Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1990, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1990, Side 14
14 MÁNUDAGUR 13. ÁGÚST 1990. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91 )27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Rýr uppskera íslendingar geta meö sanni sagt aö áhugi útlendinga aukist á ferðalögum hingaö til lands ár frá ári. Þaö sem af er þessu ári hefur verið sett nýtt met í ferðamanna- fjölda og enn er aðalárstíð ferðalaganna ekki lokið. Þetta er ánægjuleg þróun, enda mörg rök sem hníga að því að ísland geti verið eftirsótt ferðamannaland. íslensk fyrirtæki, ferðaskrifstofur og flugfélög hafa lagt aukna áherslu á kynningu lands og þjóðar í Mið-Evrópu sem virðist vera að bera árangur. Fjölgun erlendra ferða- manna er fyrst og fremst fólgin í straumi Þjóðverja, Svisslendinga, ítala og annarra Evrópubúa utan Norð- urlanda. En einn galli er þó á gjöf Njarðar. íslendingar njóta ekki mikils afraksturs af komu þessa fólks til landsins. Nú er orðið æ algengara að útlendingar flytji með sér mat, bíla og önnur aðföng og ferðist hér á eigin vegum án þess að þurfa að greiða krónu í þjónustu eða inn- kaup. Einkum er þetta sláandi með matinn. Eins og fram hefur komið í fréttum DV og Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Sambands veitinga- og gistihúsa, tekur fram í blaðagrein fyrir nokkru mega útlendingar flytja með sér matvæh að hámarki tíu kíló að þyngd. Hins vegar hafa hópar ferðamanna „komist upp með það að pakka matnum sameiginlega og koma með hann þannig í gegnum tollskoðun, án þess að nokk- uð sé við því amast eða nánar á það litið“, eins og Erna segir. Og hún heldur áfram: „Þýsk ferðaskrifstofa, sem skipuleggur ferð um ísland fyrir 50 manna hóp, getur því keypt hálft tonn af mat, pakkað honum í kist- ur og flutt hann til landsins með hópnum.“ Þetta dæmi Ernu er ekki tekið af handahófi. Þetta er viðtekin venja þýskra ferðalanga sem hingað ferðast í hópum. Svo virðist sem tollgæslumönnum hafi verið uppálagt að láta þessa matarflutninga óáreitta þótt þeir brjóti bersýnilega í bága við reglugerð um tollfrjálsan farangur ferðamanna. íslendingar hafa gert sér grein fyrir mikilvægi ferða- þjónustunnar. Hún er vaxandi atvinnugrein hér á landi. I öðrum löndum eru tekjur af ferðamannaiðnaði stór hluti af þjóðartekjum. Hann gæti einnig orðið stór hér hjá okkur ef rétt er staðið að málum. Við höfum verið að fikra okkur inn á rétta braut og útlendingar eru smám saman að uppgötva kosti íslands og aðdráttarafl. En hvers virði er vaxandi ferðamannastraumur meðan ferðamennirnir skilja ekki krónu eftir sig í landinu og hafa ýmist ekki efni á að matast eða þurfa þess ekki vegna þess að þeir flytja allan sinn varning með sér til landsins? Það má svo bæta því við að mikill fjöldi þessa ferða- fólks kemur, eins og fyrr segir, á sinum eigin bílum, fer sínu fram í óbyggðunum og virðir ekki umgengnisreglur eða viðkvæma náttúru frekar en því hentar. Það er von að fólk leggi leið sína til íslands þegar það hefur land fyrir sig, mat fyrir sig og leiðsögn fyrir sig, án þess að gjalda nokkuð til innfæddra. Hér þurfum við að staldra við. Ferðalög til íslands eiga ekki að vera eftirsótt af því að þau séu ókeypis. Ferðalög til íslands eiga heldur ekki að vera dýr, en eitthvað má á milli vera. Þjóðverjar og aðrir ferðalang- ar verða að hlíta þeim reglum sem gilda og það er ástæðulaus kurteisi að afgreiða matarflutninga þeirra óáreitta í gegnum toll. Hitt er svo annað mál að matur mætti vera ódýrari fyrir bæði innlenda sem erlenda, en það er önnur saga og önnur Ella. Ellert B. Schram Vanhugsuð bráðabirgðalög Bráöabirgöalögin, sem sett voru 31. júlí sl., marka spor í þjóðmála- baráttunni hérlendis og eiga eftir að verða umdeild lengi. Ástæðan er ekki sú að lagasetningin sem slík sé merkileg heldur miklu frem- ur aðdragandi hennar og þau við- horf sem fram voru borin og tahn voru réttlæta þetta skref. Lögin eiga eftir að koma fyrir Aiþingi til staðfestingar. Ekki er ástæða tii að ætla annað en þar verði mikill meirihluti með sam- þykkt þeirra. í stuöningsflokkum ríkisstjómarinnar mæltu aðeins tveir þingmenn, Geir Gunnarsson og sá sem þetta ritar, gegn setningu bráðabirgðalaganna. Stuðningur Sjálfstæðisflokksins við lagasetn- inguna hefur ekki farið leynt og aðeins einn þingflokkur, Kvenna- hstinn, hefur í heild lýst andstöðu við bráðabirgðalögin. Það ætti þannig að veröa létt verk fyrir rík- isstjómina að fá þennan gjörning sinn stimplaðan af komandi AI- þingi. Málið er hins vegar ekki svo ein- falt. Bakgrunnur setningar bráða- birgðalaganna var mjög sérstæður og rökin fyrir þeim langt frá því að vera einhlít. Fjölmargar spurn- ingar um grundvallaratriði og leik- reglur í samfélaginu hljóta að vakna þegar litið er á málavexti. Niðurstaðan í skoðanakönnun DV í aðdraganda lagasetningarinnar, þar sem svörin voru nánast 50:50, bendir th þess aö efasemdir um réttmæti lagasetningarinnar hafi verið langtum meiri meðal al- mennings en látið var í veðri vaka. Snýst ekki um hlutaskiptin í áróðrinum fyrir lagasetningu var spilað ótæpilega á þá strengi að háskólamenntaðir ríkisstarfs- menn væm nógu vel haldnir fyrir og ekki væri verjandi að hleypa þeim fram úr öðmm með sérstakar hækkanir. Um þetta mætti margt segja. Auövelt er að sýna fram á að launamunur í þjóðfélaginu er óhæfilega mikill og þeir sem minnst bera úr býtum eru á ósæmi- lega lágum kjöram. En um það snýst ekki þetta mál, nema menn telji rétt að taka upp þá stefnu að kveða á um kaup og kjör í landinu með lagasetningu í stað frjáls samningsréttar. Einnig er rétt að hafa í huga að launamunurinn er ekki fyrst og fremst milli fólks í einstökum heildarsamtökum, hvort sem þau heita ASÍ, BSRB eða BHMR, heldur innbyrðis innan þeirra og byggist á mismunandi umsömdum launa- flokkum og ólíkum launakerfum. í öhum þessum samtökum er að finna láglaunafólk og aðra sem era langtum betur settir. Dehan um setningu bráðabirgða- laga nú varðar hins vegar grund- vallarhagsmuni allra þessara sam- taka, þ.e. spurninguna um frjálsan samningsrétt og hvort þau eigi að fahast á réttmæti þess að ríkisvald- iö ógildi gerða samninga. Þótt tals- menn ASÍ og BSRB telji sig kannski hafa allt á þurru nú að því er varð- ar sína samninga kemst fólk í þess- um samtökum ekki hjá því aö íhuga hvert fordæmisgildi slík inn- grip hafi. Talsmenn Vinnuveitendasam- bandsins mæla fagurlega þessa stundina að orð skuli standa gagn- vart ASÍ en ætli þeim þyki nokkuð lakara að eiga hlut að því að knýja fram bráðabirgðalög í kjaramálum sem rökstudd eru með vísan í efna- hagsleg markmið ríkisstjómar. Það er ekki langt í næstu ríkis- stjóm og ætli sú hin sama telji sig ekki eiga eitthvað ógert í baráttu við verðbólgu og við að tryggja efnahagslegan stööugleika. Valdhroki hefnir sín Ríkisstjórnin missteig sig alvar- lega í samskiptum sínum við KiaHarinn Hjörleifur Guttormsson alþingismaður Bandalag háskólamenntaðra ríkis- starfsmanna. í fyrsta lagi stóð hún að samningi viö BHMR sem fól í sér ákvæði um „að verði almennar breytingar á launakjöram annarra launþega... geta aðilar krafist breytingar á launaliðnum sem því nemur“. í öðra lagi hafðist hún ekki að þegar ASÍ og VSÍ gerðu sinn „þjóðarsáttar“samning í vetur leið. í þriðja lagi tilkynntu ráðherrar einhliða 12. júní sl. að þeir ætluðu ekki að standa við ákvæði samn- ings síns við BHMR að því er varð- aði 5. grein hans varðandi launa- breytingar 1. júlí. í framhaldi af málshöfðun kom síðan samhljóma dómsorð Félagsdóms 23. júlí sl. svo- hljóöandi. „Af orðalagi 6. mgr. 5 gr. er ljóst að ákvæðið mælir fyrir um greiðsl- ur ef framkvæmd kjarasaman- burðarins dregst fram yfir 1. júlí 1990. Verða hin tilvitnuðu ákvæði ekki skýrð á annan veg en þann að stefnda beri að greiða félagsmönn- um stefnanda upp í hækkun sem þeir kunna að eiga rétt á sam- kvæmt kjarasamanburðinum þar sem honum var ekki lokið hinn 1. júlí 1990.“ Af viðbrögðum ríkisstjómarinn- ar og einstakra ráðherra við þess- um dómi mátti ætla að þeir hefðu misskilið ótvíræð ákvæði eigin samnings eða þá að ekki hafi verið ætlunin að standa við hann. Bráðabirgðalög ofan í dóm Það er ofan í þessi samskipti og dómsorð sem ríkisstjómin nú setur bráðabirgðalög. Hún hefur tapað máli fyrir dómi en taldi sig ekki geta unað því, m.a. með vísun til yfirlýsingar atvinnurekenda um hliðstæða hækkun til sinna við- semjenda og verðhækkanir og gengislækkun í kjölfarið. Samningaumleitanir, sem fram fóru milli BHMR og fjármálaráð- herra í nokkra daga, leiddu í ljós að forastumenn BHMR vora reiðu- búnir að taka ákvæði 15. greinar kjarasamnings síns um víxlhækk- anir, byggðar á samningum ann- arra samtaka, til endurskoðunar en töldu sig ekki hafa umboð til að falla frá launahækkun frá 1. júlí samkvæmt gildandi samningi. Samningaumleitanir fóru fram í skugga umræðu innanríkisstjóm- arinnar um bráðabirgðalög og við þær aðstæður voru hverfandi líkur á að tækist að leysa máhð með sam- komulagi. Innan ríkisstjórnar voru uppi mjög harðar kröfur frá samstarfs- aðilum Alþýðubandalagsins um lagasetningu. Fyrsta tillaga forsæt- isráðherra gerði ráð fyrir að binda allt í hólf og gólf á vinnumarkaði með lögum fram á haust 1991, einn- ig þá sem nú hafa lausa samninga. Niðurstaðan er mildari á pappírn- um en leiðir að sama marki. Brýnt að endurvekja traust Ljóst er að mikill trúnaðarbrest- ur er orðinn milli háskólamennt- aðra starfsmanna í þjónustu ríkis- ins og áður viðsemjenda þeirra. Forysta BHMR hefur boðað hörö viðbrögð gegn bráðabirgðalögun- um og einnig samtök kennara. Samskipti þessara aöila við við- semjanda sinn, ríkið, hafa verið erfið um árabil og deilur leitt til verulegs tjóns, ekki síst í starfi skólanna. Þannig hafa þeir sem síst skyldi, börn og nemendur, orðið fyrir barðinu á langvarandi erjum ríkisins við starfsmenn sína. Þetta er óviðunandi ástand og löngu hætt að vera einkamál ein- stakra hagsmunasamtaka. Það skiptir t.d. foreldra og nemendur afar miklu að góður starfsandi og samfella sé í skólastarfi. Þróun at- vinnulífs hér sem annars staðar byggist í vaxandi mæh á rannsókn- um sem að hluta th fara fram í rík- isstofnunum. Það er því brýnt að skaplegt and- rúmsloft og bærilegt traust skapist milli handhafa ríkisvaldsins og starfsmanna í ríkisþjónustu, einnig þeirra sem aflað hafa sér háskóla- menntunar. Ekki er ástæða til að ætla að háskólamenntað fólk sé að jafnaði óvægnara sem viðsemjend- ur um kaup og kjör en ýmsir aðrir hópar í þjóðfélaginu. Átökin að undanfornu og einhliða rifting rík- isins á gerðum samningum er hins vegar ekki til þess fallin að efla traust og ýta undir sanngimi. Verkefni Alþingis á að mínu mati ekki að vera að blanda sér í þegar gerða samninga á vinnumarkaði. Löggjafinn hefur önnu'r ráð th að jafna kjör í landinu ef vilji er fyrir hendi. Hjörleifur Guttormsson „Forysta BHMR hefur boöað hörð viðbrögð gegn bráðabirgðalögunum og einnig samtök kennara," segir greinarhöfundur. - Frá mótmælafundi BHMR við Stjórnarráðið fyrr í sumar. ,, Samningaumleitanir fóru fram í skugga umræðu ríkisstjórnarinnar um bráðabirgðalög og við þær aðstæður voru hverfandi líkur á að tækist að leysa málið með samkomulagi.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.