Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1990, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1990, Síða 28
36 MÁNUDAGUR 13. ÁGÚST 1990. Merming DV Tónlist Hafliða Á sumartónleikum í Skálholti nú um helgina voru einir tónleikar með verkum Hafliða Hallgrímssonar eingöngu. Flytjendur auk Hafliða sjálfs, sem lék á selló, voru þau Helga Ingólfsdóttir semballeikari og Kolbeinn Bjarnason flautuleikari auk sönghópsins Hljómeykis. I efnisskrá tónleikanna var að fmna prógrammatí- skar lýsingar höfundarins á verkunum og er það vafa- laust til gagns fyrir þá sem eiga erfitt með að festa hendur á óhlutkenndu eðli tónlistarinnar. Fyrir aðra er þaö óþarfi því að tónverk Hafliða sem þarna voru flutt voru einkar skýr og töluðu sínu eigin máli. Þau bera þess merki að vera afurð manns sem gjörþekkir vestræna tónhstarhefð af eigin reynslu. Andinn er rómantískur og tónmiðjur eru áberandi í tónamálinu og minna á Bartok, þótt það að öðru leyti sé ómblíð- ara og meira heyrist af þríhljómum. Hefðbundin stef- ræn uppbygging mótar formið og er það ef til vill helsti veikleiki sumra verkanna sem þarna voru flutt, að stundum skorti á fjölbreytni í úrvinnsluaðferð- um. Sembalverkið Strönd hljómaði mjög fallega og var ef til vill best lukkaða verkið. Vefur tónklasa skapar bakgrunn fyrir laglínu sem þróast á skemmtilegan hátt. Flutningur Helgu Ingólfsdóttur var mjög góður. Verse 1 fyrir flautu og selló er áheyrilega rómantískt og var prýðilega flutt af Hafliða og Kolbeini Bjarna- syni. Þá var frumflutt verkið Flug Ikarusar sem er einleiksverk fyrir flautu. Miklar kröfur eru gerðar til einleikarans í því verki en Kolbeinn haföi það allt vel á valdi sínu og sýndi á köflum mjög góð tilþrif. Þjóðlagaútsetningar Hafliða eru ágætlega gerðar en mest tilþrif eru í útsetningu hans á Veröld fláa sýnir Tórúist Finnur Torfi Stefánsson sig. Hljómeyki flutti þessi lög undir stjórn Hafliða og svo var einnig um verk hans Triptych, sem samið er við ljóð Salvatore Quasimodo. Hljómeyki er mjög góð- ur kór og enn einn vitnisburðurinn um ágæti íslenskr- ar söngmenningar. Hefur kórinn greinilega góðu söng- fólki á að skipa og samvinna kórs og stjórnanda var ágæt. Einkum tókust þjóðlögin vel. Ekki spillti þaö fyrir þessum tónleikum aö veður- blíða í Skálholti var mikil og eftir tónleikana mátti sjá tónleikagesti reika um túnin í brakandi þerrinum til að fegurð staðarins mætti taka þar við sem tónlistin hætti. Einleikur á gítar Á sumartónleikum í Skálholti um helgina lék Einar Kristján Einarsson einleik á gítar. Á efnisskrá hans voru verk eftir John Dowland, Hafliða Hallgrímsson, Karólínu Eiríksdóttur og Benjamín Britten. Gítarinn nýtur vaxandi vinsælda. Ekki aðeins í dæg- urmúsík heldur einnig í alvarlegri tónlist. Gegnir það nokkurri furðu þar sem eiginleikar gítarsins eru um flest mjög ólíkir því sem margir telja einkenna tuttug- ustu öldina framar öðru, sem er ópersónulegur hávaði Tónlist Finnur Torfi Stefánsson og hamagangur. Heimur gítarsins er hljóður og nálæg- ur. Hans eru blæbrigði þess Finlega, sem njóta sín best þegar spilað er veikt. Gítarinn krefst af áheyrend- um virðingar, þagnar og þolinmæði. Skálholtskirkja er ákjósanlegur staður til að leika á þetta kröfuharða hljóðfæri. Helgi staðarins gerir menn reiðubúnari til að sýna hljóðfærinu fulla lotningu og hljómburður kirkjunnar hentar ágætlega. Að minnsta kosti virtist það svo á tónleikum Einars. Fyrsta lagið, Fantasía Johns Dowland, leið að vísu nokkuð fyrir það að hljóðfærið var illa stillt. En þegar flytjandinn hafði lagfært það fór allt að færast til betri vegar. Jakobs- stigi Hafliða er einkar snoturt verk og naut sín ágæt- lega þama. Sömu sögu er aö segja um verk Karólínu Eiríksdóttur. Hvaðan kemur lognið? en það var frum- flutt þama. Tónamál Karólínu í þessu verki er nokkuð sérstakt og ekki auðheyrt á hveiju það byggist. Gefur það verkinu mjög ferskan persónulegari stíl. Að öðru leyti er notast við heföbundna stefjaúrvinnslu og er það að vissu leyti athyglisvert að öll verkin á þessum tónleikum áttu þetta sameiginlegt. Var ekki unnt að heyra teljandi mun að þessu leyti á tuttugustu aldar verkunum og verki sextándu aldar mannsins Dow- Einar Kristján Einarsson. lands. Tónleikunum lauk á verki Brittens Nocturnal. Tón- list Brittens er nýklassík með rómantísku ívafi og yfir- leitt frekar sæt en djúpfógur. Þannig er þetta verk einnig, kunnáttusamlega samið með mörgum lagleg- um hugmyndum, en er hvorki sérlega frumlegt né rist- ir djúpt. Það er trúlega einnig fulllangt. Það fannst að minnsta kosti tveim ungum fegurðardísum sem sátu í fangi móður sinnar þarna í kirkjunni. Þær hlustuðu með djúpri athygli á verk Hafliða og Karólínu en þeg- ar tók að líða á Britten fóru þær að ókyrrast og önnur gat jafnvel ekki stillt sig undir lokin um aö gretta sig ofurlítið framan í virðulegan gagnrýnanda DV sem þama sat. Einar Kristján komst vel frá þessum tónleikum. Leikur hans var ekki snurðulaus en honum tókst oft að skapa ágæta stemningu. inni. Hann gegndi því starfi til ársins 1977, er hann var skipaður deildar- stjóri birgðabókhaldsins. Eftirlifandi eiginkona hans er Kristín Sigur- björnsdóttir. Þau hjónin eignuðust fimm böm. Þorsteinn eignaðist einn son fyrir hjónaband. Útfór hans verður gerð frá Hafnarfj arðarkirkj u í dag kl. 13.30. Ólafur Önundarson lést 27. júlí. Hann var fæddur á Norðfirði 21. september 1915. Foreldrar hans voru Anna Marta Lárusdóttir og Önundur Jó- sefsson. Eftirhfandi eiginkona hans er Bergþóra Magnúsdóttir. Þau hjón- in eignuðust einn son. Ólafur starfaði lengst af við að leggja parket á gólf. Útfór hans verður gerð frá Aðvent- kirkjunni í Reykjavík í dag kl. 13.30. Tórúeikar Tónleikar á Akranesi Tónleikar verða haldnir í safnaðarheim- ilinu Vinaminni á Akranesi þriöjudaginn 14. ágúst kl. 20.30. Þá munu Sigurður Halldórsson sellóleikari og Daníel Þor- steinsson píanóleikari flytja „Arpeggi- one“, sónötu Schuberts, sónötu í F-dúr eftir Brahms ásamt verkum eftir Fauré og Hindemith. Á tónleikum í byrjun árs 1983 hófst áralangt samstarf þeirra Daní- els og Sigurðar á sviöi fijálsrar spunatón- listar. Reyndist það hinn ákjósalegasti jarðvegur er þeir fóru að spila saman sí- gilda tónlist fyrir þremur árum, eftir að hafa stundað hefðbundið tónlistarnám. hvor í sínu horni frá unga aldri. Daniel lærir nú við Sweelinck Tónlistarháskól- ann í Amsterdam undir leiðsögn Willems Brons en Sigurður lauk námi fyrir nokkru frá Guildhall School of Music and Drama í London og sækir enn tíma hjá aðalkennara sínum þar, Raphael Som- mer. Tilkyiiningar Hið íslenska náttúrufræðifé- lag Helgina 25.-26. ágúst er áformaö að fara upp að Húsafelli og gista þar eina nótt. Á Húsafelli verða skoðaðar jarðmyndanir í Húsafellseldstöðinni. Margt fleira er þar markvert að sjá. Aðalleiðsögumaður verður Kristján Sæmundsson jarðfræð- ingur sem gjörþekkir þessi svæði. Lagt verður af stað frá Reykjavík kl. 9 á laug- ardag og ekið um Hvalöörð og Borgar- fjörð en síðdegis á sunnudag haldið heim um Kaldadal og Þingvelli. Fjöldi þátttak- enda er takmarkaður við 100 manns. öll- um er heimil þátttaka en nauðsynlegt er að skrá sig í ferðina fyrir 21. ágúst nk. Tekiö er á móti pöntunum í síma 624757 milli kl. 10 og 12 alla virka daga. Bók og bílæti Dagana 13. til 17. ágúst verður haldið í Reykjavík norrænt myndfræðilegt mál- þing, hið 12. í röðinni. Frá upphafi 1968 hafa myndfræðileg málþing veriö haldin annað hvert ár, til skiptis á Norðurlönd- um utan íslands. Nú þótti hins vegar æskilegt að þingiö yröi haldið hér á landi, enda hafa íslendingar upp á ýmislegt for- vitnilegt að bjóða á þessu sviði þar sem eru íslensku handritin í stofnun Árna Magnússonar og merkir kirkjugripir, ís- lenskir og erlendir, í Þjóðminjasafni ís- lands og íslenskum kirkjum. En einmitt með þetta í huga var málþinginu valið nafnið Bók og bílæti. Andlát Jón Þorleifsson, Heiðarholti 30, JrfCeflavik, lést í sjúkrahúsi Keflavíkur aðfaranótt 10. ágúst. Jarðarfarir Axel Blöndal læknir, sem lést í Borg- arspítalanum 6. ágúst, verður jarð- sunginn frá Dómkirkjunni miðviku- daginn 15. ágúst kl. 10.30. Útfor Sigríðar Einarsdóttur, Safa- mýri 65, Reykjavík, fer fram frá Ás- kirkju þriðjudaginn 14. ágúst kl. 13.30. Útför Ævars Arnar Magnússonar, -,Lindarbyggð 11, Mosfellsbæ, fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 13. ágúst, kl. 13.30. Útfór Halldórs M. Sigurðssonar, Dal- braut 31, Akranesi, fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn 14. ágúst kl. 11. Útför Magnúsar B. Pálssonar glerslípunarmeistara, Skipholti 9, 'Reykjavík, fer fram frá Háteigs- kirkju, þriðiudaginn 14. ágúst kl. 15. Kristín Ottósdóttir, Vogalandi 7, Reykjavík, sem andaðist þriðja þessa mánaðar, verður jarðsungin þriðju- daginn 14. ágúst. Kveðjuathöfn verð- ur frá Bústaðakirkju kl. 10.30. Jarð- sett verður að Breiðabólstað í Fljóts- hlíð sama dag kl. 14. Bílferð frá Bú- staðakirkju. Stefán Reykjalín byggingameistari, Akureyri, verður jarösunginn frá Akureyrarkirkju mánudaginn 13. ágúst kl. 13.30. Útför Jóns Gests Benediktssonar hárgreiðslumeistara, Víghólastíg 12, Kópavogi, fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 14. ágúst kl. 13.30. Geirfríður Jóelsdóttir, Breiðumýri, Reykjadal, áður til heimihs á Siglu- firði, verður jarðsungin frá Húsavík- urkirkju mánudaginn 13. ágúst kl. 14. Þorsteinn H. Þorstcinsson lést 5. ágúst. Hann var fæddur 25. desember 1917, sonur hjónanna Þorsteins Júl- íusar Sveinssonar og Kristínar Tóm- asdóttur. Þorsteinn starfaði um ára- bil hjá Landsbanka íslands en í júní 1963 hóf hann 9törf hjá Vamarliðinu, sem bókari í birgðabókhaldsdeild- Fjölmiðlar Þriðja flokks myndir Efnisval sjónvarpsstöðvanna á biómyndum er oft á tíðum á þann háttað maður spyr sjálfan sig hvort innkaupastjórar séu aö versla fyrir eigin smekk, Sérstaklega er Stöð 2 undarlegað þessu leyti. Spennu- myndir og þá sér staklega lögreglu- myndir, þar sem fíkniefni eru aðal- máliö, haía að mínu viti verið svo yfirgnæfandi á Stöð 2 að maður spy r sjálfan sig oft hvort innkaupastjór- inn sé örugglega i lagi. Góðar mynd- ir em undantekningar á báðum sj ónvarpsstöðvum og hefur það ver- iðþannigialltsumar. Þessi árstími er aö vísu sá sem fólk horfir hvað minnst á sjónvarp og halda mætti að sjónvarpsstöðv- amar báðar væru að spara i inn- kaupum og geyma góðu bitana til haustsins. Þessar stöövar mega þó ekki gleyma því að margir eru þeir sem ekki eiga heímangengt og sjón- varpið styttir þessu fólki stundir hvort sem er að sumri eða vetri. Föstudagsmynd Sjónvarpsins byijaði ágætlega en þegar frá leið fór áhorfandinn að missa af sögu- þræðinum þar sem hann óð úr draumaheimi aöalpersónunnar yfir í veruleikann og loks vissi maöur ekki hvort var hvaö. Týpísk þriðja flokks mynd. í gærkvöldi hófst breskur þáttur sem allt í lagi var að horfa á en at- buröarásín þó heldur dauf. Stöð 2 sýndi myndina Brúöur mafíunnar undir miðnætti, ágæt mynd að því leyti aö þar sá maður kunnugleg andlit svo sem litlu stúlkuna úr Húsinu á Sléttunni, sem allt í einu var orðin fullvaxta kona, sem átti í höggi við eyturlyfjasmyglara. Eg vildi gjarnan sjá meira af göml- um myndum, gamanmyndum og gömlu svart-hvítu myndunum. Sjónvarpið var nokkuð duglegt að skella þessura myndum á miðviku- dagskvöld sl. vetur og vonast ég til að svo verði einnig nú þegar fer að hausta. Reyndar vonar maður aö sjónvarpsdagskráin fari upp úr þessu að lagast - það er jú farið að dimmaákvöldin. Elín Albertsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.