Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1990, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1990, Page 11
MÁNUDAGUR 13. ÁGÚST 1990. 11 PV_______,_______Útlönd Fjöldahandtökur BÁRUSTÁL Yfirvöld í Pakistan réöust til atlögu gegn stuðningsmönnum Benazir Bhutto, fyrrum forsætisráðherra, um helgina og voru að minnsta kosti átta handteknir. Fyrir dögun í gær réðst lögregla inn á heimili að minnst kosti fimmtíu þekktra stuðnings- manna Bhutto. Að sögn lögregluyfir- valda hafa margir félagar í Þjóðar- flokknum, flokki ráðherrans fyrr- verandi, farið í felur. Bhutto var rekin úr embætti for- sætisráöherra síðastliðinn mánudag og segja sumir stuðningsmanna Benazir Bhutto, tyrrum forsætisráðherra Pakistan, hefur lýst því yfir að hún muni leita til dómstólanna vegna brottvísunar sinnar úr embætti. Símamynd Reuter 29 ár síðan Berlínarmúrinn var reistur: Tákn liðinna tíma Þjóðverjar beggja vegna landa- mæranna söfnuðust saman við Ber- línarmúrinn í gær til að minnast þess að í dag eru 29 ár frá því að hann var reistur. í fyrsta sinn í tugi ára ríkti gleði í stað sorgar í brjóstum þýsku þjóðarinnar á þessum degi. Þegar kommúnistastjórn Austur- Þýskalands hóf að reisa hinn 160 kílómetra langa múr, 13. ágúst 1961, var það til að koma í veg fyrir flótta vestur á bóginn. En frelsisþrá Aust- ur-Þjóðverja reyndist of sterk og líf- seig fyrir þáverandi stjórnvöld og þann 9. nóvember í fyrra reis al- menningur gegn stjórnvöldum. í dag er lítið eftir af þessu tákni kalda stríðsins, sérstaklega í gamla miðbæ Berlínar, þangað sem flestir ferða- menn sækja. Varðhundar, leitarljós og varð- menn einkenndu landamæri ríkj- anna í borginni og fáum tókst að brjóta sér leið gegnum múrinn. Átta- tíu manns létu lífið þegar þeir reyndu að flýja til frelsisins vestan megin yfir múrinn. Nú eru landamærin opin og sameining þýsku ríkjanna í sjónmáli. Reuter Þetta var algeng sjón í Berlín í nóvember í fyrra, Þjóðverjar á Berlínarmúrn- um fagna falli hans. Símamynd Reuter hennar að herinn hafi átt þar hlut að máii. Um helgina sagðist Bhutto sjálf mundu leita réttar síns fyrir dómstólum. Þá lýsti hún því yfir að flokkur sinn styddi ekki hina nýju bráðabirgðastjórn landsins undir forsæti síns helsta pólitíska óvinar, Ghulam Mustafa Jatoi. Jatoi hefur sakað stjórn Bhuttos um spillingu og sagt að yfirvöld mundu rannsaka stjórn hennar. Svo getur farið að Bhutto fái ekki að bjóða sig fram í boðuðum kosningum í október næstkomandi. Margir telja að stjórnin, sem nýtur stuðnings hersins, muni reyna hvað hún getur til að koma í veg fyrir að Bhutto taki þátt í kosningunum. Fjölmiðlar í Pakistan, fyrir utan þeir ríkisreknu, hafa tekið æ harðari afstöðu gegn brottvísun Bhuttos og nýju bráða- birgðastjórninni síðustu daga. Þeir hafa gagnrýnt forsetann fyrir að velja Jatoi til að stýra bráðabirgða- stjórninni í stað þess að velja hlut- lausanforsætisráðherra. Reuter Sígilt form - Litað og ólitað = HÉÐINN = STÓRÁSI 6, GARÐABÆ SÍMI 52000 5 s. GUDLAL1GS50 100 AGÚtU EINDAGI STAÐGREIÐSLUFJÁR ER 15. HVERS MÁNAÐAR Launagreiðendum ber að skila afdreginni staðgreiðslu af launum og reiknuðu endurgjaldi í hverjum mánuði. Með gírókerfi staðgreiðslu er unnt að greiða í öllum bönkum, sparisjóðum og pósthúsum. Eindagi staðgreiðslufjárer 15. hvers mánaðar. i::— Munið að gera skiltímanlega! ÚISAI 30^0% AFSIÍTHIR Austurstræti 14 - sínii 12345 W Uttj

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.