Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1990, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1990, Síða 27
MÁNUDAGUR 13. ÁGÚST 1990. 35 LífsstLlI Virðisaukaskattur: Ný reglugerð um endurgreiðslur vegna viðgerða og viðhalds Endurgreiðsla virðisaukaskatts nær nú til viðgerða og viðhalds á húsnæði en þær breytingar urðu eftir setningu bráðabirgðalaga í síðasta mánuði. Með setningu bráðabirgðalaga í síðasta mánuði hefur breyting orðið á reglum varðandi endurgreiðslur virðisaukaskatts vegna vinnu við endurbætur húsnæðis. Nú ná endur- greiðslur ekki eingöngu til vinnu vegna endurbóta heldur einnig til vinnu vegna viðgerða og viðhalds Neytendur húsnæðis en svo var ekki áður. Að auki hefur verið falhð frá svokallaðri 7% reglu en hún kveður á um að ein- ungis skuli endurgreiða virðisauka- skatt vegna greiddrar vinnu ef heild- arkostnaður nær í það minnsta 7% af fasteignamati íbúðar. Þótti þetta of hátt mat þar sem fáir náðu þessu marki. Sem fyrr er greitt til baka miðað við ár. Vinnuþáttur endurgreiðsluhæfur Áður en virðisaukaskatturinn kom til sögunnar var vinna við viðhald og endurbætur undanþegin sölu- skatti. Með tilkomu virðisauka- skattsins varð þessi sama vinna skattskyld en nú hefur orðið breyting þar á sem má teljast eðlileg í ljósi þeirra reglna sem áður voru við- hafðar og einnig vegna þess að bygg- ingarkostnaður, svo og kostnaður við viðgerðir, jókst verulega. Var mikil óánægja með þetta fyrirkomu- lag og er breytingin því kærkomin þeim sem standa í viðgerðar- og við- haldsframkvæmdum. Endurgreiðslur ná til þeirrar vinnu sem hefur verið innt af hendi á þessu ári. Er nauðsynlegt að allar upplýs- ingar komi fram á reikningum sem fylgja endurgreiðslubeiðni. Eru til skýrar reglur sem kveða á um það. Vill stundum brenna við að ekki hefur verið gengið frá þeim á þann hátt að vinnuþáttur og efnisþáttur hafi verið aðskildir. Þetta getur vald- ið vandkvæðum þar sem aðeins er endurgreiddur virðisaukaskattur af vinnu en ekki efniskostnaði. Þessi getur til að myndá verið raunin í þeim tilfellum sem verk hefur verið boðið út og greitt hefur verið fyrir ákvæðisvinnu en ekki borguð tíma- laun. Geta skattayfirvöld kraflst þess að fá að sjá alla reikninga og er nokkuð strangt eftirlit með því. Fyrir þá sem ekki hafa sundurliðaða reikninga tii að byggja umsókn sína á er nauðsyn- legt að leita til þeirra aðila sem sáu um vinnuna og fá þá til að leiðrétta reikningana þannig að þeir séu gildir til að fylgja umsókninni. Það sem ennfremur þarf að koma fram er að vinnan hafi verið innt af hendi á byggingarstað. Endur- greiðslan nær aðeins til þeirrar vinnu sem framkvæmd er á staðnum en ekki þeirrar sem fram fer annars staðar, svo sem á verkstæði. Ekki nær endurgreiðslan til sérfræðiþjón- ustu sem fengin er. Umsókn berist skattstjóra í fyrsta sinn kemur til endur- greiðslna á næsta ári og skulu þeir sem þann rétt eiga senda skattstjóra í því umdæmi, þar sem þeir eiga lög- heimili, greinargerð í því formi sem ríkisskattstjóri ákveður um greidda vinnureikninga á viðkomandi upp- gjörstímabili. Þar sem nokkuð er í það að endurgeiðslur hefjist liggur sérstakt eyðublað ekki enn fyrir. Er verið að vinna að uppsetningu þess á vegum embættis ríkisskattstjóra og mun það væntanlega verða tilbúið á næstunni. Ný reglugerð er heldur ekki fullgerð enn. Greinargerð vegna endurbóta, við- gerða og viðhalds, sem til fellur inn- an eins almanaksárs, þarf að berast skattstjóra í síðasta lagi 15. janúar árið eftir. Skattstjóri er sá aðili sem fer yfir endurgreiðslubeiðnina og getur hann farið fram á að skoðuð verði öll gögn sem beiðnin er grundvölluð á. Að lokum tilkynnir skattstjóri samþykkta endurgreiðslu inn- heimtumanni ríkissjóðs sem síðan annast hana. Dæmi um viðgerð og endurgreiðslu getur verið á þá leið að fyrir viðgerð á íbúð, þar sem heildarkostnaður nemur 300 þúsundum, er vinnuhlut- fallið um 65%. Eru því greiddar um 195 þúsundir fyrir vinnuþáttinn og myndi endurgreiðslan koma til með að vera tæpar 40 þúsund krónur. -tlt SA-L-A-T GEVMIST vm tf~4-c "Iliii IMEWimo«roii.oi , 100 „ „ f fifk, KJ vm tol). 1 “• >« 8. WMn a <3, MvmíI » B. m~o 7 «•»<!■»« • OACUft OmASirt sWimtUKí Spottinn, sem fannst í hangikjötssalatinu, varö til þess að konan missti matarlystina. DV-mynd JAK Spotti í salati Það getur verið hvimleitt að eyða peningum í matvæli sem reynast svo vera óæt. Ekki alls fyrir löngu keypti kona sér hangikjötssalat frá SS í kjörbúð og ætlaði að gæða sér á því þegar heim var komið. Lystin hvarf eins og dögg fyrir sólu þegar hún fékk sér bita og komst að því að spotti leyndist í salatinu. Óskemmtileg reynsla en ekki er vitlaust í tilfellum sem þessum að fara í verslunina, þar sem varan er keypt, til að fá vöruna bætta þegarístað. -tlt Verðmunur á túnfiski Það hefur sýnt sig hvað eftir annað að það borgar sig fyrir neytendur að vera meðvitaðir um verðlag á þeirri vöru sem þeir kaupa. Ekki er alls staðar borguð sama upphæð fyrir sömu vöruna. Það sannaðist hér um daginn þegar keyptur var túnfiskur í tveimur verslunum á höfuðborgar- svæðinu. Um sömu vöru var að ræða frá sama framleiðanda. í öðrum til- vikinu kostaði túnfiskurinn frá Neptuna 79 krónur og var það verðið í Hagkaupi. Verri kost var að finna í Kaupstað í Mjódd þar sem túnfisk- urinn kostaði 95 krónur. Munaði um 16 krónur á dósunum sem gerir 20% hækkun í síðara tilvikinu. 20% verðmunur var á túnfiski milli tveggja verslana. DV-mynd JAK Sterkar plastlagðar borðplötur með ávölum kanti Ódýrar hillur fyrir heimili, geymslur og vinnustaði. Innlend framleiðsla HF.OFNASMIDJAN Háteigsvegi 7. s 21220, 105 Reykjavik

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.