Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1990, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1990, Síða 12
12 MÁNUDAGUR 13. ÁGÚST 1990. Spumingin Saknarðu veðurfræðing- anna úr ríkissjónvarpinu? Margrét Runólfsdóttir húsmóðir: Nei, mér er alveg sama. Það skiptir engu máli hver segir frá, aðalatriðið er að þær komist til skila. Guðrún M. Harðardóttir fóstra: Já, alveg svakalega. Það verð ég að segja. Heiðar Feykir Tómasson barþjónn: Nei, þeir eru ágætir á Stöð 2. Að vísu sakna ég gamla kortsins. Erlingur Ólafsson bakari: Já, ég geri það. Eg fylgist alltaf með veðurfregn- um en þó ekki mikið upp á síðkastiö. Ég horfi þá bara á Stöö 2 í staðinn. Stefán Gunnarsson flugvélstjóri: Ég bý erlendis og hef ekki mikið um þetta að segja. Ég held að þetta sé allt í lagi eins og er. Björn Einarsson ræstitæknir: Já, ég tók eftir þessu í gær. Þetta er mjög slæmt. Lesendur íslenskt stjómskipulag og þingræði: H vað er svo brýnt? Helgi Guðmundsson skrifar: Ég hef, eins og margir aðrir, fylgst með deilu BHMR-manna og ríkisins, ekki síst vegna þeirra áhrifa sem hún hefur haft á allan vinnumarkaðinn og tengist svo aftur stjómarskránni og öðrum réttarheimildum gagnvart þegnum þessa lands. í Timanum miðvikudaginn 8. ágúst sl. var forystugrein um málið. Fyrir- sögnin var „Lögspeki á villigötum?“ Þar var fjallað um ásakanir BHMR- manna í þá vem að bráðabirgöalögin brjóti í bága við stjórnarskrána. - Sé svo, segir í Tímanum, ættu fræði- menn, en ekki síður stjórnmála- menn, að velta þeirri spurningu fyrir sér því þeir séu kosnir til að fara með ríkisvaidið og þurfi að vita hvar takmörk þess liggja. Undir lok þessarar forystugreinar er svo slegið upp m.a. þessari spurn- ingu: „En hvað er það í íslensku stjómskipulagi sem gerir það svo brýnt að nú skuli takmarka völd lýð- kjörinna alþingismanna og ráðherra sem lúta þingræði?“ - Þessari spurn- ingu vil ég svara á eftirfarandi hátt: Mér sýnist sem íslenskir stjóm- málamenn og þ.m.t. ráðherrar hafi fyrir allnokkru síðan gengið of langt í valdníðslu og því að ólmast með ákvöröunarrétt þegnanna. Þeir hika t.d. ekki við að ganga á svig við traust kjósenda ákveðinna stjórnmála- flokka og greiða atkvæöi á Alþingi um máí gegn markaðri stefnu síns flokks til að kaupa sér pólitískan frið á þingi eöa í starfi. Þess vegna m.a. telja margir hér á landi það orðið brýnt að takmarka verulega vald stjómmálamanna og ráðherra. Einnig er farið að bera verulega á því hér á landi aö einstak- ir stjómmálamenn og ráðherrar skari beinlínis eld aö eigin köku eða „Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem þessi ríkisstjórn freistar þess að fá landsmenn til að sætta sig við vafasama framkvæmd," segir í greininni. þeirra sem þeim standa nærri. - Ekk- ert af þessu er í samræmi við þá lög- speki sem almenningur les út úr stjórnarskránni, þótt óendurskoðuð sé. Nýsett bráðabirgðalög eru einmitt angi af því póhtíska valdi sem ráð- herrar virðast beinlínis taka sér á meðan Alþingi starfar ekki og virð- ast ætla að nota tímann þar til þing kemur saman til að sætta landsmenn við orðinn hlut. Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem þessi ríkisstjórn freistar þess að fá landsmenn til að sætta sig við vafasama framkvæmd. Fyrra sinnið var þegar forsætisráð- herra fullvissaði forseta íslands um að meirihiuti væri á þingi er honum var falin stjómarmyndun, þrátt fyrir þá staðreynd að svo var ekki fyrr en eftir langar og strangar tilraunir og hrossakaup innan Alþingis. Það má segja að nú sé komið að vendipunkti í þessum tilraunum ís- lenskra stjórnmálaforingja með að- stoð verkalýðsleiðtoga til að gera landsmenn óvirka í lýðræöinu. Stjómmálamenn átta sig eflaust ekki á því að nú er þjóðin orðin vel mennt- uð og lætur því ekki blekkjast af lýð- skrumi eða slagorðum um að launa- kjör landsmanna, svo lág sem þau eru, skipti sköpum í afkomu lands- framleiðslu og þjóðarafkomu. Það sem nú skiptir mestu máli er að fá fram á sjónarsviðið heiðarlega og frambærilega stjórnmálamenn sem hafa annað og mikilvægara að leiðarljósi en að ferðast fram og til baka milli íslands og umheimsins með skilaboð á báða bóga um fram- tíðarstöðu lands og þjóðar. Málið snýst ekki um að taka völdin af ríkis- stjórn eða Alþingi, eins og spurt er í forystugrein Tímans, heldur þarf að setja landsmönnum lög sem hægt er að treysta, eða öllu heldur viröa. Stjórnarskrá íslendinga er í molum og því ganga stjórnmálamenn og rík- isstjómir á lagið og taka lögin í sínar hendur þegar þeim þykir henta. Sýnum minnstu bræðr- unum umburðarlyndi Móðir skrifar: Ég hef aö undanfómu rekist á greinar og lesendabréf um meðferð- arheimili einhverfra barna á Sel- tjarnarnesi. - Ég hef reynt að átta mig á því í hveiju þessi voðalega truflun einhverfu barnanna er fólgin fyrir íbúa hverfisins. Ég hef helst komist aö þeirri niöur- stöðu að hún stafi af því að börnin hegða sér öðruvísi en við sem telj- umst eðlileg. Ég segi „öðruvísi" en ekki „verr“ því þaö er margt sem eðlilegt fólk aðhefst sem veldur öðr- um truflun - án þess að fólk grípi til blaðaskrifa og mótmæla. Einhvers staðar las ég að sá voöa- legi atburður hefði gerst að einhverft Tvær sem finnast MacDonalds betri skrifa: Við getum þvi miður ekki annað en látið okkur varöa það sem „verka- kona“ færir fram í lesendadálki DV fimmtud. 2. ágúst um MacDonalds- og Burger King-hamborgara. Það mætti halda að „verkakona" hefði engan smekk á hamborgurum. í Bandaríkjunum er upplýst sam- Sorgmædd amma skrifar: Ég vil skora á feður að mynda með sér samtök um rétt og umgengni viö börn sín og láta ekki eigingjarnar mæður traðka á sér lengur. Eg hefi ljóta, sára og ótrúlega reynslu af slík- um málum. barn hefði gengið öma sinna a gang- stétt. - Þá datt mér í hug allir karl- arnir sem ég hef séð pissa utan í hús blygöunarlaust. Menn sem teljast til betri borgara standa viö húsgafl hjá sjálfum sér eða öðrum og spræna út veggina. Sums staöar þar sem marg- ir hafa notað veggina leggur megnan óþef frá byggingunum. Ekki hef ég heyrt neina kröfu um að þessir „broddborgarar“ séu óhæf- ir í mannlegu samfélagi eða að börn og taugaveilt fólk verði fyrir andleg- um skaða við að verða vitni að því að jakkafatakarlar létti á sér! Ég verð auðvitað aö viðurkenna að stundum hef ég verið ósköp lítiö umburðarlynd gagnvart þessum kvæmt skoðanakönnunum að um 65% fólks neyta MacDonalds- en að- eins um 15-20% Burger King-ham- borgara. Það má benda á að hér á landi er erlendur auðhringur, Kentucky Fried Chicken. Efíslendingar myndu einungis lifa á íslenskum iönaðar- vörum þá gætum við ekki keypt hrá- efni í ávaxtagrauta, barnamat, Coca Ég vona að ekki séu til margar eins kvikindislegar mæður og reynsla mín og sonar míns vitnar um. Engin börn eru eingetin og barniö á sinn rétt sem einstaklingur til að umgang- ast kynforeldra sína, skyldfólk og afa og ömmur að jöfnu. sóðaskap. En hins vegar held ég að hvorki ég né aðrir verði fyrir andlegu áfalli við slíka sjón. - Hver er munur- inn á því að þroskaheft börn hlýði kalli náttúrunnar og að fullvita karl- ar geri það? Mér er spum! Ég er sannfærö um að börn, sem búa nálægt þroskaheftu fólki, venjast því og taka þaö sem hluta af mannlíf- inu ef þau fá frið til þess fyrir full- orðnu fólki. Það er nógir erfitt fyrir foreldra að eiga þroskaheft börn þótt aðrir séu ekki að gera þeim lífið leitt að óþörfu. - Ég vona að íbúar götunn- ar þroskist og læri með tímanum að sýna okkar minnstu bræörum skiln- ing og umburðarlyndi. cola, o.fl. o.fl. „Verkakona“ segir að MacDon- alds-hamborgarar séu verri. Auðvit- að verður hver að hafa sinn smekk. Hún talar einnig um hollari og betri hamborgara. En er ekki sama hrá- efnið í öllum hamborgurum hér hjá okkur? Við teljum svo vera. - Og hver verður þá niðurstaöan? Þegar um óhæfa móður er að ræöa á bamið skilyröislaust að alast upp meö kynfóður sínum sem þráir barn sitt og getur veitt því gott heimili og uppeldi. Þessum málum ættu yfir- völd að veita meiri athygli. Það er mjög brýnt og tilfellin eru mörg. Þverstæðurí stjórnsýslunni Lúðvíg Eggertsson skrifar: Það vakti athygli og undrun í kjaradefiu BHMR við ríkið að for- seti ASÍ tók afstöðu gegn laun- þegasamtökunum. Mátti ekki á milli sjá hvor sótti harðar gegn BHMR, Ásmundur Stefánsson eða Einar Oddur Kristjánsson. Ef vel er að gáö þarf þó enginn að vera hissa. Ásmundur er nefnilega ekki aðeins fulltrúi launþega heldur líka fulltrúi fiár- magnseigenda. Hann er banka- ráðsmaður íslandsbanka, var í forsæti þar í fyrra. Munu varla dæmi slíks annars staðar að einn og sami maður sé í fararbroddi tveggja svo gagnólíkra hags- munasamtaka. Þó blasir slíkt við á öðmm vett- vangi stjómsýslunnar. Þannig er dr. Jóhannes Nordal seðlabanka- stjóri jafnframt stjómarformaður í Landsvirkjun, skuldugasta fyrir- tæki landins. Jafnvel þótt slík staða kunni að vera lögleg getur hún varla samrýmst siðgæðsisvit- und seðlabankastjórans. Þriðji furðufugl stjórnsýslunn- ar, sem hér skal nefndur, er Jón Sigurðsson sem er í flokki lýð- ræðisjafnaðarmanna. Hann gengur berserksgang fijáls- hyggjumannsins og flýtir sér óð- fluga að losa um öll höft á gjald- eyri þó að alls enginn grundvöll- ur sé fyrir slíku í okkar einhæfa dvergríki. Sumir hyggja aö Jón vilji þókn- ast dr. Jóhannesi er innan tíðar mun láta af embætti. Muni Jó- hannes sjálfsagt vilja ráða hver eftirmaður hans verður, eins og Jónas Haralz ætlaði sér þegar hann hætti störfum. - Það er nöt- urlegt ef landsmenn þurfa að lúta valdi umdeilds embættismanns alla starfsævi hans og svo aðra starfsævi í viðbót þegar hann er á bak og burt - og eftirmaöurinn tekinn við! Hamborgarar hér og þar Umgengni við kynforeldra: Myndið samtök, feður!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.