ég hef verið 10 ár hjá Strætisvögnunum án þess að lenda nokkurn tíma í úti- stöðum viö farþega. Hins vegar er eins og að ólæti og slíkt sé að auk- ast. Þetta er þó ein umsvifamesta árás sem gerð hefur veriö á vagn- stjóra hjá SVR. Þaö er mesta mildi að ég skyldi ekki fara verr út úr við- skiptum mínum við unghngana þar sem vagnstjórar hafa farið verr eftir að hafa lent í minni hópum en ég lenti í. Annars hef ég engar lausnir í huganum á þessari stundu." Væri sérstakur neyðarhnappur Vatnsleysuströnd: Sumarbústaður brann Eldur kom upp í sumarbústað í án þess að slökkvilið gæti að gert. ur á að um íkveikju hafi verið að Flekkuvík á Vatnsleysuströnd í gær- Hafði bústaðurinn staðið auöur síð- ræða. morgun. Brann hann til kaldra kola astliðnar þrjár vikur og leikur grun- -hlh ekki ákveðin lausn fyrir vagnstjóra? „Það hefur lengi komið til tals að setja neyðarhnapp í vagnana og ætli það verði ekki úr því núna. Ástandið er alvarlegt og maður hefur ekki lengur tryggingu fyrir aö koma heill heim af vaktinni á helgarkvöldum." -hlh Pétur Hraunfjörð Ingvason strætisvagnstjóri er illa útleikinn eftir fólskulega órás unglinga i Breiðholti á laugardagskvöld. Hann segir unglingana hafa sóst eftir að berja í höfuðið á sér og skilur varla hvernig hann komst lífs af úr átökunum. DV-mynd S ítölsk innrás Það hafa margir orðið fegnir þeg- ar ítalska herskipið ?an Giorgio sigldi úr höfn á fóstudaginn. Ekki síst ítalarnir sjálfir. Þeir hafa áreiðanlega verið aðframkomnir eftir heimsókn sína til Reykjavík- ur, sem líkja má við innrás. Þeir voru ekki fyrr stignir í land, itölsku soldátarnir, en íslenskar yngis- meyjar og stúlkubörn réðust til at- lögu við þá af slíku offorsi að þeir áttu fótum fiör að launa. Um tíma skapaðist stríðsástand við höfnina. Að minnsta kosti neyðarástand, og lögreglan þurfti að kalla út auka- vakt til aö halda aftur af æstum ungpíum, sem sóttu að ítölunum af hálfu meira harðfylgi en Árgent- ínumennimir í heimsmeistara- keppninni. Og þó lögðu Argentínu- mennirnir ítalska landsliðið að velli. Hvað halda menn að ítölsku sjóliðarnir hafi mátt þola, sem ekki voru í nokkurri æfingu eftir margra daga siglingu og kven- mannsleysi? íslenskum ungmeyjum er ekki fisjað saman. Þær taka sannarlega til hendinni þegar tækifæri gefst. Og hver láir þeim æsinginn? ís- lendingar eru engan veginn sam- keppnisfærir gagnvart þessum ít- alska sjarma og þar að auki em íslenskir strákar jafnan kóf- drakknir og ófærir til flestra hluta þegar þeir þurfa aö standa sig í lá- réttum stellingum. Var ekki ein- mitt verið að vara stúlkupeninginn við því aö fara á útihátíðar um verslunarmannahelgina einmitt fyrir þá sök að þar lægju óknytta- strákar í leyni og nauðguöu sak- lausum stúlkum nánast óafvitandi? Þær eru beinlínis varaðar við að umgangast jafnaldra sína hérlenda og það er þess vegna mikil himna- sending þegar óvænta gesti ber að garði. Enda hefur enginn varað við þeim. íslenskar stúlkur era vannærðar og ófullnægðar upp til hópa og það er eins og að hleypa graðfola í mer- arstóö að hleypa ítölskum sjóliðum í land þegar svona stendur á. Þar með er ekki verið aö segja að eitt- hvað ókurteist eða ósiðlegt hafi far- ið fram, né heldur aö skyndikynnin í síðustu viku hafi verið annað en glens og gaman. íslenskar ungpíur kunna ýmislegt fyrir sér, og ef eitt- hvaö hefur hent þær fyrir neöan beltisstaö þá er það einfaldlega framlenging á þeirri hegðan sem þær hafa kynnst í heimahúsum. Það hefur nefnilega verið rifiað upp að ítalskir sjóliðar hafa heimsótt fyrri kynslóðir kvenfólksins með sömu áhrifum og sömu móttökum og þeim sem sáust í síðustu viku. Innrás ítalanna var svarað með árás smápíanna. Þær þyrptust í bæinn og þær tóku skipið með áhlaupi. Sagt er að skipstjórinn hafi þurft að grípa til þess ráös að loka skipinu og setja tvöfaldan vörö um borð til að bægja árásinni frá. Það mátti ekki minna vera og Dag- fari er þeirrar skoðunar að ekki væri vitlaust að senda nokkra farma af íslenskum meyjarskara til landamæra íraks, til að stemma stigu við þeirri ófriðarhættu, sem þar er á lofti. írakarnir mundu áreiðanlega lyppast niður og hörfa heim til sín ef íslensku stúkurnar beittu sömu aðferðum og þær gerðu úti á Ægisgarði. Sumar þesara stúlkna vora enn ekki fermdar og aðrar ekki full- vaxta, en snemma beygist krókur- inn og það er þeim til ævarandi hróss að ítalarnir fóru ekki í mann- greinarálit, né heldur heimtuðu skímarvottorð af aðdáendum sín- um. Það hafa þeir sennilega gert viljandi til að sitja ekki uppi með þá skömm að hafa gefist upp fyrir barnaherskara á íslandi. Italska þjóðin sendir ekki herskip sín um höfin blá til að liggja undir því ámæli að sjóliðarnir hafi mátt leggjast flatir fyrir stúlkubörnum undir lögaldri. Það er hins vegar enginn vafi á því að ítalar njóta góðs af slíkum heimsóknum til fiarlægra landa þar sem stofnað er til kynna þjóða í milli og þeim er betur ljóst hvað það er helst sem varast ber. Her- skipum og sjóliðum stafar ekki hætta af óvinveittum karlmönn- um. Skeinhættast slíkum heim- sóknum og innrásum eru leifturár- ásir stúlknanna sem ganga í skrokk á sjóhernum. Þetta lærðu ítalarnir í Islandsheimsókninni og þeir hafa verið manna fegnastir að sleppa með skrekkinn. Þeir eru reynslunni ríkari. Þökk sé íslensk- um fermingarstúlkum. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.