Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1990, Page 9
MÁNUDAGUR 13. ÁGÚST 1990.
9
Utlönd
Mikil óvissa ríkir
á mörkuðum
Irösk stjórnvöld hafa varaö aðild-
arriki OPEC, Samtök olíuútflutn-
ingsríkja, viö því aö auka framleiðslu
sína og fylla þannig upp í fram-
leiöslutap það sem innrás íraka í
Kúvæt hefur orsakaö. Heimildir
herma að ráðamenn sumra aðildar-
ríkja OPEC hafi rætt um það sín á
milli að auka framleiðsluna en fram-
leiðslutap vegna innrásarinnar nem-
ur fjórum milljónum tunna á dag.
Framleiðsla Kúvæt nam 1,5 millj-
ónum tunna daglega áður en írakar
réðust inn í landið. En hvorki írakar
né Kúvætar hafa framleitt ohu síðan
í síðustu viku þegar Sameinuðu þjóð-
irnar settu viðskiptabann á báðar
þjóðirnar. Heimildir herma að
OPEC-ríkin kunni að auka fram-
leiðslu sína sem nemur helmingi
framleiðslutapsins.
Heimsmarkaðsverð á oliu hækkaði
gífurlega í kjölfar innrásarinnar og
á fóstudag var tunnan skráð á 26,23
dollara. í síðustu viku var tunnan
seld á allt að 28 dollara en verð lækk-
aði á ný þegar fréttist að Saudi-
Arabía hygðist auka framleiðslu
sína. Ekki er enn ljóst hvort svo verð-
ur.
Seint í júh samþykktu olíumála-
ráðherrar OPEC-ríkjanna að tunnan
skuli seld á 21 dollar. Hvert verðið
verður þessa vikuna er undir ástand-
inu við.Persaflóa komiö og búast
flestir við miklum sveiflum í verði. í
morgun hækkaði olíuverð um næst-
um einn dollar vegna ótta um að olíu-
lindir Saudi-Arabíu, heimsins
stærsta ohuframleiðsluríkis, myndu
verða illa úti komi til átaka.
Þá hefur verðbréfamarkaðurinn
ekki síður verið sveiflukenndur síð-
ustu daga og hafa verðbréf fallið í
verði. Verðfallið hélt áfram á mörk-
uðum í morgun og í Tokýo féh Nik-
kei-verðbréfavísitalan um fimm pró-
sent á fyrstu mínútum viðskipta. í
fyrsta sinn í tvö ár var vísitalan
skráð á undir 26,000 stig.
Reuter
S. 17440 - 689017
UTSALA
w
A
w II
HATOLURUM
25 TIL 30% LÆKKUN
PRODEX:
CX-1000,120 W
CX-2000,150W
HT-1700,170 W
HT-2000,200W
MX-5000, 100 W
Verð áður
Kr. 21.640,-
Kr.26.190,-
Kr.20.160,-
Kr. 26.950,-
Kr. 25.440,-
Verð nú parið
Kr. 15.150,-stgr.
Kr. 18.335,-stgr.
Kr. 14.115,-stgr.
Kr. 18.865,-stgr.
Kr. 17.800,-stgr.
WHARFDALE
990, 100W
Kr. 22.800,- Kr. 15.960,-stgr.
ALTEC LANSING:
AL-85,80 W
AL-55,80 W
AL-101, 100W
AL-301, 200 W
AL-401,250 W
AL-508,250 W
Kr. 22.200,-
Kr. 24.560,-
Kr. 36.420,-
Kr. 79.665,-
Kr. 101.970,-
Kr. 15.540,-stgr.
17.200,-stgr.
Kr. 27.000,-stgr.
Kr. 59.750,- stgr.
Kr. 76.480,-stgr.
•Kr. 79.890,- stgr.
Kr. 106.525,-
(Bassabotn með innbyggðum 100 W magnara.)
PSW-10, 100W Kr.85.015,- Kr. 63.760,-stgr.
Sendum í póstkröfu
3
[\dCUO
Ármúla 38, símar 31133 og 83177,